Morgunblaðið - 30.03.1994, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
UMHVERFIÐ
í sýningaþró Ráðhússins heldur
FIT — Félag íslenzkra teiknara —
hina árlega sýningu sína, og
stendur hún út aprílmánuð. A
þessu ári eru 40 ár frá stofnun
félagsins og mátti lengi vel telja
frumkvöðlana á fingrum sér, en
nú eru félagsmenn tæplega 140
og fer ört fjölgandi.
Það vill svo tií, að sá er hér
pikkar á tölvuborð, þekkti meira
og minna til allra stofnfélaganna
og formaður félagsins til fjölda
ára, Ásgeir Júlíusson, var náf-
rændi hans og náinn vinur. Þá
fylgdist hann vel með vexti og
viðgangi auglýsingadeildar MHI
um árabil. Það segir sig sjálft að
breytingarnar á tímabilinu hafa
orðið drjúgar, og nú nefnist fagið
grafísk hönnun, sem er eins konar
útlagning á orðinu „Graphic de-
sign“. Á það mun betur við er svo
er komið, og vísast er upprunalega
heitið „auglýsingateiknari" orðið
úrelt vegna þess hve höndin og
rissblýið koma lítið nálægt úr-
vinnslu verkefnanna nema í undir-
búningsvinnu.
Ljósmyndavélin, filman og töl-
van hafa tekið við, og menn töfra
fram letur á skjánum á auga-
bragði og tölvan jafnvel teiknar
fyrir gerandann ef vill. í Ijósi
þessa er meira en tímabært að
breyta nafni félagsins, því það
verður að teljast nokkurt rang-
nefni er svo er komið.
Sýningar undanfarinna ára og
svo núverandi undirstrika þetta
svo ekki verður um villst, því sára-
lítið sést. til fríhendisteikninga, en
þeim mun meira er um tölvu- og
filmuvinnu. Að mínum dómi er
þessi þróun uggvænleg, því að líf-
ræn vinnubrögð og þá ekki síst
Frá sýningu FÍT.
teikningin eru á miklu undan-
haldi. Hins vegar er frágangi og
glæsilegu útliti viðbrugðið, en í
staðlaðri mynd þó.
Auðvitað þarf hugkvæmni og
þekkingu til að beita tölvu, en
ekki skaðar að hafa góða tilfinn-
ingu fyrir teikningu og helst þá
þjálfun sem einungis fæst við
mikla og þrotlausa skólun. Sýn-
ingin í ár er í formi veggspjalda
sem eiga að vekja horfandann til
umhugsunar um mannlífið og
umhverfið, og eru þau öll vel gerð
en fátt er þó sem ögrar og grípur
skoðandann föstum tökum.
Flest er unnið á filmur og tölv-
ur og slík vinnubrögð festast yfir-
leitt mun síður á minnið en snjallt
handverk. Þannig mat ég mikils
að sjá lífræn vinnubrögð eins og
hjá Soffíu Árnadóttur, Sverri
Björnssyni, Kristínu Þóru Guð-
brandsdóttur og Margréti Ingólfs-
dóttur. Og einnig kom fram til-
finning fyrir lífrænum þáttum í
hreinum og klárum spjöldum
Ólafs Unnars Krístjánssonar og
Hrafnhildar Sigurðardóttur.
— Því miður vakti það mesta
athygli hve sýningin nýtur sín illa
á staðnum og uppsetningin er
bágborin, skilrúmin skítug og lúin
og falla að auk ekki inn í hið hráa
rými. Er einsýnt að hér verður
að ráða bót á, því þetta er ekki
staðnum sæmandi.
Að auk hefði mátt búast við
svipmeiri og metnaðarfyllri sýn-
ingu í tilefni þessara tímamóta í
sögu félagsins.
SÝNINGAR
Myndlist______________
Bragi Ásgeirsson
Fljótandi form
I kjallarasölum Norræna hússins
hefur verið opnuð sýning á teikn-
ingum norska myndlistarmannsins
Olavs Christophers Jenssens og
stendur hún til 17 apríl.
Er um að ræða farandsýningu á
vegum Norrænu listamiðstöðv-
arinnar í Svíavirki fyrir utan Hels-
ingfors. Það sem helst einkennir
myndlist Jenssens, þykir vera eins
konar „fljótandi teikning", en
kannski mætti frekar skilgreina
athöfnina sem flæði ósjálfráðra en
vitsmunalegra tákna. í öllu falli
minna þessi verk listamannsins á
skynrænt táknmál bama á mynd-
fleti áður en þau læra að lesa, og
þá einkum á bilinu frá þriggja til
sex ára, en að því viðbættu að hér
er vitsmunalega þroskaður ein-
staklingur að verki. Formin eins
og líða eftir fletinum og táknin
mótast oftar en ekki í hljómfalli
við hjartaslátt og snögg geðbrigði.
