Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 HANDKNATTLEIKUR H UM HELGINA Úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Portúgal: KJARTAN K. Steinbach hefur verið útnefndur í átta manna framkvæmdanefnd, sem hefur með leikjaumsjón og leikjaeft- irlit að gera í úrslitakeppni Evr- ópumótsins í handknattleik, sem verður í Portúgal í júní. Kjartan, sem er varaformaður HSÍ, er fyrsti íslendingurinn, sem er valinn til að gegna svo mikil- vægu hlutverki á alþjóða stórmóti í handknattleik, en Gunnar Kr. Gunnarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri HSÍ, fær sama hlut- verk í Evrópukeppni U-21 árs liða í ísrael í ágúst. „í mínum huga er þetta viður- kenning á því, sem við höfum hing- að til verið að gera, og því, sem við stöndum fyrir. Þetta er viður- kenning á því að ísland á menn til að gegna þessum störfum," sagði Kjartan við Morgunblaðið. ÚRSLIT Kjartan K. Steinbach Hann var eftirlitsdómari á leik Drott og PSG í undanúrslitum Evr- ópukeppninnar fyrr í vikunni og sagði að sú tilnefning hefði einnig komið sér skemmtilega á óvart, en hún sýndi að Evrópusambandið fylgdist vel með störfum íslendinga. Kjartan, sem hefur verið kennari á dómaranámskeiðum hjá Aiþjóða handknattleikssambandinu síðan 1988, sagði að verkefnið í Portúgal væri góður undirbúningur fyrir heimsmeistarakeppnina á íslandi á næsta ári, þar sem hann yrði með sömu verkefni á sinni könnu. Dregið í riðla Dregið hefur verið í riðla í úrslita- keppni EM og eru Rússland, Frakk- land, Þýskaland, Rúmenía, Búlgaría og Króatía í A-riðli, en Spánn, Sví- þjóð, Danmörk, Ungveijaland, Portúgal og Slóvakía í B-riðli. Leik- irnir í riðlunum fara fram 3. til 8. júní, A-riðill í Lissabon og B-riðill í Oporto. KNATTSPYRNA / EM LANDSLIÐA Kjarlan skipaður í fram- kvæmdanefnd leikjanna Sigurjón markaðs- stjórí HM 95 Morgunblaðið/Juhus Sigurjón Friðjónsson Svíaleikurinn ut- an ramma UEFA Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Seattle - Phoenix.............116:106 ■Detlef Schrempf var með 27 stig fyrir heimamenn, Gary Payton 21 og Shawn Kemp 18 stig. Charles Barkley skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Phoenix. Minnesota - New York..........106:123 ■Hubert Davis var í byrjunarliði New York fyrir John Starks, sem er meiddur, og setti pfersónulegt met, skoraði 32 stig. Derek Harper var með 19 stig, en Anthony Bonn- er og Patrick Ewing sin 17 stigin hvor. Isaiah Rider skoraði 22 stig fyrir heima- menn og Stacey King 21 stig. Houston - LA Lakers...........113:107 ■Hakeem Olajuwon gerði 37 stig fyrir Houston, tók 11 fráköst og varði sex skot. Kenny Smith skoraði 20 stig og átti 10 stoðsendingar, en Elden Campbell var með 25 stig fyrir Lakers. Denver - Miami................113:101 ■Mahmoud Abdul-Rauf skoraði 25 stig fyrir Denver, en settist síðan á bekkinn ásamt hinum í byrjunarliðinu. Dikembe Mutombo var með 20 stig, 16 fráköst og varði átta skot í fyrsta sigri liðsins gegn Miami í síðustu átta leilq'um. Glen Rice var með 18 stig fyrir gestina. Sacramento - San Antonio......91:107 ■David Robinson skoraði 38 stig, tók níu fráköst, varði sex skot og átti fimm stoð- sendingar fyrir gestina. Dale Ellis skoraði 20 stig, en Dennis Rodman, sem skoraði níu stig, tók 18 fráköst og átti fjórar stoð- sendingar. Mitch Richmons