Morgunblaðið - 30.03.1994, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.03.1994, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. * Endurnýjun á Italíu Sigur auðkýfmgsins og fjöl- miðlajöfursins Silvio Berlusc- oni í þingkosningunum á Italíu á sunnudag og mánudag er einstæð- ur atburður í nútíma stjórnmála- sögu Evrópu. Ekki eru liðnir nema tæpir þrír mánuðir frá því Berlusc- oni kunngerði framboð og stofnaði flokk sinn, Forza Italia, til að koma í veg fyrir það sem hann nefndi „hættuna á valdatöku vinstri- manna“. Flokkur hans náði sam- komulagi við flokka sambands- sinna á Norður-Ítalíu og nýfasista og þessi hreyfing hægri aflanna vann stórsigur í þingkosningunum. Fylking vinstri manna, sem mælst hafði með mest fylgi og var um tíma jafnvel spáð meirihluta á þingi, beið að sama skapi afdrátt- arlausan ósigur. Sú lygilega spilling og algjöra fyrirlitning á leikreglum lýðræðis- ins, sem afhjúpuð var á Ítalíu, hefur nú leitt til þess, að nýir menn og nýir fiokkar hafa verið leiddir til valda í landinu. Bylting hefur orðið í ítölskum stjómmálum og drög hafa verið lögð að nýju flokkakerfi. Skýringamar á óvæntum stór- sigri hægri aflana og þá einkum Berlusconi eru margvíslegar. Ekki nægir að vísa eingöngu til yfir- burðastöðu hans með tilliti til þess, hversu greiðan aðgang hann átti að fjölmiðlum á þeim stutta tíma, sem honum gafst, til að reka raun- vemlega kosningabaráttu. Áhrif sjónvarpsins í stjómmálum sam- tímans skyldi enginn vanmeta, en loforð Berlusconi um aukna at- vinnu, skattalækkanir og persónu- vinsældir hans skiptu þó trúlega sköpum; ítalir hafa af honum þá mynd, að þar fari maður framtaks- samur og heiðarlegur, sem miðlað geti af reynslu sinni og velgengni á viðskiptasviðinu. Þá virðast vinstrimönnum hafa orðið á af- drifarík grundvallarmistök í kosn- ingabaráttu sinni, jafnt á fram- kvæmda- sem hugmyndasviðinu. Reynslan ein getur leitt í ljós, hvort vonir þær, sem stór hluti ítala bindur við Berlusconi, eiga við rök að styðjast. Þeir era marg- ir, sem telja hann færan um að leiða ítölsku þjóðina út úr myrkviði efnahagsþrenginga og atvinnu- leysis. Á umbrota- og erfiðleika- tímum hneigjast margir til upp- hafningar á tilteknum persónum og leiðtogum líkt og sagan sýnir. Stjórnmálareynslu hefur Berlusc- oni að sönnu enga, en það sama gildir um mikinn fjölda þeirra sem kosnir vora til setu á þingi í þess- um sögulegu kosningum. Óneitanlega varpar það skugga á þennan sigur hægri aflanna á Ítalíu, að innan vébanda kosninga- bandalags þeirra sé að finna flokk, sem kenndur er við nýfasisma. Þótt ástæðulaust sé að líta á flokk þennan sem beint framhald af hugmyndafræði þeirri, sem Benito Mussolini innleiddi á Ítalíu, fer því vitanlega fjarri, að öfgastefna af þeim toga hafi verið framtíðar- markmið þeirra manna, sem leiddu borgaraöflin á Ítalíu á árum áður í baráttunni gegn mannhaturs- kenningum kommúnismans. Með sama hætti hljóta margir að hafa áhyggjur af málflutningi leiðtoga Norðursambandsins, sem á stundum hafa lýst yfir því, að Norður-ítalir muni segja sig úr lögum við miðstjórnarvaldið, verði ekki farið að kröfum þeirra. Vandséð er