Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 43 1 Minning Elín Ólafsdóttir Stephensen Heyrirðu fossinn þruma í gljúfrum gráum, gnötur-dyn þjóta í stuðlabjörgum háum? Þaðan þú græddir táp og taugaþrótt, tungunnar map - og sálarþreksins pótt. Þar eru kraftalög kveðiri. Þessar hendingar í Átthagaljóði Sigurðar Arngrímssonar um Aust- urland minna miklu helzt á Horna- fjörð, — en á Fljótsdalshérað ljóðlín- urnar, sem eru fremur yfirskrift landsins og fólksins veru: Hlustaðu með mér — heyrðu vorsins óma. Hásumargeislar yfir dalnum ljóma. Heyrirðu blómin um bala sín blíðmál- in hjala? Frú Elín á Egilsstöðum átti ung- lingsárin suður í Hornafirði, þroskaár æskunnar í Bjamarnesi í Nesjum, þar sem síra Olafur Stephensen fað- ir hennar var prestur í 11 ár frá fermingarvori hennar 1919, og lengst af prófastur Austur-Skaftfell- inga. Síra Olafur var sonur Magnúsar bónda í Viðey, sonar Ólafs sekretera, Magnússonar konferenzráðs, Ólafs- sonar stiftamtmanns síðast í Viðey, sonar síra Stefáns Ólafssonar á Höskuldsstöðum. Var hann dóttur- sonur síra Stefáns skálds í Valla- nesi. Ólafur frá Höskuldsstöðum, sem var verðlaunað valmenni og ein- hver hinn tillitssamasti embættis- maður við fátækan landslýð, nefndi sig Stephensen, enda Hafnarkandí- dat. Fór líkt og um Stefán Þórarins- son amtmann á Möðruvöllum frænda hans, að hann varð oft kallaður Thor- arensen og niðjar í karllegg alfarið. Helzt svo enn og eru þær ættir kunn- ari en frá þurfi að segja. Síra Ólafur Stephensen var kvæntur Steinunni Eiríksdóttur á Karlsskála í Reyðarfírði Björnssonar. Var Eiríkur rausnarbóndi mikill, seg- ir síra Einar ættfróði, og meðal barna hans og Sigríðar Páldsóttur á Karls- skála, auk Steinunnar, Guðný húsfrú á Kirkjubæ á Straumey, kona Joa- nesar Paturssonar kóngsbónda og forgöngumanns í Færeyjum. Helga systir þeirra átti Jón Ólafsson skáld og alþingismann frá Kolfreyjustað, Indriðasonar. Þegar síra Ólafur fékk Bjarnar- nes, var hann kominn á roskinn ald- ur, fæddur 1863, en hafði áður þjón- að í Mýrdalnum og um mörg ár á Mosfelli í Mosfellssveit. Bjuggu þau Steinunn á Lágafelli og voru átta börn þeirra fædd, áður en þau fóru þaðan, en Elín og Ingibjörg í Skild- inganesi við Skerjafjörð, þar sem þau bjuggu í tvö fardagaár. Lifir nú Ingi- björg ein þeirra systkina. Ragnhildur var miklu yngst og fædd, er þau bjuggu á Grund í Grundarfirði. Þar vestra í byggðum Breiðaljarðar ólst Elín upp á stóru heimili útvegsbónd- ans, en eftir eilefu ára umsvif til sjós og lands, kaus síra Ólafur að hverfa aftur að prestsþjónustu og fóru þau þá austur í Hornafjörð. Fermdist Elín þar í kirkjunni við Laxá við fyrstu messu föður*síns í Bjarnarnes- prestakalli. Var búnaður síra Ólafs stór í Bjarnarnesi og framkvæmdir miklar í ræktun og húsagerð. Fór orð af, ekki sízt rafstöðvarbyggingu hans, en Skaftfellingar brautryðjend- ur um vatnsafistöðvar. Auk ungl- inganáms til munns og handa, helzt og bezt í foreldrahúsum, réðst Elín til námsdvalar á Kristjánssandi allra sunnanverðast í Noregi. Var hún þar í eitt ár. Hin fallega og glaðlynda, íslenzka prestsdóttir settist ekki að erlendis eins og sumar frænkur hennar frá Karlsskála höfðu gert. Ólafur Jónsson1 dýralæknir, sonar- sonur hennar, segir frá því í minning- arorðum í kyrruviku