Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Nýkjörinn formaður Kennarasambands íslands Ráðherra hyggst tryggja fjármagn vegna kjarabóta NÝKJÖRINN formaður Kennarasambands íslands, Eríkur Jónsson, segist skilja ummæli menntamála- ráðherra, Olafs G. Einarssonar, í þá veru að hag- stæðara verði fyrir kennara að semja um kjör sín við sveitarfélögin, svo að ráðherrann hyggist tryggja sveitarfélögunum tekjur til að bæta kjör kennara. Fulltrúaþingi sambandsins lauk á Hótel Loftleiðum í gær. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs PÁLL Sigurðsson nýkjörinn forseti Ferðafélags íslands tekur við fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs sem Halldór Blöndal samgönguráð- herra afhenti í nýjum húsakynnum ráðsins á Akureyri. FÍ hlaut fjölmiðla- bikar FerðamáJaráðs FERÐAFÉLAGI íslands var í gær afhentur fjölmiðlabikar Ferða- málaráðs og var það gert við opnun skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri. Bikarinn er nú veittur í 11. sinn. Ráðherrann lét svo um mælt í ræðu sem flutt var við setningarat- höfn 7. fulltrúaþings Kennarasam- bandsins síðastliðinn miðvikudag. „Ég kýs að skilja [Ólaf G. Einars- son] svo með þessari yfírlýsingu að hann muni beita sér fyrir því að sveitarfélögin fái nægilegt fjár- magn frá ríkinu til þess að þau geti bætt kjör kennara,“ segir Eirík- ur Jónsson, sem tekur við for- mennsku í Kennarasambandinu af Svanhildi Kaaber. Hann var sjálf- kjörinn. Varaformaður var kjörinn Guðrún Ebba Ólafsdóttir með 65 atkvæðum en Ragna Ólafsdóttir sem einnig gaf kost á sér hlaut 52 atkvæði. Alls höfðu 119 atkvæðis- tveir voru rétt og seðlar ógiidir. Eiríkur segir að helst hafi kjara-, félags- og skólamál verið á döfinni á þinginu. „Kja- rastefnan var tekin í gegn en engar grandvallar- breytingar gerðar. Við voram aðal- lega að pússa einstök atriði til. Sama gildir um skólastefnu,“ segir Eiríkur. Einnig segir hann að tillaga að ályktun um kjaramál hafí verið samþykkt óbreytt en í henni var meðal annars vikið að „smánarleg- Morgunblaðið/Sverrir SVANHILDUR Kaaber, fyrrverandi formaður KÍ, Eiríkur Jónsson, nýkjörinn formaður og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, nýkjörinn varaformaður. um launum almennra launamanna og áróðri stjórnvalda gegn verkföll- um“. Jafnframt var lögð áhersla á að horfið verði frá þeirri stefnu að binda allt launafólk saman í samn- ingum. Þess í stað verði reynt að ræða og koma til móts við sérstak- ar áherslur einstakra starfshópa. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði við afhendinguna að Ferðafélag íslands hefði að öðrum ólöstuðum stuðlað meira en flestir aðrir að ferðalögum íslendinga um eigið land. Félagið hefði frá árinu 1928 gefíð út Arbók eða í 66 ár og nú síðustu 20 árin í 10 þúsund eintaka upplagi hvert ár. Bækurn- ar væru ómetanlegur leiðarvísir og fróðleiksbrunnur þeim sem læsu auk þess að hvetja til ferða- laga innanlands. Félagið stæði einnig að annarri útgáfu s.s. ferðaáætlunum, frétta- bréfí, fræðsluritum auk kortaút- gáfu. „Þótt fjölmiðlabikarinn sé nú veittur fyrir árið 1993 er Ferð- afélaginu í reynd veittur bikarinn fyrir áratugalangt og þrotlaust útgáfustarf sem stuðlar að því að íslendingar sæki eigið land heim og fræðist jafnt um fegurð þess og náttúru,“ sagði Halldór Blön- dal. Páll Sigurðsson, nýkjörinn for- seti Ferðafélags íslands, sagði fé- laginu mikinn vegsauka að þeirri sæmd að hljóta fjölmiðlabikarinn. Hann sagði mikinn metnað lagðan í útgáfu árbókanna og ekki yrði slakað á klónni hvað landkynning- arstarfsemi varðar í framtíðinni. * Páll Pétursson um tilskipanir ESB sem Island þarf að fullgilda Margar fjalla nm sjálf- sagða hluti eða óþarfa Þarf samskiptanet í fjárhúsin á Höllustöðum? „BÆÐI fóta- og fótleggjasamstæður eru færðar fram á við þannig að fæturnir eru í eðlilegri stöðu á gólfinu milli stjórnfetlanna ef nauðsyn krefur. Ef unnt er skal vinstri fóturinn vera um það bil jafnlangt vinstra megin við miðjuplan 3 DH-búnaðarins og hægri fóturinn hægra megin.