Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994
13
Alþjóða vinnumála-
stofnunin 7 5 ára
eftir Gylfa
Kristinsson
Elsta sérstofnun Sameinuðu þjóð-
anna, Alþjóða vinnumálastofnunin
(ILO), verður 75 ára 11. apríl nk.
Telja má að engin ein stofnun hafi
haft jafnmikil áhrif á framvindu
félags- og vinnumála í heiminum
og ILO. Það er því við hæfí að þess-
ara tímamóta sé minnst með nokkr-
um orðum.
Þau ákvæði sem lágu til grund-
vallar stofnunar Alþjóða vinnumála-
stofnunarinnar árið 1919 er að finna
í friðarsamningunum sem voru und-
irritaðir í Versölum 28. júní 1918.
í XIII. kafla Versalasamninganna
skuldbinda samningsaðilar sig til
að koma á fót sérstakri stofnun er
hafi það hlutverk að reyna að ráða
bót á þeim félagslegu vandamálum
sem öll ríki eigi við að stríða og
aðeins verði sigruð með sameigin-
legu félagslegu átaki þjóðanna. Sér-
staklega er tekið fram að varanleg-
ur friður verði ekki tryggður nema
að félagslegu réttlæti sé fyrst kom-
ið á innan þjóðfélaganna sjálfra
vegna þess að vísirinn að árekstrum
sem leiða til styijalda þjóða í milli
leynist í því félagslega ranglæti sem
milljónir manna búi við í hinum
ýmsu löndum.
ILO var í upphafi ein af stofnun-
um Þjóðabandalagsins og starfaði
innan vébanda þess. En eftir því sem
tímar liðu varð hún óháðari banda-
laginu. Hún hefur frá árinu 1946
verið ein af sérstofnunum Samein-
uðu þjóðanna.
Alþjóða vinnumálastofnunin er
eina stofnunin sem lifir gamla
Þjóðabandalagið. Aðildarríkin eru
nú 170. Aðild íslands að ILO var
samþykkt á 27. Aiþjóða vinnumála-
þinginu í París árið 1945. Þetta var
því ein af fyrstu alþjóðastofnunum
sem Isiendingar gengu í eftir lýð-
veldisstofnunina árið 1944. Árið
1969 voru henni veitt friðarverðlaun
Nobels. Alþjóða vinnumálaskrifstof-
an, sem er ein af fastastofnunum
ILO, hefur lengst af haft aðsetur í
Genf. Skömmu áður en seinni
heimsstyijöldin braust út var skrif-
stofan flutt vestur um haf til
Kanada. Fljótlega eftir styijaldarlok
var starfsemin flutt að nýju til Genf-
ar.
Alþjóða vinnumálastofnunin sker
sig á ýmsan hátt frá öðrum sérstofn-
unum Sameinuðu þjóðanna. Sér-
staðan kemur gleggst fram í 3. gr.
stofnskrárinnar um allsheijarþing
Alþjóða vinnumálastofnunarinnar,
Alþjóða vinnumálaþingið, sem hald-
ið er árlega í Genf. Þar kemur fram
að fjórir fulltrúar frá hveiju aðildar-
ríki 'skuli eiga sæti á þinginu. Tveir
skulu vera fulltrúar hlutaðeigandi
ríkisstjórnar, annar hinna tveggja
fulltrúi atvinnurekenda, en hinn
fulltrúi launafólks viðkomandi ríkis.
Þessir þrír aðilar, fulltrúar ríkis-
stjórna aðildarríkjanna, fulltrúar
• samtaka atvinnurekenda og fulltrú-
ar samtaka launafólks, eiga aðild
að stjórnamefnd stofnunarinnar og
sitja í öllum nefndum og ráðum á
hennar vegum. Þetta þríhliða sam-
starf er einstakt fyrir alþjóðastofn-
un.
Meginviðfangsefni Alþjóða
vinnumálaþingsins er afgreiðsla al-
þjóðasamþykkta. í samþykktum
ILO eru settar fram lágmarkskröf-
ur. Með fullgildingu samþykktar
skuldbindur aðildarríki sig til að
uppfylla kröfurnar sem í flestum
tilvikum snerta rétt þegnanna til
félagslegs öryggis, t.d. til öruggrar
afkomu, vinnuumhverfis sem er
skaðlaust heilsu þeirra o.s.frv.