Hér er farið eftir fyrstu og upp-
runalegustu hugmyndinni, en
formin ekki látin spretta fram eitt
af öðru í rökréttu samræmi eða
ósjálfráðri framrás, eins og hjá
mörgum málurum óformlegrar
sköpunar. Hér má einnig tala um
áfanga í tíma og rúmi, staðar-
reynslur og lifanir, sem þrengja sér
inn í meðvitundina og vilja fá útrás.
Núlistamenn aldarinnar hafa
óspart leitað í hugarheim barna,
því hann er svo opinn, milliliðalaus
og óþvingaður. Jafnframt einkenn-
ist tjáþörf þeirra af forvitni, upp-
runalegum og jarðtengdum kennd-
um og hreyfiþörf á meðan verkið
skríður fram. Barnið teiknar og
skynjar með öllum líkamanum og
það gerir línuna svo töfrandi líf-
ræna. En því er hins vegar um
megn að skynja víðáttumikið rúm-
samhengi og hér koma fram yfir-
burðir hins þroskaða listamanns
sem hagnýtir sér sýn barnsins á
umheiminn.
Olav Cristopher Jenssen er einn
þeiiTa norrænu listamanna, sem
hafa lagt land undir fót og haldið
til Berlínar þar sem svo margt er
í geijun um þessar mundir, og þar
vinnur hann að list sinni.
Jafnframt hefur hann víða flakk-
að og leið hans hefur m.a. legið til
Buenos Aires í Argentínu. Berlín
er í sviðsljósi heimsins í dag líkt
og borgin var á árum áður og lista-
menn sem leggja leið sína þangað
virðast eiga mun auðveldar með
að komast í sviðsljósið heima fyrir
og þá einkum með fulltingi listam-
iðstöðvarinnar. Við höfum orðið
varir við þetta hér á útnáranum,
því að ýmsir þátttakendur á nú-
listasýningum, sem hingað hafa
ratað frá Norðurlöndum, lifa og
starfa í Berlín.
Sýningar frá listamiðstöðinni í
Svíavirki hafa annars fyrir löngu
fengið á sig fast hugmyndafræði-
legt form og sérstakt kennimark,
þannig að afmörkuð kynning á
þeim er næsta óþörf. Þannig sker
þessi sýning sig næsta lítið úr því
sem við höfum margséð áður af
þessum geira myndlistarinnar, svo
að þótt fullgilt sé, getur þetta
naumast talist ferskt og óvænt
framlag til samtímalistar er svo er
kómið.
Biblíumyndir
í anddyri Norræna hússins verða
til sýnis á Dymbilviku, og fram til
17. apríl, 30 myndir, sem danska
listakonan Bodil Kaalund Jörgens-
sen hefur gert við nýja útgáfu Bibl-
íunnar. Bodil var ráðin til að gera
160 myndir í sérstaka viðhafnarút-
gáfu nýrrar þýðingar Biblíunnar,
er út kom 1992, eftir að hafa verið
í þýðingu í 17 ár, og fékk til þess
rúman tíma, en samtals tók verkið
hana sjö ár. Haldin var sýning á
þessum myndum í Helligaandshu-
set við Strikið í Kaupmannahöfn,
og mun hún hafa vakið dijúga at-
hygli. Jafnframt gerði hún nokkur
steinþrykk og eru 12 þeirra til sýn-
is í anddyri Hallgrímskirkju fram
yfir páska.
Eitt verka Olavs Christophers Jenssens.
Bibiíumynd Bodil Kaalund.
Þetta eru vinnubrögð sem menn
eiga að taka mjög vel eftir hér á
landi, því að jafnaðarlega fá lista-
menn alltof knappan tíma til að
Ijúka myndlýsingum við bækur, og
hvað þá að senda inn tillögur að
opinberum listaverkum sem mynd-
skreytingum almennt, og að sjálf-
sögðu er uppskeran eftir því. Minn-
ist sá er hér ritar að eitt sinn fyrir
margt löngu fékk hann íjóra daga
til að ljúka 20 vignettum í bók
nokkra og hafði hann þó aldrei
fengist við slíkt fyrr! Sami hama-
gangurinn var og í prentverkinu
og bættu menn þar við fingraför-
um, klessum og óhreinindum . ..
Þetta er mikil og fögur biblía
sem liggur frammi í Norræna hús-
inu og anddyri Hallgrímskirkju, og
mjög er hún vönduð yst sem innst,
pappírinn óviðjafnanlegur, þunnur
og mjúkur viðkomu.
