Morgunblaðið - 09.04.1994, Page 23

Morgunblaðið - 09.04.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 23 Flugfélög Flugmönnum SAS fækkað um 300 Ósló. Reuter. FLUGMENN skandinavíska flugfélagsins SAS hafa samþykkt að fækkað verði um 300 störf hjá félaginu í samræmi við sparnaðará- ætlun, sem á að gera því kleift að rétta úr kútnum og skila hagnaði. Samkvæmt áætluninni hyggst félagið spara um þijár milljónir sænskra króna fyrir árslok 1995. Því marki á að ná með því að segja mönnum upp störfum með þeirra samþykki, en aðrir verði settir í hlutastörf, fari í ógreidd leyfi eða hætti störfum áður en aldursmörk- um er náð. „Enginn verður rekinn sam- kvæmt áætlun okkar,“ sagði Otto Lagarhus, flugrekstrarstjóri SAS. „Flugmönnum SAS fækkar um 300,“ sagði hann. „Þar við bætist sparnaður í stjórnun og á fleiri sviðum, svo að niðurskurðurinn mun nema alls 310 milljónum sæn- skra króna.“ Flugmennirnir samþykktu einn- ig að framlengja launastöðvun, sem hefur verið í gildi í tvö ár, til marz 1995. Samningurinn verður undirritaður í Ósló í næstu viku. SAS spáði því í síðasta mánuði að félagið yrði aftur rekið með hagnaði 1994 eftir 492 milljóna sænskra króna tap fyrir skatta í fyrra. SAS býst við áframhaldandi bata í alþjóðaflugmálum á þessu ári og leitar eftir samstarfi við ný, erlend flugfélög, þar sem viðræður við hollenzka flugfélagið KLM, Swissair og austurríska flugfélagið um samruna í eitt risastórt evr- ópskt flugfélag fóru út um þúfur í fyrra. Lagarhus sagði að félög flug- manna í Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku hefðu samþykkt að 3/7 fækkunarinnar næði til Svíþjóðar, en 2/7 til Noregs og 2/7 til Dan- merkur. Ola Eggen, formaður félags flugmanna SAS í Noregi, sagði að ráðstafanirnar væru hinar sömu og flugmennirnir hefðu lagt til við SAS fyrir páska. Greiðslukort Danir deila á ný um greiðslukort Kaupmannahöfn. NÝ DEILA um greiðslukort er í uppsiglingu í Danmörku í líkingu við þá sem geisaði þegar Dankortin svokölluðu voru tekin upp fyrir 10 árum að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende. Deilan snýst um það hver eigi að bera kostnað við greiðslu þegar greitt er með viðskiptanúmeri og án greiðslukorts. Smásöluverzlanir óttast að bankar muni reyna að færa kostnaðinn af Dankoitunum yfir á þær. Deilan á rætur að rekja til þess að danska þingið fjallar um frum- varp til breytinga á lögum um greiðslukort vegna nýs greiðslu- máta með rafeindatækni. Sam- kvæmt frumvarpinu eiga verzlanir og aðrir sem taka við greiðslum, sem ekki eru bundnar við greiðslu- kort heldur viðskiptanúmer, að bera kostnað við þá breytingu. Danskir smásölukaupmenn hafa sett sig upp á móti þessu og vilja hvorki bera kostnað af greiðslu- kortum né nýjum greiðsluaðferð- um. Viðskiptanúmerakerfi er notað í vaxandi mæli, til dæmis með svo- kölluðum heimaviðskiptum, þegar neytendur panta vöru í síma og greiða með því að nefna númer á viðskiptareikningi sem tekið er út af. Gert er ráð fyrir því að þessi greiðslumáti eigi eftir að færast mjög í vöxt á næstu árum. Félag afgreiðslufólks í Dan- mörku og danska neytendaráðið hafa lagzt gegn bœytingarfrum- varpinu á þeirri forsendu að þar sé hagsmuna neytenda ekki gætt sem skyldi. Tryggingar Baltica aftur með jákvæða afkomu Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA tryggingafyrirtækið Baltiea Forsikring hefur skýrt frá því að það hafi sýnt nokkurn ágóða í fyrra og líti björtum augum á horfurnar á þessu ári, en minnist ekki á fyrirhuguð eigendaskipti. Nettóhagnaður nam 25 milljón- um danskra króna miðað við 445 milljóna króna nettótap 1992. Spáð er meiriháttar tekjuaukningu á þessu ári vegna átaks til þess að draga úr kostnaði. Einkum er búizt við að slysatryggingar muni auk- ast, en einnig er bent á að líftrygg- ingar aukist jafnt og þétt. Eigið fé fyrirtækisins minnkaði í 5,67 millj- arða króna miðað við 7,8 milljarða króna í árslok 1992. Baltica Forsikring er annað stærsta tryggingafélag Danmerk- ur, næst á eftir Codan A/S, en hið umsvifamesta á sviði slysatrygg- inga. í maí var það klofið frá dauð- vona móðurfyrirtæki, Baltica Hold- ing, sem nú kallast Finansierings- selskabet Gefion A/S. Gefion geng- ur nú frá lokasölu á leifunum af eignum Baltica Holding Forsikring. Stærsti banki Danmerkur, Den Danske Bank, á 33% hlutabréfa í Baltica Forsikring, en fyrirtækið sjálft 27%, Gefion 23% og Codan 10%. Til stendur að selja um 80% allra hlutabréfa Baltica Forsikrings þegar fyrirhuguð eigendaskipti fara fram og hingað til hafa Den Danske Bank, dönsku tryggingafyrirtækin Codan og Alm. Brand og sænska fyrirtækið Forsákrings AB Skandia látið í ljós áhuga á hugsanlegu sam- komulagi um meirihluta hlutabréfa. Baltica og fleiri illa stödd trygg- ingafyriitæki á Norðurlöndum hafa orðið fyrir barðinu á samdrætti og innbyrðis baráttu helztu trygginga- félaga um markaði og völd. 4 JiiJ.,. SWj ; f þeklfir þú hana ? ■7/.f % Reikningaflóð, sveiflur í útgjöldum og þú veist ekki hve^Wiílcpf er til ráðstöfunar í mánuðinum? Nei, rétta leiðiirer fyrirhyggja, útgjaldadreifing og reglubundinn sparnaður \ gjörið svo vel.►►► ,»/' Jf víðtæk f jármálaþ jónusta V- •£. cr- X,. % \ % % % / / ? fl> QÍ $ M ð’ C G? S Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.