Að öðrum þræði fjalla samþykkt-
irnar um skyldu aðildarríkis til afla
á markvissan hátt upplýsinga um
þróunina á vinnumarkaðinum, t.d
um atvinnuleysi, framboð atvinnu
og lengd vinnutíma. Hluti -sam-
þykktanna er um aðbúnað skipveija.
Samtals hefur þingið afgreitt 174
„Meginviðfangsefni Al-
þjóða vinnumálaþings-
ins er afgreiðsla al-
þj óðasamþy kkta. “
samþykktir og hafa margar þeirra
sett sitt mark á íslenska löggjöf.
ísland hefur fullgilt 18 samþykktir.
Við fullgildingu samþykkta ILO
skuldbindur aðildarríki sig til að
vinna að framgangi hlutaðeigandi
samþykktar. Stofnunin gengur ríkt
eftir því að aðildarríkin standi við
skuldbindingar sem þau hafa geng-
ist undir með fuilgildingu. Eftirlits-
kerfi ILO byggist á skýrslum aðild-
amkjanna um framkvæmd sam-
þykkta sem þau hafa fullgilt.
Skýrslur eru að jafnaði gefnar ann-
að hvort ár. Sérstök sérfræðinga-
nefnd á vegum ILO fer yfír skýrsl-
urnar. Hafí aðildarríkin ekki staðið
við skuldbindingar samkvæmt
stofnskrá eða alþjóðasamþykktum
geta samtök aðila vinnumarkaðar-
ins sent Alþjóða vinnumálaskrifstof-
unni kvörtun. Annað höfuðviðfangs-
efni Alþjóða vinnumálaþingsins er
að fjalla um vanefndir aðildarríkj-
anna á skuldbindingum sem þau
hafa undirgengist gagnvart stofn-
uninni.
Staða stjórnmála í heiminum og
aðbúnaður fólks hefur endurspegl-
ast í starfí Alþjóða vinnumálástofn-
unarinnar. Þegar hún hóf starfsemi
sína árið 1919 var ástandið í mörg-
um ríkjum heimsins hörmulegt.
Heimsstyijöldin fyrri hafði skilið
eftir sviðna jörð, margar helstu
borgir Evrópu voru í rúst og milljón-
ir manna áttu um sárt að binda
vegna missi ástvina og eigna. At-
vinnuleysi var landlægt. Viðfangs-
efni viðreisnar og umbóta blöstu við
hvert sem litið var. Það féll í hlut
ILO að hafa forustu um félagslega
endurreisn.
Tuttugu og fimm árum síðar var
svipað umhorfs. Aftur hafði verið
háð heimsstyijöld með tilheyrandi
tortímingu og eymd milljóna manna.
Alþjóða vinnumálaþingið var kallað
saman eftir nokkurt hlé til fundar
í Fíladelfíu í Bandarikjunum. Á
þinginu var samþykkt yfírlýsing 10.
maí 1944, Fíladelfíuyfírlýsingin,
sem mótað hefur störf Alþjóða
vinnumálastofnunarinnar frá lokum
seinna stríðs. í henni eru dregnar
fram þær grundvallarreglur sem
starfsemi stofnunarinnar byggir á:
að vinna er ekki verslunarvara; að
málfrelsi og félagafrelsi er frumskil-
yrði framfara; að fátækt, hvar sem
er, stofnar hagsæld um víða veröld
í voða; að baráttu gegn skorti þarf
að heyja með óbilandi þrótti innan
hvers þjóðfélags og með stöðugri
og samræmdri alþjóðlegri. viðleitni,
Gylfi Kristinsson
þar sem fulltrúar atvinnurekenda
og launafólks eru jafnréttháir full-
trúum ríkisstjórna og sameinast um
að vinna að því með fijálsum um-
ræðum og lýðræðislegum ákvörðun-
um að auka sameiginlega hagsæld.
Þótt nú séu aðrar aðstæður en á
árunum 1919 og 1944 eru blikur á
lofti. Hrun Ráðstjómarríkjanna hef-
ur raskað ógnaijafnvæginu sem
komst á við lok seinni heimsstyijald-
arinnar. Stjórnmálaleg upplausn
ríkir í Austur-Evrópu. Miskunnar-
laust stríð er háð við dyraþrep Evr-
ópubúa í Bosníu. I okkar heimshluta
er efnahagskreppa sem hefur leitt
af sér meira atvinnuleysi en dæmi
eru um síðastliðna áratugi. Og í
þetta skipti hefur það knúð dyra
hjá íslenskum heimilum.