“ Þennan kafla og fleiri úr viðauka við tilskip- un Evrópusambandsins um aðferð við ákvörðun „H“-punktsins og raunhalla bols í mismunandi sætum í ökutækjum, Ias Páll Pétursson þingmaður Framsóknarflokks upp á Alþingi í gær sem dæmi um það sem þingið ætti að samþykkja til að uppfylla EES-samninginn. Alþingi fjallaði í gær um þings- ályktunartillögu ríkisstjómarinnar um að fullgilda fyrir íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefnd- arinnar um breytingu á bókun og tilteknum viðaukum við EES-samn- inginn. Um er að ræða hátt í 500 texta sem samþykktir hafa verið frá 1. ágúst 1991 þartil EES-samn- ingurinn tók gildi um síðustu ára- Hámarkslengd á aðsendum greinum Morgunblaðið hefur á undan- fömum misserum ítrekað óskað eftir því við greinahöfunda 'að þeir stytti mál sitt og haldi lengd greina sem þeir óska eftir birtingu á í blaðinu innan hæfilegra marka. Jafnframt hefur blaðið boðizt til þess að sjá um styttingu greina. Þessi tilmæli hafa fengið misjafnar undirtektir og hefur reynzt afar erfítt að halda lengd greina innan skynsamlegra marka. Þó er augljóst að líklegra er að ná til stærri hóps lesenda með stuttum greinum en löngum. Afleiðingin er sú að aðsendar greinar bíða alltof Iengi birtingar hér í blaðinu og getur biðtími jafnvel verið 4-6 vikur. Þetta er auðvitað óviðunandi þjónusta við greinahöfunda og raunar les- endur einnig. Þar sem ítrekuð og vinsamleg tilmæli hafa ekki borið viðunandi árangur eiga ritstjórar Morgun- blaðsins ekki annan kost en að ákveða hámarkslengd greina. Frá og með nk. mánudegi, 11. apríl, mun Morgunblaðið ekki taka til birtingar í þeim dálkum aðalblaðs, sem ætlaðir eru undir aðsendar greinar lengri greinar en nemur 8.000 slögum á tölvu eða um hálfri síðu í Morgunblað- inu. Æskilegt er að aðsendar greinar séu styttri og að þeim sé skilað á disklingi. Hámarks- lengd á Bréfum til blaðsins er 2.500-3.000 slög. Í ákveðnum tilvikum geta ver- ið rök fyrir því að birta lengri greinar. Þær verða þá birtar á öðrum vettvangi. Miklar kröfur verða gerðar um efni og gæði slíkra greina. Biðtími vegna birt- ingar verður óhjákvæmilega lengri. Næstu tvær tii þrjár vikur má búast við birtingu lengri greina vegna þess fjölda óbirtra greina sem bíður á ritstjórn blaðsins. Morgunblaðið væntir þess að viðskiptavinir ritstjórnar sýni þessum ákvörðunum um lengdarmörk skilning. Ritstj. mót. í flestum tilfellum er verið að ganga frá framkvæmd þeirra meg- inreglna sem felast í EES-samn- ingnum og samþykkt viðaukanna felur því ekki í sér nema óverulegar breytingar á íslenskri löggjöf. Viðaukarnir eru prentaðir í 6 stórum bókum og hefur 5 verið dreift til þingmanna. Páll sagði að þessir textar væra í heild yfír 3 þúsund bls. og þingmenn yrðu að samþykkja þá bindandi. Að auki ætti þingið eftir að fullgilda um 80 tilskipanir, sem væru frá gamalli tíð og margar um dráttarvélar. „Mér varð hugsað til traktoranna minna á Höllustöðum og að eitt- hvað muni þeim verða áfátt,“ sagði Páll. Samskiptanet