Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 Fiskeldið - „Horft til framtíðar eftir Ingólf Guðmundsson Rétt fyrir páska 1993 var haldin fiskeldisráðstefna á Akureyri sem bar yfirskriftina „Horft til framtíð- ar“. Halldór Blöndal ráðherra land- búnaðarins, og þá jafnframt fisk- eldisins, hélt alvöruþrungna ræðu um slæma stöðu fiskeldisins. í lokin sagði hann að senn yrði mótuð stefna í greininni; þeir dagar sem tengdust upprisunni væru á næsta leiti og því við hæfi að „upprisa" fiskeldisins yrði á svipuðum tíma. Að vísu örlaði á gamansemi hjá Blöndal um leið og hann ræddi „upprisuna" í þessari mynd en í sannleika sagt datt við- stöddum varla í hug að hann ætlaði að hafa þá að fíflum — eins og raun- in varð á. Frá því Blöndal lofaði „uppris- unni“ eru liðnir margir mánuðir — allt of margir — og enginn fiskeldis- stefna hefur enn litið dagsins ljós. Fiskeldisstöðvar halda áfram að fara á hausinn eða hætta rekstri. Á síðustu 15 árum hafa a.m.k. níu stór- ar stöðvar verið stofnsettar á Reykja- nesskaganum þar sem „allar aðstæð- ur voru hinar ákjósanlegustu“ eins og sagt var í upphafi. Flestar stöðv- arnar urðu gjaldþrota fljótlega með hundruð milljóna króna skuldahala og í dag er aðeins ein eftir í fullum rekstri, flestar hinna standa nú sem risastórir í-uslahaugar þjóðinni til skammar og sóunar — þegar horft er til framtíðar. Þijár tegundir laxeldis hafa aðal- lega verið stundaðar hér á landi, kvíaeldi, strandeldi og hafbeit. Kvía- eldið hefur að mestu runnið sitt skeið vegna illviðra, orkukostnaður og sjúkdómar hafa gert strandeldis- stöðvunum erfitt fyrir og í hafbeit- inni hafa skilyrði í sjó brugðist síð- ustu 3-4 árin. Þær hafbeitarstöðvar sem eitthvað hefur kveðið að eru: Silfurlax í Hraunsfirði, Vogavlk (fyrrum Voga- lax) við Vogastapa og Laxeldisstöð ríkisins í Kollafírði sem sinnir m.a. ýmiskonar rannsóknarverkefnum í samvinnu við Veiðimálastofnun. Stjórnendur Silfurlax hafa barist með oddi og egg fyrir framtíð stöðv- arinnar. Svíarnir sem eiga stóran hlut í fyrirtækinu hafa haft tröllatrú á hafbeitinni og þrátt fyrir öll „mögru“ árin og ýmiskonar skakka- föll í eldinu horfa þeir enn fram á við því líkurnar á betri tímum enj miklar. Heimtur hjá Silfurlaxi síðast- liðið sumar sýndu að þeir stefna upp á við. Hjá Kollaijarðarstöðinni jukust heimtur einnig umtalsvert en í báðum fyrrnefndum stöðvum hefur mikið kapp verið lagt á kynbætur, svo og u á framleiðslu svokallaðra stórseiða (þ.e. seiða úr vorhrognum). Það er mjög mikilvægt fyrir allar rannsóknir í hafbeit, kynbætur o.fl. að stöðvunum fækki ekki því styrkur- inn til framfara í greininni felst ekki síst í sérstöðu hverrar stöðvar fyrir sig innan heildarinnar, þ.e. saman- burði milli ólíkra eldisaðferða og umhverfisþátta. Hafbeitarstöðin Vogavík Árið 1990 varð Hafbeitarstöðin Vogalax (nú Vogavík) gjaldþrota eftir u.