Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 19 > > > í ► > > & I » I I » I + Stærstu hluthafar Olíufélagsins hf Hluthafar I.OIíusamlag Keflavíkur Hlutfall hlutafjárelgnar 2. Samvinnusjóður íslands hf. '93 3.Samvinnulífeyrissjóðurinn ;92 , ’93 4. Vátryggingafélag Islands hf. '93 5. Vogun hf. (Hvalur hf) ;92 6. KEA '92 '91 7.Sjóvá-Almennarhf. 8. Lífeyrissj. verslunarmanna 9. Helgafell 10. Festinghf. Heildarhlutafé 1993 571.543.790 kr. 11. Lífeyrissjóður tæknifr. 12. Starfsm.félag Olíufél. hf. 13. Sameinaði lífeyrissjóðurinn '93 im 1.68% '92 MB 1,64% 91 14. Kf. Borgfirðinga 15. Venus hf. '93 M 1,23% ’92 '91 0.9% Samband íslenskra sam- vinnufélaga átti í árslok 1990 33,6% i Olíufélaginu ■og Dráttarvélar hf. 1,6%. í nóvember1992 leysti Olíufélagið til sín 32,4% hlut Sambandsins og neyttu aðrir hluthafar forkaupsréttar síns að þeim hlut sem endur- seldur var hluthöfum á tæpar 47 milljónir króna, en þar vóg langþyngst 38 milljóna króna afskrift vegna gjaldþrots Hafamar- ins. Einnig afskrifaði ESSO 3ja milljóna króna eign sína í Mót- vægi, útgáfufélagi Tímans, sem varð gjaldþrota síðla árs 1993. Ástæður þess að ESSO á svona mikla hlutabréfaeign í fyrirtækjum í óskyldum rekstri, em fyrst og fremst þær að ESSO hefur undan- farin ár verið að breyta útistand- andi skuldum í fyrirtækjum í hluta- bréfaeign. Þannig breytti ESSO skuldum í hlutabréfaeign á liðnu ári í 20 fyrirtækjum fyrir samtals 212 milljónir króna. Ekki er þar með sagt að þær fjárhæðir komi endilega til með að skila sér til fé- lagsins og vel má vera að í ákveðn- um tilvikum komi ESSO til með að þurfa að afskrifa slíka hlutabréfa- eign, ef illa fer hjá þeim fyrirtækj- um sem félagið hefur verið að skuldbreyta hjá. Stjórn félagsins mun fyrst og fremst líta á skuld- breytingar sem þessar sem varnar- baráttu, með það að leiðarljósi að lágmarka tap sitt á viðskiptum við fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa átt í miklum rekstrarörðugleikum að undanförnu. Um þetta atriði sagði Geir Magnússon, forstjóri ESSO m.a. í ræðu sinni á aðalfund- inum í fyrradag: „Við gerum okkur vonir um að það versta sé afstaðið, en getum á þessu stigi ekkert full- yrt um það.“ Fyrirtækið á til dæmis hluta- bréfaeign í þremur sjávarútvegsfyr- irtækjum, fyrir rúmar 200 milljónir króna að nafnverði, en það eru Meitillinn hf. (81 milljón króna), Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf. (76 milljónir króna) og Vinnslustöð- in hf. í Vestmannaeyjum (50 millj- ónir króna). Hlutabréfaeign ESSO í sex öðrum sjávarútvegsfyrirtækj- um nálgast samanlagt um 100 millj- ónir króna, auk þess sem fyrirtækið á minni hlut, eina til þrjár, fjórar milljónir, í allmörgum sjávarútvegs- fyrirtækjum, samkvæmt nafnverði. Á þessu ári mun ESSO skuldbreyta útistandandi skuldum hjá ákveðn- um fyrirtækjum í hlutafé í einhveij- um mæli. Fyrir liggur að Olíufélag- ið, sem er með Borgey hf. á Höfn í Hornafirði í viðskiptum, mun breyta liðlega 30 milljóna króna skuld fyrirtækisins