Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Vísindi, tækni, nýsköpun Olafur G. Einarsson menntamál aráðherra mælti nýlega fyrir stjórnar- frumvarpi um Vísinda- og tækniráð íslands. Samkvæmt frumvarpinu skal ráðið vera sjálfstæð stofnun sem heyri undir menr.tamálaráðuneytið. Hlutverk þess verður að treysta stoðir íslenzkrar menn- ingar og atvinnulífs með því að stuðla að markvissu vísinda- starfi, tækniþróun og nýsköp- um í grein menntamálaráðherra hér í blaðinu á dögunum, sem fjallar um vísindastefnu stjórn- valda, segir m.a.: „Vísindi verða sífellt mikil- vægari hveiju þjóðfélagi. Til vísindalegrar hugsunar og at- hafna getum við ekki aðeins rakið bætta afkomu okkar í efnahagslegum skilningi, held- ur einnig þann skilning og hugmyndir sem við höfum um okkur sjálf, umhverfi okkar og menningu. Vísindi og tækni hafa áhrif á atvinnuhætti, sam- göngur, samskipti og heilsufar, svo fátt eitt sé nefnt. í dag leggja því flestar þjóðir vax- andi áherzlu á vísinda- og rannsóknarstarf. “ Að frumkvæði menntamála- ráðherra hefur verið unnið víð- tækt athugunar- og undirbún- ingsstarf að stefnumótun ís- lenzkra stjórnvalda á þessum vettvangi. Þar komu bæði við sögu sérfræðinganefnd á veg- um Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD) og ráðherraskipuð nefnd til að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um vísinda- og tæknistefnu. Til þess að fá fram sjónarmið sem flestra er starfa að vísinda- og tæknimál- um, boðaði ráðherra til mál- þings um vísindastefnu stjórn- valda í nóvember síðastliðnum, sem sótt var af um hundrað manns. Vísindastefnunefnd menntamálaráðherra samdi síðan frumvarp til laga um yfirstjórn vísinda- og tækni- mála í landinu, sem kæmi stað laga um Vísindaráð og Vís- indasjóð, Rannsóknaráð ríkis- ins og Rannsóknasjóð. Meginatriði frumvarps menntamálaráðherra felur í sér „sameiningu Vísindaráðs og Rannsóknaráðs; að mat og út- tektir verði gerð að virku stjórntæki í vísinda- og tækni- starfi; að Rannsóknanámssjóð- ur verði lögfestur og að heimil- að verði að setja á stofn emb- ætti prófessora, sem einungis sinni rannsóknarstörfum", eins og segir í grein menntamála- ráðherra hér í blaðinu. Nýju Vísinda- og tækniráði er ætlað að fylgjast með fram- vindu í vísindum og tækni, meta árangur rannsóknar- starfs, leita leiða til að efla rannsóknir og alþjóðlegt vís- indasamstarf. Því er og ætlað að vera ríkisstjórn og þingi til ráðuneytis um stefnumörkun í vísindum, rannsóknum og ný- sköpun. „Með einu ráði er við- urkennd nauðsyn þess“, segir ráðherra, „að vísinda- og tæknisamfélagið, atvinnulífið og stjórnvöld verði samstiga í þessum efnum og undirstrikuð eru tengsl grunnvísinda, hag- nýtra rannsókna og nýsköpun- ar.“ Ólafur G. Einarsson fagnar því og sérstaklega í grein sinni að settur hefur verið á stofn rannsóknanámssjóður til að styrkja nemendur til fram- haldsnáms til meistaragráðu og doktorsprófs. Sem og að heimild fáist til þess að skipa sérstaka rannsóknarprófess- ora, sem einungis sinni rann- sóknum og ætlað er að byggja upp rannsóknir á sviðum sem talin eru mikilvæg. Orðrétt segir hann: „Vísinda- og tækniráð mun starfrækja tvo sjóði er styrkja rannsókna- og þróunarverk- efni. Kröfur um vísindaleg gæði verða ráðandi fyrir út- hlutanir úr báðum sjóðunum. Áherzla verður lögð á að meta þann árangur, jafnt fræðilegan sem efnahagslegan, sem næst í vísinda- og tæknistarfsem- inni. Mat á frammistöðu verður gert að virku stjómtæki, bæði í starfsemi sjóðanna og ráðsins sjálfs.