Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 UM HELGINA Körfuknattleikur Úrslitakeppni karla: LAUGARDAGUR Njarðvík: UMFN - UMFG...........16 ■Þetta er annar úrslitaleikur liðanna um Islandsmeistaratitilinn. Úrslitakeppni kvenna: SUNNUDAGUR Keflavík: iBK-KR................20 Aðalsmót Aðalsmót verður haldið í körfuknattleik dagana 11., 13. og 15. apríl og verður leikið í Austurbergi. Mótið er fyrir Lávarða, 30 ára og eldri, og Kónga, 40 ára og eldri. Þátttaka tilkynnist til Torfa Magnússonar í síma 12523 í síðasta lagi á morgun. Handknattleikur Úrslitakeppni kvenna: LAUGARDAGUR —.Sarðabær: Stjarnan - Vikingur.16.30 ■Þriðji leikur liðanna um Islandsmeistara- titilinn. Úrslitakeppni 2. deildar karla: Digranes: HK-UBK..........'.....16 Fjölnishús: Fjölnir-Fram........16 Seltjamames: Grótta - ÍH........16 MÁNUDAGUR Úrslitakeppni kvenna: Víkin: Víkingur- Stjarnan.......20 ■ Fjórði leikur liðanna og hugsanlega sá síðasti. Höllin: Fram - KR............20.30 ■Þriðji leikur um 3. sætið. Knattspyrna Reykjavíkurmótið: LAUGARDAGUR Gervigrasið: ÍR - Valur.........17 MÁNUDAGUR Gervigrasið: Ármann - Leiknir...20 Almenningshlaup Kópavogshlaup Breiðabliks Hlaupið fer fram í dag í Kópavogsdalnum og hefst kl. 14. Keppt verður í þremur ald- ursflokkum karla og kvenna auk þess sem sérstakur fjölskylduriðill verður þar sem þrír em í hverri sveit. Breiðholtshlaup ÍR Fyrsta Breiðaholtshlaup ÍR af þrertiur verður í dag og hefst kl 11 við íþrótthús Seljaskóla. Næstu hlaup verða 16. apríl og 23. apríl. Hlaupið er ætlað krökkum á aldr- inum 6-15 ára, þau yngri hlaupa 800 metra en þau eldri 1.600 metra. Engin þátttöku- gjöld og skráning á staðnum. Keila Laugardagsmót Nýliða og Keiluhallar- innar verður i kvöld og hefst kl. 20. Vélsleðakeppni íslandsmótið í vélsleðaakstri verður hald- ið i Bláfjöllum um helgina á vegum Polaris- klúbbsins. Keppnin hefst i dag kl. 10 með fjallaralli og kl. 14 verður keppt í tvíhliða braut. Á sunnudaginn verður spyrnukeppni kl. 10 og snjókross hefst kl. 14, en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er til Isalndsmeist- ara í krossinu. Aðgangseyrir er kr. 400 en frítt fyrir 12 ára og yngri. Hestaíþróttir Framhaldsskólamót í hestaíþróttum hófst í gær og heldur áfram í dag í Reiðhöllinni kl. 9 með keppni í fimmgangi. Kl. 13. verð- ur töltkeppni. Sautján skólar víðs vegar af landinu taka þátt og eru um 50 keppendur skráðir til leiks í hverri grein. Á morgun kl. 20 hefjast úrslit í öllum greinum. KORFUKNATTLEIKUR Sextándi sigur Knicks í sfðustu sautján leikjum Derek Harper var hetja New York Knicks í fyrrinótt þegar hann tryggði liði sínu sigur gegn Cieveland Cavaliers, 97:94. Harper setti niður þriggja stiga skot þegar 6,7 sekúndur voru eftir af fram- lengingunni, en það var einnig hans fyrsta verk í framlengingunni að skora þriggja stiga körfu. Hann átti annars ágætan ieik og gerði 22 stig og eru það jafn mörg stig og hann hefur mest gert áður hjá Knicks. Þetta var níundi sigurleikurinn í röð hjá Knicks á heimavelli og liðið hefur nú unnið 16 af síðustu 17 leikjum sínum. Charles Oakley átti stóran þátt í sigrinum því hann gerði 24 stig, sem er metsjöfnun hjá honum, og náði auk þess 15 fráköstum. Terrell Brandon gerði 21 stig fyrir Cavaliers og John Willimas var með 18 stig og 16 fráköst. Það vantaði þrjá fastamenn í lið Cavali- ers, þá Brad Daugherty, Larry Nance og Mark Price og Tyrone Hill meiddist á fyrstu mínútunni og lék ekki meira með. Þetta var sjö- undi leikur liðanna í vetur og hefur Knicks sigrað í þeim öllum. New York hefur nú ijögurra