Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 41 Guðný Ólafsdótt ir — Minning í dag kveðjum við frænda okkar Magnús Þór Ólafsson sem lést í Sjúkrahúsinu í Keflavík síðastliðinn laugardag eftir langvarandi veik- indi. Mangús Þór var því tæplega tíu ára er hann lést. Óli og Sólbjörg eignuðust vel skapaðan og fallegan dreng 8. maí 1984. Barnæska Magnúsar Þórs var yndisleg fyrir Óla, Sólbjörgu, afana og ömmurnar sem nutu þess að vera með honum. Magnús Þór var venjulegur hress strákur, fallegur, síbrosandi og hafði gaman af boltaleik, föndri og að fara í sund. Það voru ánægjulegar stundir sem Magnús Þór og frændi hans, Guðmundur Daði, áttu þegar þeir hittust í Keflavík. Þá fóru þeir iðulega í sund og gönguferðir og svo var farið eftir ís á sunnudögum. Það voru ánægðir guttar sem fengu að sofa og leika saman en hápunktur samveru þeirra var þegar þeir fóru saman í ferðalög og upp í sumarbú- stað með ömmu Guðrúnu og afa Magnúsi. Það voru því áhyggjufullir foreldr- ar sem fóru með Magnús Þór tæp- lega þriggja ára til sérfræðinga þeg- ar þau urðu áskynja að hreyfi- og talþroski Magnúsar Þórs staðnaði. I kjölfarið fylgdu strangar og erfiðar rannsóknir sem reyndu mikið á for- eldra og Magnús Þór, en hann stóð sig eins og hetja. Athuganir lækna 'hér heima og erlendis leiddu í ljós að Magnús Þór var með hrörnunar- sjúkdóm sem Iagðist á miðtauga- kerfi hans og það væru ekki mörg ár sem hann ætti ólifuð. Það átti enginn von á slíkri niðurstöðu því Magnús Þór var alla tíð búinn að vera frískur og hress strákur. Það er erfitt að setja sig í spor foreldra þriggja ára barns sem fá úrskurð um jafn alvarlegan sjúkdóm. Óli og Sólbjörg vöktu yfir drengnum sínum, heima fyrstu árin á meðan sjúkdómurinn leyfði en seinni árin hafa þau verið með honum öllum stundum í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Starfsfólk Sjúkrahúss Keflavíkur á þakkir skildar fyrir umönnun og þá aðstöðu sem það skóp með foreldrum Magnúsar Þórs. Það var gott að koma til Magnúsar Þórs á spítalann og vera hjá honum í góðu umhverfi. Hann naut þess að hafa einhvern hjá sér sem talaði, hélt í höndina, strauk höfuðið og kunni vel að meta þegar lítil frænka skreið upp í rúm- ið til hans. Laugardaginn 19. mars komum við upp á spítala í heimsókn til Magnúsar Þórs og mættum sorginni á gangi deildarinnar. Magnús Þór frændi var dáinn eftir margra ára baráttu við dauðann sem var ekki umflúinn. Magnús Þór hefur yfirgef- ið okkur í þessu jarðneska lífi, en það er okkar trú að hann muni halda áfram að þroskast og dafna á æðra tilverustigi sem við þekkjum ekki. Magnús Þór er ódauðlegur í hjörtum okkar þar sem við geymum minning- una um brosandi, fallega drenginn þeirra Óla og Sólbjargar. Við kveðjum Magnús Þór með ljóðlínum Tómasar Guðmundssonar: Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum — andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn - og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfmgin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnamir hófu i hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! Elsku Óli og Sólbjörg, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Við færum ykkur og öðrum ást- vinum innilegustu samúðarkveðjur. J. Rúnar, Guðmundur Daði og Hildur Lovísa. Fædd 17. júní 1902 Dáin 20. mars 1994 í dag, laugardaginn 26. mars, verður jarðsett frá Reynivallakirkju í Kjós Guðný Ólafsdóttir frænka mín. Guðný fæddist í Flekkudal