Myndlýsingar Bodil Kaalunds
eru fyrst og fremst ætlaðar til að
gera lesefnið forvitnilegra og hún
hefur bersýnilega fengið það hlut-
verk að þræða það samviskusam-
lega. Nefna má þetta sannferðugar
og skilvirkar lýsingar á textanum-
og þær klæddar í listrænan bún-
ing. Gera má því skóna, að þeir
sem stóðu að útgáfunni, sem var
Danska Biblíufélagið, hafi síður
kært sig um óhefta og rismikla list-
ræna tjáningu og hinn viðurkenndi
kirkjulistamaður þannig fenginn til
verkefnisins sem eins konar mál-
amiðlunarlausn. í öllu falli leggst
það þannig á mann er flett er í
bókinni og við skoðun myndanna á
veggjum anddyrisins, að lista-
manninum hafi verið ljóst að hann
gat ekki leyft sér óheft tjáningar-
frelsi nema innan mjög þröngs
ramma. Hef ég jafnvel fyrir því
áreiðanlegar heimildir, að myndum
er þræddu nokkuð samviskulega
hinn ástþrungnari texta hinnar
helgu bókar hafi verið hafnað. Það
gefur strax augaleið að tjáfrelsi
listamannsins hafi verið markaðar
nokkrar skorður.
Hér eru á ferð gömul og úrelt
viðhorf og sögufölsun skyld þeim
er digur uppsláttarrit myndlistar
voru gefin út og hinn ástríðu-
þrungnari þáttur hennar afgreidd-
ur á 1-2 síðum. Á nýrri tímum er
líkaminn ekki lengur óhreinn held-
ur mikilvægar umbúðir utan um
velferð sájarinnar.
Þetta og sitthvað fleira verða
menn auðvitað að hafa hugfast við
rýni í myndirnar og einnig út frá
hvaða grunnþáttum listamaðurinn
hafi gengið við gerð þeirra. Það
liggur þannig nokkurn veginn ljóst
fyrir að hér er leitast við að tengja
hefðbundna erfðavenju myndlýs-
inga við nýrri og nútímalegri við-
horf. Bodil Kaalund kemst vel frá
mörgum myndanna, en þó er eins
og þreytu og vanavinnubragða
gæti í þeim sumum, en þegar hinni
grónu listakonu tekst best upp eru
þær léttar og hrifríkar og vel falln-
ar til að gera lesefnið aðgengilegra.
Víddir sjónhringsins
í listrými Sólon Islandus sýnir
Guðrún Kristjánsdóttir fjögur mál-
verk og jafn margar lágmyndir
fram til 12 apríl.
Guðrún er orðin þekkt stærð
meðal upprennandi og framsæk-
inna myndlistarmanna af yngri
kynslóð og hefur víða sýnt mynd-
verk sín.
Hinn víði sjónhringur hefur lengi
einkennt verk Guðrúnar og á þann
veg að henni nægir ekki vana-
bundnar stærðir málverka, heldur
hefur þær oftar en ekki í yfirstærð
á breiðveginn.
Það má að vissu marki nefna
þetta landalagsmyndir, en einnig
formrænar rannsóknir með himin,
haf og hauð sem grunnþema og
meginása. Jafnframt tekur gerand-
inn fyrir rými og Ijarlægðir en þó
frekar sem hugrænt innlegg en
vinnsluferli á myndfletinum. Við-
bótin við þetta eru svo lágmyndirn-
ar sem eru líkastar brotinni útlínu
sjónhringsins og eru þannig mjög
jarðtengdar. En þegar telja má
málverkin ekkert annað en hrein
og klár málverk í eðli sínu, þá geta
lágmyndirnar á stundum nálgast
hönnunarstigið, en hins vegar bera
þær ótvírætt kennimark skapara
síns sem er að sjálfsögðu styrkur
þeirra. Fari maður svo í nánari
samanburð eru lágmyndirnar af-
dráttarlausari og einfaldari og búa
yfir meiri nánd og jafnframt yndis-
þokka hinnar hvössu, brotnu sem
ávölu línu, en málverkin hafa yfir
sér meiri Ijarlægðir og dulúð.
Og hvað dulúðina áhrærir virðist
hún vera að aukast í myndum
Guðrúnar og þá einkum í hinum
tveim stóru myndum á sýningunni
og um leið eins og yfir þeim meiri
mýkt en í fyrri myndum hennar.
Segja má að munurinn á málar-
anum og hugmyndafræðilega lista-
manninum, sem byggir iist sína
með fulltingi listsögufræðinga og
listheimspekinga, sé sá, að málar-
inn veit þegar hann notfærir sé
sjónrænar blekkingar, en hinir
halda í einfeldni sinni, að þeir séu
að segja satt.
Þótt myndefnið sé harla einfalt
og afmarkað verður ekki sagt að
Guðrún hafi tæmt það, en á sýning-
unni eru verk sem geta bent til
þess að hún vilji brjótast út úr
því, en það orkar tvímælis að hér
hafi hún ávinning enn sem komið
er.
Guðrún Kristjánsdóttir