hvernig hinn nýi leiðtogi, Silvio Berlusconi, hyggst tryggja, að hægri flokkarnir þrír, Forza Italia, nýfasistar og Norður- sambandið, geti starfað saman. Að persónulegri óvild frátaldri er að finna dúpstæðan hugmynda- fræðilegan ágreining í kosninga- bandalagi hægri aflanna. Nýfasist- ar leggja til að mynda mjög ríka áherslu á sterkt miðstjórnarvald, en á andstöðu gegn einmitt því sama valdi er öll stjórnmálabarátta Norðursambandsins grundvölluð. Fullyrða má að erfiðar stjómar- myndunarviðræður muni nú fara í hönd og vafalítið munu fulltrúar Norðursambandsins reyna að færa sér í nyt þá sterku stöðu, sem þeir njóta, sérstöðu sinnar vegna, þó svo flokkur þeirra sé minnstur hægri flokkanna þriggja hvað fylgi á landsvísu varðar. Takist Silvio Berlusconi að mynda starfhæfa ríkisstjórn, má það að sönnu telj- ast afrek og til marks um kænsku og hæfileika, sem ekki er vanþörf á nú um stundir í ítölskum stjórn- málum. Nærtækt er að álykta sem svo, að drög hafi verið lögð að nýju flokkakerfi á Ítalíu í þessum þing- kosningum og að umskiptunum í stjómmálalífí landsmanna sé hvergi nærri lokið. Hreinsunin á stjórnmálasviðinu er trúlega að mestu af staðin, margir þekktir fyrrum stjórnmálamenn bíða nú dóms réttvísinnar og eiga yfir höfði sér vist innan fangelsismúra. Með því að bola á brott fulltrúum spill- ingar, hræsni og hagsmunagæslu hefur tekist að skapa forsendur fyrir nýju upphafi í ítölskum stjórn- málum. Sú endurnýjun vekur von- ir, þó svo sagan hvetji menn til varfærni þegar stjórnmál, hags- munir og spilling era annars vegar. Langtímahagsmunir ítala felast nú í því, að takast megi að skapa stöðugleika í stjómmálum lands- ins. Þeir erfiðleikar, sem samfara hafa verið hreinsuninni á stjórn- málasviðinu og því endurmati, sem nauðsynlegt hefur reynst, kunna að geta af sér vaxandi efasemdir um gildi lýðræðisins, takist hinum nýju kjörnu fulltrúum þjóðarinnar ekki að grafa stríðsöxina. Óstöðug- leiki í ítölskum stjómmálum mun á hinn bóginn ekki einungis reyn- ast landsmönnum og ítölsku efna- hagslífi skaðlegur, hann mun einn- ig hafa áhrif á vettvangi alþjóð- legra efnahagsmála og Evrópu- sambandsins. Á Ítalíu hafa í gegn- um tíðina farið fram merk hug- myndafræðileg átök, sem reynst hafa þýðingarmikil. Ástæða er til að vona, að sigur kosningabanda- lags hægrimanna verði til þess að tryggja stöðugleika á miklum um- brotatímum í stjómmálalífi lands- ins. Að öðram kosti mun upplausn- in taka við af spillingunni og grafa undan lýðræðinu í landinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um „tíu lykla“ sjálfstæðismanna Auðvitað ekkert annað en tómur kosningaáróður INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni Reylgavíkurlist- ans, segir að andvaraleysi og doði hafi ríkt í atvinnumálum borgar- innar á síðustu árum og engin virk atvinnustefna hafi verið byggð, atvinnulífið hafí hingað til mátt spjara sig upp á eigin spýtur. Það væri hinsvegar stefna, sem ekki gengi á tímum sem þessum, þegar atvinnulífíð þarfnaðist bæði frumkvæðis og almennra að- gerða af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær kynnti Árni Sigfússon, borgarstjóri, tillögur