Morgunblaðið - 30.03.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
39
Sigríður Halldórs-
dóttir — Minning
Fædd 14. apríl 1910
Dáin 21. mars 1994
Þegar Sigríður Halldórsdóttir í
Hlíðardal er lögð til hvíldar þá
kveðjum við frændsystkini hennar
einn seinasta fulltrúa frændliðs
sem fluttist úr Húnaþingi suður
yfir heiðar á þriðja áratug aldar-
innar. Það var kallað að flytjast á
mölina. En þeir, sem mundu Þing-
eyrar, Akur, Steinnes, Jörundarfell
og Vatnsdalinn með hólunum ótelj-
andi, gróðursælar sveitir og
straumþungan vatnanið, lögðu
nótt við dag að breyta gróður-
snauðum melum og holtum nýrra
heimkynna og flytja með þeim
hætti gróðursæld norðlenskra dala
til sjálfrar höfuðborgarinnar. Enn
i dag lifna grös í görðum og bera
vitni um farsælt starf samhentra
systkina.
Kært var með afa mínum, séra
Bjarna Pálssyni prófasti í Stein-
nesi, og systur hans Ingunni. Sam-
an höfðu þau dvalist í frægum
föðurgarði í góðum systkinahópi á
Akri í Húnavatnssýslu. Við fráfall
frænku minnar Sigríðar verður
mér hugsað til afkomenda systkin-
anna Ingunnar og séra Bjarna.
Segja má að ólík hafi uppvaxtar-
kjörin verið. Börn séra Bjarna
gengu mörg svokallaðan mennta-
veg. Öll voru þau vel af guði gerð
og gátu sér gott orð. Slíkt hið sama
má segja um börn Ingunnar, en
þau hösluðu sér völl á öðrum vett-
vangi.
Börn Ingunnar afasystur
minnar og Halldórs Bjarnasonar
eiginmanns hennar voru Guðrún,
Páll Ólafur og Sigríður. Það var
samhentur systkinahópur.
Öll bjuggu þau í Hlíðardal í
Kringlumýri.
Mér verður lengi minnisstætt
þegar við systurnar þrjár, Birna,
Jóhanna og Guðrún, fórum í
gönguferð, eina af ótalmörgum,
inn í Hlíðardal. Þetta mun hafa
verið í janúarmánuði. Hvergi sást
í auðan blett en veðrið var undur
fallegt. Þá sjáum við systurnar
Ingunni, blessaða afasystur okkar,
og er hún að þeytast fram um tún
og garða. Fljótt sjáum við að hún
er að strá korni fyrir fuglana. Það
sást vel að hún skammtaði ekki
naumt. Hún sækir í skál í stóran
strigapoka þessar krásir, sem fugl-
arnir höfðu beðið eftir. Þeir sátu
á öllum staurum í grenndinni og á
útihúsamænum nágrannabýlanna.
Fuglarnir vissu af fyrri reynslu að
biðin yrði ekki löng. Það tilheyrði
daglegum búverkum í Hlíðardal,
morguns og kvölds, að hyggja að
fuglum himinsins. Þetta var andi
hússins. Við þann anda voru börn
Ingunnar Pálsdóttur og Halldórs
Bjarnasonar uppalin.
Það sagði mér móðir mín, Anna
Þorgrímsdóttir, að engan mann
hafi faðir okkar metið meir en
Halldór Bjarnason, eiginmann Ing-
unnar. Faðir okkar systkinanna,
Jón Bjamason læknir frá Stein-
nesi, var alinn upp hjá afa sínum
Páli Ólafssyni dannebrogsmanni á
Akri og elskaðri ömmu sinni Guð-
rúnu Jónsdóttur frá Otradal. Þau
Ingunn, Halldór og eldri hjónin
Guðrún og Páll bjuggu í sambýli
á Akri. Halldór Bjarnason tók við
búi á Akri er ellin mæddi tengda-
foreldra hans. Þar bjó hann með
Ingunni konu sinni allt til dauða-
dags árið 1918. Heimili Halldórs
og Ingunnar var rómað fyrir gest-
risni og góðvild. Þar var ferða-
mönnum og sveitungum búinn
góður beini. Og þar áttu dýrin
trausta talsmenn og hollvini. Eftir
lát Halldórs dvaldist Ingunn hjá
séra Bjarna bróður sínum í Stein-
nesi og var að sögn Ólafs bónda
í Brautarholti „hin sama ágæta og
umhyggjusama systirin og frænk-
an og varði öllum sínum kröftum
fyrir velferð frændfólksins, sem
ætíð verður munað og vegsamað
af þeim sem hlut eiga að máli“.