fyrir útför ömmu sinnar, að hún kynntist mannsefni sínu á utansiglingunni. Var þá samskipa henni Pétur sonur Jóns bónda Bergssonar á Egilsstöð- um á leið á norskan búnaðarskóla. Þau Pétur og Elín giftust í kirkj- unni við Laxá á útmánuðum 1929, ári fyrr en síra Ólafur lét af störfum. Hér hafði hún áít góð æskuár og glaða daga unglingsins og síðan ungrar konu. „Þaðan þú græddir táp og taugdþrótt, tungunnar magn — og sálarþreksins gnótt. Þar eru kraftalög kveðin." Umhverfíð mótar. Tigin fegurð við jöklabirtu og dökka sanda. Sól og regn á hinu hlýjasta landshorni. Kraftar andstæðnanna voru kvæðalagið, sem græddi þann taugaþrótt, er aldrei þvarr við Lagar- fljót starfsævinnar, þá sálarþreksins gnótt, sem ekki brást við sonarmissi og síðar langæ veikindi eiginmanns og dauða 1991, hvað þá ýmist mót- drægt frá amstri daganna á Egils- stöðum, en heimilið var stórt og bú- reksturinn færðist þeim hjónunum í fang með árunum, en Ólafur, sonur- inn ungi, sem við skyldi taka, burt- kallaður í slysför. Yngst barna þeirra Áslaug giftist Austfirðingi og búa þau syðra, en Margret og Jón dýra- læknir á Egilsstöðum og var það foreldrum þeirra afar mikils virði, og henni nú síðast í stuttum ekkju- dómi, er hún dvaldi gjarna hjá Mar- greti, sem býr í túninu heima. Á hinum fyrri árum í gamla, stóra timburhúsinu á Egilsstöðum var tengdamóðir Elínar, Margret Péturs- dóttir frá Vestdal, í heimili með þeim, en hún lézt nær áttræð 1944. Einnig Ólöf verzlunarmaður og fröken Sig- ríður stöðvarstjóri áralengi, en Sig- ríður tók við símstöðinni af foreldrum sínum. Var hér fyrst talað í síma milli byggðarlaga á landinu og frá Egilsstöðum við Seyðisfjörð, er lína var lögð 1906. Hér við margfaidaðist mannaferð og var þó ærin fyrir, vegna verzlunar og samgangna á landi og á Fljótinu. Kom sér nú vel fyrir húsfreyju að hafa heyrt fossinn þruma í gljúfrum gráum, gnötur-dyn þjóta í stuðlabjörgum háum. Hafa hlýtt á kraftalög kveðin. Því gat frú Elín sinnt kalli hversdagsins í þeirri tignu ró, sem ekki þokaði fyrir há- reysti ólíkra sjónarmiða og átökum umhverfisins í lífshorfi og baráttu viðfangsefnanna. Gleði æsku hennar og upplags skein í gegnum þetta allt. Og hafí nokkur eystra fegrað hina alkunnu austfírzku kímni, var það frú Elín Stephensen. Brosið eitt — eins og í auðu bilinu skopskyns og samúðar — er ógleymanlegt frá'1’ nánum vinarkynnum, er ég átti tíðum stund hjá þeim Pétri og þá iðulega næturgistingu á vetur, en snjóþung leið upp í Vallanes. Síðan er fullur aldarfjórðungur, en þegar á þeim árum var komið kvöld á verkmiklum búdegi þeirra, heimilið næsta létt, miðað við þá önn, sem áður var, og Pétur gat stundað íþrótt sína með hestunum að vild. Þetta urðu mörg góð ár, unz heilsan tók að bila, eink- um hans. Að Pétri og Elínu á Egilsstöðum er mikill svipur á Héraði. Ekki af því, hve kunn þau voru á langri mannsævi, heldur af hinu, sem frægði þau eystra, hinum dýru mannkostum, sem þau voru gædd. Víst gátu þau tekið undir við Átt- hagaljóðið: Lærðum við ung að leika á huldu-strengi, lífsins á þessu kæra fósturvengi. Því að enn koma aðrir, þegar hinir fara og þar eru sólarlög sungin. Ennþá er vorið æskubjart að yngjast, átthagaljóðin jafnan enn að syngjast. Sumar í sveitum og fjörðum. Guði séu þakkir, að þessi varð