Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 15 Breiðholtslögreglan fyr- irmynd í afbrotavörnum eftir Þór Sigfússon Nýlega ákvað Lögreglustjórinn í Reykjavík að koma starfsemi lög- reglustöðvarinnar í Breiðholti í sama horf og hefðbundnar lög- gæslustöðvar í borginni. Hinn 7. apríl skrifar hann grein í Morgun- blaðið þar sem hann segir ekki rétt sem fram kom í grein Gunnars Jó- hanns Birgissonar lögmanns fyrir páska að starfsemi lögreglustöðvar- innar í Breiðholti hafi verið breytt og fon/arnastarfi ýtt til hliðar. Lög- reglustjóri segir í grein sinni að íbúar í Breiðholti „eigi kost á meiri þjónustu en áður frá sinni hverfis- lögreglu sem starfar eftir sömu áherslum og áður eða í anda for- varna og grenndarlöggæslu". Þessi fullyrðing lögreglustjóra er rétt í orði en ekki á borði. Þeir sem unnu að forvamastarfinu í lögregl- unni í Breiðholti heyra nú undir yfirmann þessarar útkallsstöðvar. Frumkvæði og áhugi þeirra lög- reglumanna sem unnið hafa merki- legt frumhetjastarf í grenndarlög- gæslu er því í hættu með þeim breytingum sem gerðar hafa verið. Það hefur því orðið varasöm breyt- ing á starfi lögreglunnar í Breið- holti sem nauðsynlegt er að kippa í liðinn. Verulegur árangur í Breiðholti Ef litið er á tölur yfir skráð af- brot í algengustu brotaflokkum á Reykjavíkursvæðinu á árunum 1991-1993 kemur fram að þeim hefur fjölgað um 18,5% á þessu tímabili. (Einungis er miðað við afbrot sem skráð eru á hverfi en það er tæpur helmingur þeirra af- brota sem framin eru.) Ef skoðaðar eru samskonar tölur fyrir Breið- holtssvæðið kemur fram að afbrot- um hefur fækkað um rúmlega 16% á þessu tímabili. Innbrotum á Reykjavíkursvæðinu fjölgaði um 50% en þau stóðu í stað í Breið- holti á þessu tímabili. Þjófnuðum á Reykjavíkursvæðinu fjölgaði um 18% á þessu tímabili en þeim fækk- aði um rúmlega 11% í Breiðholti. Þetta er augljósustu merki þess að forvarnastarf Breiðholtslögregl- unnar hefur skilað árangri. Þá eru ótalin ýmis mál sem Lögreglan í Breiðholti hefur upplýst með aðstoð íbúa á svæðinu eins og með ólög- lega framleiðslu og sölu á bruggi. Samskonar árangur þarf að nást í allri Reykjavík þannig að um alda- mót hafi afbrotum fækkað um fjórðung. Það er hægt með því að efla afbrotavarnir í starfi lögregl- unnar eins og tíðkast hefur hjá Breiðholtslögreglunni. Tölumar hér að ofan benda til þess að árangur forvarnastarfs Breiðholtslögreglunnar sé góður og að hann muni skila sér margfalt á næstu árum. Þetta má skýra á eftir- farandi hátt. Ef hægt er að breyta gerðum afbrotaunglings, sem án aðstoðar biði langur afbrotaferill, má spara verulegar fjárhæðir þar sem áætla má að ferill afbrota- manns kosti samfélagið tugi millj- Þór Sigfússon „Það hefur því orðið varasöm breyting á starfi lögreglunnar í Breiðholti sem nauð- synlegt er að kippa í liðinn“ óna króna vegna glataðs þýfis, vist- unarkostnaðar o.fl. Færri afbrot í Breiðholti benda til þess að ein- hvetjum afbrotaunglingum hafi verið snúið til gæfuríkari framtíðar þar sem Breiðholtslögreglan hefur m.a. hlúð sérstaklega að afbrota- unglingum. Forvarnir auknar í nágrannalöndum Flestar niðurstöður athugana á forvarnastarfi lögreglu benda til þess að það stuðli að fækkun af- brota. Einmitt þess vegna hafa áherslur á löggæslu víða um heim færst frá almennu löggæslustarfi yfir til grenndarlöggæsiu og al- menns forvarnastarfs. í Svíþjóð er t.d. stefnt að því að innan tíðar sinni einn af hveijum tíu lögreglumönn- um grenndarlöggæslu. I Noregi hafa lögregluyfirvöld staðið fyrir margvíslegum umbótum sem m.a. miða að því að auka tengsl lögreglu- manna og