Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 39 SJONARHORN Oflug matvælalöggjöf jafn- gildir fyrirbyggjandi aö- gerðum í heilbrigðismálum UM MIÐJAN janúar síðastlið- inn kynnti Matvæla- og lyfja- eftirlit Bandaríkjanna nýja löggjöf fyrir matvælaiðnað- inn. Talsmenn stofnunarinnar segja að löggjöfin, sem nefnd hefur verið Food code, eigi að stuðla að öryggi matvæla og líkja þeir slíkum öryggis- þætti við fyrirbyggjandi að- gerðir í heilbrigðismálum. Talsmenn stofnunarinnar segja ennfremur að fæðutengd- ar sýkingar hafi ætíð verið heilsuvandamál, og fari það vaxandi. Ástæðurnar eru m.a. þær að matvæli fara nú í gegn- um fleiri framleiðslustig en þau gerðu áður, þau eru meira unn- in og fara um fleiri hendur á leiðinni frá framleiðenda eða skipshlið að borði neytandans, einnig eru þau flutt til og frá fjarlægari stöðum. Fæðutengdar sýkingar kostnaðarsamar Bandaríkjamenn hafa reiknað út kostnað við fæðutengdar sýk- ingar bæði í mannslífum og út- gjöldum. Dauðsföllin eru 10 þúsund eða fleiri á ári og um 24 milljón veikindatilfelli (sumar tölur segja 81 milljón). Fjár- magnskostnaðurinn er metinn 7,7 eða allt að 23 milljarðar dollara. Trúlega er hlutfallsleg- ur kostnaður svipaður í öðrum löndum, einnig hér á landi, þar sem meðhöndlun matvæla hér er oft áfátt. Matvælaframleiðendur gerðir persónulega ábyrgir í löggjöfinni, sem er mjög víðtæk, er lögð áherslu á heil- brigði og þekkingu. Með henni á að stuðla að því að draga úr hinum mikla kostnaði sem fylgir fæðutengdum sýkingum. Lögin eru frábrugðin hinum fyrri að því leyti að nú eru lagðar áhersl- ur á að koma í veg fyrir vanda- málin, fremur en að uppgötva þau í fullunninni vöru. Það þýð- ir að matvælaiðnaðinum og stjórnendum hans er ætlað að taka á sig meiri ábyrgð en áður og eiga eftirlitsstofnanir að veita aðhald. Fæðutengdar sýkingar áhyggjuefni Umtalsverð aukning hefur orðið á fæðutengdum sýkingum, nýjar bakteríur og eiturefni þeirra hafa komið fram. Opin- berir eftirlitsaðilar hafa áhyggj- ur af auknum sýkingum af völd- um baktería eins og salmonellu, listería monocytogenes, e coli enteritidis, og scombroid-eitrun- um eða histamín-eitrunum. E coli (enteritides): Alvarleg- ar sýkingar og dauðsföll af völd- um e coli hafa verið tengd neyslu á hálfsteiktum hamborgurum sem innihéldu e coli (sem eru saurgerlar). Einnig hafa sýking- ar af völdum e coli verið tengd- ar neyslu á ógerilsneiddri mjólk. Nú er til umræðu að banna sölu á slíkri mjólk. Listería getur leynst víða Listerían (monocytogenes) er baktería sem fyrirfinnst í náttúrunni, hún getur verið hættuleg þeim sem eru með bælt ónæmiskerfi, m.a. af völd- um sjúkdóma, einnig getur hún valdið fósturláti. Af þessum ástæðum eru matvæli sem eru menguð listeríu umsvifalaust tekin af markaði. í nýlegu blaði Food Chemical News má sjá að bann hefur verið lagt á fiskmeti sem mengað er af listeríu, má þar nefna reyktan laxi í lofttæmdum umbúðum frá ákveðnum bandarískum fram- leiðenda og einnig ferskt krabbakjöt frá öðrum. Pylsur frá framleiðenda í Los Angeles voru innkallaðir jafnvel þó að engin veikindi hefðu komið í ljós. Nýlega voru ýmsar smjörteg- undir frá einum framleiðanda innkallaðar í mörgum fylkjum. Um 1.000-2.000 þúsund list- eríu-eitranir eru taldar eiga sér stað í Bandaríkjunum ár hvert. Flestar þessar eitranir eru ein- stök tilfelli en þau geta leitt til