í Kjós og bjó þar síðan allan sinn aldur. Foreldrar hennar voru þau Ólafur Einarsson eldri, bóndi í Flekkudal, og kona hans, Sigríður Guðnadótt- ir, ættuð frá Eyjum í Kjós. Eg dvaldi mörg sumur frá níu ára aldri hjá þeim systkinunum í Flekkudal og mér finnst sem ég hafi búið alla ævi að því góða at- læti sem ég naut þar. Þá bjuggu þar bræðurnir Guðni og Guðmundur og var Guðný systir þeirra ráðskona hjá þeim. Guðmundur hætti síðan búskap. Eg á ákaflega ljúfar endurminn- ingar frá árum mínum í Kjósinni hjá þessu góða fólki. Guðný hélt mikið upp á þennan unga frænda sinn sem henni var trúað fyrir. Minnist ég þess sérstaklega þegar hún þurfti einn dag að senda mig bæjarleið einhverra erinda er ég var ellefu ára gamall að hún setti und- ir mig hryssuna sína, háreistan klárhest ákaflega viljugan. Áreið- anlega hefur enginn drengur á ís- landi verið stoltari þá dagstund. Guðný frænka mín þótti nokkuð skapmikil á stundum en hið innra sló heitt hjarta og gestrisni hennar var við brugðið. Hún var þekkt að geysilegum dugnaði enda gekk hún að allri heyvinnu á sumrin auk heimilisstarfanna sem þó voru ærin. Systkinin Guðný og Guðni tóku Rögnu Lindberg Márusdóttur í fóst- ur mjög unga að árum og ólu hana upp sem sína eigin dóttur. Dóttir Rögnu, skírð í höfuð Guðnýjar, hélt heimili fyrir hana í Flekkudal nú síðustu árin. Ég vil með þessum fáu orðum þakka fyrir að hafa fengið að vera með þessu góða fólki á þeim árum er heiðarleiki og vinnusemi voru í fyrirrúmi. Þau kynni voru ungum dreng ómetanleg. Sigurgeir var fæddur hér í Siglu- firði, ólst hér upp og starfaði alla stund hér í firðinum fagra. Foreldrar hans voru Þórarinn Ágúst Stefáns- son og Sigríður Jónsdóttir, sem var þekkt kona hér í bæ fyrir dugnað og hjartahlýju. Sigurgeir var fjórði í röðinni af átta börnum sem kom- ust á legg, tvö börn dóu í æsku, drengur og stúlka. Ungur að árum missti Sigurgeir föður sinn, en Sig- ríður móðir hans hélt vel á öllu og hélt heimilinu saman með dyggri aðstoð barnanna. Kom þeim öllum vel til manns. Þess ber að geta að Fæddur 3. febrúar 1911 Dáinn 11. mars 1994 Kæri afi, með þessu ljóði Dags Sigurðarsonar kveðjum við þig og þökkum samfylgdina. Hugsjón Friður Blessuð sé minning Guðnýjar Ólafsdóttur. Úlfar Kristmundsson. Guðný Ólafsdóttir í Flekkudal lést þann 20. mars 1994, 91 árs gömul. Guðný var fædd í Flekkudal í Kjós. Foreldrar hennar voru hjón- in Ólafur Einarsson bóndi í Flekkudal og kona hans Sigríður Guðnadóttir. Börn Ólafs og Sigríðar voru átta, en eitt þeirra dó í æsku. Ég læt aðra, sem minnast hennar, um að rekja ættir Guðnýjar. Guðný bjó allan sinn aldur í Flekkudal, fyrst í skjóli foreldra sinna, en síðan sem húsfreyja og rak búskap með bróður sínum Guðna Ólafssyni. Sigríður, móðir þeirra Guðnýjar og Guðna, naut einstakrar umhyggju Guðnýjar, en hún dó í Flekkudal 1964 í hárri elli, 96 ára gömul. Guðný og Guðni tóku að sér upp- eldi á stúlkubarni, Rögnu Lindberg, og var Ragna á þriðja ári, þegar hún kom til þeirra í Flekkudal. Það var einkar kært á milli Guðnýjar og Rögnu og virti Ragna fóstru sína og þótti vænt um hana. Ragna eign- aðist fimm börn, fjórar stúlkur og einn son, og fékk Guðný ömmu- nafnið hjá þeim öllum. Elsta dóttir Rögnu fékk nafn „ömmu“ sinnar og er ívarsdóttir og hefur hún dval- ist hjá ömrnu sinni síðustu níu árin. Guðný átti við nokkuð heilsuleysi að stríða síðustu árin og reyndist nafna hennar ívarsdóttir henni sem besta dóttir