Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 IRA vísað ábug NORÐUR-írlandsmálaráðherra Bretlands, Pati’ick Mayhew, sagði í gær að þriggja daga vopnahlé sem írski lýðveldisher- inn (IRA) lýsti yfir á miðvikudag væri ætlað að þvinga bresk stjóravöld til eftirgjafar. „Prinsinn“ var ekki prins FJÖLMIÐLAMENN í Kólumbíu voru heldur skömmustulegir í gær er upp komst að maður, sem þeir höfðu kynnt sem nígeríska prinsinn, reyndist ekki aðalbor- inn. Á blaðamannafundi með Rasulu Olatoyosi Ishoia, fulltrúa nígerísku stjómarinnar sann- færðust blaðamenn um að hann væri nígeríski ríkisarfinn og birtu fréttir þess efnis daginn eftir. Skömmu síðar barst til- kynning frá utanríkisráðuneyt- inu þar sem bent var á að Níger- ía væri lýðveldi. Gat ekki eyði- lagt vopnin TALSMAÐUR Borísar Jeltsíns, Rússlandsforseta, sagði í gær að háttsettur ráðgjafi um efna- vopn hefði verið rekinn. Hefði hann samþykkt að flytja og geyma mikið magn efnavopna innan borgarmarka ónefndrar stórborgar. Gat talsmaðurinn sér þess til að ráðgjafínn hefði átt erfitt með að skipa fyrir um eyðileggingu vopnanna. „Það er afar erfitt að skilja við börnin sín,“ sagði talsmaðurinn. Ný mynd af Pol Pot NÝLEG mynd af Pol Pot, leiðtoga hinna illræmdu Rauðu Khmera, fannst er kambódíski stjórnarherinn gerði árás á vígi skæruliða fyrir skömmu. Myndin var birt í gær og er tek- in árið 1986. Milljón Kambód- íubúa lét lífíð undir ógnarstjórn Pol Pots á áttunda áratugnum en ekki er vitað hvar hann held- ur sig nú. Cobain fyrir- fór sér KURT Cobain, aðalsöngvari einnar vinsælustu rokkhljóm- sveitar í heimi, Nirvana, fannst látinn á heimiii sínu í Seattle í gær. Hann varð 27 ára gamall. Rafvirki sem var að vinna að viðgerðum í húsinu fann líkið. Að sögn lögreglu fannst hagla- byssa við hliðina á því og bréf þar sem Cobain sagðist hafa fyrirfarið sér. „Við erum harmi lostin yfir því að missa svo hæfi- leikaríkan listamann, náinn vin, kærleiksríkan eiginmann og föð- ur“, sagði í tiikynningu frá um- boðsfyrirtæki Nirvana. Vél Earhart á Papúa? TALIÐ er mögulegt að lykiiiinn að leyndardóminum um hvarf flugkonunnar Amelíu Earhart árið 1937, felist í frásögn Ástr- ala, sem var á Papúa-Nýju Gíneu í heimsstyijöldinni síðari. Kvaðst Ástralinn hafa gengið fram á leifar Pratt og Whitney Wasp- flugvélahreyfils á eftirlitsferð í frumskógum landsins en hreyfl- ar vélar Earhart voru þeirrar geröar. Pol Pot Reuter Hugsanlegur eftirmaður TSUTOMU Hata, utanríkisráðherra Japans, er hér umkringdur fréttamönnum eftir afsögn Hosokawa en hann er talinn einna líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra. Ritstjóra- skiptiá New York Times New York. Reuter. SKIPT verður um aðalritstjóra á New York Times 1. júlí er Joseph Lelyveld tekur við af Max Fran- kel. Mannaskiptin boða breyting- ar á ritstjórnarstefnu blaðsins þar sem Lelyveld fær fréttahauk af gamla skólanum sér við hlið. Lelyveld er 57 ára og í hópi að- stoðarritstjóra New York Times. Hann hefur verið aðstoðarritstjóri Frankels frá 1990 og er fyrrum dálkahöfundur, blaðamaður og er- lendur fréttaritstjóri blaðsins. Hann hlaut Pulitzer-verðlaun 1986 fyrir bók um ástandið í um Suður-Afríku. Arthur Sulzberger útgefandi New York Times blaðsins skýrði jafnframt frá því að Eugene Ro- berts, 61 árs prófessor í blaða- mennsku við Maryland-háskólann, tæki við fyrra starfi Lelyvelds. Ro- berts var biaðamaður og síðar fréttastjóri við New York Times áður en hann tók við starfi aðalrit- stjóra Philadelphia Inquirer.. Þar starfaði hann í 18 ár og undir hans hlaut blaðið 17 Pulitzer-verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku sem fletti m.a. ofan af spillingu í stjórn borgarinnar Fíladelfíu og Pennsyl- vaníu-ríkis. Umbótasinninn Hosokawa sagði af sér sem forsætisráðherra Japans Gat ekki skýrt nægi- lega sín eigin fjármál Tókýó. Reuter. MORIHIRO Hosokawa komst til valda og áhrifa með því að berj- ast gegn spillingunni í japönskum stjórnmálum en neyddist síðan til að segja af sér sem forsætisráð- herra vegna þess, að hann gat ekki borið af sér sakir um að hafa sjálfur stundað athæfi, sem ekki þyldi dagsins ljós. Kom af- sögn hans eftir að þingmenn stjómarandstöðunnar, Frjáls- lynda demókrataflokksins, höfðu haldið þinginu og afgreiðslu fjár- laganna í gíslingu í heilan mánuð með kröfum um, að fyrst gerði Hosokawa hreint fyrir sínum dyr- um. Hosokawa hélt