Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 Nýtt listasafn í Kópavogi eftir Braga Michaelsson Listir og menningarmál er sá málaflokkur sem í umræðu manna vill gjarnan einkennast af þeirri hugmyndafræði að list sé ekki lifi- brauð manna. Þannig eigi borgar- arnir ekki kost á að njóta lista eða líta á listina sem hluta af sínu daglega lífi. Samt er það svo að sífellt stærri hópur fólks hefur helgað sig list sinni og hefur listsköpun að ævi- starfí. I Kópavogi hefur umræða um listir og menningarmál verið tileinkuð því aðstöðuleysi sem ver- ið hefur og þar af leiðandi hafa Kópavogsbúar ekki haft aðstöðu til að sinna listinni sem skyldi. Bæjarstjórn Kópavogs hefur þó allt frá árinu 1965 haft sérstakan sjóð, Lista- og menningarsjóð Kópavogs sem árleg fjárveiting rennur í, til þess að efla þennan þátt bæjarlífsins. Fyrir 17 árum ákváðu aðstand- endur Gerðar Helgadóttur lista- konu að gefa Kópavogsbæ lista- verk Gerðar og skuldbatt Kópa- vogsbær sig til þess að byggja listasafn er tengist nafni listakon- unnar. Bygging listasafnsins verður lista- og menningarlífi bæjarins mikil lyftistöng. Með tilkomu þess verður aðstaða til að halda upp listsýningum og ýmiss konar ann- arri menningarstarfsemi í Kópa- vogi bætt til muna, en í Kópavogi eru búsettir margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Listasafn Kópavogs opnað Þegar Kópavogsbæ var gefin svo ríkuleg gjöf hefði mátt ætla, að bygging listasafnsins gengi fljótt og vel fyrir sig en raunin varð allt önnur. Ákvörðun um framkvæmdir dróst verulega og það var ekki fyrr en á árinu 1987 sem hafist var handa, eftir að gerður var nýr samningur við að- standendur Gerðar um efndir á samningum að framkvæmdir hóf- ust. Þegar núverandi meirihluti, undir forystu sjálfstæðismanna, tók við í Kópavogi komst veruleg- ur skriður á málið. í málefnasamn- ingi meirihlutaflokkanna var ákvæði um að ljúka við safnið á kjörtímabilinu og nú er ljóst að við þessa ákvörðun verður staðið. Hinn 17 apríl nk. verður Lista- safn Kópavogs, safn Gerðar Helgadóttur, vígt og þar með sköpuð aðstaða til þess að haldnar verði listsýningar í Kópavogi. Listasafnið er hin glæsilegasta bygging, hönnuður hennar er Benjamín Magnússon arkitekt. Með tilkomu safnsins verður unnt að halda hér í Kópavogi uppi fjöl- breyttu listalífi. Forstöðumaður safnsins hefur verið ráðinn, það er Guðbjörg Kristjánsdóttir list- fræðingur. Tónlist fyrir alla Eins og fyrr er getið hefur Kópavogsbær um árabil lagt ákveðnar fjárveitingar í Lista- og menningarsjóð bæjarins. Þessum fjármunum er varið til kaupa á listaverkum, til stuðnings leiklist og til stuðnings listamönnum í bænum. í haust sem leið ákvað bæjarstjórn Kópavogs, að tillögu skólanefndar, að efna til sérstakr- ara tónlistarkynningar í skólum bæjarins í samráði við Lista- og menningarráð Kópavogs. Tónlistarkynningar voru haldn- ar að frumkvæði Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara og var í samráði við Ákranessbæ og Sel- fossbæ. Óhætt er að fullyrða að Bragi Michaelsson „Hinn 17 apríl nk. verð- ur Listasafn Kópavogs, safn Gerðar Helgadótt- ur, vígt og þar með sköpuð aðstaða til þess að haldnar verði list- sýningar í Kópavogi.“ kynningarnar tókust með afbrigð- um vel og lauk þeim með tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands í íþróttahúsinu Digranesi 26. febr- úar sl. Tónlistarskólinn 30 ára Tónlistarskóli Kópavogs varð 30 ára á sl. hausti. í skólanum eru nú um það bil 450 nemendur. Skólinn hefur um árabil verið til húsa í Hamraborg 11 með alla sína kennsluaðstöðu. Á síðasta ári var innréttaður nýr tónleikasalur fyrir skólann á fyrstu hæð hússins, en um margra ára skeið hafa verið haldnir tón- leikar á vegum skólans, nokkur skipti á hveiju skólaári. Með til- komu salarins batnaði þessi að- staða í skólanum og hefur tón- leikahald aukist á vegum skólans. Kópavogsbær greiðir allan kennslukostnað við skólann, en að öðru leyti er skólinn sjálfseignar- stofnun sem Tónlistarfélag Kópa- vogs rekur. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi vill stuðla að öflugu tónlistarlífi og að það gæti dafnað á eðlilegan hátt. Flokkurinn hefur sýnt það með stuðningi sínum við Tónlistarskólann og verkefnið „Tónlist fyrir alla“. Tónlist fyrir alla er viðleitin til þess að skóla- nemendum og bæjarbúum gefist kostur á að kynnast tónlist og flutningi hennar hjá færustu tón- listarmönnum okkar íslendinga. Þátttaka skólanan og bæjarbúa í því átaki er lofsverð og er það eindreginn vilji okkar sjálfstæðis- manna að því verði haldið áfram. Menningarmiðstöð í miðbæinn Eitt þeirra verkefna sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir í núverandi meirihlutasam- starfí er að hafíst var handa við hönnun nýrrar menningarmiðstöð- var á miðbæjarsvæðinu. Bæjarráð Kópavogs hefur þegar samþykkt forsögn fyrir hönnun hennar og Jakob Líndal arkitekt hefur verið ráðinn til þess að hanna menn- ingarmiðstöðina. í þessari menn- ingarmiðstöð er ráðgert að verði Bókasafn Kópavogs, Náttúru- fræðistofa Kópavogs, Myndlistar- skóli Kópavogs, Tónlistarskóli Kópavogs og einnig ljölnota salur sem m.a. verði sérhannaður til tónlistarflutnings. Hér að framan hef ég minnst á listasafn og menn- ingarmiðstöðina og fleiri atriði sem við sjálfstæðismenn í Kópa- vogi höfum beitt okkur fyrir á þessu kjörtímabili. Það er ekki síð- ur fróðlegt að bera saman fjár- framlög til þessara mála í tíð nú- verandi meirihluta og stjórnartíð Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins hér í Kópavogi og sést það vel hér á meðfylgjandi súluriti. Fjárframlög til Listasafns Kópavogs 1987-94 70io (í milljónum kr.) Effi 30,7 Vinstri menn í Kópavogi hafa viljað láta í veðri vaka að þeir ein- ir séu stuðningsmenn menninga og lista. Eins og vel sést á línurit- inu er víðs fjarri að svo sé. Með tilkomu Sjálfstæðisflokksins í meirihluta hér í Kópavogi var bylt- ing í þessum málaflokki, sem og mörgu öðru sem við höfum verið að benda bæjarbúum á. Áframhaldandi umboð Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi til þess að hafa í hendi forystu í meiri- hluta bæjarstjórnar mun því besta tryggingin fyrir áframhaldandi öflugu lista og menningarlífi í bænum. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Lengjum og bæt- um grunnskólann eftirÁrna Þór Sigurðsson ísland er eitt afar fárra landa sem enn bjóða börnum sínum upp á tvísetinn grunnskóla. Trúlega þurfum við að fara út fyrir Evrópu og til fátækari ríkja þriðja heims- ins til að fínna dæmi um tvísetinn skóla. Hér á landi eru grunnskól- arnir í dreifbýli víðast hvar ein- setnir en í þéttbýlinu búum við enn við tvísetninguna og fyrir fáum árum voru margir skólar í Reykja- vík jafnvel þrísetnir. Lenging skóladagsins Flestir gera sér grein fyrir að miklar breytingar hafa átt sér stað í þjóðfélaginu á síðustu árum og áratugum. Þær breytingar kalla óhjákvæmilega á ný viðhorf til skólans og þess hlutverks sem honum er’ ætlað. Aukin atvinnu- þátttaka beggja foreldra skapar vissulega vanda sem brýnt er að bregðast við og vafalítið er skólinn einmitt hæfasti aðilinn til þess. Það er því orðið mjög brýnt að lengja skóladag grunnskólanem- enda, ekki síst í yngstu bekkjun- um. Þrátt fyrir að launakostnaður vegna kennslu sé nú verkefni ríkis- valdsins getur metnaðarfullt sveit- arfélag að sjálfsögðu brugðist við niðurskurði síðustu ára með því að leggja fram aukið fjármagn til skólastarfsins. Það er eitt af meg- inmarkmiðum Reykjavíkurlistans að koma á samfelldum og lengri skóladegi og einsetnum skóla allra grunnskólabarna í Reykjavík. Með lengri skóladegi er átt við að skóla- dagurinn verði frá morgni fram á miðjan dag, í fímm til sex klukku- stundir. Starfsdagurinn myndi þá skiptast í nám, frjálst starf, matar- hlé og önnur hlé á milli kennslu- stunda. Einsetinn skóli og samfelldur skóladagur í Reykjavík eru 27 hefðbundnir grunnskólar auk Æfinga- og til- raunaskóla KHÍ, nokkurra einka- skóla og sérskóla. Af þessum 27 skólum eru 3 unglingastigsskólar sem allir eru einsetnir, Hagaskóli, Laugalækjarskóli og Réttarholts- skóli. Fossvogsskólinn er eini