Sigríður fluttist með móður sinni
og Olafi bróður sínum í Borgar-
fjörðinn og dvaldist þar í nokkur
ár hjá foreldrum sínum. Árið 1927
lá svo leiðin til Reykjavíkur.
Það vakti jafnan mikla tilhlökk-
un ef einhver af ættingjum eða
vinum komu í heimsókn í Læknis-
húsið í Keflavík þar sem ég ólst
upp. Einu sinni kom Sigga Hall-
dórs frænka mín til að dveljast hjá
okkur í nokkra daga, sér og okkur
til skemmtunar. Ég man hvað hún
hafði blá augu, engu saman að líkja
nema sjálfum himinblámanum.
Ekki var laust við að ég öfundaði
hana. Minn draumur um útlit var
fallegt hár og blá augu.
Eiginmaður Sigríður var Einar
Guðbrandsson vélsmíðameistari.
Einar var fæddur 4. nóvember 1912.
Sigrnður og Einar og kynntust á
heimili Guðrúnar systur hennar og
Sigfúsar Magnússonar stýrimanns,
þeir Einar og Sigfús voru systkina-
synir. Sigríður frænka mín var
heimakær og vann flest sín verk á
heimilinu og að búverkum með
systkinum sínum Guðrúnu og Ólafí
og mökum þeirra. Stöku sinnum
stökk hún upp á holtið hjá vatns-
geyminum við Háteigsveg og breiddi
saltfísk á stakkastæði sem var sunn-
an við Sjómannaskólann sem seinna
reis. Lágmynd Siguijóns Ólafssonar
myndhöggvara rís þar nú til merkis
og minja um þá starfsemi.
Einar maður Sigríðar var frábær
vélsmiður, völundur í höndum og
verkfús. Auk þess var hann bók-
hneigður og kunni vel að velja sér
lestrarefni. Skáldrit Halldórs Lax-
ness voru í miklum metum hjá Ein-
ari.
Þegar ég lít til baka koma í
hugann ótal gleðistundir sem
bundnar eru frændfólkinu í Hlíð-
ardal. Þangað var jafnan sótt til
þess að gleðjast með glöðum á
góðri stund. Þangað var einnig
gott að leita er ský dró fyrir sólu.
Þar var gróðurilmur og töðuangan,
sælureitur í malbiksauðn og stein-
steypuveröld. Þar var lifað af
landsins gæðum í sátt og samlyndi
við náttúnma og þess jafnan gætt
að miðla af rausn og gefa af gjaf-
mildi, en einnig munað að rækta
jörðina og eija, hlúa að grösum
og gróðri, en umfram allt hlynna
að mönnum og málleysingjum.
Gilti þá einu hver í hlut átti. Allir
nutu góðvildar og umhyggju.
Einkadóttir Sigríðar og Einars
er ída Bjarney, fædd 26. júní 1942.
Hún er hjúkrunarfræðingur. Eigin-
maður hennar er Páll Sigurðsson
kennari. Þau eiga tvö börn, Jónu
Ingunni og Einar Frey.
Ég kveð Sigríði frænku mína
Halldórsdóttur innilegri kveðju og
sendi þakkir okkar hjóna og fjöl-
skyldunnar. Ástvinum hennar
sendum við samúðarkveðjur.
Birna Jónsdóttir.
Nú hefur Sigga ömmusystir mín
kvatt þennan heim eftir erfið veik-
indi. Áldrei heyrði ég hana kvarta,
þó ég vissi að oft var hún sárþjáð.
