Morgunblaðið - 30.03.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 30.03.1994, Síða 1
64 SIÐURB/C 74. tbl. 82. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Atkvæðavægi í ESB Breska stjómin fellstá mála- miðlun Lundúnum. Reuter. BRESKA stjórnin samþykkti i gær tillögu um málamiðlun i deilunni um atkvæðavægi innan Evrópu- sambandsins (ESB). Málamiðlunin greiðir fyrir stækkun sambands- ins en gæti leitt til uppreisnar gegn John Major forsætisráð- herra innan breska Ihaldsflokks- ins. í ráði er að breyta atkvæðareglum í ráðherraráði ESB þannig við hugs- anlega inngöngu fjögurra ríkja í sam- bandið í janúar að 27 atkvæði þurfi til að hindra framkvæmd samþykkta, en ekki 23 eins og nú er. Breska stjórnin féllst á þetta með því skil- yrði að hin aðildarríkin samþykktu öryggisákvæði þess efnis að ef 23-26 atkvæði yrðu greidd gegn tillögu yrði hún tekin til nánari skoðunar. Ráðgert er að endurskoða atkvæða- reglurnar árið 1996. Stjómin samþykkti málamiðlunina eftir að Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, lýsti því yfir að hann hygðist ekki knýja fram vinnumálareglu- gerðir og sniðganga þannig undan- þágu Breta varðandi félagsleg ákvæði Maastricht-sáttmálans. Einn af þingmönnum ’lhalds- flokksins, Tony Marlow, gagnrýndi ákvörðun stjórnarinnar í ræðu á þinginu og skoraði á John Major að segja af sér. 011 hin aðildarríki ESB samþykktu málamiðlunarlausnina í gær. 78 ára í teygju- hoppi Nanaimo. Reuter. 78 ÁRA gömul amma átta barna virti að vettugi ráð- leggingar lækna og fór i teygjuhopp af járnbrautar- brú yfir Nanaimo-fljóti í Kanada á dögunum. Amman tók út úr sér tenn- urnar áður en hún stökk af brúnni, sem er 42 metra yfir fljótinu. Eftir stökkið kvaðst hún ekki hafa orðið hrædd en vera dálítið þreytt eftir gönguna upp stökkpallinn. Gamla konan stökk með skrautlega húfu og á henni stóð: „Borðið hoilan mat, haldið ykkur í þjálfun, en þið deyið samt öll“. Reuter Róstur í Jerúsalem FULLTRÚAR Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), og ísraelsstjórnar ræddust við í Kaíró í gær þrátt fyrir skotárás ísraelskra hermanna á Palestínumenn á Gaza-svæðinu á mánudagskvöld sem kostaði sex manns lífið. Yasser Arafat, leið- togi PLO, mótmælti árásinni harðlega og sagði hana runna undan riijum afla innan hersins og landnema á hernumdu svæðunum sem vildu koma í veg fyrir frekari friðarviðræður ísra- ela og araba. Mikil spenna ríkti á hernumdu svæðunum í gær vegna drápanna. Til átaka kom milli gyðinga og Palestínumanna í Jerúsal- em og á myndinni ræðst palestínskur unglingur á heittrúaðan gyðing í borginni. Þingforseti Úkraínu Klofnings- hætta orð- umaukin Kíev. Reuter. IVAN Pljúss, fráfarandi forseti þingsins í Ukraínu og annar öflugasti stjórnmálaleiðtogi landsins, segir að engin hætta sé á því að úrslit fyrstu frjálsu þing- kosninga landsmanna sl. sunnu- dag valdi því að landið klofni. Rússneski minnihlutinn i landinu kaus í flestum tilvikum gamla kommúnista á þing og vill auka tengslin við Rússland. Pljúss gerði lítið úr raunveruleg- um ágreiningi milli austurhlutans þar sem Rússar eru í miklum meiri- hluta og vesturhlutans. Einhverjir væru að reyna að koma í veg fyrir umbætur og lýðræði. „Einfaldasta aðferðin til þess er að kynda undir átök á milli austur- og vestursvæð- anna. En þetta mun misheppnast, getur ekki gengið upp,“ sagði hann. Þingforsetinn sagði brýnt að ákveða með ótvíræðum hætti hver fara ætti með framkvæmdavaldið, forseti eða forsætisráðherra. Leoníd Kravtsjúk Úkraínuforseti hefur rætt um að fresta forsetakosning- um, sem eiga að verða í júní. Berlusconi vongóður um að geta myndað hægristjórn á Ítalíu Bossi kveðst ekki vilja í sljóm með nýfasistum Rómaborg. Reuter, The Daily Telegraph. FJÖLMIÐLAJÖFURINN og auðkýfingurinn Silvio Berlusconi og bandalag hægriflokkanna unnu stórsigur í þingkosningunum á Ítalíu á sunnudag og mánudag. Berlusconi lofaði að gera allt sem hann gæti til að mynda 53. stjórn landsins frá heimsstyrjöldinni síðari og kvaðst sannfærður um að unnt yrði að Ieysa deilumál Norðursambandsins og Þjóðarbandalagsins sem gætu komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þeirra. Umberto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, kvaðst hins vegar ekki vilja ganga til stjórnarsamstarfs við nýfasista í Þjóðarbandalaginu. „Ég tel ekki hættu á svikum við kjósendur og vilji þeirra kom skýrt fram - sam- einað bandalag með meirihluta á þingi og sterka stjórn með skýrt umboð,“ sagði Berlusconi eftir að úrslitin voru kunngerð. Hann kvaðst búast við að Oscar Luigi Scalfaro forseti myndi bráðlega fela sér að reyna að mynda nýja stjórn. Ekki verður þó hægt að skipa for- sætisráðherra fyrr en nýtt þing kem- ur saman 15. apríl. Bandalagið fékk hreinan meiri- hluta í neðri deild þingsins, 366 þing- sæti af 630, og skorti aðeins þijú sæti til að fá meirihluta í efri deild- inni. Talið er að bandalagið geti fengið stuðning flokks þýskumæl- andi Itala, sem fékk þrjú þingsæti í efri deildinni. Nýfasistar í Þjóðarbandalaginu fögnuðu sínum stærsta kosninga- sigri til þessa, 50 árum eftir valda- tíma Mussolinis. Gianfranco Fini, leiðtogi bandalagsins, sagði að stefna bæri að stjórnarmyndun sem fyrst. Umberto Bossi, leiðtogi Norð- ursambandsins, sagði hins vegar að Berlusconi gæti ekki gegnt embætti forsætisráðherra vegna hættunnar á hagsmunaárekstrum. Hann kvaðst ekki heldur vilja ganga til stjórnar- samstarfs við nýfasista. Fjórðungur þingmannanna var kjörinn í hlutfallskosningum og í þeim hluta kosninganna fékk Forza Italia, flokkur Berlusconis, 21% at- kvæðanna. Lýðræðisflokkur vinstri- manna, kommúnistaflokkurinn fyrr- verandi, kom næstur með 20,4%. Flokkur nýfasistanna var næst- stærstur í þessum hluta kosning- anna með 13,5%. Norðursambandið fékk 8,4% og erfitt yrði fyrir Berlusc- oni að mynda stjórn án þess. Italska dagblaðið Corríere Della Sera sagði uppgang Berlusconis UMBERTO Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, ræðir við blaðainenn eftir að úrslit kosninganna voru kunngerð í gær. Bossi leggst gegn því, að Silvio Berlusconi verði næsti forsætisráðherra Ítalíu. Hafnar Berlusconi einsdæmi í Evrópu, en hann stofnaði flokk sinn fyrir aðeins tveimur mán- uðum. „Við höfum ekki séð neitt þessu líkt í hálfa öld en það er auð- velt að skýra það í Ijósi byltingarinn- ar á Ítalíu undanfarin misseri,” sagði La Stanipa. Bandalag vinstriflokkanna fékk aðeins 213 þingsæti í neðri deildinni og 122 í efri. Flokkur borgarstjórans í Palermo, Leoluca Orlando, sem berst gegn mafíunni, galt þó mesta afhroðið og tapaði öllum tólf þing- sætum sínum. Sjá fréttir af kosningununi á bls. 24-25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.