stiga forystu á Atlanta í Austurdeildinni og vantar aðeins tvö stig til að tryggja sér sigur í Atlandshafsriðl- inum annað árið í röð. Derrick Coleman var stigahæstur í liði Nets er það vann Atlanta Hawks 93:87. Coleman gerði 24 stig en Kevin Willis var atkvæða- mestur gestanna með 18 stig og 12 fráköst en Mookie Blaylock gerði 16 og átti 11 stoðsendingar. Cole- man skoraði sigurkörfuna þegar rúm sekúnda var eftir og hann náði 13 fráköstum. Kenny Ander-- son gerði 10 stig og átti auk þess 11 stoðsendingar. Denver sigraði SuperSonics nokkuð óvænt 104:90 og þar náði Dikembe Mutumbo annarri þrennu sinni í jafn mörgum leikjum. Hann gerði 13 stig, tók 13 fráköst og varði 11 skot. Reggie Williams gerði 24 stig. Hakeem Olajuwon gerði 26 stig, tók 13 fráköst og átti 10 stosend- ingar þegar Rockets vann Golden State með 134 stigum gegn 102. Þetta var í áttunda sinn sem Olajuwon nær í þrennu í leik. Nýt- ingin var góð hjá Houston og má sem dæmi nefna að vítahittnin var 100% og liðið hitti í 12 þriggja stiga skotum af 16. Enn tapar Dallas og nú fyrír Utah. Dallas hefur nú tapað 18 leikjum af síðustu 19 og þetta var í 14. sinn í röð sem Utah vinnur Dallas. Karl Malone gerði 23 stig og tók 10 fráköst og Felton Spenc- er var með 17 stig og 14 fráköst. Morgunblaðið/Bjami Barist í Njarðvík í dag Lið Grindvíkinga og Njarðvíkinga mætast öðru sinni í dag, í úrslita- keppni um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Grindvíkingar sigr- uðu í fyrsta leiknum á heimavelli í fyrrakvöld og í dag beijast liðin í Njarð- vík. Leikurinn hefst kl. 16. Viðureign Suðurnesjaliðanna á fimmtudag þótti frábær; eftir að heimamenn höfðu haft yfirburði í fyrri hálfleik og haft 25 stiga forystu í leikhléi, hrukku Njarðvíkingar vel í gang eftir hlé og náðu að komast yfir. Jafnt var að loknum hefðbundnum leiktíma, þannig að fram- lengja þurfti en þá náðu Grindvíkingar að knýja fram sigur. Á myndinni sést vel hve hart var barist á fimmtudag; það eru Njarðvíkingarnir Rondey Robinson og Teitur Örlygsson (11) sem reyna að handsama knöttinn ásamt einum Grindvíkinga. Þess má geta að leikurinn í dag verður sýndur beint í Ríkissjónvarpinu. RÚV sýnir síðari hálfleik beint í þriðja leik liðanna á þriðjudag. Einnig verður sýnt frá fjórða og fimmta leik, ef svo marga leiki þarf til að fá fram úrslit; sá fjórði fer þá fram nk. fimmtudag og sá fimmti á laugardag eftir viku. Rúnar úrskurðað- ur í eins leiks bann Rúnar Árnason, ieikmaður með Njarðvíkurliðinu, var í gær úrskurð- aður í eins leiks bann af aganefnd Körfuknattleikssambandsins. Rúnar var rekinn af velli í fyrri hálfleik gegn Grindvíkingum f fyrra- kvöld, í fyrsta úrslitaleik liðanna, fyrir að hrinda Pétri Guðmundssyni í gólfið. Bannið tekur strax gildi og Rúnar missir því af leiknum í Njarðvík í dag. Jón Otti hættir Jón Otti Ólafsson körfuknattleiksdómari hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta keppnistímabil og í dag dæmir hann sinn síðasta leik, annan leik UMFN og UMFG í úrslitum um Islandsmeistaratitilinn. Jón Otti dæmdi sinn fyrsta leik árið 1961 og síðan þá hefur hann verið iðinn við kolann og er búinn að dæma um 1.100 leiki. Jón Otti verður heiðraður að leik loknum af KKÍ og Körfuknattleiksdeild KR, en hann lék með KR áður en hann snéri sér að dómgæslu. „Nú ætla ég að láta verða af því að hætta. Ég er búinn að tala um þetta nokkuð lengi og nú hef ég ákveðið að hætta og þá verður ekki aftur snúið,“ sagði Jón Otti við Morgunblaðið. = 95 ára haldin í íþróttahúsi KR laugardaginn 16. apríl Hátíðin hefst með fordrykk kl. 18.00 