Við þessar aðstæður er eðlilegt
að þeirri spurningu sé varpað fram
hvað Alþjóða vinnumálastofnunin
geti gert. Það er ljóst að stofnunin
stendur á tímamótum. Forstjóri Al-
þjóða vinnumálaskrifstofunnar í
Genf, Michel Hansenne, og stjóm-
arnefnd ILO gera sér grein fyrir
þessu. Á síðustu ámm hefur stefna
og starfsemi stofnunarinnar komið
aftur og aftur til umfjöllunar. Samn-
ing alþjóðareglna á sviði félags- og
vinnumála var á dagskrá Alþjóða
vinnumálaþingsins árið 1984.
Stjórnarnefndin skipaði vinnunefnd
til að gera úttekt á þessu málefni
árið 1987. í framhaldi af ábending-
um nefndarinnar hafa verið gerðar
á undanfömum árum mikilvægar
breytingar á starfsemi skrifstofunn-
ar í Genf og skipulagi Alþjóða vinnu-
málaþingsins.
Þrátt fyrir umtalsverðar umbæt-
ur þurfa markmið og leiðir að vera
til stöðugrar umræðu svo og val á
forgangsverkefnum. Hafa verður að
leiðarljósi aðsteðjandi vandamál að-
ildarríkjanna og leiðir til lausnar á
þeim. Nú á tímum felast þau fyrst
og fremst í fátækt, félagslegu mis-
rétti á milli einstaklinga sem og
þjóða, brot á mannréttindum og
umhverfisspjöll. Skortur á vinnu
sem skapar tekjur er grundvallar-
ástæðan fyrir fátækt og félagslegu
misrétti. Það er viðeigandi að þegar
framangreindra tímamóta í starfí
Alþjóða vinnumálastofnunar er
minnst að taka til endurmats skipu-
lag, stefnu og aðferðir ILO. íslensk
stjórnvöld munu stuðla að því með
þátttöku sinni í starfí stofnunarinn-
ar.
Besta afmælisgjöfin sem aðildar-
ríkin geta gefíð Alþjóða vinnumála-
stofnuninni á 75 ára afmælinu -
og um leið sjálfum sér - er að
tryggja að markmið hennar og leið-
ir stefni að lausn vandamála sem
við er að glíma á hveijum tíma á
sviði félags- og vinnumála.
Höfundur er sljórnmálafræðingur
og deildarstjóri í
félagsmálaráðuneytinu. Hann
hefur m.a. annast samskipti
ráðuneytisins við Alþjóða
vinnumálastofnunina sl. áratug.
Grafarvogsbúar fái lyfsöluþjónustu
eftir Ólaf F.
Magnússon
Aðgangur íbúa í úthverfum
Reykjavíkur að almennri læknis- og
hjúkrunarþjónustu í námunda við
heimili sín er markmið sem flestir
ættu að geta sameinast uni. Með
tilkomu heilsugæslustöðvar í Árbæj-
arhvefi árið 1977 og í efra Breið-
holti árið eftir var uppbygging slíkr-
ar þjónustu hafin. í dag eru heilsu-
gæslustöðvar í öllum úthverfum
Reykjavíkur,_ þ.e. í efra- og neðra
Breiðholti, í Árbæjarhverfi og í Graf-
aivogshverfi, en nýjar heilsugæslu-
stöðvar voru opnaðar í Mjódd og í
Grafarvogi árið 1992.
Það er vissulega ánægjulegt að
íbúar allra úthverfa Reeykjavíkur-
borgar skuli nú eiga kost á al-
mennri læknisþjónustu í hverfum
sínum, en forsenda þess að slík þjón-
usta komi íbúunum að fullu gagni
er þó sú að lyfsöluþjónusta sé einnig
til staðar í hverfinu. Því miður vant-
ar enn lyfsöluþjónustu í Grafarvogs-
hverfi nú, tveimur árum eftir opnun
heilsugæslustöðvar í hverfinu.
