Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 Með morgnnkaffinu Heyrðu heimski kúluhaus. Af hverju heldurðu að öllum finnist ég leiðinlegur? Skiptu þér ekki af þessu, herra dómari. HÖGNI HREKKVÍSI BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Ekki er allt gxill sem glóir Frá Elísabetu Jónsdóttur: Oft hefur verið rætt um einkenni- lega viðskiptahætti hérlendis, sér- staklega í sambandi við vörur í ábyrgð (smáaletrið sem gleymist að lesa) og það að skipta vörum. Lengi hefur framkoma afgreiðslufólks verið þann- ig að manni hefur liðið líkt og glæpa- manni ef maður hefur dirfst að ætla sér að skipta vöru af einhverri ástæðu. En með aukinni samkeppni og upp- lýstari verslunarháttum hefur þetta batnað mjög. Þess vegna varð ég al- veg orðlaus yfir framkomu sem ég varð fyrir á einhveiju virtasta og vin- sælasta skartgripaverkstæði landsins fyrir skömmu. Fyrir rúmu ári var mér gefin perlu- og demantshringur frá gullsmíða- verkstæði Jens. Hann passaði mér aldrei fullkomlega, sérstaklega á þann fingur sem ég ætlaði mér að nota hann, en þar sem þetta var spari- hringur setti ég hann sjaldan upp svo það kom ekki mikið að sök. En eftir síðustu veislu sem ég var með hann á mér ákvað ég að nú skyldi ég loks- ins láta breyta honum svo hann pass- aði á réttan fingur. Þess má geta áður en lengra er haldið að það er viðtekin venja og hefð að stækk- un/minnkun á hringjum er alltaf inn- ifalinn í verðinu. Fer ég í góðri trú á ofangreint verkstæði og segi þeim eins og er að hringurinn hafi verið keyptur fyrir þetta löngu síðan en þar sem hann sé alger sparihringur hafi ég ekki enn látið laga hann eins og best verði á kosið en sækist eftir því nú. En þá byijar sjónarspil' sem at- hyglisvert hefði verið að eiga á mynd- bandi, því hægt væri að nota það til kennslu í þjónustugreinum undir heit- inu „hvemig á ekki að koma fram við viðskiptavininn!" Gullnu reglunni um að viðskiptavinurinn hafi rétt fyr- ir sér var gjörsamlega snúið við og hét nú „viðskiptavinurinn er réttlaus" eða „afgreiðslumaðurinn hefur alltaf rétt fyrir sér og enginn annar!“ Mér var bent á að breytingar væru aðeins gerðar innan árs frá kaupum (ég var semsagt komin nær 2 mán- uði framyfir) annars þyrfti viðskipta- vinurinn að greiða fyrir viðgerðina. Ég benti þeim kurteislega á að þessi hringur hefði kostað 40 þúsund krón- ur og hvort ekki væri hægt að gera undantekningu frá reglunni þar sem ekki væri um að ræða fjöldafram- leiddan silfurhring, heldur glæsilegan módelgrip (annars tel ég að það skipti ekki höfuðmáli hvað gripurinn kostar, maður á alltaf rétt á sömu þjónustu), en það var engu tauti við þá komið og var mér bent á að ekki þýddi að kaupa Benz í dag og láta laga hann á kostnað fyrirtækisins mörgum árum síðar (sic!). Afgreiðslumaðurinn benti mér síðan „góðfúslega" á fleira í við- skiptalífinu sem ekki er hægt að gera (kaupa buxur og láta stytta eftir eitt ár o.s.frv.) En ekki skyldi hann láta undan og laga hringinn svo málið félli einfaldlega niður. Nei* þessi hringur skyldi ekki lagfærður á kostn- að verkstæðisins — punktur. Þess skal getið enn og aftur að ég var ekki að tala um viðgerð á hringn- um heldur lagfæringu sem var innifal- inn þegar hringurinn var keyptur. Og um hvaða upphæðir skyldum við vera að tala hér, þúsundir eða jafnvel tugir þúsunda? Nei, hann gisk- aði á að lagfæringin kostaði u.þ.b. 1.400-1.700 krónur og bauð mér reyndar 50% afslátt. Mér finnast það einkennilegir viðskiptahættir að selja hluti á 5. tug þúsunda og láta 800 króna lagfæringu verða hvílíkt bitbein milli söluaðila og kaupanda. Málið er ekki peningalegs eðlis heldur er um „prinsipp" að ræða, ekki tvíborga fyrir vöru eða þjónustu. Þjónustu sem maður á rétt á á maður rétt á og ekki orð um það meir. Til upplýsingar má þess geta að ég hef farið með tvo aðra hringi til breytinga á updanförn- um mánuðum til Jóns og Óskars og Guðbrandar Jezorskis (ég hafði líka trassað að fara' með þá innan uppge- finna tímamarka) og þar var ekkert nema sjálfsagt að laga þá, enda skipti það þá engu máli hvort hringnum var breytt viku eftir kaup eða einu og hálfu ári síðar. Vinnan á bak við breytinguna var sú sama og hún var jú innifalin í verði. Því má svo við bæta að viðmót yfirmannsins á verkstæðinu var síður en svo þægilegt. Það var framkoma sem kom mest á óvart. Með vilja gat þessi ágæti maður Iosnað við mig án leiðinda eða eftirmála. Og í lokin má þess geta að þau svör fengust