Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 fclk f fréttum iiiSÍÍfÍWiW ’ fllÁ 4~*ir | | | t 1 8p? | . í Jh . flpV t Hlf.. Aj * ’J %:• V* Kjl ' Morgunblaðið/Kristinn Unga fólkið æfði m.a. sjálfsvörn undir stjórn Siguijóns Gunnsteinssonar áður en það fór utan. FYRIRSÆTUR Kepptu í New York Tuttugu og fjögur ungmenni á aldrinum 14-23 ára tóku þátt í fyrirsætukeppni MAAI, Modeling Association of America, sem var haldin í 34. skipti í New York 27. mars til 1. apríl sl. Er þetta í ann- að sinn sem íslendingar taka þátt í keppninni. Að sögn Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur framkvæmda- stjóra John Casablanca-skólans hér á landi, sem stóð fyrir ferðinni, eru ekki öll kurl komin til grafar enn- þá, því tíma tekur fyrir umboðs- skrifstofur að vinna úr gögnum. Þó hefur nú þegar komið ósk frá Elite-umboðsskrifstofunni í New York um að Guðrún Þorgrímsdóttir frá Ólafsvík komi í prufutökur í byijun júní og starfí í sumar annað- hvort í New York eða Mílanó. Einn- ig hefur Madison-umboðsskrifstof- an í París sýnt henni mikinn áhuga. Guðrún er í níunda bekk, yngst fjögurra systkina, sem öll eru kom- in yfír tvítugt. Hún hefur ekki reynslu af módelstörfum, en var valin til fararinnar á námskeiði sem hún sótti á Ólafsvík í fyrra á vegum John Casablanca-skólans. Þá komst Ámý Þóra Ármanns- dóttir frá Akureyri á samning hjá umboðsskrifstofu í Mílanó og held- ur hún utan strax að loknum próf- um, en hún er að Ijúka 10. bekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar. „Ég fer með bestu vinkonu minni, Ás- dísi Maríu Franklín, sem hefur starfað í Mílanó áður og við búum þar í sömu íbúð. Hún hefur sagt mér frá starfínu þannig að ég veit svolítið hvað ég er að fara út í. Það er örugglega mjög gaman og þroskandi að vinna erlendis og standa á eigin fótum,“ sagði hún. Harpa Sigmarsdóttir frá Vest- mannaeyjum gerði það einnig gott þótt hún hafi ekki komist á samn- ing ennþá, því hún hlaut fyrstu verðlaun í framkomu í sjónvarps- auglýsingum. „Við vorum mjög stolt af henni því hún sigraði 279 þátttakendur á aldrinum 14-21 árs af báðum kynjurn," sagði Kolbrún. Harpa er einnig að ljúka tíunda bekk í vor og reiknar með að fara í Framhaldsskóla Vestmannaeyja næsta haust. „Það var alit mömmu og ömmu að þakka að ég fór til New York, því það voru þær sem Morgunblaðið/Runar Þór Guðný Þóra Ármannsdóttir frá Akureyri fer til fyrirsætustarfa í Mílanó í sumar. Morgunblaðið/Alfons Guðrúnu Þorgrímsdóttur frá Ólafsvík hefur verið boðið að koma til Elite-umboðsskrifstof- unnar í prufutökur í júní nk. hvöttu mig til að sækja námskeið, þar sem verið var að leita eftir ungu fólki í keppnina," sagði Harpa við Morgunblaðið. Undirbúningur var langur og strangur og þegar hún var spurð hvað stæði upp úr eftir ferðina var svarið: „Þetta var allt svo rosaiega gaman. Það kom mér mest á óvart hvað fólk í versl- unum og á götunni var almennilegt og þegar það komst að því að við vorum frá Islandi varð það yfir sig hrifið og átti í manni hvert bein.“ Hún segist ekki vita hvað biði sín í sumar, en hún hafí farið í mörg viðtöl í Bandaríkjunum og síðan geti komið eitthvað út úr þeim þeg- ar fram líði stundir. Morgunblaðið/Sigurgeir Harpa Sigmarsdóttir frá Vest- mannaeyjum hlaut fyrstu verð- laun í framkomu í sjónvarps- auglýsingum. Hún keppti við 279 aðra þátttakendur. Að sögn Kolbrúnar voru aðilar frá um það bil 30 umboðsskrifstof- um víðs vegar úr heiminum staddir í New York meðan á keppninni stóð, auk ýmissa aðila sem voru að leita að hæfileikaríku fólki. Meðal þeirra var Martin Snarick, sem þjálfar m.a. Madonnu. „Hann sagði að Marín Manda Petite, sem sigraði í söngkeppni með laginu „Only Love“ væri með frábæra söngrödd. Fengi hún þjálfun hér heima í söng og framkomu ætti hún möguleika á að verða önnur Madonna, hvorki meira né minna,“ sagði Kolbrún. „Þess má einnig geta að Marín Manda hlaut þar að auki annað sæti í göngu, Katla Einarsdóttir hlaut fyrstu verðlaun i förðun og hárgreiðslu, en hún hefur verið módel hjá Elsu Haralds hárgreiðslu- meistara. Edda Rún Ragnarsdóttir og Sara Jónsdóttir fengu viður- kenningar þegar módelin komu fram í sundbolum, Freyr Hákonar- sonar fékk viðurkenningar fyrir auglýsingu fyrir sjónvarp, göngu og myndamöppu, en flestir íslensku þátttakendanna fengu viðurkenn- ingu fyrir myndamöppur sínar. Bonni Ijósmyndari, sem tók allar myndirnar, fékk mikið hrós fyrir myndir sínar af krökkunum," sagði Kolbrún og bætti við að nú þegar væri hafist handa við undirbúning undir keppnina næsta ár og farið að leita að módelum. Johnny Rotten fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex pistols tekur hér nýja vaxmynd af sér hálstaki. Vaxmyndínni var komið fyrir á safni Madame Tussaud í London skömmu fyrir páska. Um þessar mundir er einnig að koma út bók sem fjallar um ævisögu Johnnys. Reuter 58B5S? Johnny Rotten í tvíríti KANADA Rottur eru líka dýr r ögreglan færir óróasegg í músarlíki inn í lögreglubíl eftir að um -®-^40 manns höfðu staðið mótmælastöðu fyrir utan hótel í Toronto í Kanada, en þar fór fram alþjóðleg ráðstefna um erfðafræði dýra. Sus- an Kranjc, sem var klædd eins og risamús, sönglaðf*ásamt félögum sínum „rottur eiga sinn rétt“ þegar þau stilltu sér upp við inngang hótelsins, þannig að enginn komst hvorki út né inn — nema ef vera kynni lítil mús eða rotta! COSPER Halló læknir. 1. apríl!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.