Sigga var einstaklega dýragóð og
mátti ekkert aumt sjá, enda löðuð-
ust kettist að henni úr ýmsum átt-
um inn í vaskahúsið, þar sem þeirra
beið nógur matur og hlý ból. Við
áttum tvær læður saman, sem hún
kallaði alltaf „stelpurnar" sínar.
Nú eru þær ósköp aumar og sakna
hennar sárt.
Sigga horfði mikið á sjónarp og
hafði mest dálæti á Derrick, hinum
þýska lögregluforingja. Hafði hún
á orði að hún væri viss um að hann
væri ekki matvandur og gott væri
að hafa hann í fæði.
Myndir þar sem dýr koma við
sögu kunni hún vel að meta og
táraðist hún ef illa var farið með
skepnur.
Þrátt fyrir erfið veikindi var
Sigga ætíð skapgóð, glettin og
prakkari í sér. Hún hafði járnvilja
og kom ég oft að henni standandi
á kassa með hamarinn á lofti að
laga ýmislegt sem aflaga fór. Þegar
ég skammaði hana fyrir að vera
að þessu príli, svaraði hún mér að
bragði: „Vertu ekki að þessu væli
stelpa. Ég prófa hvað ég get.“ Þetta
litla dæmi sýnir þann dugnað sem
hún bjó yfir í ríkum mæli.
Sigga kenndi mér að steikja
kleinur og baka pönnukökur og var
hún þolinmóður hennari. Hún var
mér bæði góð ömmusystir og kær
vinkona. Þrátt fyrir aldursmuninn
gat ég spjallað við hana og trúað
henni fyrir ýmsu, eins og við værum
jafnaldrar, svo vel gat hún skilið
og sett sig í spor yngra fólks. Henni
var mjög umhugað um að eiga nóg
til með kaffinu ef einhver skyldi
„reka inn nefíð“, eins og hún orð-
aði það.
Nú er blessunin komin „heim“
til ástvina sinna sem glaðir hafa
tekið á móti henni og er hún laus
við þrautir og er hún glöð og ham-
ingjusöm. Ég er viss um að margir
kettir hafa tekið henni fagnandi.
Að lokum við ég þakka Dóru,
nágrannakonu okkar alla þá hlýju
og vinsemd sem hún hefur sýnt
Siggu gegnum árin. Einnig henni
Nínu sem kom svo oft að heim-
sækja hana, alltaf kát og hress.
Veittu þær henni margar góðar
gleðistundir. Og þér Maggi minn
að gefa þér alltaf tíma að líta inn
og færa henni ógrynni af -súkkulaði
þegar þú varst staddur á landinu.
Hún var ávallt svo glöð þegar hún
vissi að þín var von.
Elsku Sigga mín. Ég þakka þér
35 ára dýrmæta samveru. Nú er
tómlegt í Hlíðardal án þín. En minn-
ingin um þig lifir.
Guð blessi þig og varðveiti.
Þín
Sigrún.
Það var síðla árs 1962 að ég
kynntist ídu, ljóshærðri stúlku úr
Kringlumýrinni. En hún var dóttir
hjónanna Einars Guðbrandssonar
vélsmíðameistara og Sigríðar Hall-
dórsdóttur, Hlíðardal.
Mér er ákaflega minnisstæð
fyrsta opinbera heimsókn mín í Hlíð-
ardal. Ég opnaði útidyrnar og þá
birtist í gættinni verðandi tengda-
móðir mín, hún Sigga Hall, örlítið
vaggandi, andlitið uppljómað og
ekki laust við að það mótaði fyrir
prakkarasvip. Hún bauð mig hjart-
anlega velkominn og spurði hvort
ég væri ekki svangur. Hún væri
með jólaköku, þá gæti hún gefíð
mér lax á brauð eða kannski vildi
ég heldur kæfu. Ég sagðist vera
nýbúinn að borða. Hún sagði að
svona ungur og hraustur maður
hluti að geta torgað einni brauð-
sneið og auðvitað lét ég undan eins
og ávallt síðan.
Ekki er mér siður minnisstæður
tengdafaðir minn, Einar, sem þá var
fárveikur. Tel ég mig mikinn gæfu-
mann að hafa kynnst þeim mæta
manni og hafa fræðst af honum um
Kiljan og skáldverk hans, en þau
kunni hann nánast utanað. Einar
lést langt um aldur fram 9. ágúst
1963.
