Morgunblaðið - 30.03.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
5
Snæfjallahreppur sameinast ísafirði að ósk íbúa
Líklega komið til fram-
kvæmda fyrir kosningar
ísafirði.
NEFND um sameiningu sveitarfélaga á norðan-
verðum Vestfjörðum hefur fengið Jón Gauta Jóns-
son viðskiptafræðing til að safna upplýsingum og
raða saman efnahags- og félagsleggri mynd af
nýju sveitarfélagi. Isafjörður og sveitarfélögin
vestan hans að Arnarfirði standa að umræddri
sameiningu, en Bolungarvík, Súðavík og hrepp-
arnir í Djúpinu, að undanskildum Snæfjalla-
hreppi, standa utanvið. Pétur Sigurðsson forseti
Alþýðusambands Vestfjarða er formaður nefndar-
innar, hann vonast til að hægt verði að boða til
kosninga um sameiningu sveitarfélaganna síðla
þessa árs og að kosið verði í sameinuðu sveitarfé-
lagi að ári. En nú er talið líklegt að fyrir kosning-
arnar í vor hafi Snæfjallahreppur sameinast
Isafirði að ósk íbúanna þar.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Sljórnsýsluhúsið á Isafirði. Þar eru allar helstu
sameiginlegu stjórnsýsluskrifstofur svæðisins.
Sléttu-N-
hreppur
Bolungar-
Isafjörður
S&; \
yrarhreppur
eyrar-
hreppur
Hólma-
víkurhr.
Hugmyndir að sameiningu
sveitarfélaga í ísafjarðar-
sýslum
Þrjú sveitarfélög?
Suðureyrarhreppur
Flateyrarhreppur
Iþrótta- og tómstundaráð og S VR hf.
íbúar Snæfjallahrepps sem eru
undir lágmarksijölda sjálfstæðs
sveitarfélags hafa óskað eftir því að
mega sameinast Isafirði. Isafjarðar-
kaupstaður hefur samþykkt að taka
við Snæljallahreppi að sögn bæjar-
stjórans á ísafirði, Smára Haralds-
sonar. Samkvæmt sveitarstjórnar-
lögum ber að skipa nefnd fimm
manna, tveggja frá hreppnum,
tveggja frá Héraðsnefnd og eins frá
félagsmálaráðuneyti, til að undirbúa
málin, síðan bætast við tveir frá því
sveitarfélagi sem á að sameinast.
Beðið er eftir að nefndin komi sam-
an, en ef vilji er fyrir hendi á að
vera hægt að ganga frá sameining-
unni fyrir sveitarstjórnarkosningar í
vor, þar sem engar almennar kosn-
ingar þurfa til þessarar sameining-
ar. Landamerki núverandi Snæ-
fjallahrepps eru í Kaldalóni í suðri
og í austanverðu Hornbjargi í norðri.
Hreppamörkin liggja þannig að allir
íbúarnir á þessu norðursvæði eru í
Snæfjallahreppi, það er í Æðey og
innst á Snæfjallaströnd og á Horn-
bjargsvita. I Sléttuhreppi, sem liggur
norðan og vestan Snæfjallahrepps,
er enginn skráður íbúi þótt búið sé
Hitaveita Reykjavíkur kaupir jarðhitaréttindi
28 millj. fyrir hita-
rétt á FremriHálsi
BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaup á jarðhitarétti og borholum á
jörðinni Fremri Hálsi í Kjós. Kaupverðið er 28 milljónir króna. í
tillögu Gunnars H. Kristinssonar hitaveitusljóra til stjórnar Veitu-
stofnana Reykjavíkur kemur fram að kaupin eru gerð með það í
huga að verja jarðhitasvæði veitunnar í Mosfellssveit og dæla þar
niður köldu vatni í þeim tilgangi að halda við eða auka afl veitusvæð-
isins í Mosfellssveit.
I greinargerð Einars Gunnlaugs-
sonar jarðfræðings með tillögunni
segir að fylgst hafi verið með vatns-
borði í borholu að Fremra Hálsi og
vatnsborði í holu MG-28 á Reykja-
hlíðarsvæði. í ljós hafi komið að
gott samræmi er milli þessara
mælistaða og ljóst að gott þrýsti-
samband er á milli þessara tveggja
staða. Tilgreindar eru ástæður fyrir
áhuga Hitaveitunnar á jarðhitarétt-
inum, en það er friðun á því vatni
sem er í tengslum við vinnslusvæði
Hitaveitu Reykjavíkur. Hugsanleg
niðurdæling á vatni til að halda
uppi þrýstingi á vinnslusvæðum
veitunnar en sú hugmynd kom fyrst
fram fyrir um áratug þegar ljóst
var að vatnsborð í borholum í Star-
dal sveiflaðist í takt við vinnslu í
Mosfellssveit. Loks er bent á hugs-
anlega nýtingu þó ekki sé hún sjá-
anleg í næstu framtíð.
Átta mánaða fangelsi
fyrir mök við ungling
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 64 ára rnanu til átta
mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa veitt 15 ára pilti áfengi og
haft við hann kynferðismök þegar hann var mjög ölvaður. Maðurinn
hefur áður gerst sekur um brot af þessu tagi og var dæmdur fyrir
skírlífisbrot 1969 og 1972. Þá var hann sakfelldur fyrir kynmök við
tvo pilta, 7 og 15 ára, og ósæmilega hegðun við þann þriðja, 8 ára.