“ Reynslan sýnir að þær þjóð- ir, sem veija hvað mestum fjár- munum til menntunar fólks, almennrar og sérhæfðrar, og til vísinda, rannsókna og þró- unar, ekki sízt í þágu atvinnu- lífsins, skila mestum verðmæt- um á hvern vinnandi einstak- ling og búa þar af leiðandi við bezt afkomuöryggi. Það ber að fagna því að vísinda- og tæknistefna ríkisstjórnarinnar og frumvarp menntamálaráð- herra um Vísinda- og tækniráð íslands efla samvinnu atvinnu- lífsins, stjórnvalda og vísinda. Vegurinn til framtíðarhag- sældar er varðaður menntun, þekkingu, vísindum og rann- sóknum. Þær þjóðir sem ekki halda vöku sinni í þessum efn- um heltast einfaldlega úr vel- ferðarlestinni. Fyrsta sameiginlega ráðstefna íslenskra hjúkrunarfræðinga Kynna niðurstöður rann- sókna hjúkrunarfræðinga RÁÐSTEFNA Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Hjúkrun ’94, var sett í gær í Háskólabíói að viðstöddum Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, Guðmundi Árna Stefánssyni, heilbrigðisráðherra, og um 450 hjúkrunarfræðingum. Ásta Möller, formaður félagsins, setti ráðstefnuna og sagði að á ráðstefn- unni yrðu kynntar niðurstöður rannsókna íslenskra hjúkrunarfræðinga sem væru margvíslegar. Ráðstefnan, sem stendur í tvo daga, er fyrsta sameiginlega ráð- stefna hjúkrunarfræðinga hér á landi, en félög þeirra sameinuðust í janúar síðastliðnum. Ásta sagði að félagið legði í ár áherslu á stöðu fjölskyldunnar, en Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 1994 fjölskyldunni. Alþjóðasamtök hjúkrunarkvenna hefðu lagt línuna með slagorðinu „Heilbrigðar fjöl- skyldur fyrir heilbrigðar þjóðir", og það væri markmið félagsins. í frumvarpinu er miðað við að það verði ákvörðun hvers sveitarfélags hvort íbúar þess fái greiddar húsa- leigubætur og eiga sveitarstjórnir að ákveða fyrir 1. október ár hvert hvort greiddar verði bætur næsta ár á eft- ir. Sveitarfélögin eiga að leggja út fé til greiðslu bótanna en ríkið endur- greiðir þeim 60% af útlögðum kostn- aði. Gert er ráð fyrir að heildarkostn- aður við greiðslu bótanna verði 650 milljónir króna á ári og þar af greiði ríkið 400 milljónir króna. Skilyrði Skilyrði fyrir húsaleigubótum er meðal annars að húsaleigusamningur um íbúðarhúsnæði sé til 6 mánaða eða lengri tíma og honum hafi verið þinglýst. Einnig er miðað við að um sé að ræða íbúð með að lágmarki einu svefnherbergi ásamt sér eldhúsi eða eldunaraðstöðu og sér snyrtingu eða baðaðstöðu. Þingmenn gagn- rýndu nokkuð hve skilyrði fyrir bót- unum væru ströng, og bentu meðal annars á kostnað við þinglýsingu húsaleigusamnings. Fram kom að sá kostnaður er 1.000 krónur. Hún sagði að reynsla hjúkrunar- fræðinga væri dýrmæt og miður væri að stjómvöld leituðu ekki til þeirra við stefnumótun í heilbrigðis- málum. Afburðafærni í starfi Aðalgestur ráðstefnunnar er Patricia Benner, prófessor í hjúkrun- arfræði við Kaliforníuháskóla í San Fransisco, og sagði Ásta hana vera leiðandi sérfræðing á sviði hjúkrunar- fræði. Rannsóknir hennar fj'alla um í drögum að reglugerð, sem fylgir frumvarpinu, er miðað við að bó- taupphæðin sé 7 þúsund krónur að grunni. Síðan bætast við 4.500 krón- ur fyrir fyrsta barn, 3.500 krónur fyrir annað og 3 þúsund krónur fyrir þriðja. Þá bætast við 12% þess hluta leigufjárhæðar sem er á milli 20 þús- und og 45 þúsund krónur. Er þess- ari útfærslu ætlað að koma i veg fyrir að greiðsla húsaleigubóta leiði til hærra leiguverðs. Bæturnar skerðast síðan um 2% af árstekjum umfram 1,5 milljónir og er þá miðað við samanlagðar tekj- ur þeirra sem eiga lögheimili í leigu- húsnæðinu, þar á meðal barna 20 ára og yngri. Þá verða bætumar eignatengdar og skerðast við eignir umfram 3 