Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C
79. tbl. 82. árg.
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afsögn Hosokawa
Hata lík-
legur eft-
irmaður
Tókýó. Reuter.
LEIÐTOGAR flokkanna, sem
standa saman að stjórn í Japan,
fullyrtu í gær, að samstarf þeirra
myndi halda áfram þrátt fyrir
afsögn Morihiros Hosokawa for-
sætisráðherra. Kom hún á óvart
en með henni kvaðst hann vilja
axla ábyrgð á því að hafa ekki
getað eytt öllum efasemdum um
fjármál sín og viðskipti fyrir
Leiðtogar
samsteypu-
stjórnarinnar,
sem nokkrir
flokkar hægri-
manna, sósíai-
ista og búddista
standa að, lögðu
á það mikla
áherslu í gær, að
engin hætta
væri á stjórnarslitum í kjölfar af-
sagnarinnar og skutu strax á fundi
til að ræða um eftirmann.
Tveir menn eru sagðir líklegastir
til að taka við forystunni, Tsutomu
Hata utanríkisráðherra og Masay-
oshi Takemura, sem fer með starfs-
mannamál. Er Hata þó talinn sigur-
stranglegri og sumir fréttaskýrend-
ur i Japan segja, að verði hann
ekki fyrir valinu, muni stuðnings-
menn hans slíta stjórninni og ganga
til samstarfs við Fijálslynda demó-
kratafiokkinn, sem fór áður með
öll völd í Japan um áratugaskeið.
Sjá frétt á bls. 26.
nokkrum árum.
Hosokawa
Reuter
Hátíðarmessa í Sixtusarkapellunni
JÓHANNES Páll II. páfi hélt sérstaka hátíðarmessu í gær í Sixt-
usarkapellunni í Róm í tilefni þess að viðgerðum er lokið á kapell-
unni. Hreinsun og viðgerð á freskum Michelangelos hefur verið
afar umdeild, þar sem margir telja litina í þeim nú vera qf skæra
og kenna um starfi íorvarða sem unnu að viðgerðinni.
Aðstoðarutanríkisráðherra Rússa
Skuldbundnir til
að verja N-Kóreu
Nýju Delhí. Reuter.
ALEXANDER Panov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands,
sagði í gær að Rússar væru skuldbundnir til að standa við samn-
inga við Norður-Kóreumenn um að koma þeim til hjálpar ef
ráðist yrði á þá vegna deilunnar
að framleiða kjarnavopn.
„Við höfum tilkynnt Norður-
Kóreumönnum, svo og Suður-
Kóreumönnum og Bandaríkja-
stjórn, að Rússland, sem lögmætur
arftaki Sovétríkjanna, muni standa
við samninga sem eru enn í gildi,“
sagði Panov, sem er fyrrverandi
sendiherra í Suður-Kóreu. „Það er
eðlilegt að ætla að mikil óvissa
skapist ef við segjum á morgun
að við ætlum ekki að standa við
skuldbindingar okkar frá sovét-
tímanum . .. Rússar kæmu Norð-
ur-Kóreumönnum til hjálpar ef á
þá yrði ráðist af tilefnislausu. Þetta
er okkar eigin ákvörðun og hún
verður tekin samkvæmt lögum
okkar og stjórnarskrá."
Vilja ráðstefnu
Panov lagði til að efnt yrði til
ráðstefnu sex ríkja og fulltrúa
Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar um
hvernig leysa mætti deiluna um
meintar kjarnavopnatilraunir
Norður-Kóreumanna. Hann sagði
að tvíhliða sáttaumleitanir Suður-
Kóreumanna og kjarnorkumála-
stofnunarinnar hefðu aðeins aukið
á spennuna á Kóreuskaga.
meintar tilraunir þeirra til
Tölvuleit að
sprengjum
London. Reuter.
VERIÐ er að setja upp sjálf-
virkan sprengjuleitarbúnað
á breskum millilandaflug-
völlum og er búnaðurinn sá
fyrsti sinnar tegundar í
heiminum. Sprengjutilræði
gegn bandarískri breiðþotu
í desember 1988 yfir Loc-
kerbie í Skotlandi varð til
þess að búnaðurinn var smíð-
aður.
Sprengjuleitarbúnaðurinn
byggir á tölvustýrðum
gegnumlýsingartækjum sem
greina sjálf innihald farangurs.