síð- ust fastan í jarðneskri veru frú Elín- ar Stephensen — að hún fékk að ganga frjáls í andanum inn í páska- dýrðina. Til hins eilífa vors í sumar- landi líkingamáls trúarinnar. Agúst Sigurðsson, Prestbakka. Föstudaginn 25. mars sl. andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum Elín Ólafsdóttir Stephensen, húsfreyja á Egilsstöðum, og var hún jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 2. apríl. Er eg og fjölskylda mín vorum á ferð austur á Hérað, fyrir rúmum mánuði, heimsóttum við Elínu á sjúkrahúsið á Egilsstöðum, en þar hafði hún dvalið stuttan tíma vegna veikinda. Hún tók á móti okkur af mikilli hlýju og gleði, eins og alltaf er við komum til hennar á heimili hennar á Egilsstöðum, en þar vorum við allt- af aufúsugestir, hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Er eg frétti andlát Elínar reikaði hugur minn til baka og ótal endur- t Elskulegur eiginmaöur minn, faftir okkar, tengdafaftir, afi og langafi, ALBERTS. GUÐMUNDSSON fyrrverandi ráðherra, andaðist þann 7. apríl 1994. Brynhildur H. Jóhannsdóttir, Helena Þóra Albertsdóttir, Ingi Björn Albertsson, Magdalena Kristinsdóttir, Jóhann Halldór Albertsson, Margrét Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaftir og afi, ÞÓRARINN ST. SIGURÐSSON fv. sveitarstjóri, Hringbraut 136B, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur aðfaranótt 8. apríl. Þorbjörg Daníelsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KARLS EMILS BJÖRNSSONAR, áður Sólvöllum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Skjaldarvík og dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir góða umönnun. Ingimar Snorri Karlsson, Ólöf Guðbjörg Kristjánsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Júlíus Fossdal, Sigrún Árnadóttir, Sverrir Jónatansson, Regína Árnadóttir, Svavar Sigursteinsson, Halldóra Árnadóttir, Snorri Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. minningar rifjuðust upp, alveg aftur til bernskuáranna, en Elín hefi eg þekkt frá því eg fyrst man eftir mér. Elín var fædd á Skildinganesi við Skeijafjörð 19. október 1904. For- eldrar hennar voru séra Ólafur Stephensen frá Viðey, síðar prófast- ur að Bjarnarnesi í Hornafírði og Steinunn Eiríksdóttir frá Karlsskála við Reyðarfjörð. Elín ólst upp í stór- um systkinahópi, en hún var níunda í röð 11 systkina, en af þeim dó eitt í bernsku. Elín flyst á Egilsstaði 1929 en hún giftist frænda mínum Pétri Jónssyni bónda á Egilsstöðum 10. mars það ár. Það hefir verið sagt að þau Pétur og Elín hafi verið eitt glæsilegasta par þess tíma á Austurl.andi og þótt víðar væri leitað. Pétur lést 1. ágúst 1991. Pétur og Elín eignuðust fjögur börn, en þau eru: Jón, f. 23. júní 1930, héraðsdýralæknir á Egilsstöð- um, hann er kvæntur Huldu Matthí- asdóttur og eiga þau þijú börn, Ólaf, Guðrúnu og Elínu Hrund; Ólafur, f. 11. nóvember 1932, sem lést af slys- förum 26. desember 1955; Margrét f. 14. ágúst 1937, póstfulltrúi á Egilsstöðum, gift Jónasi Gunnlaugs- syni og eiga þau fjögur börn, Elínu, Ragnhildi, Sigríði og Gunnlaug; Steinunn Áslaug, f. 8. mars 1944, starfsmannastjóri Alþýðubankans, búsett í Kópavavogi og gift Viðari Sigurgeirssyni og eiga þau tvö börn, Pétur og Rósu. Eins og áður segir þá rifjuðust upp margar endurminningar