ein- setni grunnskólinn sem hefur yngra og miðstig grunnskólans. Það eru því enn 23 tvísetnir skólar í borginni en fyrirhugað er að ein- setja 2-3 skóla strax í haust. Samkvæmt upplýsingum Skóla- skrifstofu Reykjavíkur vantar um 150 skólastofur í borginni til að hægt sé að einsetja alla grunnskól- ana. Þegar talað er um einsetinn skóla er átt við skóla þar sem unnt er að skipuleggja vinnudag allra nemenda frá morgni og fram eftir miðjum degi. Það er almennt viðurkennd staðreynd að það er heppilegra fyrir börnin að fara í skólann óþreytt að morgni dags, fremur en að hefja skóladaginn um hádegisbilið. Með samfelldum skóladegi er átt við samfellda skipulagða við- veru barna í skólanum, þannig að þau fari aðeins tvisvar á dag milli skóla og heimilis og ljúki allri venjulegri skólavinnu í skólanum. Ótvírætt er að fækkun ferða milli skóla og heimilis getur dregið úr slysahættu sem hér á landi er meðal þess hæsta sem þekkist í Evrópu. Vissulega er hægt að ein- setja skólana án þess að koma á samfelldum skóladegi og öfugt, en það er einmitt mikilvægt frá kennslufræðilegu sjónarmiði, sem og með tilliti til umferðaröryggis, að leggja þunga áherslu á sam- felldan skóladag. Næstu skref í stefnuyfirlýsingu Reykjavíkur- listans segir m.a.: „Það er markmið Reykjavíkur- listans að búa vel að bamafólki og leggja sitt af mörkum til að skapa öryggi og góðar ytri að- stæður í daglegu lífi fjölskyldn- anna.. . Þessum markmiðum hyggst Reykjavíkurlistinn ná með eftirfarandi hætti: ... Með því að vinna að einsetningu allra grunn- skóla í Reykjavík á næstu 4-6 árum og að skóladagurinn verði samfelldur. Lengd viðvera og/eða skóladagheimili standi þeim börn- um til boða, sem á þurfa að halda.“ Reykjavíkurlistinn mun því beita sér fyrir því — að auka heildarstundafjölda, sérstaklega hjá yngri nemend- Árni Þór Sigurðsson. „ Rey kj avíkurlistinn leggur áherslu á að sambærileg þjónusta standi öllum börnum í borginni jafnt til boða og lenging skóladags- ins sé foreldrum að kostnaðarlausu.“ um, og mæta á þann veg þeim niðurskurði sem menntamála- og fjármálaráðherrar Sjálf- stæðisflokksins hafa beitt sér fyrir, þannig að hver nemandi hafí að lágmarki 27-28 kennslustundir á viku, — að einsetningin verði undirbúin og skólastofum fjölgað um 35-40 á ári hið minnsta þar til markmiðinu hefur verið náð, — að gengið verði frá samningum við kennara og annað starfsfólk vegna lengdrar viðveru og auk- innar kennslu í skólum — að boðið verði upp á gæslu/tómstundastarf í skólum eða skóladagheimilum eftir að skóladegi lýkur. Reykjavíkurlistinn leggur áherslu á að sambærileg þjónusta standi öllum börnum í borginni jafnt til boða og lenging skóla- dagsins sé foreldrum að kostnað- arlausu. Að öðrum kosti er jafn- rétti til náms stefnt í voða. Þótt aðstæður séu mismunandi í skól- unum og möguleikar á einsetningu misjafnir, og þar af leiðandi ljóst að einsetningin tekur mislangan tíma eftir skólum, er mikilvægt að nemendum í þeim skólum sem lengur verða tvísetnir verði ekki mismunað með færri kennslu- stundum. I því efni verður fullt jafnrétti að ríkja enda ekki sök barnanna að skólahúsnæðið er misvel undir einsetningu búið. Ef það er rétt, sem flogið hefur fyrir, að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist bjóða þeim skólum sem einsetja í haust sérstaka aukafjárveitingu til að t.d. auka kennslumagn, þá er þar um að ræða gróft ójafnrétti og í raun ekkert annað en tilraun til að „kaupa“ skólastjórnendur þeirra skóla til fylgilags við kosn- ingaloforð Árna Sigfússonar. Þannig vinnubrögð væru að vísu ekkert ný úr herbúðum Sjálfstæð- isflokksins en eru engu að síður óveijandi og aðeins til að mismuna nemendum og skapa úlfúð meðal borgarbúa og starfsfólks skól- anna. í takt við kjörorð sitt um opna og lýðræðislega borg mun Reykja- víkurlistinn temja sér vinnubrögð sem taka mið af samstarfi og sam- vinnu við fólkið í borginni í stað þess að láta hagsmuni Flokksins ráða. Höfundur skipar 5. sæti Reykja vík urlis tans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.