Þyki tölvunum eitthvað grun-
samlegt á seiði senda þær tösk-
urnar til annarra stöðva í far-
angursdeildinni þar sem við
taka tæki sem skynja gufur frá
sprengiefni. Nýja sprengjuleit-
artækið getur skoðað 20 tösk-
ur á mínútu og á ekki að tefja
innritun farþega, að sögn
breskra flugvallaiyfiivalda.
Reuter
Harðar árásir
Serba íBosníu
YFIRMAÐUR friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, Bretinn
Michael Rose hershöfðingi, heldur í húfuna á flugvellinum í Sarajevo
í gær. Rose sagði fréttamönnum að samkvæmt frásögnum sendimanna
sinna í borginni Gorazde hefði umsátursliði Bosníu-Serba ekki tekist
að leggja undir sig verulegan hluta borgarinnar, eins og áður var talið,
en Serbar hafa haldið uppi hörðum stórskotaliðsárásum á hana undan-
farna daga. Sólarhringslangt vopnahlé Serba og múslima í Bosníu, sem
gert var á fimmtudag, kom aldrei til framkvæmda, að sögn talsmanna
SÞ.
Skálmöld vegna ættbálkaátaka í höfuðborg Rúanda
Nunmir og prestar
meðal fórnarlamba
Belgar og Frakkar íhuga brottflutning útlendinga
Róm, Kigali, Brussel. Reuter.
19 NUNNUR og prestar kaþólsku kirkjunnar, öll Tútsar, hafa ver-
ið myrt í Kigali, höfuðborg Rúanda, og blóðug átök milli stríðandi
ættbálka héldu þar áfram í gær í kjölfar þess að forseti landsins
og forsætisráðherra voru drepnir. Tíu belgískir friðargæsluliðar
biðu einnig bana þegar þeir reyndu að veija forsætisráðherrann.
Belgísk og frönsk stjórnvöld bjuggu sig undir að senda hermenn
til landsins til að flytja útlendinga þaðan.
11 nunnur, fimm prestar og
þrír munkar voru myrt í Kigali en
tilræðismennirnir þyrmdu lífi
þriggja belgískra munka af jesúíta-
reglunni, sem urðu vitni að fjölda-
morðinu. Talið er að tilræðismenn-
irnir hafi myrt Tútsana til að hefna
drápsins á Juvenal Habyarimana
forseta á miðvikudag. Habyarim-
ana var af ættbálki Hútúa, sem
er sá langfjölmennasti í landinu
þótt hann hafi verið undirokaður
af Tútsum öldum saman.
Franska stjórnin íhugar nú að
senda hermenn frá herstöðvum í
Mið-Afríkulýðveldinu til að flytja
600 Frakka á brott frá Rúanda.
Stjórn Belgíu efndi einnig til neyð-
arfundar til að ræða hvort senda
ætti hermenn til að flytja þaðan
1.500 Belga og ef til vill fleiri út-
lendinga. Bandaríkjastjórn hyggst
senda flugvélar eftir rúmlega 250
bandrískum borgurum í Rúanda.
Dráp og gripdeildir
„Það eru stöðugir bardagar
þarna, dráp og gripdeildir,“ sagði
belgíski útvarpsmaðurinn Katrien
Van der Schoot, sem talaði frá
Kigali. „Algjör skálmöld ríkir í
borginni", sagði hann.
„Skipulögð fjöldamorð og þjóð-
ernislegar hreinsanir eiga sér nú
stað í Kigali,“ sagði fulltrúi Flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna í borginni. Embættismaður
Rauða krossins kvaðst óttast að
þúsundir manna hefðu fallið í Kig-
ali síðustu tvo daga.
Talið er að um 600 uppreisnar-
menn beijist gegn stjórnarhernum
í Kigali. Starfsmaður Sameinuðu
þjóðanna í höfuðborginni sagði að
3.000 uppreisnarmenn til viðbótar
væru á leiðinni þangað og leiðtogi
uppreisnarmannanna sagði að þeir
yrðu að ráðast inn í borgina til að
koma þar á lögum og reglu.
Uppreisnarmennirnir voru í
grennd við þinghúsið í Kigali og
börðust þar við lífvarðasveit forset-
ans. Eldar geisuðu í byggingum í
grenndinni.
Sjá „Blóðugar ætthálkaerj-
ur ...“ á bls. 27.