Morgunblaðið - 30.03.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 30.03.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 19 Starfsmaður ráðinn til Handverks Verkefni til að efia inn- lendan handverksiðnað STJÓRN Handverks, sem er reynsluverkefni með eflingu innlends handverksiðnaðar að markmiði, hefur ráðið starfsmann til starfa sem mun m.a. sjá um rekstur skrifstofu verkefnisins og uppbyggingu gagna- banka. Fjárveiting til verkefnisins er frá forsætisráðuneytinu og er ætlað til rekstrar Handverks næstu þijú árin. Tilgangur verkefnisins er að efla hefðbundinn heimilisiðnað, handverks- og iistmunagerð sem stunduð er af einstaklingum og smáfyrirtækjum. Markmiðið er m.a. að stuðla að vöruþróun í handverki og efla gæðavitund. í verkefnisstjórn Handverks sitja mennt sem valgrein, framhaldsnámi . Helga Thoroddsen, verkefnisstjóri í Þingborg, formaður, Eyjólfur Páls- son, hönnuður, og Jóhanna Pálma- dóttir, kennari á Hvanneyri. Nýráðinn starfsmaður Handverks er Guðrún Hannele Henttinen, en hún lauk stúdentsprófi frá MT árið 1976, B.Ed.-prófi frá Kennarahá- skóla íslands árið 1995 með hand- frá handmenntakennaradeild Há- skólans í Helsinki 1991 með smáfyr- irtækjarekstur í handverkefni sem lokaverkefni. Guðrún hefur unnið við námsefnisgerð í handmennt fyrir Námsgagnastofnun, kennt við grunnskóla í Reykjavík, og starfað fyrir Rauða krosshúsið. Verkefnisstjórn Handverks hefur komið upp tengiliðaneti um landið og er hlutverk þeirra að afla upplýs- inga um handverksfólk á sínu svæði og miðla upplýsingum og fræðslu til þeirra. Á Vesturlandi eru Ólöf Erla Bjarnadóttir og Elísabet Haralds- dóttir, Hvanneyri, á Vestfjörðum er Anna Margrét Valgeirsdóttir, Hólmavík, á Norðurlandi er Bryndís Símonardóttir, Laugalandi, á Aust- urlandi er Þóra Þórarinsdóttir, Bakkafirði, á Suðurlandi er Hildur Hákonardóttir, Selfossi, og á Stór- Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesj- um er Eyjólfur Pálsson, Reykjavík. Skrifstofa Handverks er í húsi Heim- ilisiðnaðarfélags íslands við Laufás- veg 2 í Reykjavík. Tímamót 1. apríl Morgunblað,ð/Knstinn EINAR Olgeirsson, forstjóri Flugleiðahótelanna, lét þess m.a. getið að 1. apríl yrðu hótelin hluti af Scandic-hótelkeðjunni. Hann sagði að breytingin fælist fyrst og fremst í sameiginlegri markaðssetn- ingu. í Scandic-keðjunni eru yfir 100 hótel í tíu löndum. Tíu ráðstefnusalir teknir í notkun á Hótel Loftleiðum Ný og betri aðstaða í NÝJU þjónustumiðstöðinni á skíðasvæði IR hefur skapast margvís- leg aðstaða fyrir gesti. SSfiip ; 1 Salirnir eru þegar meira og minna bókaðir fram á sumar TIU ráðstefnusalir sem kallaðir eru neðri og efri þingsalir voru teknir í notkun í kjallara og á fyrstu hæð Hótel Loftleiða fyrir skömmu. Ein- ar Olgeirsson, hótelsljóri Flugleiðahótelanna, segir að ætlunin sé að markaðssetja þingsalina fyrir inniendar og erlendar ráðstefnur. Hann segir að enda þótt markaðssetningunni hafi ekki verið hleypt af stokk- unum hafi breytingarnar spurst út og ráðstefnusalirnir séu meira og minna bókaðir fram á sumar. Salirnir eru afar vel tækjum búnir. Einar sagði að framtíðarbreyting- um á Hótel Esju væri lokið. „Og síð- ustu mánuði höfum við einbeitt okk- ur að því að gjörbreyta ráðstefnuað- stöðunni hér á Hótel Loftleiðum. Við höfum útbúið tíu ráðstefnusali fyrir 5 til 500 manns hvern og búið þá afar fullkomnum tæknibúnaði. Morgunblaðið/Stefán Bjarnason Frá skíðasvæði ÍR-inga í Hamragili SKÍÐASVÆÐI ÍR í Hamragili hefur tekið stakkaskiptum, brekkur fleiri og lengri og ný þjónustumiðstöð var tekin í notkun fyrir mánuði. _ Miklar umbætur á skíðasvæði ÍR-inga í Hamragili Ný þjónustumiðstöð og barnalyfta tekin í notkun Gestamóttökuna höfum við gert upp og stúkað Kynnisferðir af fyrir aðra en hótelgesti. Lónsbar er nýr bar á hótelinu og ráðstefnumiðstöð sér: staklega ætluð ráðstefnugestum. í ráðstefnumiðstöðinni verður alltaf starfsmaður frá okkur, konur sem við höfum kosið að kalla þingfreyjur. Ráðstefnustjóri verður Haukur Ragnarsson," sagði Einar. Fullkominn tæknibúnaður Breytingarnar kostuðu samtals um 40 milljónir og er tæknibúnaður innif- alinn í þeirri upphæð. í honum felst m.a. svokallaður „ræðuvarpi". Ræðu- maður kemur með ræðu eða ávarp á tölvudiski og er textinn ritaður inn á stjórntölvu kerfisins. Hann kemur síð- an upp á tölvuskjá með mjög stóru letri og speglast þaðan upp í glerplöt- ur fýrir framan ræðustólinn. Áheyr- endur sjá aðeins gegnsæar glerplötur og er því líkast að ræðumaður horfi allan tímann fram í sal og mæli af munni fram. Ræðumaður getur sjálf- ur stýrt hraða textans. Af öðrum tæknibúnaði má nefna venjulega myndvarpa, sjónvarps- myndvarpa, færanlegan tölvumynd- varpa, myndbands-myndvarpa og þrívíddarmyndvarpa. Hægt er að samtengja mynd- og hljóðkerfi allra ráðstefnusala og sýna t.d. í sjón- varpstækjum í neðri þingsölum allt sem sýnt er á tjaldi í efri þingsölum. Sérstök aðstaða er fyrir allt að sjö túlka og aðsetur fjölmiðlafólks. Nefna má að í öllum neðri þingsölun- um er ákveðinn fastur staðalbúnað- ur. Meðal þess er tússtafla, fletti- tafla, sími, sjónvarpstæki og mynd- bandstæki. „ÞAÐ má nánast segja að hér sé um nýtt skíðasvæði að ræða, brekk- urnar voru lagaðar stórlega í sumar, komin er barnalyfta og nýver- ið vígðum við nýja þjónustumiðstöð," sagði Auður Björg Sigurjóns- dóttir hjá skíðadeild ÍR í samtali við Morgunblaðið. ÍR-ingar urðu fyrir því fyrir ári að snjóflóð féll á lyftuhús á skíða- svæði þeirra í Hamragili fyrir ofan Kolviðarhól. Strax var hafist handa um endurbætur og var ný 76 fer- metra þjónustumiðstöð vígð í lok febrúar. „Þar verður stjórnstöð fyr- ir lyfturnar, snyrting fyrir gesti og eldhús ásamt sal þar sem gestir skíðasvæðisins geta sest niður og snætt nesti sitt eða keypt veitingar sem í boði eru,“ sagði Áuður Björg. „í fyrrasumar áttu sér stað mikl- ar jarðvegsframkvæmdir. Brekk- urnar í Karlagili, Kvennagili og Skálabrekku eru gjörbreyttar og mun betri til skíðaiðkunar. Og með tilkomu barnalyftunnar neðst í gil- inu hefur öll aðstaða tekið stakka- skiptum," sagði Auður Björg. Brekkur og göngubrautir Að sögn Auðar Bjargar eru fjór- ar lyftur á skíðasvæði IR, alls tæp- ir tveir kílómetrar. I þeim er hægt að komast á tind Skarðsmýrarfjalls. Þaðan er um kílómetra brekka nið- ur í gilbotninn í Hamragili. „Þaðan má einnig renna sér yfir á skíða- svæði Víkings sem við eigum í góðu samstarfi við um rekstur svæð- anna,“ sagði Auður Björg. Þegar upp úr Hamragilinu kemur opnast göngubrautir inn á Hellisheiðina fyrir þá sem kjósa fremur að ganga á skíðum en renna sér í brekkunum. „Héðan er vinsælt að fara upp á brún með lyftu, ganga um Hellis- heiði niður að Skíðaskálanum í Hveradölum og aftur upp í Hamra- gil um Kolviðarhól, alls um 10 kíló- metra vegalengd,“ sagði Auður Björg að lokum. Ráðstefnusalir NÝJU þingsalirnir voru sérstaklega kynntir á miðvikudag. miövikudag og fimmtudag Píta m/buffi (erkr.469.-> nú kr. 250, Píta m/grænmeti (erkr.38o.-> nú kr. 200, Önnur tilboö í gangi yfir páskana. Opið helgidagana nema páskadag. Afsláttarkort gilda ekki í sambandi viö tilboö. 12.0° \\3° (VfO' \\v>na

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.