í atvinnumál- um, sem frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar leggja fram undir yfir- skriftinni „Atvinna fyrir alla“ og byggjast á „tíu lyklum að nýjum tímum“. Ingibjörg Sólrún segir að ekkert sé svo sem nýtt undir sólinni, en tillögur sjálfstæðismanna minntu óneitanlega nokkuð á stefnumál R-listans og ýmsar af þeim tillögum, sem minnihlutinn í borgarstjórn hefur viðrað á síðustu árum. Fyrsti lykill sjálfstæðismanna fjalli t.d. um „heilnæmustu borg í heimi“, sem sé hálfgert stef við „vistvæna höfuð- borg norðursins", eins og komist er að orði í stefnuyfirlýsingu R-list- ans. „Við höfum t.d. gert okkur fulla grein fyrir þeim vaxtarbroddi, sem smáfyrirtæki skapa og höfum marg- oft viðrað þessa hugmynd. M.a. var tillaga um þetta efni flutt af minni- hlutanum í borgarstjórn fyrir tveim- ur áram án þess að fá þar hljóm- grunn meirihlutans, en núna vildu allir Lilju kveðið hafa. Þá tala sjálf- stæðismenn um enduruppbyggingu skipasmíðaiðnaðarins í Reykjavík. Það er auðvitað dálítið seint í rass- inn gripið þegar hann er orðinn ein rjúkandi rúst. Menn hefðu auðvitað átt að ranka við sér miklu fyrr, en ekki rétt fyrir kosningar. í tvígang hafa verið samþykktar tillögur í borgarstjórn að framkvæði minni- hlutans um að skora á ríkisvaldið að auka hlut borgarinnar til vega- framkvæmda, en eins og borgarbú- ar vita hefur borgin farið mjög hal- loka gagnvart landsbyggðinni í því efni. Það hefðu átt að vera hæg heimatökin fyrir sjálfstæðismenn að fylgja þeim eftir ef raunveruleg- ur áhugi hefði verið þar sem að fjár- málaráðherra, samgönguráðherra og forsætisráðherra eru allir sjálf- stæðismenn," segir Ingibjörg Sólrún m.a. um lyklana tíu. „Ég saknaði þess hinsvegar að fá ekki að heyra hvað sjálfstæðis- menn hafa verið að gera í atvinnu- málum á undanförnum árum. Auð- vitað ættu menn, sem búnir era að sitja svo lengi við stjórnvölinn, að rekja afrek sín um leið og þeir marka stefnu til framtíðar, en í þessu máli eins og öðrum koma þeir eins og hvítskúraðir englar, sem eiga sér enga fortíð í borgarkerfínu. Sjálfstæðismenn hafa vanrækt stefnumörkun í atvinnumálum hing- að til og það er dálítið seint að ætla að fara að grípa í taumana núna. Auðvitað er þetta ekkert ann- að en tómur kosningaáróður. Fyrir lifandi löngu síðan hefði átt að vera búið að kalla til aðila úr atvinnulíf- inu, frá verkalýðshreyfingunni, þingmenn Reykjavíkur og ýmsa aðra til skrafs og ráðagerða um atvinnustefnu í Reykjavík,“ segir hún að lokum. Magnús Gunnarsson um ályktun framkvæmdastj órnar Vinnuveitendasambandsins Óbreytt staða í Evrópumálum en skoða þarf kostí Islands í breyttu umhverfi MAGNÚS Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, segir að ályktun framkvæmdasljórnar VSÍ um stöðu íslands á alþjóð- legum vettvangi, sem samþykkt var á fundi stjórnarinnar í gær, geri ráð fyrir úttekt á stöðu íslands í alþjóðamálum, með áherslu á Evrópumálum. „Við ætlum okkur að gera nyög ítarlega úttekt á þeim kostum sem ísland hefur í þessum breytta heimi,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær. Magnús segir að heljarmikil vinna hafi nú verið hafin í þessu