Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 39 Guðrún Aðalsteins- dóttir Berg - Minning Fædd 6. nóvember 1949 Dáin 16. mars 1993 Fyrir rúmu ári lést Guðrún Aðal- steinsdóttir Berg, aðeins 43 ára. Guð- rún, eða Gunna vinkona eins og hún var kölluð heima hjá mér, hafði þá búið í Danmörku í rúm 20 ár. Hún fór upphaflega í sumarvinnu þangað sumarið 1973 en ílengdist þear hún kynntist Erling Andersen, prentara, sem hún bjó með í 9 ár og eignuðust þau soninn Jesper 1974. Eftir að þau slitu sambúðinni bjó Gunna ein með Jesper til 1987 þegar hún giftist Vill- iam Berg samkennara sínum. Á árun- um í Danmörku vann Gunna lengst af við kennslu í Kaupmannahöfn og nágrenni og átti sá starfi vel við hana enda jákvæð og opin fyrir mismun- andi hæfileikum fólks. Við Gunna ólumst báðar upp í Hveragerði en kynntumst þó ekki sérlega vel fyrr en á unglingsárunum, fyrst í Hveragerði og seinna í Reykja- vík þegar við vorum báðar þar í fram- haldsskólum, en Gunna var í Kenna- raskólanum, lauk þaðan kennaraprófi vorið 1970 og stúdentsprófí ári síðar. Traustari vin en Gunnu er vart hægt að ímynda sér enda hélst okkar vin- átta óskert þátt fyrir þann langa tíma sem hún bjó í Danmörku en ég hér. Ekki gátum við samt státað af mikl- um eða flóknum bréfaskriftum, þótt reynt væri að miða við tvö góð bréf á ári. Síminn var gjaman notaður ef mikið lá við og töldum þá að allt væri í góðu gengi, ef ekki var haft sam- band. Gunna greindist með æxli í höfði u.þ.b. ári áður en hún dó, fór þá í mikla skurðaðgerð og í geislameðferð í framhaldi af henni. Hún náði sér allvel og átti nokkra góða mánuði áður en veikindin ágerðust. Einhvem veginn skynjaði ég hér heima ekki í fyrstu hversu alvarlég veikindi hennar vora, þvi af símtölum við hana var lítið hægt að merkja að neitt veralega alvarlegt væri að og greinilegt var að hún ætlaði sér að sigrast á þessu. Þó sagði hún einu sinni við mig í hálfkæringi þegar hún var að hrósa Jesper syni sínum fyrir umhyggju í veikindunum að líklega væri hollt fyrir bömin manns að sjá að foreldr- arnir væru dauðlegir. I lífí Gunnu í Danmörku skiptust á, eins og hjá flestum, góðar og erfíð- ar stundir, en sambýlisár hennar og Villiams vora þó öragglega hennar bestu. Þau áttu mörg sameiginleg áhugamál og vora mjög samstiga í öllu sínu lífí. Samband Villiams og Jespers er líka eins og best verður á kosið. Það var ómetanlegt fyrir alla hennar aðstandendur hér heima að sjá hve samtaka þeir vora í aðhlynn- ingu Gunnu í hennar veikindum svo og í því að takast á við gráa tilveruna eftir andlát hennar. Þegar ég hugsa um Gunnu er mér efst í huga þakklæti. Fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa átt hana fyrir ómetanlegan vin sem alltaf var hægt að leita til, og ennfremur þakklæti fyrir að hafa fengið að sjá af hve takmarkalausri hlýju og umhyggju var að henni búið hennar síðustu daga. Lífið er fátæklegra eftir að hún dó. Auja. í Kennaraskólanum fyrir um það bil tuttugu og fímm áram tók hópur úr 2. bekk E til við að lesa minningar- greinar úr íslendingþáttum Tímans. Tilgangurinn var að komast nær því hvert væri aðalinntakið í manngildis- hugsjón okkar íslendinga. Að vera drengur góður vóg þungt. Svo var sagt um Bergþóra í Njálu og kemur upp í hugann nú þegar sá fyrsti úr hópnum okkar kveður þetta jarðlíf. Guðrún Aðalsteinsdóttir bjó lengst