íbúa, gera lögregluþjóna ábyrga fyrir tilteknum svæðum. í Danmörku hefur verið lögð mikil áhersla á nálægð lögreglumanna við íbúa og hagsmunasamtök tiltek- inna svæða með góðum árangri. Lögregluyfirvöld í Reykjavík standa nú að verkefni í Grafarvogi, svokallaðri nágrannavörslu, sem byggir á þátttöku íbúa og sam- starfi þeirra og lögreglu. Þetta framtak er þakkarvert og sýnir að lögregluyfirvöld eru að reyna að feta sig áfram í forvarnastarfi. Sú starfsemi sem staðið hefur í Breið- holti hefur skilað góðum árangri og sama hefur verið með starfsemi lögreglunnar í Grafarvogi. Þetta mikilvæga forvarnastarf þarf að halda áfram. Forvarnastarf er ábatasamt Hefði innbrotum í Breiðholti fjölgað jafn mikið á tímabilinu 1991-1993 og meðaltal á Reykja- víkursvæðinu ættu þau að vera tæplega 730 á árinu 1993 en þau reyndust 516. Ef miðað er við að meðalafbrot kosti um 50-80 þús- und krónur þá er samfélagslegur sparnaður af fækkun afbrota í Breiðholti um 15 milljónir króna á ári. Þá er einungis tekið tillit til lík- legs kostnaðar vegna brota, ekki lengri vistun eða vinnutapi. Þá er ekki inn í þessum tölum sá lang- tímasparnaður sem hlýst af þvi að snúa afbrotaungiingum til betri vegar. Miðað við kostnað við rekst- ur forvarnastarfsins í Breiðholti hefur arðsemi þessara forvarna ver- ið mjög góð. Við Islendingar höfum verið svo lánsamir að umfang afbrota hérlend- is hefur enn sent komið er verið mun minna en í flestum löndum í kringum okkur. Við höfum ekki þurft að óttast í jafn ríkum mæli að afbrot séu framin gagnvart heim- ilum okkar eða fjölskyldum en það er þó ljóst að við stefnum í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar ef ekk- ert er að gert. Við þurfum að vernda þau lífsgæði sem felast í lágri tíðni afbrota hérlendis. Það verður helst gert með öflugu forvarnastarfi og samstarfi íbúa og lögreglu. Það er hætta á því að merkar afbrotavamir í Breiðholti séu lagðar fyrir róða með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á Breiðholtsstöð- inni. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur sýnt áhuga á forvarnastarfi í löggæslu og ber að fagna því. Nú þarf hann að sýna viljann fyrir verk- ið og tryggja farsæla framtíð for- varnastarfsins í Breiðholti. Höfundur er hugfræðingur og vann að skýrslu um kostnað vegna afbrota fyrir dómsmála- ráðuneytíð. Láttu þig varða bam, því okkur kemur það við eftir Ullu Magnússon Sem aðilar að ECOSOC, Efna- hags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna, mun SOS Kinderdorf Int- ernational taka þátt í ári fjölskyld- unnar m.a. með því að taka 1.000 munaðarlaus eða yfirgefin börn inn í SOS-fjölskylduna og leita styrkt- arforeldra fyrir þau. Hvernig væri nú á ári fjölskyld- unnar að bæta við okkur einum fjöl- skyldumeðlim, einum lítinn ein- staklingi sem þú og fjölskylda þín tæki upp á arma sína? Þessi börn fá heimili, móður og systkini i einu af barnaþorpum SOS, en þú getur síðan tekið eitt þessara barna að þér. Þú greiðir kr. 1.000 á mánuði. Þú færð mynd af barninu og upplýsingar um ástæðu þess að þetta tiltekna barn er komið inn á heimili hjá SOS, þú fylgist með uppvexti þessa barns og getur skrifast á við það. SOS-barnaþorpin er alþjóðleg OPIÐ hús verður í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti sunnudag- inn 10. apríl frá kl. 10.30-15. Gestum gefst kostur á að sjá skólann í starfi en þá verður verk- leg kennsla, sýnikennsla, verkefna- vinna og umræðuhópar. Kennslu- bækur og kennsluefni nemenda verður til sýnis í deildum skólans. Kennarar og nemendur munu veita upplýsingar um nám við skólann. hreyfing, hreyfing