þ.b. þriggja ára líftíma og 500 milljónir kr. í uppbyggingu. Fyrir- tækið hefur veitt tíu manns atvinnu. Ekki er hægt að segja að rokið hafi verið í ævintýrið með æðibunugangi því tilraunaárin voru fjögur og gáfu þau 5-15% heimtur þannig að eftir reynslutímann, sem vissulega gaf góðar vonir, var ráðist í byggingu stöðvar sem anna átti 2,5 millj. gönguseiða. Fyrsta sumarið eftir að tilraunaeldinu lauk gaf 8% heimtur, næsta gaf 4%, og gjaldþrotasumarið gaf aðeins rúm 2%. Að vísu jókst sleppiseiðafjöldinn milli ára en hafa verður í huga að allar hafbeitarstöðv- ar á landinu féllu í heimtum þessi ár þrátt fyrir svipaðan fjölda slepptra seiða. Ástandið kom einnig glögglega fram í dræmri laxveiði í ám eins og flestum er kunnugt um. Ingólfur Guðmundsson „Ráðherra Blöndal ætti nú að nota föstuna framundan til þess að íhuga gaumgæfilega stöðu fiskeldisins.“ Fiskveiðasjóður íslands tók við rekstri Vogalax eftir gjaldþrotið en hefur nú ákveðið að loka fyrirtæk- inu. Þau þijú sumur sem sjóðurinn hefur rekið stöðina hafa heimtur verið mjög lélegar, eða 2-3%, og ekki staðið undir lágmarksrekstri. Framleiðslukostnaður hjá Vogavík hefur verið mjög lágur pr. seiði, eða tæplega 40 kr. síðastliðin þrjú ár, og ef miðað er t.d. við eina millj. sleppiseiða þá er framleiðslukostnað- ur þeirra 40 millj. kr. Heimtur þyrftu ekki að verða hærri en 4% til þess að standa undir daglegum rekstri miðað við meðalverð á útfluttum iaxi síðastliðið sumar, eða 370 kr. pr. kg Fob. (Dæmið er reiknað út frá þriggja kg meðalvigt, þ.e. bæði eins og tveggja ára laxi úr sjó.) Hver maður hlýtur að sjá að litla breytingu til batnaðar þarf til þess að stöðin fari að skila hagnaði. Ef heimtur færu t.d. í 8% með batnandi árferði og betri seiðum í sjó (kynbæt- ur o.fl.) yrði tekjuafgangurinn tæpl. 50 millj. á ári. „Lífríki hafsvæða í uppsveiflu“ var yfirskrift vísindagreinar í Morgun- blaðinu 20. febr. Þar leiddu þrír fiski- fræðingar Veiðimálastofnunar gild rök að því að sterk tengsl séu milli lífríkisins í Barentshafí og við ís- landsstrendur hvað snertir sveiflur í fiskistofnum til góðs eða ills; upp- sveifla I lífríki Barentshafsins komi fram hér við land 2-3 árum seinna og nú sé ein slík komin af stað og gæti varað næstu árin. Tilraunir af ýmsum toga hafa ver- ið gerðar í samvinnu Veiðimálastofn- unar og hafbeitarstöðvanna og hefur Rannsóknasjóður ríkisins styrkt þær dyggilega síðustu ár. Eftirtaldir þættir til framfara hljóta að fá menn til þess að huga gaumgæfilega að framtíð hafbeitar í landinu: 1. Kynbætur á hafbeitarlaxi eru farnar að skila góðum árangri til einstakra hafbeitarstöðva. 2. Rannsóknir á fari (migration) seiða og laxa eru hafnar svo og athuganir á fæðuvali seiða í sjó. 3. Kaup á laxakvóta erlendra ríkja eru fullum gangi. 4. Verð á hafbeitarlaxi fer hækk- andi. 5. Kröfurnar um villta „ómengaða" fæðu verða sífellt háværari. 6. Fóður hér er 10-15% ódýrara en í nágrannalöndunum. 7. Við höfum mestu reynslu í heimi í hafbeit á Atlantshafslaxi. 8. Við eigum afburðagott fiskeldis- fólk sem lært hefur margt og mikið af bituiTÍ reynslu síðustu ára. Allir íýrrgreindir þættir ættu að stuðla að mikilli bjartsýni í laxahaf- beit — ef horft er til framtíðar. Til skamms tíma hefur laxeldinu verið líkt við loðdýraræktina hvað snertir uppbyggingu, fjárfestingu og síðan gjaldþrot greinarinnar, en hvað hefur komið í Ijós? Jú, gífurleg verð- hækkun á skinnum á heimsmarkaði og þeir fáu sem lifðu af loðdýraævin- týrið margfræga sjá nú loks fram á betri tíma. Heimskuleg ráðstöfun Því miður virðist svo sem nýjunga- girnin og bráðræðið í íslendingum eigi sér engin takmörk — æðibunu- Sveitarstj ómakosningar 28. maí 1994 Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd 1. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun hefjast fyrsta virka dag eftir 2. apríl, þ.e. ..5. apríl. 2. Krafa um bundnar hlutfallskosningar í sveitarfélagi, með 800 íbúa eða færri, berist oddvita yfirkjörstjómar bréflega eigi síðar en............16. apríl. 3. Sveitarstjómarmaður, sem skorast undan endurkjöri, skal tilkynna yfírkjörstjórn þá ákvörðun sína eigi síðar en...........................23. apríl. 4. Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi...............................30. apríl. 5. Framlengdur framboðsfrestur, ef aðeins kemur fram einn listi, rennur út...2. maí. 6. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en.....................................4. maí og skal framlagning hennar auglýst fyrir þann tíma. 7. Kjörskrá skal liggja frammi til kjördags. 8. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út kl. 12 á hádegi.14. maí. 9. Yfirkjörstjóm auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa verið úrskurðaðir gildir og merktir. 10. Afrit kæm sendist þeim, sem kærður er út af kjörskrá, eigi síðar en......17. maí. 11. Sveitarstjóm úrskurðar kæmr eigi síðar en................................21. maí. 12. Oddviti sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóri hennar undirritar kjörskrá. 13. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi, svo og sveitarstjórn sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og úrskurður liggur fyrir. 14. Sveitarstjóm skal senda oddvita yfirkjörstjórnar eintak af kjörskrá þegar kjörskráin hefur verið endanlega undirrituð. 15. Kjörstjóm tilkynni oddvita yfírkjörstjórnar, svo og sveitarstjóm sem mál getur varð- að, um breytingar á kjörskrá strax og dómur er genginn. 16. Yfirkjörstjórn auglýsir hvenær kjörfundur hefst. 17. Kjörfundi skal slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag. 18. Yfirkjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fyrirvara á undan kosningum. 19. Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi. 20. Yfirkjörstjórn setur notaða atkvæðaseðla undir innsigli að talningu lokinni, þegar kosning er óbundin. 21. Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga. 22. Yfirkjörstjóm eyðir innsigluðum atkvæðaseðlum að kæmfresti loknum eða að fullnað- arúrskurði uppkveðnum hafi kosning verið kærð þegar kosning er óbundin, sbr. nr. 19. 23. Kjörstjóm skal gefa út kjörbréf til aðalfulltrúa í sveitarstjórn og varamanna þeirra og senda nýkjörinni sveitarstjóm greinargerð um úrslit kosninganna. Félagsmálaráðuneytið, 24. mars 1994. gangurinn og skellirnir í laxeldinu virðast ekki hafa orðið mönnum víti til varnaðar. Ný nöfn í fiskeldisflór- unni sópa la'xeldinu og fylgifiskum þess (íjárfestingum, reynslu o.s.frv.) undir teppið í einu vetfangi. Allt í einu er framtíð fiskeldis á íslandi farin að felast í erlendum hlýsjávar- dýrategundum, s.s. barrafiski eða abaloneskel (sæeyra). Margir laxeld- ismenn hafa líkt þessari nýjungagirni við það ef við færum að baksa við að framleiða appelsínur í kartöflu- görðunum með fullvissu um mikinn gróða af útflutningi þeirra til Flórída. Hafbeitarstöðin Vogavík, sem hönnuð er fyrir 2,5 millj. laxgöngu- seiða, hefur nú verið leigð nýstofn- uðu