í hlutafé í Borg- ey, í tengslum við nauðasamninga félagsins. ESSO afskrifaði á liðnu ári úti- standandi kröfur félagsins að upp- hæð 171 milljón króna, þar af þær 47,5 milljónir króna í töpuðu hluta- fé, eins og áður segir. Auk þess færir ESSO niður útistandandi kröfur sínar um 5%, eða 132,1 millj- ón króna, en þar er ekki um endan- lega afskrift að ræða, heldur er myndaður mótreikningur sem mæta á þeim kröfum sem kunna að tapast. Lækkun skatta færð í rekstrarreikning Þegar afkoma sl. tveggja ára hjá Olíufélaginu er skoðuð, er rétt að benda á að í reikningum félagsins eru færðar til tekna lækkanir tekju- skattsskuldbindinga sem höfðu ekkert með rekstur félagsins að gera þessi ár. Árið 1992 lækkar tekjuskattshlutfallið úr 45% í 39%, og ESSO bókfærir tekjur vegna lækkunarinnar upp á 46,3 milljónir króna og bætir afltomu ársins sem því nemur. Sömu sögu er að segja um liðið ár, þegar skatthlutfallið lækkaði úr 39% í 33% og þannig eru færðar til tekna vegna lækkun- ar tekjuskattsskuldbindingar 44,7 milljónir króna. Þessar upphæðir hafa ekkert með rekstur félagsins að gera þessi ár, heldur er hér um hagnað að ræða sem verður til vegna þess að Alþingi ákvað að lækka skatta á fyrirtækjum. Þannig að þegar rekstrarafkoma þessara ára er skoðuð, má segja að draga megi þessar fjárhæðir frá, til þess að fá út raunverulega rekstrarnið- urstöðu sem nálgast þá að vera um 150 milljónir króna í rekstrarhagn- að, hvort ár um sig. Samvinnusjóður íslands hf. var stofnaður á 100 ára afmæli kaupfé- laganna árið 1982. Sambandið og ákveðin fyrirtæki því tengd lögðu ákveðinn hundraðshluta af veltu í fimm ár í hlutafé í Samvinnusjóð- inn. Sambandið átti lengi vel þriðj- ung í Samvinnusjóðnum en aðrir stórir hluthafar eru Iceland Seafopd Corporation (dótturfyrirtæki Is- lenskra sjávarafurða i Bandaríkjun- um), KEA, Samvinnulífeyrissjóður- inn og ESSO. Nú hefur VÍS bæst í hóp stórra hluthafa í Samvinnu- sjóðnum. ESSO hefur aukið eignar- hlut sinn með því að taka hlutabréf í sjóðnum upp í skuldaskil. Landsbanki íslands tók við hlut Sambandsins í Samvinnusjóðnuni þegar Hömlur voru stofnaðar og Landsbankinn afhenti síðar Sam- vinnusjóðnum þau bréf í fyrra, gegn 20,3% eignarhlut Samvinnusjóðsins í eignaleigunni Lind hf. og eignað- ist Lind þar með 100%. Samvinnu- sjóðurinn gerði það sama og Olíufé- lagið gerði á sínum tíma þegar hann fékk bréfin frá Landsbankan- um og færði niður hlutafé sitt, þannig að sjóðurinn er í eigu sömu aðila, að Sambandinu frátöldu. Samvinnusjóður íslands skiptist þannig á milli stærstu hluthafa, eftir að Sambandið hvarf úr eig- endahópi: Iceland Seafood Corp. á 48.5 milljónir, eða 19,33%; ESSO á 47.5 milljónir, eða 18,89%; KEA á 37 milljónir, eða 14,7%; Savinnulíf- eyrissjóðurinn á 22 milljónir króna, eða 8,6%; og VÍS á 12 milljónir króna, eða 4,75%. Stjóm Samvinnusjóðsins er þannig skipuð: Benedikt Sigurðs- son, formaður (VÍS), Geir Magnús- son, varaformaður (ESSO), Magnús Gauti Gautason (KEA), Margeir Daníelsson (Samvinnulífeyrissjóð- urinn), og Benedikt Sveinsson (ís- lenskar sjávarafurðir). Samvinnusjóðurinn notaður til kaupa á bréfum Það er augljóst mál að helstu eigendur Samvinnusjóðs íslands, eins og ESSO, KEA, Samvinnulíf- eyrissjóðunnn, íslenskar sjávaraf- urðir og VÍS nýta flármuni sjóðsins til þess m.a. að kaupa bréf í fyrrum Sambandsfyrirtækjum eða Sam- bandstengdum fyrirtækjum, þegar þau bjóðast, ef þau em á annað borð fýsilegur fjárfestingarkostur og ofangreind fyrirtæki telja nauð- synlegt að viðhalda völdum sínum í viðkomandi fyrirtæki, þótt þau sjálf minnki eignarhlut sinn, eins og dæmið um sölu KEA á bréfum sínum í ESSO sýnir. Þannig var ákveðið í fyrra, þegar KEA seldi stóran hluta sinn í ESSO, að auka hlut Samvinnusjóðsins sem þeirri sölu nam. Bréf KEA vom því raun- ar aldrei á markaði, heldur jókst eignarhlutur Samvinnusjóðsins í ESSO á einu bretti úr 3,1% í 10,68%, og óbeint juku því stærstu eigendur Samvinnusjóðsins eign sína í ESSO í réttu hlutfalli við eign- araðild sína að sjóðnum. T I Ð 4 0 * 1954 var veitingarekstur hafinn í Naustinu. I tilefni 40 ára afmaelisins bjóðum við þrfréttaða máltfð fyrir aðeins 1954 kr. Raekjukokkteill með ristuðu brauði og smjöri Þrjár tegundir af síld með brauði og smjöri Gratineruð firönsk lauksúpa Steikt skarkolaflök „Bangkok" með rækjum, ananas, hrísgrjónum og karrísósu Djúpsteiktur körfúkjúklingur Naustsins með hrásalati og frönskum kartöflum Lambageiri með grilluðum tómati og sveppasósu Qfiiwéttir Djúpsteiktur camembert með kexi Perur „Bella Helena" ‘Pc/hÍ cufeins, An. ,nor* l>ifitndí he{yl°' Veitingahúsið Naust 19 9 - J4r/ Borðapantanir i síma 17759 Við bjóðum börn og foreldra velkomin. Krakkarnir fá blöðrur og hatta, geta skemmt sér í barnakrók og horft á teiknimyndir. Að auki er bömum boðið að skrifa nafn sitt á páskahappdrættiskort, sem dregið verður úr síðdegis 4. apríl. Fyrir foreldra með þau allra yngstu í kerru eða vagni bendum við á sérgerðan inngang, sérstakt bleyjuskiptiborð í snyrtingu fatlaðra og góða barnastóla. Smekkir einnig til reiðu. Páskaleikur fyrir ERTU HEPPIN/N?! 10 páskaegg af stærstu gerð frá Nóa-Síríus eru í vinning í páskahappdrættinu. PS. Barnagamanið núna er VETRARÍÞRÓTTIR! (Barnagaman er McHamborgari eða McOstborgari m. litlum McFrönskum, gosdrykk og leikfangi.) LYST »88, Leyfishafi McDonald's fslensktfýrirtœki íslenskar landbiínaðarafurðir Höldum páskana hátíðlega. Það er skoðun biskupsembættisins að best fari á því að veitinga og matsölustaðir séu lokaðir fóstudaginn langa og á páskadag. Við gefum því starfsfólki okkar frí, en aðra daga verður opið frá 10:00 til 23:30. Verið velkomin og gleðilega páska. /v\, I VEITINGASTOFA FJÖLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 MetsöliiUcid á fwerjum degi! Höldum páskana hátíðlega á McDonald’s McKjúklingur á einstöku kynningarveröi dagana 26. mars - 6. apríl. Hefur þú smakkað hann? KR. 222,- Venjulegt verð KR. 349,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.