sambandi og framkvæmdastjórnin hvetji aðild- arsamtök Vinnuveitendasambandsins til þess að vera virk í gagnaöflun, svo hægt verði að skoða alla þá kosti sem fyrir hendi eru. Aðspurður um hvort um stefnu- breytingu væri að ræða hjá Vinnuveit- endasambandinu sagði Magnús: „Nei, svo er ekki. Vinnuveitendasambandið hefur bara viðurkennt þá staðreynd að umhverfíð hefur breyst og það þarf að skoðast rækilega hvaða áhrif þessar breytingar hafa. Aðildarsam- tök Vinnuveitendasambandsins mót- uðu sameiginlega stefnu gagnvart EES-samningnum á sínum tíma. Ég geri mér vonir um það, að þegar menn eru búnir að fara ofan í kjölinn á þessum málum, með þessum athug- unum, muni atvinnulífíð á íslandi móta sameiginlega stefnu í utanríkis- málum. Menn eru sammála um að skoða alla þá kosti sem fyrir hendi eru, og gildir þá einu hvort um full- trúa sjávarútvegsins í framkvæmda- stjórninni er að ræða, fulltrúa iðnað- arins eða annarrar atvinnustarfsemi. Við teljum að við þurfum að fara út í miklu ítarlegri umræðu, áður en heildarstefna samtakanna verður mót- uð. Við erum að horfa á fyrstu við- brögð manna við breyttum aðstæðum og mér finnst það vera mjög ánægju- legt að full samstaða sé um það að menn fari í opinskáa umræðu um það hvaða kosti við höfum, þar sem ekki verði eingöngu horft til Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA eða Evr- ópusambandsins heldur líka að skoða þá kosti sem ef til vill gætu verið tii staðar, gagnvart samstarfí í vestur, en þar á ég m.a. við NAFTA-samning- inn.“ EES-samningurinn mikil- vægasti milliríkjasamningur Islands síðustu áratugi í ályktun VSÍ segir m.a.: „Samn- ingurinn um Evrópska efnahagssvæð- ið er mikilvægasti milliríkjasamningur íslendinga síðustu áratugi og skipti sköpum um möguleika og samkeppn- ishæfi atvinnulífs hér á landi. Nú blas- ir hins vegar við, að samningurinn verður skammlífari í óbreyttri mynd en ætlað var, þar sem allar hinar aðild- arþjóðirnar úr EFTA hafa samið um aðild að Evrópusambandinu. Við þær aðstæður er brýnt, að taka hið fyrsta upp viðræður við Evrópu- sambandið um það, hvort og með hveijum hætti EES-samningurinn geti haldið gildi sínu og hvem veg unnt sé að tryggja hagsmuni íslands með ekki lakari hætti en EES-samn- ingnum var ætlað að gera. Vinnuveit- endasambandið telur mikilvægt að áherslur íslendinga í þessum viðræð- um verði mótaðar hið allra fyrsta, svo unnt sé að hefja viðræður.“ Jafnframt segir: „Vinnuveitenda- sambandið hvetur til opinnar og upp- lýsandi umræðu um valkosti og við- horf í þessu stærsta hagsmunamáli atvinnulífs og þjóðar um þessar mund- ir. Niðurstöður munu ráða miklu um hagvöxt og lífskjör hér á landi á kom- andi árum. Framkvæmdastjórnin felur skrifstofu sambandsins að halda áfram upplýsingaöflun, m.a. um aðild- arsamninga annarra Norðurlanda að Evrópusambandinu, þannig að unnt sé að leggja mat á hugsanlegar breyt- ingar á samkeppnisstöðu íslands sem leiða kunna af aðild hinna EFTA-ríkj- anna, einkum Norðmanna að ESB. Jafnhliða verði kannað hvaða sam- starf annað kunni að þjóna hagsmun- um íslendinga til frambúðar og hvaða færi kunna að felast í samningum við önnur ríki.