því fram, að 100 milljónir jena, um 70 milljónir ísl. kr., sem hann fékk 1982 frá Sagawa Kyubin, flutningafyrirtæki, sem tengst hefur mútumálunum á síð- ustu árum, hefðu verið Ián, sem hann hefði endurgreitt 1991. Stjórn- arandstæðingar og fyrrverandi flokksbræður hans í Frjálslynda demókrataflokknum fullyrða hins vegar, að féð hafí verið notað með ólögmætum hætti til að fjármagna árangursríka kosningabaráttu og framboð hans til ríkisstjóraembættis í Kumamoto í Suður-Japan 1983. Kröfðust þeir þess, að Hosokawa legði fram kvittanir fyrir endur- greiðslu lánsins og heimilaði fyrrver- andi fjármálaráðgjafa sínum að bera vitni í þinginu. „Skrítlan" sem rættist Hosokawa var einnig gagnrýndur fyrir viðskipti sín með hlutabéf í Nippon Telegraph and Telephone Corp., NTT, en hann svaraði því til, að hann hefði hvergi komið nærri þeim, heldur tengdafaðir sinn. Þessi mál undu síðan svo upp á sig, að þegar fréttist, að hann hefði fyrir fáum dögum sagt í gamni og dáiítið við sícál, að hann vildi helst-segja. af sér, þá trúðu því flestir, að hann hefði verið að tala í alvöru. Var þessi „skrítla“ helsta fréttaefnið í Japan sl. miðvikudag. Það er kaldhæðnislegt, að maður- inn, sem tók að sér að hreinsa út spiilinguna í japönskum stjórnmái- um, skuii hafa fallið í þessa gryfju. Hann sagði skilið við Frjálslynda demókrataflokkinn 1992 og stofnaði nýjan flokk með það að markmiði að stokka upp stjórnmála- og valda- kerfið í landinu, sem hafði verið í höndum Fijálsiynda demókrata- ÁSÓKNIN í síminnkandi fisk- stofna er farin að valda vaxandi spennu í Suðaustur-Asíu og við Kyrrahaf og eru sjóherir ríkjanna reiðubúnir að beita valdi til að koma í veg fyrir veiðiþjófnað. Af þeim sökum er um að ræða tölu- verða flotauppbyggingu á þessum slóðum. Segir frá þessu í dagblað- inu International Herald Tribune. Þótt flotauppbygginguna megi að nokkru rekja til óvissu með fyrirætl- anir ríkja á borð við Norður-Kóreu, Kína og Japan, stafar hún hún að miklu leyti af þeirri stefnu ríkjanna að verja betur efnahagslögsögu sína og þær auðlindir, sem þar er að flokksins allt frá stríðslokum. í kosn- ingunum í júlí í fyrra vann flokkur hans 53 þingsæti af 511 í neðri deild- inni og Hosokawa varð forsætisráð- herra í samstjórn margra flokka hægrimanna, sósíalista og búddista. Framan af naut hann meiri vinsælda en nokkur annar forsætisráðherra eftir stríð, hafði stuðning 70% kjós- enda í skoðanakönnunum, en síðan hefur mikið dregið úr þeim. Hosokawa flutti að mörgu leyti með sér ferskan blæ inn í japönsk stjórnmál og hann hélt á utanrikis- finna. Sem dæmi um það má nefna Malasíu, sem ætlar að kaupa 27 ný eftirlitsskip á næstu 15 árum fyrir um 120 milljarða ísl. kr. en stjórn- völd þar, í Indónesíu, Burma, Víet- nam, Filippseyjum og í Ástralíu kvarta æ meir undan ólöglegum veiðum erlendra fiskiskipa. Þá hafa Rússar tilkynnt, að hér eftir verði japönsk fiskiskip, sem staðin eru að ólögiegum veiðum við Kúrileyjar, ekki tekin neinum vettlingatökum. Samiö með vopnavaldi Meginmarkmiðið með Hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1982 var að binda enda á deilur um fisk- veiðar og nýtingu amlarra auðlindá, málunum með opnari hætti en tíðk- ast hefur í Japan. I Asíuríkjum verð- ur hans líka minnst fyrir það að hafa fyrstur japanskra ráðamanna beðist einlæglega afsökunar á fram- ferði landa sinna í síðari heimsstyij- öld. Hosokawa var sjálfum sér líkur þegar hann sagði af sér. Lét ekkert á sér finna fyrr en hann skýrði frá ákvörðun sinni á ríkisstjórnarfundi í gær. Sagt er, að samráðherrar hans hafí orðið svo hissa, að þeir hafí ekki komið upp orði í tíu mínútur. til dæmis olíu og gass, með því heim- ila ríkjum 200 mílna efnahagslögu en þar sem lögsögurnar skarast og ágreiningur ríkir um nýtinguna er hætta á, að margra mati, að herskip verði notuð til „hafa áhrif“ á samn- inga. Ofveiði á mörgum miðum hef- ur orðið til að kynda undir pólitísk átök og einnig þær „ræningjaveið- ar“, sem veiðiflotar frá Tælandi, Tævan, Kína, Suður-Kóreu og Japan eru sakaðir um að stunda. Það eru ekki síst togarar frá Tælandi, sem hafa á sér illt orð en áhafnir þeirra eru oft vopnaðar og skipin sérstaklega styrkt til átaka og ásiglingar á varðskip annarra rlkja. Vaxandi spenna í Suðaustur-Asíu og við Kyrrahaf Sjóherir vígbúast í stríðinu um fiskinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.