skoraði 24 stig fyrir heimamenn og Lionel Simmons 19 stig. Golden State - Milwaukee......114:112 ■Avery Johnson tryggði sigurinn sex sek- úndum fyrir leikslok. Chris Mullin og La- trell Sprewell voru með 25 stig hvor, en Chris Webber 21 stig. Ken Norman skoraði 29 stig fyrir Milwaukee og tók 12 fráköst. Washington - Boston...........117:123 ■ Eftir framlengingu. Dee Brown gerði sjö stig fyrir Boston í framlengingunni og alls 38 stig, sem er persónulegt met, en hann var inná allan tímann að einni mínútu und- anskyldri. Dino Radja skoraði 20 stig. Tom Gugliotta var með 24 stig fyrir heimamenn og kom leiknum í framlengingu, þegar hann jafnaði 107:107 með þriggja stiga skoti 5,1 -• sek. fyrir leikslok. Íshokkí NHL-deildin Leikir i fyrrinótt: Boston - Anaheim..................5:3 New Jersey - Tampa Bay............2:1 Philadelphia - Florida............4:3 Pittsburgh - Ottawa...............5:1 Chicago - Montreal 5:5 ■Eftir framlengingu. NISSAINi í stöðugri sókn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, lagði fram ákveðin leik- tímabil vegna Evrópukeppninn- ar 1996 til að koma í veg fyrir að hagsmunir landsliða og fé- lagsliða rækjust á. í gær var ákveðið að knattspyrnusam- bönd gætu ekki krafist þess að fá leikmenn lausa frá er- lendum félagsliðum íleiki, sem fram færu utan fyrrnefndra tímabila. etta getur snert leik Svíþjóðar og Islands 1. júní á næsta ári, en næsta tímabil er 5. til 12. júní. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagðist ekki hafa áhyggjur af þessu. I fyrsta lagi gæti UEFA ekki tekið fram fyrir hendumar á FIFA og auk þess hefði málið verið skoðað ofan í kjölinn með Svíum áður en ákvörðun hefði verið tekin. Niðurstaðan hefði verið sú að deild- arkeppni væri almennt lokið á þess- um tíma og því ætti ekki að vera neitt mál að fá menn lausa. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari í knattspymu, er sáttur við niður- röðun leikja í 3. riðli Evrópumóts- ins, riðli íslands, en sagði við Morg- unblaðið að hún væri ekki eins og hann hefði helst viljað. Hann sagð- ist hafa viljað mæta Svisslendingum ytra í október í haust og Tyrkjum í nóvember, en leikirnir hefðu snú- ist við. Þá hefði hann viljað leika Skútan Endeavour, sem Grant Dalton stjórnar, kom fyrst í mark í Punta del Este í síðustu viku eftir fjórða legg af sex í siglinga- keppninni umhverfis jörðina. Sigl- ingaleiðin var 6.000 sjómílur frá Auckland á Nýja-Sjálandi til Ur- uguay. Endeavour tók þar með for- ystu í keppninni samanlagt og er nú rúmlega 20 klukkstundum á undan frönsku skútunni Merit Cup í flokki 80 feta báta. gegn Svíum á öðrum tíma, en þeg- ar á heildina væri litið liti dæmið svipað út hjá öllum. „Svíar og Ung- verjar fengu sínu að mestu fram- gengt, en Tyrkir enda á þremur útileikjum, sem lítur verst út.“ Leikdagar eru eftirfarandi: ísland - Svíþjóð..........7.9. 94 Tyrkland - Island.......12.10. 94 Sviss-ísland............16.11. 94 Svíþjóð - ísland..........1.6. 95 ísland - Ung^veijaland...11.6. 95 Ísland-Sviss.............16.8. 95 ísland - Tyrkland.......11.10. 95 Ungverjaland - ísland...11.11. 