milljónir. Lagt er til að húsaleigubætur telj- ist til tekna og bótaþegar greiði af þeim tekjuskatt. Með hiiðsjón af því voru bótaupphæðirnar hækkaðar frá upphaflegum áformum en nefnd um húsaleigubætur hafði miðað við að lágmarksbætur yrðu 5 þúsund krón- ur og hámarksbætur 15 þúsund krónur. hvernig hjúkrunarfræðingar ná af- burðafærni í starfi. Annar gestafyrirlesari er Mari- anne Arndt, sem íjallar um siðfræði og hjúkrun og viðbrögð hjúkrunar- fræðinga við mistökum. Hún sagði að mikil þróun hefði orðið innan hjúkrunarstéttarinnar undanfarin ár. Aðrir fyrirlesarar eru íslenskir og í fyrirlestrum þeirra verður meðal annars fjallað um raunveruleika barna með iangvinn veikindi, líknarmeðferð, verki, reynslu kvenna með krabba- mein og viðhorf til sorgarinnar. Víða verk að vinna Jóhanna Sigurðardóttir sagði ánægjulegt að FIH tæki þátt í átaki um ár fjölskyldunnar. Hún sagði að hjúkrunarfræðingar kæmu víða við í sínu starfi og víða væri verk að vinna hér á landi til að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan þegna landsins. Því þyrfti að leggja áherslu á gott samstarf á milli hjúkr- unarfólks og félagsmálaráðuneytisins. Guðmundur Árni sagði að heil- brigðisþjónusta stæði nú á tímamót- um, tækninni fleygði fram en fjár- magn væri af skornum skammti og því þyrfti að ákveða hvernig fjár- magninu væri best varið. Þar sem hjúkrunarfræðingar væru fjölmenn- asta starfsstéttin í heilbrigðiskerfinu komi yfírsýn þeirra að miklu gagni við skipulagningu og hagræðingu. útgjölc lækkut ÚTGJÖLD til sjúkratrygginga á árinu 1993 lækkuðu um 935 millj- ónir króna á síðasta ári, sem er tæplega 9% lækkun á föstu verð- lagi. Þessi útgjaldaliður hefur að jafnaði hækkað um nokkur pró- sent á ári. Útgjöld til lyfjamála lækkuðu um 10% milli áranna 1992 og 1993. Útgjöld vegna sér- fræðilækniskostnaðar lækkuðu um 180 milljónir og útgjöld vegna tannlæknaþjónustu lækkuðu um 300 milljónir. í fjárlögum fyrir árið 1993 var stefnt að því að lækka útgjöld til sjúkratrygginga um 700 milljónir. Þetta markmið náðist og gott betur því að sparnaðurinn milli ára varð 945 milljónir. Þetta eru allmikil Mælt fyrir frumvarpi um húsaleiffubætur Þinglýsing samn- ings forsenda bóta HÚSALEIGUBÆTUR verða að hámarki 21 þúsund krónur á mánuði og 7 þúsund krónur að lágmarki fyrir hverja íbúð, samkvæmt drögum að reglugerð um slíkar bætur sem fylgja með lagafrumvarpi um húsaleigu- bætur. Félagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær en þar er meðal annars miðað við að umsókn um húsaleigubætur fylgi þinglýstur leigusamningur og að bæturnar teljist til skattskyldra tekna. Lögin eiga að taka gildi um næstu áramót. Tónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík í Langholtskirkju TÓNLEIKAR Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Lang- holtskirkju á morgun, sunnudag- inn 10. apríl, og hefjast þeir klukk- an 17. Að þessu sinni flytur hljómsveitin ásamt nemendum söngdeildar nokk- ur atriði úr óperunum Carmen eftir Bizet og Töfraflautunni eftir Mozart. Einnig verður flutt Sinfónía nr. 8 í G-dúr op. 88 eftir Antonin Dvorák. Söngvarar með hljómsveitinni eru Berglind Einarsdóttir, mezzósópran, Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, sópran, Erla Berglind Einarsdóttir, sópran, Helga Rós Indriðadóttir, mezzósópran, Margrét Stefánsdóttir, sópran, Sigrún Jónsdóttir, mezzó- sópran, og Xu Wen, sópran. Stjórn- andi er Kjartan Óskarsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Frá æfingu nemenda í Tónlistarskólanum í gær. Morgunblaðið/Svcirir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.