Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
27
Brunnið bænahús
LÖGREGLA rannsakar ummerki við bænahús gyðinga í Liibeck í
Þýskalandi sem kveikt var í í gær.
Eidsprengju varpað á bænahús gyðinga
Fyrsta árás á bænahús
frá „Kristalsnóttinni“
LUbeck, Bremen. Reuter.
ELDSPRENGJU var varpað á bænahús gyðinga í gær i Liibeck í
Þýskalandi og segja talsmenn gyðinga það vera fyrstu árás af því
tagi frá „Kristalsnóttinni" árið 1938 er nasistar réðust á þúsundir
bænahúsa og fyrirtækja gyðinga í landinu. Enginn slasaðist í árás-
inni í gær en skemmdir urðu töluverðar. Krefjast gyðingar hertra
aðgerða gegn þeim sem staðnir hafa verið að slíkum árásum.
Lögregla í Liibeck kvaðst telja
fullvíst að pólitískar ástæður hefðu
legið að baki árásinni, sem gerð
var degi fyrir páskahátíð gyðinga
er hefst í dag.
Mikil aukning varð á árásum
nýnasista á innflytjendur og gyð-
inga eftir sameiningu Þýskalands
árið 1990 og hafa um 30 manns
látið lífið í þeim. Nasistar hafa
málað hakakrossa á bænahús og
legsteina, svo og kastað svínshaus-
um inn í bænahúsin. Gyðingar
segjast ekki hafa fundið neinar
heimildir um að ráðist hafi verið á
bænahús þeirra frá „Kristalsnótt-
inni“ í nóvember 1938.
keppnisfær þá verður heldur engin
hagvöxtur og atvinnutækifærum
mun ekki f|'ölga,“ sagði Ferrer á
blaðamannafundi.
Hann sagði leiðtoga Evrópu-
sambandsins hafa náð samtöðu um
aðgerðir til að bæta samkeppnis-
stöðu Evrópu á síðustu fundum
sínum en hins vegar hefði tafist
að hrinda þeim í framkvæmd.
Stjórnmálamenn óttuðust kosning-
ar og almenningur væri tregur til
að afsala sér áunnum félagslegum
réttindum.
Ferrer vék einnig að íslandi og
Evrópusambandinu og sagði evr-
ópska iðn- og atvinnurekendur
reiðubúna að styðja íslenska að-
ildarumsókn þegar og ef til hennar
kæmi. Aðspurður um hvort hann
teldi að hagur íslendinga fælist í
aðild sagði hann að það væri erfitt
að vera einn á báti. Hugsanlega
myndi það ganga fyrir Svisslend-
inga af ýmsum ástæðum en óvíst
væri hvort það sama ætti við um
íslendinga.
Talsmaður þýsku stjórnarinnar,
Dieter Vogel, sagði hana fordæma
atburðinn. Sagði hann um að ræða
glæp gegn þjóð sem ynni að því
bæta fyrir þá eyðileggingu sem
átti sér stað undir stjórn nasista.
Ráðist á Tyrki
Þá var eldsprengju varpað inn í
vefnaðarvöruverslun í eigu Tyrkja
í Bremen í fyrrinótt. Leitt hefur
verið að því getum að ný-nasistar
eða Kúrdar hafi staðið að árás-
inni. Sjö menn sem bjuggu fyrir
ofan verslunina, komust út
ómeiddir.
Leit að nas-
istaforingja
Miinchcn. Thc Daily Tclcprapli.
MIKIL leit er hafin í Þýskalandi
að fyrrverandi hershöfðingja nas-
ista sein er á flótta undan réttvís-
inni.
Hershöfðinginn, Otto Ernst Rem-
er, er 81 árs gamall og var yfirmað-
ur hersveitar sem varði byrgi Hitlers
í Berlín undir lok heimsstyijaldarinn-
ar síðari. Hann var dæmdur í 22
mánaða fangelsi í október 1992 fyrir
að óvirða minningu fórnarlamba nas-
ista með því að halda því fram í
fréttabréfi að nasistar hefðu ekki
stundað skipuleg dráp á gyðingum.
Remer átti að fara í fangelsi í
borginni Bayreuth á mánudag til að
afplána dóminn en hann kom ekki
fram. Handtökuskipun var gefín út
og lögreglan fór á heimili hans í
bænum Bad Kissingen í Bæjara-
landi. Hershöfðinginn fyrrverandi
fannst þar ekki og var þá hafin viða-
mikil leit að honum. Alþjóðalögregl-
unni Interpol var skýrt frá hvarfi
68 ára gömul kona dæmd fyrir aðild að morði á tengdasyni sínum
Þótti einkar óviðfelldin
og var staðin að lygum
París. Reuter.
FRANSKUR dómstóll dæmdi á fimmtudag 68 ára gamla konu i fimmt-
án ára fangelsi fyrir að ráða leigumorðingja til að drepa tengdason
sinn árið 1985. Réttarhöldin yfir konunni hafa vakið mikla athygli,
hún hefur jafnan verið kölluð „amman“ og hefur gert lögmanni sín-
um og lögreglu erfitt fyrir með ruglingslegum vitnisburði og lygum.
Lófatak kvað við í réttarsalnum er dómur hafði verið kveðinn upp.
Hin ákærða sýndi engin svipbrigði en lögfræðingur hennar grét.
Marie-Elisabeth Cons-Boutbol
var ákærð fyrir að eiga þátt í morð-
inu á Jacques Perrot, sem var gift-
ur dóttur hennar, Daire Boutbol,
þekktum knapa. Lögfræðingur
móðurinnar sagði að réttarhöldin
hefðu hvorki leitt í ljós að Cons-
Boutbol hefði ástæðu til að drepa
tengdason sinn né að hún tengdist
morðinu á nokkurn hátt. Dómstóll-
inn féllst hins vegar á rök saksókn-
ara, sem fullyrti að Cons-Boutbol
hefði látið þagga niður í Perrot þar
sem hann hefði komist að því að
hún ætti háar fjárupphæðir á
bankareikningi í Sviss, en hún hefði
haft féð m.a. af trúboðum. Sagði
saksóknari að hún hefði óttast að
geta ekki lifað í vellystingum prakt-
uglega, kæmist upp um hana.
Cons-Boutbol var sýknuð af
ákæru um að hafa fyrirskipað
morðið á leigumorðingjanum sem
talið er að hafi drepið tengdason
hennar, en hann lét lífið á dularfull-
an hátt.
Lygar og tilfinningadoði
Réttarhöldin hafa vakið óskipta
athygli í Frakklandi, ekki síst vegna
framferðis hinnar ákærðu, sem var
hvað eftir annað staðin að lygum í
réttarsalnum. Lýsti lögfræðingur
Cons-Boutbol, því yfir að hún hefði
reynst sér erfiðasti andstæðingur-
inn við réttarhöldin. „Lygar þínar
og tilfinningadoði höfðu mikil
áhrif... Þú varst mér lítil hjálp,"
sagði lögfræðingurinn við hina
ákærðu þegar hann lauk málflutn-
ingi sínum. Þegar hann beindi orð-
um sínum að dómurum sagði hann
að þrátt fyrir að þeim kynni að
finnast sakborningurinn ógeðfelld-
ur og hatursfullur, mættu þeir ekki
láta það hafa áhrif á sig.
1.29 7. □□□ KR
' 'v, 7 * J
i
í