bernskuára minna er eg frétti andlát Elínar. Frá blautu barnsbeini vandi eg komur nn'nar „inn í hús“ til þeirra Elínar og Péturs. Þar var mér alltaf vel tekið. Þai- ríkti alltaf glaðværð og létt lund. Þau voru bæði einstaklega lagin við að tala við börn gáfu sér tíma til þess að hlusta á það sem þau sögðu. Bæði voru þau spaugsöm og miklir húmoristar og börn hænd- ust að þeim. Eg lék mér mikið með þeim Jonna og Óla, sonum þeirra, og gekk þá stundum mikið á, er við lögðum svo til allt húsið undir okk- ur, frá háalofti niður í kjallara. Aldr- ei man eg eftir að hafa fengið ávítur eða styggðaryrði, hvað sem á gekk, og Elín gat jafnvel brugðið á leik og fundið upp á ýmsum tilækjum til að gera leikina eftirminnilegri og skemmtilegri. Það fór ekki á milli mála að sumt af þessu hafði hún tekið í arf frá sínum stóra systkina- hópi. Frá því eg var smá polli hefi eg verið heimagangur á Egilsstöðum II, og segja má að þar hafi verið mitt annað heimili. Eftir að eg kvæntist og eignaðist börn hefir öll fjölskylda mín notið sömu hlýju og ástúðar og eg var aðnjótandi þar í æsku. Börnin okkar sóttu alltaf „inn í hús“ til Elín- ar og Péturs til að spjalla við þau um lífið og tilveruna eða hvað sem var, eða til að leika sér þar með barnabörnum þeirra, sem voru á svipuðum aldri og sóttu mjög til afa síns og ömmu. Elín var mikil húsmóðir. Þau hjón- in voru mjög gestrisin og það var alltaf mjög gestkvæmt á heimili þeirra. Þau voru mjög samstillt í því að láta alltaf gestum sínum líða vel, húsfreyja með myndarlegum veiting- um, og þau bæði með hlýju og giað- legu viðmóti, enda bæði skemmtileg með afbrigðum. Það var mikið áfall fyrir fjölskyld- una þegar yngri sonurinn, Ólafur, aðeins 23 ára, fórst af slysförum á annan jóladag 1955, er hann hrakt- ist fram af Ásklifinu í ofsaveðri eftir að snjóbíll sem hann ók hafði bilað. Þyngst lagðist þetta slys á Elínu og það tók hana mörg ár að ná sér eft- ir það og hún hefír aldrei verið söm. Nú er Elín horfín yfir móðuna miklu, þangað sem allir fara að lok- um. Henni hefir áreiðanlega verið fagnað af ástvinum, sem á undan eru gengnir. Eg og ljölskylda mín erum þakk- lát fyrir að hafa átt samleið með þessari ágætu konu, og fvrir alla góðvild hennar í okkar garð, og send- um börnum hennar og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Elínar Steph- ense'n. Ingimar Sveinsson. t Systir okkar, SIGRÍÐUR ANNA VALDIMARSDÓTTIR, Freyjugötu 46, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 7. apríl. Þorkell Valdimarsson, Sigurður Valdimarsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGUNN H. SIGURJÓNSDÓTTIR HLÍÐAR hjúkrunarkona, Laugateigi 9, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Dætur, tengdasynir og barnabörn. t Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við aldlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KARLS LÚÐVÍKSSONAR, Digranesvegi 56, Kópavogi. Kristín Kristjánsdóttir, Hilmar Karisson, Kristín Pétursdóttir Kristján Pétur Hitmarsson, Guðrún Svana Hilmarsdóttir. t Við þökkum öllum, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU PÉTURSDÓTTUR, Lækjartúni v/Vatnsveituveg, Reykjavfk. Guðrún Lárusdóttir, Arne Jonasson, Pétur E. Lárusson, Þórunn E. Lárusdóttir, Jakob Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.