af í Danmörku. Eða frá 1973 til dauðadags. Við skólasystkini hennar fórum ekki svo til Kaupmannahafnar að við litum ekki inn og þannig héld- ust tengslin í þessi tuttugu ár. Ég bjó þar ásamt fjölskyldu minni í sex ár og naut þá vináttu þessarar skóla- systur minnar. Hún gekk mér pínulít- ið í móðurstað í stórborginni. Ég minnist þess að hún tók á móti mér með því að gefa mér gamla hjólið sitt og lét bamasæti fylgja með svo ég ætti hægt með að koma yngri syni mínum á barnaheimilið. Sama máli gegndi um fyrstu dönsku jólin mín. Jóladagata! drengjanna minna, listaverk með tuttugu og fjórum út- saumuðum húsum, prýddi íbúðina frá 1. desember. Er fram liðu stundir fundum við að vinátta okkar dýpk- aði. Við þurftum ekki alltaf að færa hlutina í orð. Við. vissum hvað leið. Gunna var tuttugu og fímm ára þegar hún eignaðist soninn Jesper. Hún var mjög hamingjusöm í móður- hlutverkinu og naut þess að vera með drengnum. Þegar þau Erling, barns- faðir hennar skildu eftir níu ára sam- búð gekk hún í gegnum erfítt tíma- bil. Þá kom sér vel að samband henn- ar og drengsins var traust og að þau voru góðir félagar. Það sótti á hana heimþrá en hún var mikill húmoristi: Þegar hún nefndi ísland og söknuð sinn þá var það einna helst skafrenn- ingurinn sem kom upp í hugann. Hún lagði alla tið mikla rækt við kennsluna, starfíð sem hún lengst af stundaði. Hún sótti mörg námskeið og bætti við sitt íslenska kennarapróf til þess að standa sem best að vígi. Ég minnist sendibréfa hennar frá þessu tímabili og símhringinganna því þetta var tíminn þegar Gunna varð ástfangin í annað sinn. Hann hét William Berg og þau voru samkennar- ar. Áhugamál beggja vora bókmennt- ir og saga. Þau áttu sumarbústað í Svíþjóð og þar dvöldu þau í fríum. Póstkort úr hjólreiðaferðalagi og ann- að úr fuglaskoðunarferð finn ég í skúffu. Danir eru ekki mikið fyrir formlegheitin en þau tóku sig til og giftu sig. Sumarið eftir lát hennar komu William og Jesper til Islands. Þau höfðu þijú ætlað að dvelja hjá Bergrós og skoða landið. Bergrós, móðir Gunnu, var fasti punkturinn í lífí dóttur sinnar hér heima. Sú sem bar kveðjur á milli landa og tengdi hana hvað sterkast íslandi. Við áttum saman yndisleg ár, sagði William. Þau vora bara alltof fá. Elsa Benjamínsdóttir. Minning Hólmfríður Einars- dóttirfrá Mjóafirði Fædd 23. maí 1912 Dáin 28. mars 1994 Hún amma okkar er dáin, hún amma á Norðfírði eins og við kölluð- um hana, jafnvel þó svo hún væri flutt í Kópavoginn fyrir löngu. Bless- uð sé minning hennar. Amma Hólfríður var þessi dæmi- gerða íslenska amma. Hjá henni vora alltaf fullir kleinu- eða kökudunkar frammi í skáp og á borðum var alís- lenskur matur, soðning og vellingur, eða flatbraut og flot. Þó einungis séu sex ár á milli okk- ar systranna eigum við okkar sterk- ustu minningar um ömmu frá ólíkum stöðum. Hóffý, sú elsta, man eftir henni á Seyðisfírði og þó sérstaklega á Djúpavogi, frá því hún var stelpa, þegar daglegur samgangur var milli heimilis okkar ög hennar. Við Olga og Arna eigum hins vegar flestar okkar minningar um hana frá Eski- firði og Norðfirði. Amma kom alltaf yfír á haustin og tók slátur með mömmu, auk þess sem hún prjónaði sokka á okkur öll, stagaði í leistana frá því árinu áður eða gerði hvort tveggja. Okkur fannst með ólíkindum hvað hún var brosandi og gamansöm þar sem hún stóð