Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 31 Apríkósukökur fyrir páska og fermingar Þegar þetta er skrifað, 10. mars, hljómar Vor- sónata Beethovens í útvarpinu, en úti er 9° frost og um 10 vindstig í hryðjunum með mjög miklum skafrenningi. Eitt versta veður vetrarins þótt mið góa sé. Þeir eru léttlyndir í útvarp- inu — kannski bara bjartsýnir. Við skulum vona að viti á gott. Ég fylltist líka bjartsýni, dreif mig í kraftgallann og fór að skafa af bílnum og moka frá honum, sem virtist vonlaust verk, það skóf svo mikið í skófluförin. En fallegt var veðrið í gær, þá skein sólin á nýfallna mjöl- lina. Er nokkuð eins fallegt óg marsveður á íslandi? Birtan er svo mikil að það stirnir á snjóinn og ljómar af honum. Það má segja að kraftgallinn minn hafi bjargað lífi mínu í vetur, enda bý ég á stað, þar sem veðurhamurinn er oft mikill. Þessi tíska er alveg dásamleg, unglingarnir og jafnvel ömmur og afar hlýlega klædd í vetrarveðrum íslands, ekki veitir af. A mínum unglingsárum fór maður út í snjóinn í nælonsokkum og nasbitnum skóm. Við skulum vona að fermingarbörnin þurfi ekki að mæta í kirkjuna í kraftgalla, að vorið verði . komið og veiti birtu á vegferð þeirra. Að þessu sinni verða apríkósukökur á boðstólum, marengsterta og frosin rúlluterta. Góð vinkona mín í Vesturbænum hefur í mörg ár bakað fljót- lega og mjög góða apríkósurúllutertu sem hún fékk frá annarri konu Vesturbænum. Ég fékk góðfúslegt leyfi hennar til að birta uppskrift- ina. Ég breytti þó uppskriftinni örlítið og vona ég að þær stöllur sætti sig við það. Þær nota þurrkaðar apríkósur sem þær sjóða með sykri, en ég nota niðursoðnar. Báðar kökurnar henta vel á páska- og fermingar- borðið. Gleðilega páska! Apríkósurúlluterta Astu og Sigrúnar 3 egg 250 g sykur 125 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 50-75 g heslihnetur eða möndlur 1 peli rjómi 1 hálfdós niðursoðnar apríkósur, um 420 g 1. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 190°C. 2. Hrærið egg og sykur þar til það er ljóst og létt. 3. Blandið saman hveiti og lyfti- dufti og hrærið varlega saman við. 4. Setjið bökunarpappír á bök- unarplötu, smyrjið deiginu jafnt yfir. Brytjið hneturnar/möndlurn- ar og stráið yfir. 5. Setjið í miðjan bakaraofninn og bakið í um 15 mínútur. Hvolfið á sykurstráðan bökunar- eða smjörpappír og kælið. 6. Þeytið rjómann, merjið aprí- kósurnar með gaffli, setjið út í rjómann ásamt V2 dl af apríkósus- afanum. Smyrjið yfir kökuna, vefj- ið upp og setjið í frysti. Berið fram frosna. Apríkósu marengsterta Botninn: 4 egg 150 g sykur 100 g hveiti '/2 tsk. lyftiduft 1. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C. 2. Þeytið egg og sykur þar til það er ljóst og létt. 3. Blandið saman hveiti og lyftidufti og setjið út í. 4. Smyijið mót með lausum Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORÍtELSSON botni (springmót) um 25 sm í þvermál. Setjið deigið í mót- ið og bakið í miðjum ofni í 12-15 mínútur. 5. Hvolfið mótinu strax og þið takið það úr ofninum og látið kólna. Sé mótinu hvolft, fellur kakan síður. Búðingurinn á milli: 2 hálfdósir niðursoðnar aprí- kósur, um 420 g hvor 3 eggjarauður 3 msk. sykur 5 blöð matarlím safi úr 'Astórri sítrónu 1 peli ijómi 1. Leggið matar- límið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. 2. Hitið 1 dl af aprí- kósusafa, vindið matar- límið upp úr vatninu og bræðið í heitum apríkósus- afanum. Kreistið sítrónuna og setjið út í. Kælið án þess að hlaupi saman. 3. Þeytið eggjarauðurnar með sykri. Þeytið ijómann sér. Bland- ið síðan saman og setjið út í matarlímssafann. 4. Kljúfið kökubotninn, hellið apríkósusafanum, sem eftir er í dósunum, jafnt yfir neðri botninn, setjið búðinginn ofan á. Látið stífna. Leggið ekki efri botninn ofan á. Ofan á kökuna: Apríkósurnar úr báðum dósunum um 20 afhýddar möndlur 3 eggjahvítur 5 msk. sykur 1. Skerið möndlurnar langsum í ræmur. Betra er að gera það ef þær hafa legið í bleyti smá- stund í heitu vatni. 2. Þeytið eggjahvíturnar, setjið sykurinn smám saman út í. Þetta þarf að vera mjög vel stíft. 3. Smyijið þunnt lag af mar- engs ofan á efri botn kökunnar. Raðið apríkósunum þétt ofan á þannig að skorni flöturinn snúi upp. 4. Setjið það sem eftir er af marengs í sprautupoka og spraut- ið toppum ofan á apríkósurnar. Stingið síðan 2-3 möndluræmum í hvern marengstopp. 5. Hitið bakarofn í 210°C, notið ekki blástur. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 5 mínútur eða þar til marengsinn hefur tekið lit. Fylgist með, þetta er fljótt að brenna. Kælið og leggið ofan á hinn botninn. Berið ijóma með. Athugið: Ekki má frysta neðri botninn með kreminu, en hann má útbúa daginn áður. Efri botn- inn má frysta með apríkósum og marengs og setja frosinn í bak- araofn. í átt til réttlátara þjóðfélags Atriði úr frönsku stórmyndinni „Germinal“. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason „Germinal“. Sýnd í Regn- boganum. Leikstjóri: Claude Berri. Handritshöfundur: Berri og Arette Langman eft- ir samnefndri sögu Emile Zola. Aðalhlutverk: Gerard Depardieu, Miou Miou, Re- naud, Jean Carmet, Judith Henry, Jean-Roger Milo. Frakkar eru miklir kvik- myndagerðarmenn 0g ala með sér ófáa stórmyndadrauma eins og gengur. Einn þeirra hefur ræst í „Germinal“ eftir sögu eins frægasta og ekki síður ástsæl- asta rithöfundar þjóðarinnar, Emile Zola. Myndin er metnaðar- full verkalýðssaga sem gerð er af stórhug um fyrstu spor kola- námuverkamanna í verkalýðs- baráttu fyrir síðustu aldamót. Hún hefur á sér mikinn virðing- arstimpil. Einvalalið franska kvikmyndaheimsins kemur að gerð hennar eins og leikararnir Gerard Depardieu og Miou Miou en höfundur er framleiðandinn Claude Berri og er þetta fyrsta myndin sem hann leikstýrir. Berri kýs að nálgast hina gömlu sögu Zola af fullkominni lotn- ingu og myndin virðist alltaf gamaldags, hugmyndir hennar um nauðsyn á samstöðu verka- lýðsins auðvitað löngu rótgrónar og lýsing myndarinnar á stéttaá- tökum öreiganna og borgara- stéttarinnar hefur á einhvern hátt litla skírskotun til nútímans nema náttúrulega í Frakklandi þar sem myndin var vinsæl og þar sem sterk hefð er fyrir upp- þotum og hatrömmum verkföll- um. Þjóðfélagslegt raunsæi og hetjulegar verkalýðssögur eiga reyndar ekki uppá pallborðið þessa dagana en Bille August þeim danska tókst feikilega vel upp við kvikmyndun Pelle sigur- sæla eftir sögum Martins And- ersen Nexö. Berri hefur gert metnaðarfullt verk þar sem engu er tilsparað í ytri búnaði en það nær ekki þeirri dýpt í persónu- sköpun sem nauðsynleg er til að hrífa mann með sér. Persónur hans virka ekki eins og þær séu af holdi og blóði og snerta mann því aldrei djúpt heldur orka um of eins og fulltrúar fyrir ákveðin öfl eða stefnur: Depardieu leikur hinn sterka og réttsýna Qöl- skylduföður og upplýsta verka- mann, undirstöðu réttláts þjóðfé- lags; Miou Miou leikur móðurina eins og Móður Jörð og er kyndil- beri áframhaldandi baráttu; Re- naud er hinn veiklulegi hug- sjónamaður/byltingarmaður, eins og soltið skáld í framan og dæmigerður fyrir hinn mæðu- lega stíl sem Berri hefur kosið sögunni. Þarna eru líka stjórn- leysinginn og kapítalistinn og kaupmaðurinn sem nýtir sér eymdina og allar fá þessar per- sónur setningar, ekki óskáldleg- ar en ívið klisjukenndar, sem eru lýsandi fyrir stöðu þeirra frekar en raunverulegt líf. Þetta er fyrsta myndin sem Berri leikstýrir, en hann er mik- ilsvirtur framleiðandi, og sum- staðar skín í gegn að hér er á ferðinni frumraun leikstjórans. Hún er tæpir þrír tímar að lengd og maður finnur til lengdarinn- ar. Berri hefði að ósekju mátt klippa og þétta frásögnina sem er rykkjótt á köflum. Við skynj- um eymd verkamannanna en fáum sjaldnast að sjá hana, það er meira um hana talað. Þegar ung dóttir á heimilinu deyr af veikindum liggur svo mikið á að það fer næstum framhjá manni. Myndin ber þess talsverð merki að vera gerð eftir stóru bók- menntaverki með fjölda söguper- sóna en sumar hveijar, sérstak- lega þær sem tengjast ástarmál- um borgarastéttarinnar, fara fyrir ofan garð og neðan. „Germinal" er óaðfínnanleg að ytra útliti og bestu kaflarnir eru lýsingarnar á ömurlegum starfsskilyrðum kolanámuverka- mannanna. Berri leiðir áhorfand- ann djúpt oní koldimmar nám- urnar þar sem mennirnir bogra með hakann við kolavinnsluna. Sjálfir eru þeir svartir eins og kol og við sjáum það á afanum í fjölskyldunni hvaða örlög bíða þeirra; farlama gamalmenni sem hóstar upp svartri slefu. Undir- stöðurnar í göngunum eru ótryggar, við finnum að það ligg- ur alltaf við stórslysi hvort sem er af völdum hruns, vatnsflóðs eða gassprengingar. Þessum heimi er síðan stillt upp á áhrifaríkan hátt gegn fallegum og matarmiklum heimi kapítal- istanna. Leikurinn er upp til hópa ágætur. Það stormar af Dep- ardieu sem fyrr og aðrir fylla vel út í þau hlutverk sem þeir hafa. „Germinal" er metnaðar- full frönsk stórmynd gerð af kannski of mikilli virðingu fyrir viðfangsefninu en líka af ein- lægni þótt ekki risti hún mjög djúpt. t—f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.