“ Reykjavík verði þjónustu- miðstöð fyrir N-Atlantshaf Sjálfstæðismenn andvígir sérsköttun á atvinnuvegi ÁRNI Sigfússon borgarsljóri segir að hugmyndir um fríhöfn og frísvæði í Reykjavík tengist auknum skipakomum til landsins og möguleikum Reykjavíkurborgar á hlutdeild í vöruflutningum milli Evrópu og Amer- íku, meðal annars fyrir þjónustumiðstöð í Norður-Atlantshafi. Þá sagð- ist hann vera fullviss um að niðurfelling skatts á verslunar- og skrifstofu- húsnæði muni skila sér til borgarsjóðs eftir öðrum leiðum en tekjur borgarinnar af skattinum eru nú tæpar 300 millj. „Við erum andvíg sérsköttun á atvinnuvegina og teljum eðlilegt að þeir sitji við sama borð,“ sagði borgarsljóri. „Það sem við höfum fyrst og fremst horft til er að flutningar til og frá Grænlandi hafa aukist og munu auk- ast enn frekar á næstu árum,“ sagði Árni. Á Grænlandi væri horft til hug- mynda um námuvinnslu auk þess sem aðild íslands að EES myndi þegar fram í sækir auka möguleika á hlut- deild Reykjavíkurhafnar í vöruflutn- ingum milli Evrópu og Ameríku. Því væri full ástæða til að vera undir það búinn. Reykjavíkurhöfn hafi þegar tekið upp samstarf við fyrirtæki eins og Tollvörageymsluna um staðsetn- ignu frísvæðis, en hugmyndin þyrfti ekki að vera bundin við landfræðilega staðsetningu, heldur skilgreiningu á að ef varan uppfyllti ákveðin skilyrði væri hún á fríhafnarsvæði. Betri þjónusta inu. Tekjur borgarinnar af þessum skatti eru tæpar 300 milljónir króna. Borgarstjóri sagðist ekki vilja tala um tekjutap ef skatturinn yrði lagður niður. „Ég er sannfærður um að þessi upphæð mun skila sér í auknum umsvifum atvinnulífsins og þar með í auknum framlögum til borgarinn- ar,“ sagði hann. „Ég er sannfærður um að þessi leið að fella niður skatt og styðja þannig við fyrirtækin muni örva þau til íjárfestingar." Árni sagðist andvígur sérsköttun atvinnuveganna og telja eðlilegt að þeir sætu við sama borð. „Þess vegna hlýtur það að vera okkar markmið að afnema svona sértækan skatt. Ég geri ráð fyrir að eðlilegt sé að gera það í áföngum á kjörtímabilinu. Sjálf- stæðismenn eru þekktir fyrir að standa við sín loforð. Eina loforðið sem við ætlum ekki að efna að þessu sinni tengist uppbyggingu Korpúlfs- staða þar sem við teljum að í ljósi nýrra upplýsinga sé ekki grundvöllur til uppbyggingar," sagði borgarstjóri að lokum. Engin lausn á deilu mjólkurfræðinga Deilunni vísað til fé- lagsdóms eftír páska AÐGERÐIR Mjólkurfræðingafélags íslands í mjólkursamlögunum á Húsavík og Egilsstöðum hófust á miðnætti í nótt, en þær fela í sér að nyólkurfræðingar munu ekki starfa við hlið ófaglærðra starfs- manna við pökkunarvélar þannig að pökkun mjólkar stöðvast, en mjólk- urfræðingar telja sig hafa forgangsrétt til þeirra starfa. Fundur var boðaður hjá ríkissáttasemjara um hádegisbil í gær að ósk Vinnumála- sambands samvinnufélaganna til að fá útskýringar á efni bréfs stjórn- ar MÍ um aðgerðirnar, og stóð fundur í um hálftíma. Fulltrúar VS lýstu því yfir að loknum fundi að þeir teldu aðgerðir mjólkurfræðinga ólöglegar samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem boðað var til aðgerðanna með aðeins tveggja