Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
7
Fulltrúar Færeyinga, Grænlendinga og íslendinga funda
Samvinna verkalýðshreyf-
inganna skiptir miklu máli
FULLTRÚAR færeysku og grænlensku verkalýðshreyfinganna héldu
fundi með fulltrúum Alþýðusambands Islands á fimmtudag og föstu-
dag. Fundirnir voru liður í formlegu samstarfi þessara samtaka sem
staðið hefur i mörg ár. Rætt var um stöðu mála í löndunum þremur
og afstöðu verkalýðshreyfingarinnar þar að lútandi. Auk þess var
unnið að undirbúningi fyrir ráðstefnu sem haldin verður í Færeyjum
í haust á vegum samtakanna í löndunum þremur.
Á blaðamannafundi, sem efnt var
til í gær hjá Alþýðusambandinu, kom
fram að sjálfsagt og eðlilegt þykir
að þessi lönd eigi samvinnu sín á
milli því mörg vandamálanna sem
þjóðimar standa frammi fyrir eru
af sama toga þótt vandi Færeyinga
sé sýnu verstur. Atvinnumálin voru
efst á baugi og atvinnuleysið sem
er vaxandi vandamál í löndunum
þremur. Þá var rætt um hvemig
verkalýðshreyfingamar gætu sam-
ræmt vinnu sína gagnvart stjórnvöld-
um og atvinnurekendum.
Þjóðirnar samnýti þekkingu
í máli Benedikts Davíðssonar, for-
seta ASÍ, kom fram að þjóðirnar
byggju við líkar aðstæður og þær
' ættu að samnýta þekkingu sína.
Hann sagði að eitt helsta baráttumál
verkalýðshreyfinganna í löndunum
þremur væri að auka vinnslu sjávar-
afurða og afla nýrra markaða. Hann
sagði að auka þyrfti úrvinnsluna úr
því litla hráefni sem við hefðum úr
að spila og efla markaðssetningu á
því sem dýrri vöru. „Við höfum gott
hráefni og mikla tækni þannig að
við ættum að geta gert það,“ sagði
Benedikt.
Vinnsla skaði ekki lífríkið
Benedikt sagði að umræðan um
hafsbotnsréttindi myndi öragglega
aukast á næstunni, sérstaklega í
Færeyjum, þar sem sýnt þykir að
mun meiri auðæfi séu fólgin í hafs-
botninum á landgrunni Færeyja en
áður var talið. Þótt íslendingar og
Grænlendingar gætu ekki miðlað
mikilli vísindalegri þekkingu í því
máli þá skipti miklu að hafa sem
Vogabakki
Nes dró
umsókn
sína til
baka
AÐ sögn Hannesar Valdi-
marssonar, hafnarsljóra í
Reykjavík, var tveimur skipa-
félögum úthlutað hafnarað-
stöðu við Vogabakka í Sunda-
höfn fyrir tveimur árum en
hvorugt þeirra notfærði sér
þó aðstöðuna. Annars vegar
var um að ræða Skipaútgerð
ríkisins og hins vegar skipafé-
lagið Nes, sem dró umsókn
sína til baka.
„Við töldum ekki skynsam-
legt að fara út í þann kostnað
sem þessu hefði fylgt,“ sagði
Pálmi Pálsson, forstjóri skipafé-
lagsins Ness. Sagði hann að á
þessum tíma hefði Nes verið í
flutningi á stykkjavöru frá Sví-
þjóð og Noregi en þeir flutning-
ar hefðu dregist saman og því
hefðu þeir ákveðið að hætta við
þessi áform.
Áhættan of mikil
Pálmi sagði að það hefði ver-
ið mjög kostnaðarsamt að koma
upp fastri aðstöðu við Voga-
bakka. Aðstaðan við Vogabakka
stæði þó öllum opin ef menn
vildu taka áhættuna og leggja
í þá peninga sem þyrfti. „Að
betur athuguðu máli fannst okk-
ur áhættan vera of mikil,“ sagði
hann.
mest samstarf um málið. Þá sagði
hann að ef til einhverrar olíu- eða
gasvinnslu kæmi þá skipti allar þjóð-
irnar miklu að þannig yrði að verki
staðið að vinnslan skaðaði ekki lífrí-
kið og fiskistofnana.
Ingeborg Vinther frá Foroyja Ar-
beiðarafelag gerði stuttlega grein
fyrir ástandinu í atvinnumálum í
Færeyjum. Hún sagði að á síðustu
árum hefðu um 10% þjóðarinnar flust
úr landi, þar af milli 3 og 4% til ís-
lands. Atvinnuleysið í Færeyjum
mælist nú um 21% en Ingeborg sagði
að væru allir taldir með sem hefðu
farið af atvinnumarkaðinum, þ.m.t.
þeir sem hefðu flust úr landi og hefðu
farið í nám, jafnvel þótt þeir hefðu
ekki haft löngun til þess, þá væri
talan um 35%.
Morgunblaðið/Júlíus
Samvinna í verkalýðsmálum
FRÁ blaðamannafundi með fulltrúum verkalýðshreyfinga á íslandi,
Grænlandi og í Færeyjum. Frá vinstri eru Ari Skúlason, hagfræðing-
ur ASÍ, Ole Kristian Kleist frá SIK, grænlenska alþýðusambandinu,
Ingeborg Vinther frá Faroya Arbeiðarafelaginu og Benedikt Davíðs-
son, forseti ASI.
THOMSON
IMORDMEIMDE
HÁGÆÐASJÓNVARP Á
_
I lcjölfar mikillar sölu á NORDMENDE-sjónvarpstækjum að
undanförnu/ höfum viö meö magnkaupum og hagkvæmum
innfiutningi í gómum, getaö samiö vib NORDMENDE um
verulega hagstæö kaup á THOMSON-sjónvarpstækjum, sem
eru framleidd af NORDMENDE-verksmiójunum.
THOMSON-gæöin eru löngu landsþekkt, þar sem flestir
sjónvarpssendarnir hér ó landi eru gf THOMSON-gerö.
Thomson 63 og 70 DS 50:
• Black Matrá-skjár
• Moguleðu á 16:9 breiðtjaidsmóttötu
• PatSecamNISCvideo
•Timaroi
t,semeytar • íslenskt textavarp
ðse^
aum
• Sjálfvirk stöðvaleit
áraraðir rerið í notkun við góðan orðstýr.
V
Spatial sound-
híjómmögnun:
t=>etta er sérstök hljóö-
blöndun, sem eykur hljóm-
inn og gefur möguleika á
hljóöáhrifum líkt og í kvik-
myndahúsum. Mono
útsending faer blae af
stereo- útsendingu og
stereo-útsending gefur
aukin áhrif. þannig aö
áhorfandinn faerist eins
og inn í kvikmyndina.
A&eins þarf að stinga
bakhátölurum i sam-
band wiö sjónvarpid
i/erð.
Thomson 63 DS 50: 25" 79
Thomson 70 DS 50: 28" 87.900,- kr.
nð: Stor.i/erð:
.900,-kr. /2.900,-
VISA-18 mén: EURO-11 mán:
kr. Ca. 5.012,-kr. ámán. 7.974,-kr. á mán.
79.900 kr Ca. 5.503,- kr. á mán. 8.7G2,- kr. á mán.
Munalán:
19.975,- Itr. útb. og 3.645,- kr. á mán. í 21 mán.
21.975 kr. útb. og 3.580,- kr. á mán. í 24 mán.
Skipholti 7 9
[ Sfmi: 9 7 -29>0OO I