95 NORÐURLANDAMÓTIÐ ífim- leikum fer fram um helgina og verða átta íslendingar á meðal keppenda. Fullskipað lið samanstendur af fjórum körlum og fjórum kon- um, en auk liðakeppni fer fram ein- staklingskeppni. I karlaflokki keppa Guðjón Guðmundsson, nýbakaður íslandsmeistari, Jóhannes Níels í keppni minni báta, 60 feta, er Ghris Dickson og félagar hans á Tokíó með forystu eftir fjóra leggi, en Intrum Justitia með Lawrie Smith við stjórnvölinn er rétt á eft- ir og var á undan Tókíó til Urugu- ay frá Nýja-Sjálandi. Fjórði leggur 80 feta bátar, Maxi: 1. Endeavoru (Nýja-Sjálandi) 21 dagur, 2,24 klst. frá Aukland til Punta del Este. Framkvæmdanefnd HM 95 hefur ráðið Siguijón Friðjónsson sem markaðsstjóra HM 95. Hann á m.a. að hafa yfirumsjón með framleiðslu, markaðssetningu og sölu á merki og lukkudýri keppninnar, undirbúa gerð auglýsingasamninga við styrktar- og stuðningsaðila HM, leitast við að hámarka afrakstur vöru og þjónustu, sem verður til í tengslum við HM 95, þ.m.t. að- göngumiðasölu á leiki keppninnar, hafa umsjón með útgáfustarfsemi og sinna upplýsingavinnslu fyrir fjölmiðla vegna HM. Siguijón er þriðji starfsmaður- inn, sem nefndin ræður vegna HM 95. Fyrir ári var Hákon Gunnarsson ráðinn framkvæmdastjóri og fyrir skömmu tók Ásdís Þ. Höskuldsdótt- ir við starfi skrifstofustjóra, en skrifstofan er í húsakynnum ISÍ í Laugardal. Sigurðsson, Gísli Örn Garðarsson og Jón Trausti Sæmundsson, en í kvennaflokki íslandsmeistarinn Nína Björg Magnúsdóttir, Elva Rut Jónsdóttir, Sigurbjörg Olafsdóttir og Eva Björnsdótir. Dómarar frá íslandi verða Ásta ísberg, Sesselja Jarvelá, Heimir J. Gunnarsson og Björn Pétursson. Þjálfari kvenna er Hlín Árnadóttir, en Jan Cerven er með karlana. 2. Merit Cup (Sviss) 21 - 06,45 klst. 3. La Poste (Frakkl.) 21 - 12.,9 klst. 60 feta bátar, W60: 1. Intrum Justitia (Evrópu) 21 - 02,31 klst. 2. Tokíó (Japan) 21 - 07,29 klst. 3. Yamaha (N-Sjál.) 21 - 07,37 klst. 4. Galicia 93 (Spáni) 21 -10,38 klst. Staðan eftir fjóra leggi af sex: Maxi: 1. Endeavour 84 - 16,58 klst. 2. Merit Cup 85 - 12,05 klst. 3. La Poste 87 - 10,48 klst. W 60: 1. Tokíó 84 - 18,55 klst., 2. Intrum Justitia 85 - 09,06 klst. 3. Yamaha 85 - 12,43 klst. 4. Galicia 93 85 - 16,55 klst. SIGLINAGR / WHITBREAD Endeavour með forystu ÞRJÁR skútur af 14 eru í nokkrum sérflokki í Whitbread siglinga- keppninni umhverfis jörðina eftir fjóra leggi af sex. Skúturnar eru Endeavour (80 feta) frá Nýja-Sjálandi, Evrópuskútan Intrum Justitia (60 feta) og Tokío (60 feta) frá Japan. Næsti leggur er frá Punta del Este til Fort Lauderdale í Bandarikjunum og verð- ur lagt upp frá Uruguay 2. apríl. Sjötti og síðasti leggurinn er frá Lauderdale til Southampton í Englandi sem hefst 21. maí. FIMLEIKAR Átta íslendingar á IMorðuriandamótið Körfuknattleikur Úrslitakeppni karla Laugardagur: Njarðvík: UMFN-ÍBK.................16 Sunnudagur: Akranes: ÍA-UMFG................20.30 Úrslitakeppni kvenna Laugardagur: Grindavík: UMFG-KR.................14 Sunnudagur: Sauðárkrókur: UMFT-lBK.............14 Úrslitakeppni 1. deildar karla: Laugardagur: Seljaskóli: ÍR-Þór.................16 Handknattleikur Úrslitakeppni kvenna Mánudagur: Höll: Fram - Víkingur...........18.30 Höll: KR - Stjaman..............20.30 Skvass íslandsmótið íslandsmótið í skvassi fer fram í Vegg- sporti um helgina og er keppt í karla-, kvenna-, unglinga- og heldrimannaflokki. Skráning er í s. 682111 og er raðað í mót- ið eftir árangri vetrarins, en úrslitaleikirnir verða á morgun, sunnudag. Blak Islandsmót karla Laugardagur: Ásgarður: Stjarnan - Þróttur R...15.30 Hagaskóli: ÍS-KA.................19.15 Islandsmót kvenna Laugardagur: Höfn: Sindri - Víkingur............10 Höfn: Sindri - Þróttur N............14 Hagaskóli: ÍS-KA................"