blóðug upp fyrir olnboga eða dæsti vettlingalaus við vaskinn í sjóðandi vatninu við vamba- þvott. Á kvöldin var svo spilað. Við vitum það nú að allt sem við kunnum í spila- mennsku lærðum við af henni og kaplarnir sem hún lagði við eldhús- borðið eru líka þeir einu sem við kunn- um. Henni var ýmislegt til lista lagt. Hún amma Hólmfríður kenndi okkur Olgu og Hóffy að dansa. Hún lét okkur standa á ristunum á sér og snerist svo með okkur í vals og polka. Ef tónlistin sem íslenska Ríkisútvarp- ið bauð upp á var henni ekki að skapi, þá settist hún með nikkuna og spilaði það sem betur hljómaði. Við stöndum í þeirri trú að þannig muni margir í fjölskyldunni eftir henni, brosandi með nikkuna. En amma var líka kröfuhörð og ströng. Hún þrælaði okkur út við pijónanám og þegar við vorum ung- lingar var ekkert útivistarleyfí á ömmu bæ. Við höfðum sko ekki mik- ið við það að gera að vera úti á kvöld- in — dagurinn var rétti tíminn til þess. Ömu þótti þetta alltaf sérlega óréttlátt og gerði mál úr, þótt árang- urinn yrði enginn. Og alltaf fór hún aftur í árlega haustheimsókn til ömmu á Norðfirði. Eftir að amma flutti í Kópavoginn komum við sem dags- eða kvöldgest- ir, einar sér eða saman. Þar réðu nægjusemin og glaðværðin ríkjum. Ef við vorum svo heppnar að systur hans pabba vora líka í heimsókn, komum við undantekningarlaust út- grátnar af hlátri til baka. Amma naut þess að taka á móti gestum, ekki hvað síst þessum hláturmildu konum. Hún fussaði yfír vitleysunni í þeim, skellti sér á lær, en hló allra mest og endurtók í sífellu „endaleysis ótta- leg vitleysa er þetta í ykkur stelpur". Árin færðust yfír, það hægðist á og smám saman færðist fjarski í aug- un á ömmu. Árin hennar á Sunnuhlíð vora góð og þó að hún þekkti ekki endilega alla sem til hennar komu undir lokin skipti það ekki máli. Hún var einhvem veginn stolt af sínu dags- verki og við af henni. Takk, elsku amma, fyrir allt sem þú kenndir okkur og þann grann sem þú tókst þátt í að leggja fyrir fram- tíð okkar. Við munum lengi hlæja vegna minninganna um gleðistund- irnar og -hinna minnumst við með þakklæti. Þínar, Arna, Olga Lísa og Hólmfríður Garðarsdætur. Minningar bamæskunnar era óijúfanlegar minningum um ömmu og afa. Flestar einhvem veginn tengd- ar sumri og sól. Nú þegar amma er dáin skjóta þessar minningar upp kollinum, hver af annarri, og maður fínnur fyrir söknuði. Söknuðurinn felst í eftirsjá í því sem var. En sökn- uðurinn er einnig blandaður léttleika. Því eins er með vakandi sál í sofandi líkama og sofandi sál í vakandi lík- ama, hvorug er í hvíld. Léttleikinn er yfír hvíldinni langþráðu. Ég kveð þig amma mín. brot austfirðir sumar amma. Djúpvogur í aftanmjúkri slæðu. hlátur spil amma. NorðQörður í beijabláma rökkri. far þú í mót þínu eilífa sumri. Þín Stína. Þórður Kristinn Jónsson — Minning Fæddur 4. mars 1916 Dáinn 31. mars 1994 í dag kveðjum við elskulegan afa okkar, en hann lést 31. mars sl. á afmælisdegi okkar tvíburasystr- anna. Afí var smiður og hafði smíð- ar bæði sem atvinnu og áhugamál. Ráku hann og Jonni sonur hans, sem lést fyrir sex árum, verkstæði sam- an á Selfossi í mörg ár. Okkur þótti mjög vænt um afa og minningin um hann er okkur afar dýrmæt en söknuðurinn ólýs- anlegur þegar hann nú er horfinn úr þessum heimi. Sambandið við hann og ömmu var sérstaklega náið. Fyrstu árunum