daga fyrirvara og þær séu tilefnislausar, og hyggjast stefna mjólkurfræðingum fyrir félags- dóm. Með fríhöfn væri hugmyndin að bjóða ferðamönnum farþegaskipa betri þjónustu og jafnframt auka þjónustu við sjálf skipin. Meðal ann- ars með því að útvega kost og annan aðbúnaði. „Hugmyndin er að við nýt- um okkur þessa aukningu sem er í ferðaþjónustu og meðal annars fyrir þjónustumiðstöð í N-Atlantshafi,“ sagði Árni. Vísar borgarstjóri í hug- myndir um Víkingaferðir á slóðir vík- inga á Grænlandi, Nýfundnalandi og Kanada. Milli áranna 1992 og 1993 hafí komum skemmtiferðaskipa til lands- ins fjölgað um 50% og sagði Árni að markmiðið væri að sú tala tvöfaldað- ist fram til áramóta og að gera mætti ráð fyrir að hingað kæmu árlega milli 60 og 80 skemmtiferðaskip. „Eg tel mikilvægt að við lítum á málið í heild sinni og að við sköpum okkur þessa þjónustumiðstöð í Norður-Atl- antshafí,“ sagði hann. „Við erum mjög nærri því að skapa okkur for- ystu hvað varðar veiðar og vinnslu á sjávarfangi. Með því að taka betur á öðrum þáttum þjónustu við skemmti- ferðaskip, byggja betur upp skipa- smíðaiðnaðinn hér sem sinni ákveðnu viðhaldi, ná betri samningum um olíu- verð þá er að skapast hér mjög sterk þjónustumiðstöð." I áföngum Hvað varðar niðurfellingu skatta á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, sagði Árni, að hugmyndin væri að það yrði gert í áföngum á kjörtímabil- Geir Jónsson, formaður Mjólkur- fræðingafélags íslands, segir að- gerðimar hins vegar löglegar og samkvæmt áliti lögfræðinga félags- ins. „Við höfum allan rétt í þessu máli og þessar aðgerðir era ekki vinnustöðvun, öfugt við það sem VS heldur fram. Réttur mjólkufræðinga til að vinna við pökkunarvélarnar er viðurkenndur hjá öllum mjólkursam- lögum öðram en þessum tveimur á Húsavík og Egilsstöðum sem grípa til hártogana í þessu sambandi," segir Geir. Starfsmenn persónulega ábyrgir? Jón Geir Hlynarsson, fram- kvæmdastjóri VS, kveðst telja hugs- anlegt að þeir félagsmenn Mjólkur- fræðingafélagsins sem hlíti tilmæl- um stjórnar félagsins um aðgerðir í mjólkursamlögunum, geti verið per- sónulega ábyrgir þegar félaginu verði stefnt, og útiloki VS enga möguleika til þess að takmarka skaða mjólkurbúanna tveggja af að- gerðunum. Geir segir þetta atriði hins vegar ekki eiga við rök að styðj- ast. Jón segir ekki deilt um rétt mjólkufræðinga til að hafa yfirum- sjón með áðumefndum pökkunarvél- um, en hins vegar standi hvergi í kjarasamningum mjólkurfræðinga að þeir eigi að starfa við þessar vél- ar, og um það snúist deilan. „Mjólk- urfræðingar vísa í lög síns félags til stuðnings í sinum aðgerðum, en við getum getum ómögulega skilið að lög þessa stéttarfélags séu landslög- um æðri,“ segir Jón. Hann segir fyr- irvara svo skamman að ekki vinnist tími til að vísa málinu til félagsdóm fyrir páskahátíðina, og auk þess séu aðgerðirnar „ótímabundnar" en mál- ið verði lagt fyrir félagsdóm eftir páska. Geir og Jón voru sammála, þegar Morgunblaðið ræddi við þá í gær, um að lausn væri hvergi í sjón- máli í deilu mjólkurfræðinga og við- semjenda þeirra. fæðing hjá ríkinu Erfíð eftirMarkús Örn Antonsson Sérstæðar