Maðurinn var heimilisvinur í fjöl-
skyldu piltsins og vandi pilturinn
komur sínar til hans eins og hann
væri náinn ættingi. í október sl.
kom pilturinn til mannsins, sem var
langdrukkinn. Piltinum sagðist svo
frá, að maðurinn hefði veitt sér
áfengi og boðið honum 5.000 krón-
ur. Hann hefði gerst mjög ölvaður
og vaknað upp við að þeir voru
fáklæddir uppi í rúmi og var maður-
inn þá að hafa við hann mök. Hann
ýtti honum frá sér, klæddi sig og
fór heim.
Manninum sagðist svo frá að pilt-
urinn hefði fengið kók að drekka,
en ef hann hafi orðið ölvaður hafi
hann tekið áfengi án leyfis. Þá hafi
orðið að samkomulagi að pilturinn
fengi 5.000 krónur fyrir að eiga við
sig mök og hafi það gengið eftir.
Trúverðug frásögn
Hæstiréttur sagði að frásögn
piltsins væri trúverðug og það sem
fram hefði komið um kynhneigðir
mannins og hegðunarmunstur í
skiptum við unglinga styddi sögu
hans. Hæfilega refsingu mannsins
taldi Hæstiréttur 8 mánaða fang-
elsi, óskilorðsbundið, auk þess sem
honum var gert að greiða sakar-
kostnað, þar með talin 45 þúsund
króna saksóknarlaun í ríkissjóð og
60 þúsund króna málsvarnarlaun
skipaðs vetjanda síns, Arnar Claus-
en.
Steingrímur Gautur Kristjáns-
son, héraðsdómari, kvað upp dóm-
inn.
Yngri en 16 ára greiði
barnagjald í strætó
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að allir á grunnskólaaldri greiði bar-
nagjald að þeim stöðum sem reknir eru á vegum íþrótta- og tóm-
stundaráðs. Þeir sem verða 16 ára á árinu greiði fullorðinsgjald frá
1. júní það ár. Borgarstjóri lagði jafnframt fram tillögu um að regl-
ur um fargjöld unglinga með strætisvögnum verði endurskoðaðar
og að fullorðinsgjald greiði þeir sem verða 16 ára á árinu frá 1.
júní það ár.
í um fjörutíu húsum að sumrinu.
Nú er unnið að því í félagsmála-
ráðuneytinu að sameina Sléttuhrepp
Isafirði, en hann er nú án sveitar-
stjórnar og því ýmsir erfiðleikar
vegna þeirra byggða- og eignarétt-
inda sem þar eru.
Verði að sameiningu hreppanna
tveggja við ísafjörð fjölgar íbúum
kaupstaðarins um 13 manns.
Ögur- og Reykjarfjarðarhreppar í
ísafjarðardjúpi eiga í samningavið-
ræðum við Súðavík um sameiningu,
en íbúar Nauteyrarhrepps hafa lýst
yfir vilja til að sameinast Hólmavík
í Strandasýslu.
Meirihluti Bolvíkinga lagðist gegn-
sameiningu við önnur sveitarfélög
með miklum meirihluta. Bæjarstjór-
inn í Bolungarvík óskaði samt eftir
að fá að sitja fundi sameiningar-
nefndarinnar og lagði fyrir hana til-
lögu að öðru vinnulagi en ætlað
var. Nefndin hafnaði tillögunni og
eru því Bolvíkingar einir utan alls
samstarfs um sameiningu á norðan-
verðum Vestijörðum.
Þeir staðir sem eru reknir af
Iþrótta- og tómstundaráði eru
skíðalöndin, sundstaðir borgarinn-
ar, skautasvellið í Laugardal, Hús-
dýragarðurinn og Fjölskyldugarð-
urinn.
Almenningsvagnar
í greinargerð með tillögu um
lækkun fargjalda 12 til 15 ára
grunnskólanema með almennings-
vögnum segir að í ljósi þess að tek-
ist hafi að draga mjög úr halla af
rekstri almenningsvagna í borginni
á síðust 3-4 árum þyki eðlilegt að
leggja til þessa lækkun.
I bókun borgarfulltrúa minnhlut-
ans í borgarráði er því fagnað að
þetta gamla baráttumál stjórnar-
andstöðunnar sé orðið að veruleika.
Miðvikudaginn 30. mars
Súlnasalur: Þjóðhátíð á Sögu
Opinn dansleikur frá kl. 23.30 - 3.00
Mímisbar, opið kl. 19.00 - 3.00
Skírdag 31. mars
Grillið, lokað
Skrúður, opið kl. 12.00 - 21.00
Mímisbar, lokað
Föstudaginn langa 1. apríl
Grillið og Astrabar, opið frá kl. 19.00
Skrúður, opið kl. 12.00 - 17.00
Mímisbar, lokað
Laugardaginn 2. apríl
Grillið og Astrabar, opið frá kl. 19.00
Skrúður, opið kl. 12.00 - 23.00
Mímisbar, lokað
Páskadag 3. apríl
Annan í páskum 4. apríl
Skrúður, opið kl. 12.00 - 23.00
Grillið og Astrabar opið frá kl. 19.00
Mímisbar, lokað
Gistideild hótelsins er opin yfir páskana.
Kynnið ykkur hagstœtt tilboð á gistingu.
v /
HAGATORG 107 REYKJAVÍK SÍMI
2 9 9 0 0