eyddum við systurn- ar ásamt mömmu á heimili þeirra og áttu þau stóran þátt í uppeldi okkar. Við fluttumst frá ömmu og afa þegar pabbi kom heim frá námi, en vorum þó hjá þeim hvenær sem færi gafst og vorum oft með þeim í útilegum á sumrin. Eftir að við lukum gagnfræðaskóla fórum við í frainhaldsskóla á Selfossi og bjugg- um þá hjá þeiro í eiit ár. Eftir að * Jóhann Agúst Guðna- son - Minningarorð Fæddur 3. ágúst 1918 Dáinn 30. mars 1994 Elsku afi minn er dáinn. Ótal góðar minningar um samvera- stundir okkar hafa farið um huga mér síðustu daga. Afi minn og Sigurbjörg amma mín ráku myndarlegt bú á bænum Streiti í Breiðdal. Á nánast hverju sumri frá því að ég man eftir mér fór ég með foreldrum mínum í sveitina til afa og ömmu. Það var mikið tilhlökkunarefni að komast til þeirra, því að þar var gott að vera, og þar leið mér vel. Ég man að ég þekkti engan mann skemmtilegri en afa minn. Glettnin skein úr andliti hans og aldrei var langt í stríðnina og hláturinn. Afi minn var ákaflega kærleiksríkur og með eindæmum barngóður maður sem aldrei mátti neitt aumt sjá. Til hans var gott að leita. Þegar afi og amma komu til Reykjavíkur að heimSækja okkur, var gaman að lifa. Beðið var með andakt úti á flugvelli eftir að vélin lenti með þau innanborðs. Þá urðu miklir fagn- aðarfundir. Þegar heirn var komið hringdi ég í vinkonur mínar og boð- aði þær í heimsókn, því afí var líka vinur þeirra. Ég var ákaflega stolt af því að eiga þennan skemmtilega og góða afa. Seinna, þegar við voram vaxnar úr grasi, spurði afi alltaf frétta af þeim, því honum þótti enn vænt um þær þó hann sæi þær sjaldan. Nú síðustu ár hafa afi og amrna dvalist nokkrar vikur á hverju sumri á heilsuhæli Náttúralækningafélags íslands í Hveragerði. Afí minn var mikii félagsvera, og á heilsuhælinu var hann ávallt að fínna þar sem fólk var saman komið við spilamennsku eða annað. Fólk laðaðist að þessum káta og alúðlega manni. Þar eignað- ist hann marga vini og kunningja. Svo var það fyrir rétt rúmlega tveimur árum að afí minn veiktist alvarlega og náði hann aldrei fullri heislu eftir það. Hann naut umönn- unar elskulegrar ömmu minnar sem aldrei var langt undan. Nú er þessari baráttu lokið. Það er erfítt að kveðja þennan góða mann, en afastelpa á minningar sem aldrei verða máðar í burtu. Kærleikur sá og umhyggja sem þú alla tíð hefur sýnt mér, Þórami bróður mínum og Skúla Þór syni mínum, mun okkur aldrei gleymast. Elsku amma mín. Þú hefur sýnt aðdáunarvert æðraleysi og dugnað í veikindum afa. Þér og móður minni ásamt Hirti móðurbróður mínum votta ég samúð mína. Hanna María. við fluttumst til Reykjavíkur fylgd- ust þau með okkur í gegnum sím- ann. Þegar farið var heim til pabba og mömmu á Hvolsvöll var aldrei rennt í gegn um Selfoss án þess að kíkja við í Smáratúni, þó ekki væri nema til að kasta kveðju og kossi. Nú þegar afi Þórður er dáinn og horfinn sjónum eftir erfið veikindi sem hijáðu hann síðustu dagana erum við þess fullviss að honum líð- ur nú vel hjá Guði og hjá honum Jonna syni sínum. Minningin um afa mun lifa hjá öllum sem hann þekktu, því þó hann væri fastur fyrir var hann Ijúfmenni sem naut virðingar allra sem honum kynntust. Elsku amma og mamma. Guð varðveiti ykkur í sorg ykkar eins og hann varðveitir Þórð afa. Þórdís og María Kristín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.