Bagökrá: Afhencting helöursviðurkennlnga Borðhaia við undirleik Reynis Jónassonar á&kemmttatríöt: Sönghópurinn Yrjurnar örn Amason Ræðumaður kvöldslns: Sveinn Jónsson fyrrv. form. KR cömlu Brýnin leika fyrir dansl fram á nótt veislustjóri: Asbjörn Elnarsson Miðaverð aðeins kr. 3000 Innifalið: Fordrykkur, 3 rétta máltíö og öorövin. “■■i sala aðgöngumiða laugardaginn 9. apríl kl. 11-14 hb9b««. og.mánudaglnn 11. aprfl kl. 18-21. Samkvæmisklagönaður. IVTT TlMABÍL ^ * * ’ í iifi U Ífíl * I r. C* E KNATTSPYRNA Miðamir á HM- leikina ijúka út SALA á aðgöngumiðum að leikjum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Bandaríkjunum í sumar hefur gengið ákaflega vel. Svo vel að Bandaríkjamenn — sem þykja nú ekki mestu knattspyrnuáhugamenn heims — eru margir að vakna upp við vondan draum og geta ómögulega fengið miða á leiki í heima- borgum sínum, eða hafa ekki efni á þeim miðum sem bjóðast. sé uppselt á flesta leikina er þó enn hægt að ná sér í miða á svört- um markaði. En þrátt fyrir að þrír mánuðir séu fram að keppn- inni hafa slíkir miðar þegar sex til tífaldað upprunalegt verðgildi sitt. Von er á fjölmörgum áhangend- um með landsliðunum, og þannig er gert ráð fyrir að 70.000 Brasil- íubúar fylgi sínu liði til San Franc- isco og að minnsta kosti 15.000 Beigar mæti til Orlando. Og ekki kemur á óvart að sæti eru á þrot- um hjá flugfélögum dagana fyrir keppni og eru ráðamenn þegar farnir að leita úrráða til að sam- göngur til og frá þessum níu leik- borgum gangi sem best — og að þeir sem engan áhuga hafa á knattspyrnu verði fyrir sem minnstu ónæði. , , 01 u6«-a líBd ,ínu>iIijjf,-lDi ájri hl Einar Falur Ingólfsson skrífar frá New York Keppnin hefst 17. júní og næstu íjórar vikurnar þar á eftir munu liðin 24 leika 52 leiki í níu borgum. Að sögn talsmanns fyrir- tækisins sem ann- ast hefur sölu á bestu miðum á leik- ina, þá hefur hún gengið framar vonum. Þannig voru allir miðar á þá leiki sem verða í Washington uppseldir í maí fyrir tæpu ári og sérstakir „pakkar" með miðum á alla leikina í viðkomandi borgum eru uppseld- ir í þeim flestum. Og verðið er ákaflega mismunandi, allt eftir því hvar er leikið. Þannig eru fjórir leikir í Michigan á 425 dollara, meðan sjö leikir á Giants-leikvang- inum utan við New York kosta 4.900 dollara, eða rúmlega ‘3‘5Ö.jj$0 k^ónpr. í>ótt 'oþinbpjjjéga ÍÞRÚmR FOLK ■ JEAN-Pierre Papin, franski landsliðsmiðherjinn hjá AC Milan á Ítalíu, hefur fengið tilboð frá Bay- ern Miinchen í Þýskalandi. Þetta kom fram í franska íþróttadagblað- inu L’Equipe í gær. „Þegar maður fær tilboð frá félagi eins og Bayern er ekki hægt að hunsa það,“ sagði Papin. ■ AC Milan keypti Papin frá Marseille fyrir 8,5 milljónir dollara en hann kveðst reikna með að félag- ið sé tilbúið að láta hann fara fyrir 3,5 milljónir doilara. Enska félagið Tottenham hefur einnig sýnt Papin áhuga, en hann hefur átt erfitt upp- dráttar hjá Milan. I ÞYSKU landsliðsmennirnir Gu- ido Buchwald — félagi Eyjólfs Sverrissonar hjá Stuttgart — og Uwe Bein hjá Frankfurt fara báð- ir til Urawa Reds í japönsku 1. deildinni fyrir næsta haust. ■ KATRIN Krabbe þýska frjáls- íþróttakonan kunna, sem er í keppn- isbanni vegna lyfjamisnotkunar, missti fóstur á dögunum, á tíundu viku meðgöngunnar. Leiðrétting Rangt var farið með nafn besta sóknar- mannins á Iceland cup mótinu I handknatt- leik í blaðinu á fimmtudaginn. Hann var sagður heita Siguijón Ari en hið rétta er hnitir Sigurgifir. Ánji, Ægiram. ' Beðist er velvirðingar á mistökunum. .miriMin'Di
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.