Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 Þrjár hundasýningar FYRSTA hundasýning Hundaræktarfélags íslands verður haldin 17. apríl næstkomandi. Þátttökuskráning fer fram á skrifstofu féiagsins »iil 31. mars næstkomandi. Hundaræktarfélag íslands var stofnað í september 1969 og er fé- lagið því 2S ára á þessu ári. Á af- mælisárinu eru fyrirhugaðar að minnsta kosti þijár hundasýningar og verður sú fyrsta í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ 17. apríl næstkomandi. í frétt frá félaginu kemur fram að þar verði sýndar milli 20 og 30 hundategundir, þar af nokkrar sjald- gæfar á íslandi. Tveir sænskir dóm- arar koma hingað til lands til að dæma á sýningunni, þeir Poul Stan- ton og Anders Cederström. Skrifstofa félagsins verður opin í dag, laugardag. Frambjóðendur Neslistans BÆJARMÁLAFÉLAG Seitjarnarness hefur gengið frá framboði Neslist- ans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi. Bæjar- málafélagið hefur átt 2 bæjarfulltrúa á þessu kjörtímabili í bæjarstjórn. Eftirfarandi framboðslisti var samþykktur: 1. Siv Friðleifsdóttir, sjúkraþjálfari, 2. Eggert Eggertsson, lyfjafræðingur, 3. Katrín Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, 4. Högni Osk- arsson, læknir, 5. Arnþór Helgason, deildarstjóri, 6. Sunneva Hafsteins- dóttir, kennari, 7. Sverrir Ólafsson, rafmagnsverkfræðingur, 8. Ómar Siggeirsson, verslunarstjóri, 9. Laufey Steingrímsdóttir, næringar- fræðingur, 10. Guðmundur Sig- urðsson, læknir, 11. Anna Guð- mundsdóttir, háskólanemi, 12. Val- gerður Janusdóttir, kennari, 13. Jóhann Pétur Sveinsson, lögfræð- ingur og 14. Guðrún Þorbergsdótt- ir, framkvæmdastjóri. R AÐ AUGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Augnlæknir - aðstoð Starfslýsing: Fullt starf (ekki yngri en 25 ára), símavarsla, ritvinnsla, aðstoð við skoðun sjúkl- inga og contactlinsumátun, léttar ræstingar o.fl. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. sem fyrst, merktar: „A - 333“. Tæknimaður - tölvunarfræðingur Öflug fjármálastofnun leitar að tæknimanni til að annast uppsetningu og rekstur net- kerfa, tölvubúnaðar o.fl. auk aðstoðar við notendur. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á PC-vélum, DOS- og Windows stýrikerfum auk þekkingar á a.m.k. einu netstýrikerfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á fjar- skiptamálum og starfsreynslu í tölvumálum. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 11. apríl, merktar: „Tæknimaður-4562“. Organisti Óskum eftir að ráða organista til starfa á ísafirði frá og með 1. júní næstkomandi. Um er að ræða fullt starf við orgelleik og kór- stjórn í ísafjarðarkirkju og Hnífsdalskapellu. Þetta erframtíðarstaða við nýja kirkju á ísafirði, en hún verður vígð á komandi vetri. Ári síðar verður sett nýtt 22 radda pípuorgel í kirkjuna. Allar nánari upplýsingar veitir sóknarprestur í síma 94:3171. Umsóknir skulu sendar ísafjarðarkirkju, póst- hólf 56, 400 ísafirði, fyrir 1. maí nk. ísafjarðarkirkja. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Félag hjartasjúklinga á Reykjavfkursvæðinu Aðalfundur - fræðslufundur Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæöinu verður haldinn' á Hótel Sögu, Ársal, í dag, laugardaginn 26. mars, kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf - fræðsluefni. Stjórnin. KVÓTI Þorskkvóti Óskum eftir leigukvóta og einnig varanlegum kvóta. Gott verð í boði. Upplýsingar í síma 92-68027. Geymið auglýsinguna. ISnyrtistofa Til leigu er aðstaða fyrir snyrtistofu í þjón- ustumiðstöð aldraðra á Hjallbraut 33 í Hafn- arfirði. Snyrtistofan þarf að geta boðið upp á andlits-, hand- og fótsnyrtingu og fótaað- gerðir. Snyrtistofan er sérstaklega ætluð öldruðum, en jafnframt er gert ráð fyrir að hún sé opin öðrum. Frekari upplýsingar veitir Húnbjörg Einars- dóttir, öldrunarfulltrúi Félagsmálastofnunar Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, virka daga milli kl. 10 og 11. Umsóknum ber að skila til Félagsmálastofn- unar fyrir 11. apríl nk. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Til sölu í dag, laugardaginn 26. mars, frá kl. 10.00 til 14.00 verður seldur ýmiss konar varningur úr þrotabúi blómaverslunarinnar Áróru í hús- næði verslunarinnar, Hraunbæ 102A í Reykjavík, m.a. úrval af tilvalinni gjafavöru til ferminga á mikið niðursettur verði. Allt á að seljast. Iðnaðarhúsnæði óskast Óska eftir iðnaðarhúsnæði í Garðabæ eða Hafnarfirði. Húsnæðið þarf að vera um 250 fm. Vinsamlega leggið inn tilboð, sem greinir stærð og hugsanlega leiguupphæð, á auglýs- ingadeild Mbl., merkt: „Húsnæði - 12877“. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-94005 132 kV útibúnaður. RARIK-94006 40 MVA, 132/66kV aflspennir. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 29. mars 1994 og kosta kr. 2.000 hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 17. maí 1994. Verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Sumarbústaður til leigu Vil leigja, um óákveðinn tíma, sumarbústað minn, sem er í landi Flögu íVatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu. Upplýsingar í símum 95-24101 og 95-24594, Kristín. Slltð auglýsingor Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Þriðjudagskvöld kl. 20: Fræðslu- og bænastund. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma kl. 20.30. Sten Nilsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Hvftasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00. Dagskrá yfir páskahátiðina: Skírdagur: Brauðsbrotning kl. 16.30. Föstudagurinn langi: Almenn samkoma kl. 16.30. Páskadagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. 2. páskadagur: Sameiginleg samkoma með Veginum og Hjálpræðishernum í Ffladelfíukirkjunni kl. 20.00. UTIVIST 'Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 27. mars Kl. 10.30: Afmælisganga á Keili. Að þessu sinni er ferðin tví- þætt, annars vegar fjallganga á Keili og hins vegar fjölskylduferð á Keilisbörn. Verð kr. 1.100/1.200. Tunglskinsganga 28. mars Kl. 20.00: Kjalarnestangi. Rómantísk ganga á fullu tungli. Kveikt verður fjörubál. Verð kr. 700/800. Brottför í dagsferðirnar er frá BSÍ, bensínsölu, frftt fyrir börn 15 ára og yngri. Útivist. V Kópavogur Opið hús alla laugardaga kl. 10-12. Bæjarfulltrúar og fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Hamraborg 1. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Ferðir Ferðafélags Islands um helgina: Sunnudaginn 27. mars - verða þessar ferðir: 1. Kl. 10.30: Bláfjöll—Kleifar- vatn, skfðaganga. Gönguleiðin frá Bláfjöllum að Kleifarvatni hallar til suðurs. Gangan tekur um 5 klst. og er kjörin æfing fyrir skíðaferðir F.(. um páskana. 2. Kl. 13.00: Langahlfð-Vatns- skarð, skíðaganga. Ekið um Blá- fjallaveg vestari og gengið með- fram Lönguhlíð I Vatnsskarð. Verð kr. 1.100,- 3. Kl. 13.00 Stórstraumsfjöru- ferð í Straumsvík. Þægileg ferð fyrir fólk á öllum aldri. Straums- vík er rétt sunnan við Hafnar- fjörð, einkar sérstæð náttúru- með sínu fjölbreytta lífi. Verð kr. 800. Brottför í ferðirnar frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Frítt fyrir börn (fylgd fullorðinna. Ferðafélag islands. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Páskaferðir Ferðafélagsins: 1. 30/3-4/4 kl. 9.00: Kjölur, skfðagönguferð. Gengið á milli sæluhúsa á Kili og lýkur ferðinni á 6. degi í Haukadal. 2. 31/3-4/4 kl. 9.00: Land- mannalaugar, skíðagönguferð, fimm eða þrír dagar. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan á skíð- um í Laugar. Jeppar flytja farang- ur. Samhliða þessari ferð er einnig gönguferð á skfðum um „Laugaveginn". Fimm daga ferð - aðeins 10 komast með. 3. 31/3-4/4 kl. 9.00: Miklafell- Síðujökull-Lakagígar i sam- vinnu við heimamenn á Klaustri. Á skíðum að Miklafelli, Síðujökli og Lakagígum. Gist í skála og séð verður um flutning á far- angri á milli skála. 4. 31/3-2/4 (3 dagarj: Snæ- fellsnes-Snæfellsjökull. Geng- ið á Snæfellsjökul, 7-8 klst. ganga, einnig verða skoðunar- ferðir á láglendi. Gist á Lýsuhóli i Staðarsveit. 5. 2/4-4/4 kl. 9.00: Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Tilvalin fjölskylduferð. Göngu- ferðir um Mörkina. Nánari upplýsingar og farmiða- sala á skrifst. í Mörkinni 6. Ferðafélag Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.