vegna þess að nú þegar geta milljónir manna geta kallað sig barnavini, með því ýmist að taka að sér ákveðið barn eða þorp eða greiða ftjáls framlög reglulega. Því er þetta ekki aðeins félagsskapur heldur hreyfing, hreyfing til hjálpar munaðarlausum og yfirgefnum börnum um heim allan. Það er einstakt að fá innsýn í starf SOS og kynnast því hvernig stofnandinn Hermann Gmeiner byggði fyrsta þorpið í Imst í Austur- ríki árið 1949 og hvernig sama grundvallarhugmyndin um móður, systkini og heimili hefur breiðst út. í dag hafa verið byggð 316 barna- þorp í rúmlega 100 löndum heims. Óll þessi börn bjargast frá vonleysi til vonar, frá ósjálfstæði til sjálf- stæðis, frá útilokun til þess að vera þátttakandi í samfélaginu. Hvað er hægj; að gera meira fyrir barn sem á engan að? SOS gefur þessum börnum tæki- Auk ofangreinds verður rímna- kveðskapur, stutt atriði úr leikritinu Hobbit verður sýnt í hátíðarsal skól- ans og kór skólans undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur mun flytja nokkur lög. Útskriftarnemendur munu annast kaffisölu í mötuneyti nemenda. FB er stærsti framhaldsskóli landsins. Nemendur eru 2.400 og kennarar 120 talsins. Ulla Magnússon. færi til lífs, líf í sínu eigin landi, uppvöxt í sinni eigin menningu og SOS sér um að börnin fái menntun, oftast iðnmenntun þannig að þau verði sjálfbjarga þegar þau flytja „að heiman“. Þetta væri ekki hægt án fólks sem lætur sig málið varða, fólk sem gerir eitthvað, Hennann Gmeiner sagði: Gerðu eitthvað, ekki bara tala. í dag gera margir Islendingar eitthvað, 1.200 Islendingar hafa tekið að sér barn, tekið lítið barn inn í sinn heim. Þessi börn vaxa upp og vita að það er til fóik í öðr- um hlutuin heims sem lætur sig þau varða og sendir þeim ást og um- hyggju. „Sem aðilar að EC- OSOC, Efnahags- og fé- lagsmálaráði Samein- uðu þjóðanna, mun SOS Kinderdorf Internation- al taka þátt í ári fjöl- skyldunnar m.a. með því að taka 1.000 munaðar- laus eða yfirgefin börn inn í SOS-fjölskylduna og leita styrktarforeldra fyrir þau.“ Nokkrir íslendingar hafa þegar heimsótt börn sín, mæðgur fóru til Brasilíu, hjón heimsóttu Ghana, ung stúlka til Hondúras, ungur maður í viðskiptaferð notaði tækifærið og kom við og heilsaði upp á „stelp- una“ sína á Indlandi. Vitnisburður þessa fólks færir okkur heim sanninn um gildi þessa starfs. Undantekningarlaust koma þau heim með upplifun í hjarta sínu, frásagnir um hina sérstöku stund þegar þau stóðu andspænis þessu barni „sínu“ og með þakklæti í hjarta fyrir að fá að taka þátt í lífi þess. En fyrir utan bíða mörg fleiri börn, við vitum að við getum seint hjálpað öllum, en þau börn sem okkur tekst þannig að koma til bjargar munu bera sína reynslu um ást og umhyggju áfram til sinna barna, þau læra hvernig heimilislíf gengur fyrir sig, þau læra að taka tílit til anoarra og þau læra að í Opið hús í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti BARNAÞORP UM VÍÐA VERÖLD hinum efnaða hluta heims eru ein- staklingar sem láta aðra sig varða. Við búum við velmegun og þótt samdráttur sé um sinn eru þjóðar- tekjur okkar með þeim hæstu í heimi, við erum lánsöm þjóð og aldr- ei hefur staðið á okkur þegar beiðni berst, það höfum við margoft sýnt og hvers vegna ekki að gera þetta að föstum útgjaldalið í heimiiisbók- haldi okkar alveg eins og við gerum þegar við kaupum áskrift að blaði eða sjónvarpi? Stöðug og viðvarandi aðstoð sem treystir grunninn fyrir þessa einstaklinga og er hjálp til sj álfshjálpar, það skiptir þá máli. Höfundur er formaður SOS barnaþorpanna á Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.