í fjárhúsin Páll nefndi sem dæmi um óþarfa flokka tilskipananna tilskipun um lágmarkskröfur um öryggi og holl- ustu sem gilda um vinnustaði. Þar segir að ef starfsmenn vinni utan- húss skuli vinnustöð skipulögð þann- ig að starfsmenn séu í skjóli fyrir veðram og varðir fyrir hlutum sem falla. Einnig er kveðið á um að þeg- ar starfsmenn séu staddir á vinnu- stöðum sem ekki eru venjulega mannaðir skuli koma fyrir viðeig- andi samskiptakerfum til nota fyrir þá. „Ég veit ekki hvernig ég á að fara með fjárhúsin mín,“ sagði Páll. Tæknilegar hindranir Þá nefndi hanns flokk sem væri tæknilegar viðskiptahindranir sem settar væra upp til að veita fram- leiðslu EES forgang; að hvetja til viðskipta okkar við Evrópu og binda okkur viðskiptaböndum þangað. Ránið var uppspuni KONA sem skömmu fyrir jól kvaðst hafa verið rænd aleigu sinni, 15 þúsund krónum og gjafabréfi frá mæðrastyrks- nefnd, á Hverfisgötu, hefur ját- að hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins að atvikið hafi aldrei átt sér stað. Kæra konunnar var á þá Ieið að hún kvaðst hafa verið á gangi á Hverfisgötu til móts við Regn- bogann þegar tveir piltar veittust að henni svo hún féll í götuna og gleraugu hennar brotnuðu og hafi þeir þá tekið úr veski hennar seðlaveski með 15 þúsund krónum og gjafabréfi frá Mæðrastyrks- nefnd. Konan gaf greinargóða lýsingu á „árásarmönnunum“ tveimur sem aldrei fundust þrátt fyrir ítarlega leit. Konan fékk um 70 þúsund krón- ur gefnar í samskotum eftir að frásögn af „ráninu" birtist í fjöl- miðlum. Hún hefur nú játað að atburðurinn hafí aldrei átt sér stað en hins vegar hafi hún misst gler- augu sín í götuna á þessum stað og þau brotnað. Það hafí orðið kveikjan að frásögninni. Ing’ibjörg’ Sólrún leiðrétt eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ruglaði marga sveitarstjórnarmenn í ríminu með ummælum í hádegis- fréttum þann 29. mars sl. og í , öðram fjölmiðlum, þar sem hún fór með rangt mál. Ummæli hennar féllu í tilefni stefnuyfirlýsingar Sjálfstæðismanna í borgarstórn Reykjavíkur, þar sem orðrétt seg- ir: „Sjálfstæðismenn vilja að jafn- ræði gildi í skattlagningu á at- vinnurekstur. Því mun sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofu- rekstur verða lagður niður.“ Ingi- björg Sólrún sagði þetta sjálfgert, vegna þess að í lögunum sem sam- þykkt voru á Alþingi fyrir síðustu áramót væri gert ráð fyrir því, að þessi skattur yrði bara lagður á árið 1994 og síðan ætti að finna framtíðarfyrirkomulag fyrir þetta. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Það kemur mér vissulega á óvart, að Ingibjörg Sólrún, sem er alþingismaður og jafnframt nefnd- armaður í félagsmálanefnd Alþing- is, sem fjallaði um málið, skuli ekki vita betur. Til stóð á sínum tíma að hafa þetta til eins árs, en við þriðju umræðu á Alþingi var þessu breytt, þannig að nú er um að ræða alger- lega ótímabundið ákvæði eins og kemur fram í 10. grein þessara laga, sem voru samþykkt 27. des- ember síðastliðinn á Alþingi. Það þarf ný lög til að fella niður heim- ild sveitarfélaganna til að inn- heimta sérstakan skatt á verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði. I tilefni af þessu vil ég geta þess, að það er hvert sveitarfélag, sem ákveður sjálft, hvort það legg- ur á þennan skatt eða ekki og hvað varðar Reykjavíkurborg er um að ræða u.þ.b. 300 milljónir, sem borgin verður af, þegar þessi skattur verður lagður niður. Höfunduv er borgarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.