„Áform ráðherrans um
ný lyfsölulög réttlæta
ekki frekari töf á þessu
brýna hagsmunamáli
Grafarvogsbúa. Ekki
verður lengur við það
unað að 9.000 íbúar
hverfisins þurfi að
sækja lyfstöluþjónustu
í önnur hverfi borgar-
innar.“
Löng bið Grafarvogsbúa eftir
heilsugæsluþj ónustu
Sem fulltrúi Reykvíkinga í stjórn
heilsugæslu og heilsuverndar í borg-
inni sl. 4 ár hef ég beitt mér fyrir
því að íbúar úthverfa Reykjavíkur
fengju almenna læknis- og hjúkrun-
arþjónustu í hverfi sín.
Það var ekki síst vegna þrýstings
frá kjörnum fulltrúum Reykvíkinga
og vegna áskorunar borgarstjórnar
Ólafur F. Magnússon
Reykjavíkur á fundi hennar 5. des-
ember 1991 að ríkisvaldið vaiði loks
fjármunum til að koma á fót heilsu-
gæslustöð í Grafarvogi, en hún var
formlega opnuð í júní 1992.
Sem kunnugt er, var ríkisvaldinu
afhent forræði í heilsugæslunni í
ársbyijun 1990. Þess má þó vænta
að stjórn heislugæslu flytjist aftur
til sveitarfélaganna og þar með í
hendur heimamanna á allra næstu
árum.
Frekari töf á lyfsöluþjónustu
er óviðunandi
Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að
heilbrigðisráðherra auglýsi nú þegar
laust til umsóknar lyfsöluleyfí í Graf-
arvogi, eða gefi apóteki í miðbænum
kost á að flytja starfsemi sína í Graf-
arvoginn. Áform ráðherrans um ný
lyfsölulög réttlæta ekki frekari töf
á þessu brýna hagsmunamáli Graf-
arvogsbúa. Ekki verður lengur við
það unað að 9.000 íbúar hverfisins
þurfi að sækja lyfstöluþjónustu í
önnur hverfí borgarinnar.
Höfundur er læknir og
varaborgarfulltrúi í Reykja vík.
Hann skipar 9. sætið á
borgarstjómarlista
Sjálfstæðisflokksins.
AF HVERJU?
eftir Guðrúnu M.
Sigurbergsdóttur
Ár aldraðra var 1993. Það var
þá sem gömlu hjónin voru slitin í
sundur hvort frá öðru og færð í
sitthvort sveitarfélagið. Vegna
þess að kerfið er svona! Af hverju
þarf kerfið að vera svona þegar
húsakostur fyrir aldraða á Suður-
nesjum hefur alltaf verið að batna
undanfarin ár? Kjósum við yfir
okkur svona hjartalaust kerfisfólk
sem finnst ekkeit að því þó hjón
sem hafa elskast og lifað saman í
gegnum súrt og sætt í nær 60 ár
séu slitin hvort frá öðru, vegna
þess að annað er veikara og hent-
„Hjartalaust kerfisfólk
sem finnst ekkert að því
þó hjón sem hafa elsk-
ast og lifað sáinan í
gegnum súrt og sætt í
nær 60 ár séu slitin
hvort frá öðru.“
ar ekki að hafa það á hjúkrunar-
lausu elliheimilí. Eins og kerfið
býður upp á. Prestarnir segja, þeg-
ar gifting er, að þetta band eigi
ekki að slíta fyrr en dauðinn að-
skilji anda sem unnast. Hvað segja
þeir um þetta? Ég hef unnið í sjáf-
Guðrún M. Sigurbergsdóttir
boðavinnu yfir 20 ár, fyrir aldraða
meira og minna, því finnst mér
hræðilega ósanngjarnt að þeir sem
ráða geti gert svona lagað. Ég sá
ljósan punkt þegar ég las grein í
Morgunblaðinu 27. janúar 1994
sem heitir Uppbyggingarþjónusta
fyrir aldraða á hjúkrunarheimilinu
Eir í Grafarvogi eftir Birnu Kr.
Svavarsdóttur, og væri gott ef
fleiri væru sama sinnis.
Að allt okkar gamla fólk sem
hefur byggt upp með dugnaði okk-
ar land, sem við fáum að njóta,
fengi að eyða ævikvöldinu saman
án þess að hafa tætta sál. Nú er
ár fjölskyldunnar og höfða ég nú
til allra nefnda og þeirra sem völd-
in hafa að láta þetta til sín taka
á ári fjölskyldunnar. Já! Þetta er
verðugt verkefni fyrir frambjóð-
endur í næstu kosningum að bæta
hag þessa fólks, sem á allt gott
skilið.
Höfundurerhúsmóðirí Keflavík.