alvarlegra veikinda. Faralds- fræðilegar rannsóknir hafa bent til að illa soðnir kjúklingar geti einnig verið áhættuþáttur, sér- staklega hjá fólki sem er með veilt ónæmiskerfi. Listería er einnig í jarðvegi hér og þó ekki sé vitað til að hún hafi valdi fólki skaða er ekki sömu sögu að segja um búsmala. Scombroid-eitrun eða histamín-eitrun Histamín fær sérstaka um- fjöllun í kafla um öryggisþætti í hinni nýju bandarísku mat- vælalöggjöf. Histamín getur verið varasamt vegna þess að það er lyktarlaust og það eyði- leggst ekki í suðu né við niðurs- uðu. í Food Chemical News, þar sem þessi lagabálkur er sérstak- lega tekinn fyrir, segir að scombroid-eitrun eða histamín- eitrun orsakist af neyslu á fiski eða fiskafurðum sem orðið hafi fyrir skemmdum af völdum ákveðinna tegunda baktería eins og clostridium perfringens og eru fjórar aðrar bakteríurteg- undir tilnefndar. Bakteríur þess- ar framleiða ensím eða efna- hvata sem ummynda ákveðna aminósýru (aminósýrur eru byggingarefni próteina) sem er til staðar í flestum fisktegund- um og framleiðir hún histamín. Histamín, sem veldur of- næmisviðbrögðum, getur mynd- ast án þess að lykt fylgi byrj- unarskemmdum á fiskinum. Fiskafurðir sem hafa verið tengdar scombroid- eða histam- ín-eitrun eru feitari fisktegundir eins og túnfiskur, makríll og sardínur og fl. Þar mætti bæta við flatfiski eins og lúðu. Histamín-eitranir vel þekktar hér Ofnæmisviðbrögð í kjölfar neyslu á feitum fiski eins og t.d. lúðu voru vel þekkt fyrir- bæri hér við sjávarsíðuna, sér- staklega á vorin. Ekki var óal- gengt að fá í kjölfar fiskineyslu stóra hringlaga þrútna roða- bletti á hörund og fylgdi viðþols- laus kláði. Mæðrum var m.a. af þeim ástæðum ráðlagt að gefa ungum börnum sínum aðeins sporðstykki af fiski til að forða þeim frá ofnæmisviðbrögðum. Fitan í fiskinum var talinn or- sakavaldurinn. Nú hefur komið í ljós að hitastigið sem fiskurinn er geymdur við er þar mikilvæg- asti þátturinn. Histamín-myndandi bakter- íur vaxa venjulega hraðar eftir því sem hitastig er hærra. Hist- amín vex að hættumörkum á 6 klst. við 32C en 24 klst. sé hita- stigið 21C. Þetta er þó breyti- legt eftir fisktegundum. Hættu- magn histamíns í fiski er 5 milligrömm í 100 grömmum af fiskholdi, en mörkin eru 20 mg í 100 g í niðursoðnum fiski. Bætt eftirlit stuðlar að betra heilbrigði neytenda Histamínmyndun veldur ekki lykt sem gæti verið viðvörun til kaupenda, því þykir líklegast til árangurs að kanna hvort staðið sé rétt að kælingu á fiskinum í geymslum veiðiskipa. Kaupend- um á fiski hefur verið bent á að taka ekki við fiski sem hefur ekki verið kældur niður fyrir 4C fljótlega eftir að hann hefur verið veiddur og hitastiginu haldið við. Neytendur ættu að taka mið af því. Hin nýja matvælalöggjöf mið- ar að því að herða gæðakröfur og eftirlit í matvælaiðnaði. Mættum við gjarnan taka mið af því. Með því að stuðla að framboði á betri og heilnæmari matvælum er stigið stórt skerf í forvarnastarfi í heilbrigðismál- um. M. Þorv. í 3 daga l\lú hvílum vid bílana, því ad í þrjá daga, 28. - 30. mars verður ókeypis í strætó fyrir alla sem sýna ökuskírteini. permisdeconoujbe auiisKÍRLE'N). n.Fumnain^ \ Örva£_Ott 3. Nalnínner 1R26-674A j.Fæðingardagur 4. Heimitt -RnrgarggýS ■pay'Kravt^- l-^75tQátudaQur A1518. Spörum öensín nohun shæfó BACKMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.