og gerði henni kleift að eyða ævikvöldinu í Flekkudal, á þeim stað, sem henni var kærastur. Guðný kunni alltaf vel að meta næstu nágranna sína, þau Hildi og Kristján á Gijóteyri og leit á þau sem eina af sínum bestu vinum. Undirritaður dvaldist í sveit á sumrin í Flekkudal frá sex ára til tólf ára aldurs, það er frá 1945. Það var farið í sveitina á vorin og komið aftur til Reykjavíkur er hausta tók. Manni þótti komið út fyrir bæinn þegar farið var framhjá húsinu Tungu, sem var á Laugaveg- inum, rétt innan við Nóatún. Síðan faðir Sigríðar aðstoðaði dóttur sína, þó fatlaður væri, til að halda í horf- inu. Snemma beygist krókurinn sem verða vill. Ungur að árum fór Sigur- geir að vinna fyrir sér, fyrst í SR 30 og eftir að SR 46 var tekin í notkun þá vann hann þar. Síðast vann hann í íshúsi Þormóðs ramma allt til að hann varð að hætta vinnu sökum sjúkleika. Ungur fór Sigur- geir að stunda íþróttir, á vetrum voru það skíðin, hann keppti í öllum greinum skíðaíþrótta og vann til verðlauna í þeim öllum, göngu, stökki og svigi. Á sumrin tók við knattspyrna og keppti Sigurgeir með KS og urðu þeir norðurlandsmeistar- Ást Líf Að lifa saman vinna saman saman saman umfram allt saman Kristján Pétur og Guðrún Svana. var ekið sem leið lá í Flekkudal og það voru engar „sjoppur“ á leið- inni. í Flekkudal var dvalist sumar- langt, og þá tíðkaðist ekki að fá heimsóknir í sveitina, en pakki með einhveiju sælgæti kom tvisvar á sumri og fengu þá allir á heimilinu að smakka. Á fyrstu árunum var ljósamótor, sem slökkti var á seint á kvöldin, en olíulampar voru einn- ig notaðir til að lýsa upp húsin. Það var ekkert salerni, heldur útikamar, sem staðsettur var af praktískum ástæðum fyrir ofan haughúsið. Þvottar fóru fram við ána, þvottur- inn var barinn með stórum lurkum og skolaður í ánni. Sokkunum var slegið við stein og skolaðir á milli þar til aðeins hreint vatn lak úr þeim. Heyskapurinn fór fram með sláttuvél, sem tveir hestar drógu og svo einnig með orfi og ljá, en ekki leið langur tími þar til dráttar- vélin, eða „traktorinn" tók við og slegið var með honum. í nýja hús- inu varð mikil breyting á öllum aðbúnaði. Þegar hugsað er til baka þá eru ekkert nema hlýjar minningar um dvölina í Flekkudal. Guðný, eða Gauja eins og hún var kölluð, var hjartahlý og góð kona. Hún var undirrituðum sem besta fóstra sum- arlangt í sex sumur. Hún hafði sín- ar meiningar, en var hreinskiptin og heiðarleg. Það var alitaf hægt að treysta á Gauju. Það var gest- kvæmt í Flekkudal, sérstaklega systkini Gauju og Guðna, sem voru ar í þeirri grein í gamla daga. Sigur- geir tók einnig þátt í fimleikum. Þá er eftir að geta um þann fé- lagsskap sem hann starfaði lengst í, en það var Karlakórinn Vísir, einn- ig var hann í Kirkjukór Siglufjarðar og um tíma í tvöföldum kvartett. Sönggyðjan fylgdi honum lengst. Mesta gæfuspor Sigurgeirs var þegar hann gekk að ejga Salome Gestsdóttur, ættaða frá ísafirði. Þau kynntust hér á síldarárunum upp úr 1950 en gengu í hjónaband 18. apríl 1953. Þau hófu búskap í Lækj- argötu 7; en byggðu síðan sitt eigið hús að Ártúni 2. Þá flutti Sigríður móðir hans til þeirra hjóna ásamt Einari, bróður Sigurgeirs, sem var yngstur þeirra bræðra. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem eru: Þóra, búsett hér í bæ, gift Kjartani um leið að heimsækja móður sína og síðan börn og barnabörn Rögnu. Það var alltaf nóg til handa öllum. í Flekkudal var auði ekki safnað á veraldarvísu, en í sinni var ætíð mikill auður. Með fráfalli Guðnýjar er gengin góð kona sem gott var að eiga að vini. Blessuð sé minning hennar. Hafsteinn Hafsteinsson. Guðný amma frá Flekkudal er dáin. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé farin úr lífi okkar, en hún var búin að vera lengi veik og hennar þjáningum lauk hinn 20. mars á Borgarspítalanum. Amma var hæglát, heilsteypt og traust kona, hjá henni var alltaf nóg rými bæði í hjarta hennar og húsi. Hún bar mikla umhyggju fyrir hvort sem það var fjöskylda hennar eða vinir og var alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd þeim sem á þurftu að halda. Amma hafði yndi af hvers kyns bókmenntum, sérstaklega þó um almenn kvennamál. Hún var mikil kvenréttindakona. Þegar kona fékk háa eða góða stöðu einhvers stað- ar, þá gladdist hún fyrir hennar hönd. Hún hafði gaman af ferðalögum, að skoða landið og fræðast um það, en henni þótti þó alltaf vænst um sína sveit. Þær voru ekki ófáar ferðirnar sem amma og afi fóru um sveitina á sunnudögum. Amma var heittrúuð kona og mjög félagslynd, það var hennar yndi og skemmtun að fara á allskonar mannamót. Að fá gesti í heimsókn var hennar yndi, alltaf átti hún nóg af tertum og allskonar kræsingum þegar ein- hvern bar að garði. Ekki má gleyma að hún vildi líka alltaf hafa eitthvað á milli hand- anna og eru þeir ófáir ullarsokkarn- ir sem hún hefur pijónað og marg- ir fengið að njóta góðs af. Ég gæti sagt svo margt fleira um hana ömmu en læt þetta nægja. Þeir sem þekktu hana vita að það er heilmikið ósagt enn og margar ljúfar og góðar minningar sem við munum geyma í hjarta okkar svo lengi sem við lifum. Elsku amma, ég þakka þér fyrir að hafa fengið að alast upp hjá þér og afa. Guð blessi minningu elsku- legrar ömmu. Guðrún Þorsteinsdóttir. Ólafssyni, eiga tvær dætur; Auður er í föðurhúsum, ógift og barnlaust. Yngstur er Guðmundur, kvæntur Guðrúnu Guðnadóttur, búsett í Kópavogi, eiga tvo drengi og fóstur- son. Sigurgeir var vel á sig kominn hvar sem á hann var litið. Prúð- menni bæði í leik og starfi. Fyrir nokkrum árum veiktist Sigurgeir og lá á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þar sem hann lést 17. mars sl. Þann tíma sem Sigurgeir lá á sjúkrahúsinu sýndi Salome hversu mikill persónuleiki hún er. Á hveiju kvöldi var hún mætt til að vera hjá eiginmanni sín- um til að stytta hönum stundir eftir því sem hægt var. Nú eru jafndægur á vori, sumarið tekur senn völdin. Laugardaginn 26. mars nk. verður Sigurgeir færður í skaut siglfirskrar moldar i nýja kirkjugarðinum austan fjarðarins. Þaðan sér vel til Hóls- hyrnu að sunnan, Nesnúps og Strákafjalls að norðan. Á þessu svæði þekkti Sigurgeir vel til þar sem hann á unga aldri elti kindur eða rak kýr til beitar. Inn á milli þessa fagra fjallahrings mun nótt- laus voraldar veröld geyma minn- ingu fallins félaga og drengskapar- manns. Öllum ættingjum færi ég samúð- arkveðjur, bræðrum, börnum, tengdabörnum, og barnabörnum og sérstakar kveðjur til eiginkonu. Að lokum við ég kveðja Sigurgeir með ljóðlínum eftir Þórarin Iijálm- arsson. Und lífsins oki lengur enginn stynnr sem leystur er frá sínum æviþrautum, svo bið ég guð að vera hjá þér vinur og vernda þig á nýjum ævibrautum. Hvíl í faðmi friðar. Ólafur Jóhannsson. Sigurgeir Þórarins son — Minning Fæddur 29. júní 1917 Dáinn 17. mars 1994 Karl Lúðvíks- son — Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.