..18 Sunnudagur: Höfn: Sindri - Þróttur N.........11.30 Pilukast Opna Stálsmiðjumótið , Opna Stálsmiðjumótið í pilukasti verður haldið í matsal Stálsmiðjunnar að Mýrar- götu 10-12 í dag og hefst keppni kl. 13. Spilað verður 501 í riðlaformi. Golf Á morgun, sunnudag, verður golfdagur Kringlunnar í Kringlunni kl. 10 til 18. Boð- ið verður upp á púttmót fyrir alla fjölskyld- una og verður keppt í flokki karla og kvenna, heldriborgaraflokki 60 ára og eldri og unglingaflokki 14 ára og yngri. FÉLAGSLIF Námskeið í Ólympíu Alþjóða ólympíska fræðslustofnunin, sem hefur stöðvar f Ólympíu í Grikklandi, boðar til námskeiðs fyrir íþróttafólk á aldrinum 20-35 ára, 18. júlí til 2. ágúst í sumar. Tveir þátttakendur frá hverri ólympíu- nefnd, sem starfrækir fræðsluráð, fá fríar ferðir og uppihald. Tveir til viðbótar geta fengið að taka þátt í námskeiðinu, en þeir verða að greiða allt sjálfir eða þeir, sem standa að þátttöku þeirra. Fræðsluráð hverrar þjóðar velur þátttak- endur. Skilyrði er að umsækjendur tali góða ensku eða frönsku, sem eru ásamt grísku og arabisku opinber tungumál námskeiðs- ins. Aðalumræðuefnið verður „Olympismi" þ.e. Ólympíuhugsjónin, stjómkerfið, viðhorf og störf Ólympíuhreyfingarinnar. Einnig verður stofnað til umræðu um að 100 ár eru liðin frá stofnun Aiþjóðaólympíunefnd- arinnar (IOC): Um stuðning IOC við þjóðfé- lög 21. aldar. Þeir, sem hafa hug á því að njóta þessa „ævintýris", þurfa að senda umsókn til Fræðsluráðs ðí, íþróttamiðstöðinni, Laug- ardal, 104 Reykjavík fyrir 1. apríl nk. Með umsókninni þurfa að fylgja upplýs- ingar um íþróttaiðkanir eða störf í þágu íþrótta. Meðmæli eru vel þegin. Aðalfundur A-Klúbbsins A-Klúbburinn, stuðningsmannaklúbur handboltalandsliðanna, heldur aðalfund sinn i dag, laugardaginn 26. mars, og hefst hann klukkan 17 í fundarsal 2 í ÍSÍ-húsinu í Laugardal (við kaffiteríuna). Allir A- Klúbbsfélagar eru hvattir til að mæta go aðrir, sem áhuga hafa á klúbbnum. Skallatennis á Skaganum Fyrsta opna mótið á íslandi í skallatenn- is fer fram á Akranesi 16. apríl og er mót- ið ætlað fyrir 16 ára og eldri. Skallatennis verður leikinn á blakvelli með háu neti (2,3 m). Hvert lið er skipað fimm leikmönnum og eru þrír inná í einu með frjálsum skipt- ingum. Spiiaðar verða tvær hrinur og er hver hrina upp í 15 stig. Karl Þórðarson og Hörður Jóhannesson eru umsjónarmenn mótsins og veita nánari upplýsingar. Hörður í síma 93-12243 og 93-12479 og Karl i síma 93-12474. Námskeið hjá ÍSÍ Fræðslunefnd ISÍ gengst fyrir tveimur leiðbeinendanámskeiðum í april. Grunnstig ÍSl (leiðbeinandi barna og unglinga) hefst föstudaginn 8. apríl kl. 16 til 20.30 og held- ur áfram 9. og 10. apríl frá kl. 9 til 16.30. A-stig ÍSÍ (leiðbeinandi fullorðinna) verður föstudaginn 15. apríl kl 16 til 20.30 og 16. og 17. april kl. 9 til 16.30. Tilkynna þarf þátttöku í fyrra námskeiðið ekki síðar en miðvikudaginn 6. april, en í það seinna er frestur til 13. apríl. Skráning á skrifstofu ISÍ (s. 813377).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.