umræður hafa farið fram síðustu daga um málefni Fæð- ingarheimilis Reykjavíkur og samn- inga ríkis og Reykjavíkurborgar um rekstur þess. Frambjóðendur R-list- ans tala um kosningabombu sjálf- stæðismanna og vilja eigna sér heið- urinn af því að mál þetta virðist loks í höfn. Það eru þó fyrst og fremst ummæli heilbrigðisráðherra um að Reykjavíkurborg hafi dregið lappirnar í þessu máli sem koma mér til að leggja fáein orð í belg. Fyrir einu ári ítrekuðu borgaryfir- völd enn á ný tilboð til Ríkisspítala um ókeypis afnot af húsnæði Fæðing- arheimils Reykjavíkur fyrir fæðingar- þjónustu. Hinn 23. marz 1993 lögðu allir borgarráðsmenn og áheyrnarfull- trúar í borgarráði fram sameiginlega tillögu og samþykktu, svohljóðandi: „Reykjavíkurborg hefur sem kunn- ugt er boðið ríkinu að nýta húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur við Ei- ríksgötu, án sérstaks endurgjalds, ef þar verði áfram boðinn valkostur í þjónustu við fæðandi konur. Borgar- ráð ítrekar þetta boð, megi það verða til þess að Fæðingarheimilið verði nú nýtt sem skyldi, þar sem fyrir liggur að þörfín fyrir slíka aðstöðu er rnikil." Þessi samþykkt allra flokka í borg- arráði var þegar í stað kynnt heil- brigðisráðuneyti og forráðamönnum Ríkisspítalanna. Ríkið vildi stærra húsnæði í október sl. kom fram ósk frá heilbrigðisráðuneytinu um að Ríkissp- ítalar fengju allt húsnæðið við Eiríks- götu og Þorfinnsgötu 14 og 16 til afnota. Ekkert var því til fyrirstöðu af hálfu Reykjavíkurborgar að Rík- isspítalar hæfu rekstur Fæðing- arheimilisins á ný, og þó fyrr hefði verið, en Skurðstofur Reykjavíkur „Það á hins vegar eftir að koma í ljós, hvaða merkingu þessi ótví- ræða skuldbinding um rekstur Fæðingarheim- ilisins hefur í augum forráðamanna Ríkispít- ala. Ummæli þeirra í Qölmiðlum síðustu daga lofa hreint ekki góðu.“ höfðu 1. hæð húsanna á leigu sam- kvæmt samningi til síðustu áramóta og var borgin bundin af honum. Óvissa ríkti um framhald þess rekst- urs en allar horfur voru taldar á að Ríkisspítalar gætu fengið það hús- næði ennfremur eins og óskað hafði verið. Það var síðan í lok janúar sl. að Reykjavíkurborg barst bréf heilbrigð- isráðherra, þar sem tilkynnt er að Ríkisspítalar hyggist nýta húsnæði Fæðingarheimilisins, takist sam- komulag um leigu húsnæðisins til Ríkisspítala. Vitnaði ráðherra í bréf forstjóra Ríkisspítala frá 21. janúar sl. þar sem segir m.a.: „Fjárlög fyrir árið 1994 hafa nú verið samþykkt. Með þeim fjármunum sem þar eru fyrir hendi og hagræðingu í rekstri Kvennadeildar er unnt að fæðingar fari fram á ný í Fæðingarheimili Reykjavíkur eigi síðar en 1. mars 1994, eins og áður.“ í þessum tilvitnuðu orðum forstjór- ans kemur glöggt fram að Ríkisspítal- ar höfðu ekki fjárveitingu til að hefja rekstur Fæðingarheimilisins fyrr en nú í mars og ætti ráðherra heilbrigðis- mála að vera manna best kuhnugt um það. Sæðisrannsóknir og glasafrjóvganir i þessu sama bréfi forstjóra Rík- Markús Örn Antonsson isspítala var gerð grein fyrir nýrri starfsemi sem ætlunin væri að hefja á Þorfinnsgötu 14-16, m.a. sæðis- rannsóknir og glasafijóvganir. Mér þótti þá rétt að taka skýrt fram að samþykkt