Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 VÍS sýknað af skaðabótakröfum vegna umferðarslyss Breytingar á miðbæ Hafnarfjarðar Héraðsdómur hafnar hefðbundnu örorkumatí HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur sýknað Vátryggingafélag íslands af rúmlega 4 milljóna króna skaðabótakröfu konu sem slasaðist í bílslysi og hlaut örorku sem tryggingalæknir mat 15%. Dómurinn vék mati tryggingalæknisins til hliðar og byggði niðurstöðu sína á mati dómkvaddra matsmanna, læknis og lögfræðings, sem mátu læknisfræðilega og fjarhagslega örorku konnunnar einungis 5%. Samkvæmt niðurstöðum þeirra bar að greiða konunni 680 þúsund krónur í bætur en niðurstaða dómsins var sú að konan fengi 780 þúsund úr hendi tryggingafélagsins, en það var sú upphæð sem félag- ið hafði boðist til að greiða henni áður en dómsmálið var höfðað. Konan sat í aftursæti bíls sem lenti í árekstri í Keflavík í desem- ber 1990 og fékk hnykk á hálsinn og í framhaldi af því þráláta verki í hálshrygg og höfði. Hún var í strangri sjúkraþjálfunarmeðferð en við örorkumat sem gert var sumar- ið 1992 hafði hún margvísleg óþægindi sem tryggingalæknir mat til 15% varanlegrar örorku. Dómkvaddir matsmenn, sér- fræðingur í örorkulækningum og lögfræðingur, mátu læknisfræði- lega og fjárhagslega örorku kon- unnar hins vegar 5% og líklega tekjuskerðingu hennar vegna eft- irkasta slyssins einnig 5% og í nið- urstöðum Gunnars Aðalsteinssonar héraðsdómara segir að matsmenn- imir hafi verið kvaddir til af dóm- stól með samþykki beggja aðila og konunni hafi með því móti verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna við útnefninguna og mats- gerðina sjálfa þar sem andmæla- regla hafi verið í heiðri höfð og matsmenn hafí notið þess siðferði- lega aðhalds og lagalegu ábyrgðar sem dómkvaðning veiti. Matsgerð þeirra hafi ekki verið hnekkt með yfirmati eða öðrum hætti og beri að leggja hana til grundvallar. Samkvæmt niðurstöðum matsins var tjón konunnar reiknað til 680 þúsund króna. Aðalkrafa trygg- ingafélagsins miðaðist við að því bæri að greiða konunni 780 þúsund og hafði sú upphæð verið boðin áður en til málshöfðunar kom. Nið- urstaða málsins tók mið af því boði og þá tjárhæð var tryggingafélag- inu gert að greiða. Hvorum aðila var gert að bera sinn kostnað vegna málsins. / DAG kl. 12.00 HeimiW: Veöurstofa Isfands (Byggt á veöurspá kl. 16.301 geer) VEÐUR I/EÐURHORFUR f DAG, 9. APRÍL YFIRLIT: Suðvestur af Færeyjum er 980 mb lægð sem hreyflst suðaustur og grynn- ist en frá henni minnkandi lægðardrag til norðurs. 1.027 mb haeð yfir Norðvestur- Grænlandi þokast austur. Yflr Nýfundnalsndi er vaxandí 990 mb lægð sem mun fara norðnorðaustur. SPÁ: Norölæg átt, stinningskaldi eða allhvasst vestanlands ( fyrstu en annars kaldi eða stinnlngskaldi. Minnkandl éljagangur norðanlands og léttskýjaö syðra. Fer einnig að létta til norðvestanlands með austankalda annað kvöld. Hiti 4 til 7 stig yfir hádaginn syðst á landinu en annars nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Þykknar upp með vaxandi austanátt sunnanlands og vestan og fer líklega að rigna þar síðdegis. Norðaustanlands verður hæg austlæg átt og léttskýjaö. Hiti verður á bilinu 3-7 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Austlæg átt, nokkuð hvöss norðan til en hægari um land- ið sunnanvert. Skúrir eða rigning um allt land. Hiti verður á bilinu 4-8 stig. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Nokkuð stif suðvestanátt. Skúrir eða slydduél sunnan- lands og vestan en skýjað með köflum norðaustantil. Hiti veröur á bilinu 1-5 stig. Heiðskírt Léttskýjað & A Hálfskýjað Skýjað / / r r r r r r Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma V Skúrir Slydduél $ Alskýjað V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöðurer2vindstig, 10° Hitastig V Súld = Þoka ) FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30lgær) Nokkur skafrenningur er á Hellisheiöi og Mosfellsheiði. einnig um vegi a Snæfells- nesi. Á sunnanverðum Vestfjörðum er allgóð færð en að norðanveröu eru allar heiðar ófærar, fært er á milli Flateyrar og Þingeyrar. Á Holtavörðuheiði, Hunavatns- sýslum og á Oxnadalshelði er snjókoma og skafrenningur en fært. Austan Akur- eyrar er góð færð allt til Vopnafjarðar en þungfært er um Möðrudalsöræfi. A Auat- fjörðum er fært um allá helstu vegi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631600 og f grænni lfnu 99-6316. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 1 slydduél Reykjavik 2 skýjað Bergen 5 skýjað Helsinki 3 rigning og súld Kaupmannahöfn 6 þokumóða Narssarssuaq ■f-8 heiðskfrt Nuuk ■5-8 hálfskýjað Osló 3 þokaigrennd Stokkhólmur 9 léttskýjað Þórshöfn 4 haglél Aigarve 19 helðskfrt Amsterdam 8 skýjað Barcelona 15 skýjað Berlín 11 skúrá sið.klst. Chicago 3 alskýjað Feneyjar 13 skýjað Frankfurt 8 skúr á sið.klst. Glasgow 4 rigning Hamborg 10 skýjað London 10 skýjað LosAngeles 16 alskýjað Luxemborg 7 skúrásfð.klst. Madrid vantar Malaga 20 heiðsklrt Mailorca 17 léttskýjað Montreal +5 helðskirt NewYork 3 heiðskírt Orlando 18 skýjað Parfs 10 hátfskýjað Madelra 17 skýjað Róm 10 alskýjað Vín 12 skýjað Washington 3 heiðskírt Winnipeg 3 almbskýjað Æ iÆHíi r: i * i i. í ■ ' 11 i.111*. Morgunblaðið/RAX Miðbær Hafnarfjarðar breytist UPPSTEYPU er lokið við hið umdeilda skrifstofu- og verslunar- hús í miðbæ Hafnarfjarðar. Stefnt er að því að ljúka frágangi á húsinu utanhúss í júní. Stórhýsið komið í endanlega hæð UPPSTEYPU er lokið við stórhýsið sem verið er að byggja í miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið, sem hefur verið nokkuð umdeilt meðal Hafufirðinga, er því að fá á sig endanlegt útlit. Vinna við þak hússins er að hefjast. Stefnt er að því að opna skrif- stofu- og verslunarhluta hússins 5. nóvember næstkomandi, en sá hluti sem hýsir hótel verður tilbúinn á næsta ári. Húsið, sem er í eigu Miðbæjar Hafnarfjarðar, er um 11.600 fer- metrar að stærð og eru bílastæði þar meðtalin. Búið er að selja eða leigja um 40% af húsinu. í húsinu verða verslanir, skrifstofur og ýmis konar þjónusta. Hafnar- fjarðarbær hefur keypt hluta af húsinu undir bókasafn og stoppi- stöð fyrir almenningsvagna. Að- alverktaki hússins er Fjarðarmót hf. Ekkert þokast í deilu meinatækna Hafa veitt undanþágii vegna hjartaaðgerda EKKERT hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu meinatækna og viðsemjenda þeirra og er ekki búist við, að fundur með ríkissáttasemj- ara í dag skili árangri. Talsvert ber á milli og hvor aðili stendur fast á sínu. Meinatæknafélagið hefur veitt undanþágu til að hægt verði að gera hjartaaðgerð á 15 sjúklingum á Landspitala í þessari, næstu og þarnæstu viku. Þórður Harðarson, prófessor og yfirlæknir á lyflækningadeild Land- spítala, sagði að veitt hefði verið undanþága vegna þeirra sjúklinga sem brýnast væri að gengjust undir skurðaðgerð. „Við erum að tala um u.þ.b. 15 sjúklinga og gangast þeir undir opnar kransæðaaðgerðir í þess- ari, næstu og þarnæstu viku. Til við- bótar verður reynt að fá undanþágu til að gera dálítið af útvíkkun á kransæðum,“ sagði hann. Hann sagði verkfallið bagalegt og yki óvissu í ákvörðunum læknis í meðferð sjúklinga. „En við vonum að ekki hafi orðið slys,“ sagði hann og viðurkenndi að meiri hætta væri á að eitthvað brygði út af þegar ekki væri hægt að framkvæma allar þær rannsóknir sem viljí væri fyrir. Aðeins um 10% starfandi meina- tækna hafa sinnt bráðaþjónustu á spítölum síðan verkfall hófst á mið- nætti 4. apríl. Jón Sigurðsson seðlabankasljóri Tekur við starfi hjá NIB á mánudaginn JÓN Sigurðsson, seðlabankastjóri, hætti störfum í Seðlabanka íslands í gær, en hann hefur störf sem aðalbankastjóri Norræna fjárfestinga- bankans (NIB)í Helsinki næstkomandi mánudag. „Ég er þakklátur fyr- ir það, hvað sá tími sem ég hef átt hér í Seðlabankanum, hefur verið viðburðaríkur í jákvæðri merkingu þess orðs,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón sagði margt hafa gerst á starfssviði bankans sem hann og sam- verkamenn hans teldu að horfði til framfara. „Það hafa orðið mjög rót- tækar breytingar á vaxtakjörum í landinu, verðlag helst því sem næst stöðugt þessa mánuðina, viðskipti við önnur lönd hafa snúist okkur í hag og gengisskilyrði eru nú íslensku at- vinnulífi hagstæðari en þau liafa ver- ið um áratugaskeið. Allt þetta hefur fest í-.sessi á þessum rúmlega níu mánuðum sem ég hef verið í þessu starfi og ég er afskaplega ánægður með að hafa átt nokkum hlut að því með öðrum,“ sagði Jón, „þess vegna horfí ég til þess tíma með ánægju, en að sumu leyti með söknuði." Jón sagði að nýja starfið, sern hann hefur á mánudag í Helsinki, legðist ákaflega vel í hann. Hann væri í senn gamall í hettunni og nýgræðingur hjá NIB. Hann hefði verið í hópi þeirra manna sem undir- bjuggu stofnun hans, hann hefði set- ið í stjórn NIB í 11 ár, þar af sem stjórnarformaður í 2 ár. „Ég kern nú sem nýgræðingur á skrifstofu bankans, sem aðalbankastjóri f mánudag. Ég hygg mjög gott tii þess, því þar á ég vinum að fagn® og spennandi verkefnum, ekki síst' því nýja umliverfi sem við hrærumsl í í Evrópu bæði austanverðri og vest- an,“ sagði Jón Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.