Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 21 Umhverfisráðuneyti Áhugi á að flytja Land- mælingar á Akranes STEFNT er að því að ákvörðun um staðsetningu tveggja ríkis- stofnana, Landmælinga íslands og Skipulags ríkisins, Iiggi fyrir í umhverfisráðuneytinu á næst- unni. Innan ráðuneytisins er áhugi á að flytja Landmælingar til Akraness. En ekki hefur ver- ið gert upp á milli Akureyrar, Hveragerðis og Sauðarkróks hvað Skipulagið varðar. * Islenskt grænmeti í verslunum íslenskir tómatar og paprikur komu í verslanir á fimmtudag. Vel lítur út með uppskeru og von er á miklu magni á markað- inn á næstunni. Verðið verður í hærra lagi til að byija með en það á væntanlega eftir að lækka eftir því sem framboð eykst. Þessi mynd var tekin í Hagkaup þar sem viðskiptavinir létu sér vel líka að geta keypt nýtt ís- lenskt grænmeti. Þó umræða um flutning Land- mælinga sé komin nokkuð langt á veg hefur ekki verið haft samband við starfsmennina eftir því sem Þórir Már Einarsson, verkefnis- stjóri, segir. Starfsmennirnir hafi aðeins heyrt af fyrirhuguðum flutningum á skotspónum og ekki hvaða rök liggi að baki þeim. Því hafi verið reynt að hafa samband við ráðherra í þeim tilgangi að efna til viðræðna um málið. Ekki hafi tekist að koma á fundi enn sem komið er enda hafi ráðherra átt annríkt en vonandi yrði hægt að koma honum á bráðlega. Ekki áhugi á flutningi Þórir sagði að enginn 29 al- mennra starfsmanna fyrirtækisins hefði hingað til lýst yfir vilja til að flytja út á land. Hann benti líka á að flutningurinn snerti fleiri en sjálfa starfsmenniija. Mætti þar t.d. nefna að 23 starfsmanna væru í sambúð og 16 makar væru í vinnu. Starfsmennirnir ættu 53 börn og ef makar, börn, tengda- börn og barnabörn væru talin með snertu flutningarnir a.m.k. 125 manns væru forstjórinn og fjöl- skylda hans undanskilin. Eins og fram hefur komið hefur þegar verið ákveðið að flytja emb- ætti veiðistjóra til Akureyrar og er stefnt að því að embættið verði sameinað náttúrufræðistofnun á staðnum. Aðrar ríkisstofnanir sem nefnd um flutning ríkisstofnana fjallaði um heyra undir önnur ráðuneyti en umhverfisráðuneyti. -----------♦ ♦ ♦------ Ríkisstjórn- insamþykkir stuðning við Isfirðinga RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu forsætisráðherra um að veita Isfirðingum stuðn- ing við það endurreisnar- og uppbyggingarstarf sem fram- undan er í samráði við bæjaryf- irvöld á ísafirði og aðra þá, sem að því máli munu koma. í frétt frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin hafi rætt á fundi sínum í gær þá atburði sem urðu að morgni þriðjudags, þegar snjóflóð féll á útivistarsvæði Isfirð- inga á Seljalandsdal og í Tungu- skógi þar sem mannskaði varð og mikið eignatjón. Tillaga forsætis- ráðherra um stuðning við Isfirð- inga var samþykkt og í frétt for- sætisráðuneytisins segir að ríkis- stjórnin votti aðstandendum hins látna hluttekningu sína og Isfirð- ingum samúð sína. Islaiulskosim Árshátíðir Veró frá 1400 kr. á mann ■ BtettLÍtRtE (> I 48 49 ■ IMI55AIM Alhliða gæðingur segir Sigurbjörn Bárðarson íþróttamaður ársins um nýja stóilgœðinginn sinn MMC Lancer skutbíll 1.840.000,- Toyota Corolla skutbíll 1.799.000,- Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 síml 91-674000 • ' ■ , . , r ' SUNNY 4X4 skutbíll 1600 cc vél 16 ventla fjölinnsprautun vökva-og veltistýri samlæsing rafmagnsrúðuvindur útihitamælir hiti í sætum Verð kr. 1.578.000.- Innifalið: ryðvörn skráning 1. árs þjónustueftirlit eða 20.000 km Verðsamanburður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.