Það var Siggu mikið áfall að
missa Einar aðeins rúmlega fimm-
tugan. En hún tók þessu með miklu
æðnileysi og fór þá að sinna enn
betur strákunum í smiðjunni, Vél-
smiðju Einars Guðbrandssonar, sem
komið var fyrir í gamalli hlöðu á
Hlíðardalslóðinni. Ólafur Sigfússon,
systursonur hennar, tók við rekstri
smiðjunnar þegar Einar veiktist og
hefur rekið hana síðan. En brátt fór
Sigga að taka meiri þátt í rekstr-
inum. I fyrstu sinnti hún aðeins
næringarþörf sveinanna. Síðan fór
hún að annast bókhaldið með dyggri
aðstoð og handleiðslu Kjartans Frið-
bjarnarsonar endurskoðanda. Auk
þess borgaði hún út kaupið, greiddi
reikninga og sá um ýmis aðföng.
Sigga lifði sig af lífí og sál inn í
rekstur smiðjunnar og var mjög
annt um að starfsmönnunum liði
vel. Þótt hún kæmi lítt nálægt
rekstri smiðjunnar síðustu árin var
hugur hennar tengdur henni allt
fram á það síðasta.
Þegar við ída flytjum á efstu
hæðina í Hlíðardal 1965, bjó Guðrún
systir Siggu á miðhæðinni ásamt
eiginmanni sínum, Sigfúsi Magnús-
syni, og dótturdóttur sinni, Sigrúnu,
en Sigga bjó á jarðhæðinni. Með
þeim systrum voru miklir kærleikar.
Þegar dóttir okkar ídu, Jóna,
fæddist 1964 má segja að Sigga
hafí orðið hennar önnur mamma.
Hún svaf löngum hjá ömmu sinni,
sem reyndist henni afar vel og minn-
ist Jóna ömmu sinnar af mikilli hlýju.
Sigga var stundum hijúf í fram-
komu og gat verið mjög ákveðin og
jafnvel þijósk. Hún vildi ekkert vol
eða víl heldur skyldi tekið á hlutun-
um. En mjög stutt var í brosið og
glettnina og barngóð var hún með
afbrigðum og átti auðvelt með að
umgangast ungt fólk og setja sig í
spor þess.
Minningamar hrannast upp og
erfitt er að velja úr. Lífið í Hlíðar-
dal var ákaflega sérstakt, engu öðru
líkt. Segja má að Hlíðardalur hafi
verið eins konar griðastaður, þar
sem allir áttu öruggt skjól, hvort
sem þeir þurftu á mat, húsnæði eða
annars konar aðstoð að halda. Þær
systur fóru lítið, sérstaklega Sigga,
en höfðu ákaflega gaman af að taka
á móti fólki og veita vel. Mörgum
er þar enn í fersku minni 80 ára
afmæli Siggu, sem var sérstaklega
glæsilegt.
Fjölmargir lögðu leið sína í Hlíð-
ardal, en minnisstæðast er mér sam-
band Siggu og Málfríðar (Möllu) og
Gunnars, sem mun hafa haldist
óslitið, meðan öll lifðu, frá því að
þau kynnust um 1930. Milli Siggu
og Möllu lágu sterkir þræðir, sem
styrktust þegar erfiðleikar steðjuðu
að, sbr. eftirfarandi vísu sem Malla
orti til Siggu:
Lifir lengi í gömlum glæðum,
gengi fær því ekki breytt.
Finn ég oft á fomum slóðum,
friðsæld þegar ég er þreytt.
Þangað liggur leyniþráður,
lífið finnst mér stundum gott,
því Sigga hún er söm og áður,
sendir angur hugans brott.
Víst er að mörgum hefur Sigga
létt lundina og hjálpað til að horfa
á björtu hliðar lífsins. Margt bröll-
uðum við Sigga saman og mátti
deila um hvort væri eldra.