fyrirtæki sem hyggur á sæeyra- framleiðslu. Lax og skelfiskur eru gjörólíkar dýrategundir og því lítið fjármálavit í því að ætla skelfiskeldi bjartri framtíð í laxeldisstöð þrátt fyrir það að báðar tegundirnar dafni í vökva. Tilraunaeldi á sæeyra er lokið hjá Hafrannsóknastofnun og nú taka „hinir“ við. Þessir „hinir“ hafa ná- kvæmlega sömu hljóð og laxeldis- mennimir áður en þeir lærðu af reynslunni — kvakið er það sama; allir útreikningar í stórum plús, gíf- urlegur markaður, þúsundir fyrir kílóið, engir sjúkdómar, fóðrið ókeyp- is (étur hrossaþara sem hægt er að sækja í fjörurnar), o.s.frv. Það eina sem þá.virðist vanta nú eru peningar til þess að byggja stöð sem fyrst og fremst yrði hönnuð fyrir sæeyraeldi. Vandamálin sem örugglega koma upp á þeim 4-5 árum sem það tekur að framleiða áætluð 50 tonn af sæ- eyravöðva hljóta að verða mörg eins og í öðru eldi og því er vænlegast að horfa strax til framtíðar til þess að fyrirbyggja sömu mistök og gerð voru í laxeldinu. Sæeyraeldi hefur gengið vel í sumum löndum en í öðrum illa, t.d. í Ástralíu. Fyrirtæki á Suðurnesjum, s.s. Hitaveita Suðurnesja og Eignar- haldsfélag Suðurnesja, hafa lagt fé í nýja fyrirtækið og eru með að styrkja framtíð sæeyraeldisins (en ekki endilega hag þess) í Vogavíkur- stöðinni og gera um leið endurreisn hafbeitar á staðnum illmögulega. Orkureikningar hjá Vogavík hafa verið annar stærstu kostnaðarliður- inn við eldið. Sú ráðstöfun HS að veita hlutafé til skelfiskeldis í laxa- hafbeitarstöð er hreint út sagt furðu- leg. HS hefði verið nær að endur- skoða orkuverð (og lækka) til þeirra fiskeldisfyrirtækja á Reykjanesskag- anum sem enn beqast fyrir lífí sínu og stuðla þannig að framförum í greininni. Vogavík var fyrst og fremst hönn- uð sem hafbeitarstöð. Stöðin býr við góðar náttúrulegar aðstæður; nóg kalt vatn á litlu dýpi, 11° heitur borholusjór, ætisríkt grunnsævi við stöðina og góð móttökuaðstaða. Það hlýtur að vera mikil sóun á verðmætum að planta skeldýraeldi inn í stöð sem hönnuð er fyrir lax- eldi og hafbeit. Breytingar á ýmsum þáttum, s.s. kerum, lögnum o.fl. verða mjög miklar og munu kosta mikið, fyrir utan það að tjasl er sjaldnast vænlegt ef horft er fram á við. Með því að umbylta stöðinni í skelfiskeldisstöð með 50 tonna áætl- aða ársframleiðslu, fjögur ársverk, og óvissa framtíð verður ekki aftur snúið til laxeldis og hafbeitar í Voga- vík, svo mikið er víst. Allra hagur Það er slæmt fyrir þjóðarbúið ef ráðamenn landsins halda uppteknum hætti í fiskeldinu — að sitja aðgerða- lausir með hendur í vösum. Mörg vandamál eru óleyst í laxeld- inu en við höfum sannarlega verið á réttri braut og líkiega eru aðeins um 25% eftir á áfangastað. Sæeyramenn eiga sín 99% ófarin og eins og allir vita eru gamlir skór af öðrum óhent- ugir á grýttum vegi. „Nýsköpun" er góð og gild en hún má ekki verða til þess að þær fram- farir sem orðið hafa í „gömlum" greinum séu lagðar fyrir róða. Ráðherra Blöndal ætti nú að nota föstuna framundan til þess að íhuga gaumgæfilega stöðu fiskeldisins. Það er orðið meira en tímabært að sú „upprisa" sem fiskeldismönnum var lofuð um páskaleytið í fyrra fari að sjá dagsins ljós. Höíundur er fyrrvcrandi starfsmaður Vogalax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.