borgarstjórnar um hin end- urgjaldslausu leiguafnot ætti ekki við um slíka þætti í rekstri Ríkisspítala heldur væri vilji borgaryfírvalda ein- dregið sá að Fæðingarheimilið yrði áfram rekið á sömu forsendum og fyrr varðandi fæðingarþjónustu og byði eftirleiðis æskilegan valkost fyr- ir fæðandi konur. Hófst nú hin eiginlega gerð leigu- samnings. í því sambandi vil ég sér- staklega geta þess þáttar sem Páll Gíslason, borgarfulltrúi og yfírlæknir á Landspítala, átti í lausn málsins með því að hafa þarflega milligöngu á fyrri stigum og nú í síðustu viku, þegar endanlegur samningur var gerður. í byijun mars barst Reykjavíkur- borg samningsuppkast frá Ríkisspít- ölum sem í flestum atriðum var ásætt- anlegt frá mínum bæjardyrum séð nema hvað ég hnaut um orðalag í 3. gr. sem ég taldi ógerlegt að fallast á. Þar sagði: „Leigutaki hefur þegar tekið við hinu leigða og mun leigutaki reka Fæðingarheimili Reykjavíkur allt árið þann tíma sem leigusamningur þessi gildir enda fáist fjármagn til rekstrar- ins. “ Vildum ekki fallast á fyrirvarann Ég taldi óviðunandi að borgin fengi Ríkisspítölum húsnæðið til end- urgjaldslausra afnota til næstu tíu ára með slíkum fyrirvara um fjárveit- ingu. Borgin gæti ekki skrifað upp á að fullkomið óöryggi myndi áfram ríkja um rekstur Fæðingarheimilisins og hann undir því kominn, hvort fé fengist á fjárlögum hvers árs. Ég taldi að af hálfu Ríkisspítala yrði að koma fram mun afdráttarlausari skuldbinding um rekstur Fæðingar- heimilisins. Þegar hér var komið sögu bárust mér boð um það frá læknum Kvenna- deildar að ekkert fé væri tryggt til að reka Fæðingarheimilið og að Rík- isspítalar gætu því ekki gert slíkan samning. Kom mér þetta sannast sagna mjög á óvart eftir það sem á undan var gengið og undraðist þetta sambandsleysi innan heilbrigðismála- forystunnar hjá ríkinu. Enn á ný ósk- aði ég eftir því við embættismenn borgarinnar að þeir gengju á forráða- menn Ríkisspítalanna um það, hvort þeim væri raunverulega alvara í því að annast rekstur Fæðingarheimilis- ins. Endanlegur samningur var undir- ritaður 22. mars sl. Ut er fallinn sá fyrirvari sem ég hafði gert athuga- semdir við. Nú hafa forráðamenn Ríkisspítala fallist á að 3. grein samn- ingsins hljóði þannig: „Leigutaki hefur þegar tekið við hinu leigða og mun leigutaki reka Fæðingarheimili Reykjavíkur þann tíma sem leigusamningur þessi gild- ir.“ Það á hins vegar eftir að koma í ljós, hvaða merkingu þessi ótvíræða skuldbinding um rekstur Fæðingar- heimilisins hefur í augum forráða- manna Ríkispítala. Ummæli þeirra í fjölmiðlum síðustu daga lofa hreint ekki góðu. En til þess er þessi upp- rifjun gerð að vísa algjörlega á bug fullyrðingu heilbrigðisráðherra um að eitthvað hafi staðið á Reykjavík- urborg í þessum samningum. Sömu- leiðis þeirri drýgindalegu yfirlýsingu borgarstjóraefnis R-listans að hið sameiginlega framboð vinstri manna og hræðsla við yfirvofandi kosningar hafi knúið sjálfstæðismenn til að gera samning um rekstur Fæðingarheimil- isins. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins við borgarsljórnarkosningunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.