Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 56
fflngiiiifrlðMfe |M NETBÚNAÐUR EINAR J. SKULASON HF MORGVNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SlMI 091100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Þyrlumál Landhelgisgæslu rædd á fundi ríkisstjórnar í gær Tillaga um að kaupa Super Puma-þyrlu TILLAGA um kaup á Super Puma-þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna var rædd á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, samkvæmt heimiidum Morgunblaðsins. „Eg gerði að tillögu minni á fundinum að gengið yrði til samninga um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsl- una. Ríkisstjórnin samþykkti að fresta afgreiðslu málsins fram á þriðjudag," sagði Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að vegna frestunar ríkisstjórnar- innar væri ekki tímabært að ræða hvaða tilboði hann vildi að yrði tekið. Samkvæmt heimildum blaðsins ' ér um átta ára gamla Super Puma- þyrlu að ræða. Henni hefur verið flogið innan við 400 tíma, sem er tæplega ársnotkun. Kaupverð henn- ar með afísingarbúnaði, mun losa 700 milljónir króna en í tillögunni er gert er ráð fyrir að samið verði við fyrirtækið Eurocopter. Ef gengið verður til samninga á næstu vikum kæmi þyrian til landsins fyrri hluta næsta árs, en um eins árs afhending- Ríkisstjórnin frestaði í gær afgreiðslu tillögu dómsmálaráðherra um kaup á björgunarþyrlu fram á þriðjudag. A þessari teikningu sést Super Puma-þyrla eins og sú sem ráðherrann mun vilja að keypt sé og til samanburðar sést Dauphin-þyrla, en TF-SIF er þeirrar gerðar. arfrestur mun vera á svona vélum. TF-SIF, núverandi þyrla Landhelg- isgæzlunnar, hefur mest flogið um 480 tíma á ári, og miðað við þann flugtíma gæti rekstrarkostnaður Super Puma-þyrlu farið upp í um 190 milljónir á ári. Þorsteinn Pálsson sagði að sér- fræðingahópur, sem fjallaði um þyrlukaup, hafi metið þau tilboð sem borist hefðu í þyrlu og komist að sameiginlegri niðurstöðu um hvaða vél væri hagkvæmust fyrir Landhelgisgæsluna. „Ég gerði að tillögu minni að gengið yrði til samninga á þeim grundvelli," sagði hann. Ekkert að vanbúnaði Eins og skýrt hefur verið frá hefjast á naéstu misserum viðræður við Bandaríkjamenn um hvernig íslendingar geti komið að rekstri þyrlusveitarinnar á Keflavíkurflug- velli. Þorsteinn Pálsson hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að ekki væri vænlegt að bíða niðurstöðu þeirra viðræðna, þar sem þær gætu tekið langan tíma. í setningarræðu sýningarinnar Björgunar ’94 í mars ítrekaði dómsmálaráðherra þessa skoðun sína og sagði að nú væri ekkert að vanbúnaði að framkvæma ályktun Alþingis um málið og yrði að telja að það væri það sem lægi fyrir stjórnvöldum að gera, nema því aðeins að Alþingi breytti ákvörðun sinni. ■Ji Brákaðist á brjóstkassa SLYS á fjórtán ára gömlum dreng sem hafði verið á skíð- um í Bláfjöllum var tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík rétt fyrir klukkan 21 í gær- kvöldi. Drengurinn hafði fengið skíðastaf í brjóstið og var þyrla Landhelgisgæslunnar beðin um að vera í viðbragðsstöðu, þar sem óttast var í fyrstu að um alvarlegt slys væri að ræða. Áverkarnir reyndust ekki eins alvarlegir og á horfðist og var drengurinn fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild Borgarspít- ala. Við rannsókn þar kom í ljós að bijóstkassinn hafði brákast, og lá pilturinn á Borgarspítala í nótt. Morgunblaðið/Muggur Golþorskurinn veginn NÚ STENDUR yfir rannsóknarleiðangur Hafrannsóknastofnunar undir stjórn Guðrúnar Marteinsdóttur þar sem rannsakaður er hrygn- ingarfiskur á Loftsstaðahrauni. Á myndinni, sem tekin var um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, er Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá LÍÚ, með myndarlegan þorsk en Kristján brá sér