hjá Verslun Sævars Karls Ólasonar, en þangað hringdi ég vegna makalausra athugasemda yfirmanns Jens varð- andi buxur, að stytting á buxum sem er innifalin í upphafi fymist ekki á ári. Eftir áralanga verslun hjá Jens segi ég nú „Jens, nei takk“. ELISABET JÓNSDÓTTIR Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem af- henda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Kímnigáfa á lágu plani Frá Guðrúnu Jacobsen: Þættir Hemma Gunn hafa verið afar góðir. Síðasti þáttur hans hefur samt hlotið ámæli nokkurra sjón- varpsáhorfenda, þegar leiddir voru fram unglingspiltar til eftiröpunar á amerískum kyntröllum, sem skemmti- staður einn fékk til að hressa upp á ,jörfagleðina“. Þessi leit að fullnæg- ingunni fyrir neðan nafla er nú búinn að tröllríða flestum bíómyndum og tímaritum um árabil, sér f lagi kvennariti einu, sem ég man ekki nafn á, vísa aðeins til forsíðunnar á síðasta töiublaði. Reyndar veit ég ekki hvort það er almenn þörf fyrir þetta sjón- og lesefni, hins vegar grunar mig að þetta afþreyingarefni komi engum til góða, nema ef vera skyldi einhveijum hugmyndasnauðum vesalingum með lamaða náttúru. Maður bíður bara eftir næsta sölu- manni, sem lemur á dyr og býður ekki harðfisk gegn staðgreiðslu held- ur tippi í áskrift. En það var nú ekki ofangreint „skémmtiatriði", sem knúði mig sérstaklega tií að senda bréf til blaðsins heldur „grínið" um nýbúana. Kímnigáfa okkar er komin niður á ansi lágt plan, þegar ekkert er spaugilegt lengur annað en það sem er niðurlægjandi, klæmið eða særandi fyrir viðkomandi persónur, jafnvel heilar þjóðir, sem búa að eldri menningararfi enn við. Þetta eru þau þrjú einkenni, sem sett hafa stóran og ljótan blett á húmor okkar íslend- inga. GUÐRÚN JACOBSEN, Bergstaðastræti 34, Reykjavík. Víkverji skrifar Vinur Víkveija, kona í blaða- mannastétt, hugsaði upphátt fyrir Víkveija nú um daginn, þar sem hún tíundaði sumar þær raunir sem mæta henni og kynsystrum hennar í starfí, vegna gamaldags, úreltra og afturhaldssamra viðborfa ákveðinna karlkynsviðmælenda kvenna í stéttinni. Hún sagðist iðu- lega verða fyrir því að vera spurð hvort „sérfræðingurinn“ eða „stjór- inn“ á þessu sviðinu eða hinu væri ekki við. Þegar hún fengi spurningu sem slíka, yrði hún öskureið og svar- aði yfirleitt með snúð að viðmæland- inn væri nú einmitt svo heppinn, að hafa hitt á sérfræðinginn á þessu sviðinu eða hinu. Viðmælendur ályktuðu einfaldlega sem svo að hún og kynsystur hennar sem hefðu orð- ið fyrir samskonar reynslu, gætu kyns síns vegna ekki verið sérfræð- ingar á umræddu sviði að nú ekki væri talað urn stjórar. Hún kvaðst hundleið á þessu mjög svo úrelta sjónarmiði og því að þurfa nánast að biðjast afsökunar á því að hún, konan, væri að grúska í málaflokk- um sem samkvæmt hefð voru lengst af einokaðir af körlum í blaða- mannastétt. Konan kvaðst þó ekki vilja örvænta, því það væri augljós- lega munur á afstöðu karlviðmæ- lendanna, eftir kynslóðum. Þeir sem eldri væru, hefðu fleiri þessar skoð- anir, en þeir sem yngri væru. Því væri ekki útilokað að gera sér vonir um, að smám saman myndi úrelta karlaviðhorfíð deyja út. Víkveiji von- ar að henni verði að ósk sinni. xxx Iumræðuþætti í sjónvarpinu á þriðjudagskvöld gagnrýndi Pét- ur Blöndal fjölmiðla fyrir neikvæða umfjöllun um atvinnulífið. Tók hann sem dæmi fyrirtækið Sæplast á Dalvík sem einhveiju sinni hefði sent frá sér fréttatilkynningu um hagnað á einhveiju tímabili. í stað þess að leggja áherslu á góða af- komu hefði Morgunblaðið slegið því upp að sala hefði dregist saman á innanlandsmarkaði. Við nánari at- hugun í greinasafni Morgunblaðs- ins hefur komið í ljós að Pétur á líklega við frétt sem birtist á Akur- •eyrarsíðu blaðsins 5. júní árið 1992. Hún var með fyrirsögninni „Sala innanlands dregst saman en út- flutningur hefur aukist“. í undirfyr- irsögn fréttarinnar kom fram að 13,5 milljóna hagnaður hefði orðið fyrstu fjóra mánuði ársins. Hér er um fullkomlega eðlilega framsetn- ingu að ræða og er gagnrýni Pét- urs því vísað á bug hvað þetta til- vik snertir. Við þetta má síðan bæta að í greinasafninu fundust 125 fréttir og greinar þar sem Sæplast kemur með einum eða öðr- um hætti við sögu. Nær undantekn- ingalaust hefur verið um hlutlausa og fremur jákvæða umfjöllun að ræða. Nýlegasta sönnun þess er að Sæplast var í marsmánuði valið sem iðnfyrirtæki mánaðairns hér í Morgunblaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.