Sigga mín. Við ída, Jóna Ingunn
og Eyjólfur, Einar Freyr og Hulda,
Eyjólfur Aðalsteinn og ída Bjarney,
þökkum þér samfylgdina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þinn tengdasonur.
Minning
Marin Briand de Creve
coeur ræðismaður
Vinur okkar, Guðrún Marin de
Crevecoeur, ræðismaður Islands í
Málaga á Spáni, er látinn, aðeins á
sextugasta og fimmta aldursári.
Hún var alltaf kölluð Mæja af vinum
og kunningjum og stundum Mæja
konsúll en þann titil bar hún með
þeim sóma og af slíkri virðingu sem
aðeins sannur íslendingur getur
gert. Hún var einhver mesti per-
sónuleiki sem við höfum kynnst.
Hún er eina manneksjan sem við
höfum kynnst á lífsleiðinni sem með
sanni umgekkst alla jafnt. Við sáum
hana taka á móti, og halda veislur,
á hinum rómaða heimili þeirra
hjóna, íslenskum ráðherrum, borg-
arstjórum og ýmsu fleira fyrirfólki.
Mörgum er gjarnt að líta upp til
fólks af því standi. Hún kom fram
við það á nákvæmlega sama hátt
og alla aðra sem hún umgekkst.
Af reisn, elskulegheitum, glaðværð
og kurteisi. Heimsborgarinn og lífs-
listamaðurinn skein alltaf í gegn.
Hún var drottning í hópnum. Hún
var miðdepillin, hvar sem hún kom,
svo sterkur var persónuleiki henn-
ar, svo virðulegt var fasið. En um-
fram allt var hún elskuleg mann-
eskja og tryggur vinur sem unun
var að heimsækja.
Sumir halda að fólk þurfi að vera
hávaxið og sterklegt til þess að
vera sterkasti persónuleikinn. Sá
sem tekið er eftir. Það er ekki rétt.
Hún Mæja var lágvaxin og hún var
grönn og fínleg. Það var alveg sama
hve stór hópur af hávöxnum og
þreknum körlum og konum voru
nærri henni Mæju. Hún bar alltaf
af. Hún varð umsvifalaust sá sem
allt snerist um. Við sáum hana í
sjónvarpi mæta í konungsveislu í
glæsilegum stuttum kjól. Aðrar
konur voru í síðkjól. Hún bar samt
af. Hún gat þétta. Engin önnur
kona, sem við höfum kynnst, hefur
persónuleika til að gera þetta.
Fyrir utan þennan undursterka
persónuleika, var hún gull af manni.
Við hjónin unnum í mörg ár á sólar-
ströndinni vestur af Málagaborg.
Þar kynntumst við því hvílíkur öðl-
ingur og snillingur hún Mæja var.
Þá kom margt uppá sem aðeins
ræðismaðurinn gat leyst. Líka mál
sem aðeins sendiráð áttu að geta
leyst en ræðismaðurinn í Málaga
leysti á þann veg sem aðeins snill-
ingar geta gert.
Mæja hlaut sinn skammt af erfið-
leikum lífsins eins og flestir. Þar
var hún sterk eins og alltaf. Hún
kunni líka að njóta lífsins og lysti-
semda þess. Hún lifði lífinu lifandi.
Þegar hún bauð lieim fólki og hélt
veislu þá var það eins og konungs-
veisla. Ekki endilega vegna þess
hve allt var fínt og dýrt sem fram
var borið. Nei, heldur vegna þess
að hún kunni að taka á móti fólki
og láta því líða vel. En um leið
finnast það vera í konungsranni.
Hún átti líka eiginmann sem er
fáum líkur. Þær eru okkur ógleym-
anlegar hinar fjölmörgu og glað-
væru stundir sem við áttum með
Mæju og manninum hennar, Jean
Philipe de Crevecoeur, sem lifír
konu sína. Vinir eins og þau eru
hluti af æviljársjóði okkar og minn-
ingarnar nokkuð sem enginn tekur
frá okkur.
Jean, elskulegi vinur, þinn missir
er mestur. Megi þau öfl sem mestu
ráða styrkja þig og börnin í sorg-
inni.
Sigrún og Sigurdór.