í túrinn sem rannsóknarmaður. Fiskurinn er lengdarmældur, vikt- aður og merktur auk þess sem hrogn og svil eru rannsökuð. Leiðang- urinn stendur fram í maí. Snjóflóðahætta talin á Bolungarvík, Flateyri, í Hnífsdal og á ísafirði * A þríðja hundrað manns hafa þurft að rýma hús sin HÚS hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu á Bolungarvík, ísafirði, Flateyri og í Hnífsdal síðustu tvo sólarhringa. Þetta hefur raskað högum á þriðja hundrað manns. Flestir hafa getað flutt inn til ættingja eða vina en aðrir hafa fengið inni á gistihúsum eða heima- vistum. Magnús Már Magnússon, deildarstjóri snjóflóðavarna Veð- urstofunnar, segir snjóalög og veðurspá gefa fulla ástæðu til að fara varlega, sérstaklega á Vestfjörðum. Almannavarnanefnd Bolungar- víkur fór þess á leit við íbúa í um 50 íbúðarhúsum í bænum að þeir yfirgæfu hús sín skömmu fyrir kl. 18 í gærdag. Var það gert í ljósi veðurspár sem gerði ráð fyrir versn- andi veðri, norðanátt og snjókomu og að fengnu áliti snjómælinga- manns. Að sögn Ólafs Kristjánsson- ar bæjarstjóra var þetta gert til að gæta ítrasta öryggis. Um 160 manns búa í þessum 50 íbúðarhús- um og hafa flestir komið sér fyrir hjá vinum og ættingjum, nokkrir Fjögur evrópsk tryggingafélög hyggjast hefja starfsemi hér FJÖGUR evrópsk tryggingafélög hafa, frá því samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið gekk í gildi 1. janúar sl., sent tilkynningu til Tryggingaeftirlitsins um að þau hyggist hefja starfsemi hér á landi. Að sögn Rúnars Guðmundssonar, skrifstofustjóra hjá Tryggingaeftir- litinu, hafa félögin tilkynnt um wtarfsemi á ýmsum sviðum vátrygg- inga, sum á sviði stóráhættu og önnur á sviði fjöláhættu. í stór- áhættu er tiltekin tegund vátrygg- inga sem tengist atvinnustarfsemi og stærri fyrirtækjum. Undir fjöl- áhættu falla t.d. heimilistryggingar, bílatryggingar, slysa- og sjúkra- tryggingar. Rúnar segir að inn í sumar til- kynningarnar vanti gögn til þess að félögin geti hafið hér starfsemi en auk þess séu ekki enn gengin í gildi lög um vátryggingastarfsemi sem samræmist samningnum um Evrópska efnahagssvæðið en Al- þingi hefur nú frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi til með- ferðar. Meðan það nái ekki fram að ganga geti Tryggingaeftirlitið í raun ekkert aðhafst. „Við höfum enn ekki afgreitt þessar tilkynning- ar því við erum ennþá að fara eftir gildandi lögum sem eru frá 1978. Þar er að sjálfsögðu ekki gert ráð fyrir EES,“ sagði Rúnar. „En það er athyglisvert að síðastliðin 20 ár hefur ekkert erlent félag sýnt því alvarlegan áhuga að setja upp útibú hér á landi en síðan EES gekk í gildi þá höfum við þó fengið þessar tilkynningar. Það sýnir að það er eitthvað að gerast.“ hafa flutt í Gestahúsið sem er gisti- hús á staðnum og stendur þeim opið sem á þurfa að halda. Almannavarnanefnd á Flateyri ákvað í fyrrakvöld að rýma hús við efstu götu bæjarins, Ólafstún, vegna yfirvofandi snjóflóðahættu og fluttu þá um _25 manns út af heimilum sínum. í gær voru dimm él á Flateyri og hvasst og í gær- kvöldi ákvað nefndin að halda ástandinu óbreyttu. Að sögn Stein- þórs Bjarna Kristjánssonar, frétta- ritara Morgunblaðsins á Flateyri, hefur ekkert sést upp í fjöll og ekki verið hægt að fyigjast með snjóalög- um eða snjóflóðum sem hugsanlega hefðu fallið vegna ofankomu. Að hans sögn er spáð regni á sunnudag og segir hann bæjarbúa hafa af því áhyggjur þar sem þá muni annað og alvarlegra hættuástand skapast. Almannavarnanefnd ísafjarðar ákvað í gærmorgun að 14 hús við Fitjateig, Smárateig og Heimabæ í Hnífsdal skylclu rýmd vegna snjó- flóðahættu. í þeim búa um 60 manns og fengu flestir inni hjá vin- um og ættingjum. Öðrum var boðið pláss í heimavist Framhaldsskóla Vestfjarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.