Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 53 Skólaheimsóknir Stórstúkunnar Frá Birni Jónssyni: Þó að Stórstúka íslands virðist ekki í fljótu bragði fyrirferðarmikil í starfi á vettvangi bindindismála þá má þó fullyrða að hún hefir lát- ið verulega mikið til sín taka í skipu- lögðum skólaheimsóknum það sem af er þessum vetri. Alls höfum við heimsótt 14 skóia og rætt við nemendur í flestum bekkjardeildum. Viðtökur hafa alls staðar verið á einn veg, mjög já- kvæðar og góðar, bæði af hálfu nemenda og kennara. I sambandi við þessar heimsóknir höfum við einnig víða boðað til kvöldfundar með foreldrum og öðrum þeim sem hafa áhuga á að styðja æskuna til þátttöku í bindindisstarfi. Hafa þeir fundir verið sumstaðar allvel_ sóttir og yfirleitt mjög gagnlegir. í sept- embermánuði heimsóttum við þrír félagar frá Stórstúkunni alla skól- ana í Vestmannaeyjum. Þar vorum við í tvo daga og áttum góðan kvöldfund með heimamönnum. í nóvember lögðum við svo leið okkar í Sandgerði og Garð og fengum þar sömu ágætu viðtökurnar og í Vest- mannaeyjum. Þar vorum við fjórir á ferð. Þann 10. janúar sl. voru 110 ár frá því fyrsta Góðtemplarastúkan á Islandi var stofnuð. Sá tímamóta- atburður gerðist á Akureyri og hlaut stúkan nafnið ísafold nr. 1. I tilefni þeirra tímamóta lagði fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar leið sína til Akureyrar, hélt þar fund og tók einnig þátt í opnum hátíðar- fundi þar sem vel var mætt og málin rædd af mikilli alvöru og löngun til að leggja bindindisbarátt- unni lið í orði og verki. Málflytjend- ur voru bæði úr röðum heilbrigðis- stétta og templara. Ennfremur heimsóttum við skólana á Akureyri eftir því sem tími vannst til. Stór- templar, sr. Björn Jónsson, predik- aði 5 Akureyrarkirkju við guðsþjón- ustu sunnudaginn 9, janúar og á afmælisdeginum, 10. janúar, flutti hann erindi um bindindismál í sal Menntaskólans á Akureyri. Þess skal sérstaklega minnst að í öllum þeim skólum, sem við heimsóttum á Akureyri, var okkur frábærlega vel tekið. Síðast í janúar heimsóttum við svo skólana í Keflavík og Njarðvík. Þar vorum við sex félagar úr fram- kvæmdanefnd og áttum góðu að mæta ekki síður en annars staðar. Komið var í flesta bekki grunnskól- ans og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja flutti stórtemplar erindi. Fleiri skólaheimsóknir eru þegar í aug- sýn. Um árangur þessara heimsókna er auðvitað erfítt að segja. Þarna er um að ræða sáningu sem bíður uppskerudagsins. Og vissulega er það von okkar að uppskeran verði a.m.k. erfíðisins virði. Þær góðu fréttir höfum við þegar fengið að úr hópum þeirra barna og unglinga, sem við töluðum við, hafi nokkur nú þegar gengið til liðs við okkur og gerst félagar í stúkum sem starandi eru á þeim stöðum sem við heimsóttum. Hér hefír aðeins verið drepið á einn þátt, að vísu þann gildasta nú sem stendur, í bindindisstarfi Stór- stúku íslands. En margt fleira hef- ir verið gert og víðar komið við sögu. Ég minni á málþing sem við áttum frumkvæði að og stóðum fyrir ásamt Áfengisvarnarráði og Landsambandinu gegn_ áfengisböl- inu um einkavæðingu ÁTVR, viku- legan útvarpsþátt á sl. sumri, bar- áttu gegn hinum svonefndu „bjór- hátíðum“ — bindindisdag fjölskyld- unnar sem haldinn var í þriðja sinn á okkar vegum með drengilegri aðstoð margra félagasamtaka síð- ast í nóvembermánuði. Ýmislegt fleira mætti minnast á þótt hér verði staðar numið. Að lokum skal öllum þeim skólamönn- um sem opnað hafa skóla sína fyr- ir okkur þakkað fyrir framúrskar- andi móttökur og drengilegan stuðning við þann málstað sem við leituðumst við að túlka meðal nem- enda þeirra. Nemendum þökkum við einnig og hvetjum sem allra flesta til að hlýða kallinu og gera vegbindindis að sínum ævivegi. Það er mikill og ótvíræður gæfuvegur. BJÖRN JÓNSSON, frá bamastúkustarfi. Pennavinir BANDARÍSK kennslukona sem getur ekki um aldur með útvist, sund og bréfaskriftir sem áhuga- mál: Verona R. Halvorsen, 2736 Nautilus Dr., Avon Park, Florida 33825, U.S.A. EINHLEYP 24 ára Ghanastúlka með áhuga á tónlist, íþróttum og ferðalögum. Hefur lengi langað að eignast íslenska pennavini: Julie Jackson, P.O. Box 249, Oguaa Town, Ghana. EINHLEYP 25 ára Ghanastúlka með áhuga á íþróttum, tónlist, ferðalögum, matargerð og ljós- myndun: Ruth Danful, P.O. box 1281, Oguaa City, Ghana. FIMMTÁN ára japönsk stúlka með tónlistaráhuga: Shinobu Yokota, 101 Jinya-cho Aza Esashi-cho, Hiyama-gun Hokkaido, 043 Japan. FRÁ Hjaltlandi skrifar 43 ára kona sem býr í litlu fískiþorpi og hefur áhuga á tónlist, bókmenntum, fu- glaskoðun og útivist: Brenda Finegan, 16 Houll Road, Scalloway, Shetland, United Kingdom. FINNSK 25 ára stúlka með áhuga á tónlist, bókmenntum og bréfa- skriftum m.m.: Seya Tahvanainen, Tohmajarventie 83 C 19, 82140 Kiihtelysvaara, Finland. SEXTÁN ára Ghanapiltur, skóla- piltur, með áhuga á íþróttum og ferðalögum: Mike Foreigner, P.O. Box 236, Agona-Swedru, Ghana. SÆNSKUR 34 ára karlmaðura vill komast í samband við konur, 20-35 ára: Göran Engström, Seminarveg 33b, 791 36 Falun, Sverige. LEIÐRÉTTING Höfundarnöfn féllu niður Urldir síðustu minningargrein- inni um Önnu Helenu Benediktsson á blaðsíðu 36 í Morgunblaðinu í gær áttu að standa þrjú höfundarnöfn: Davíð, Magnús og Víglundur. Hlut- aðeigendur eru beðnir afsökunar á mistökunum. VELVAKANDI HORFIN ÞJÓNUSTULUND NÝLEGA kom ég inn í minn við- skiptabanka með svart/hvíta passamynd til að fá bankakort, en var gerður afturreka þar sem myndin var ekki í lit. Ég er með ágætis litmynd í ökuskírteininu sem ég get sýnt hvar og hvenær sem er sé þess óskað. Það eru til tæki sem prenta litmynd beint á t.d. stutterma skyrtuboli, en þegar allar öflug- ustu peningastofnanir landsins taka sig saman um debetkort hverfur þjónustulundin gjörsam- lega. Ef þetta samráð er ekki brot á samkeppnislögum þá eru þau gölluð. Almenningur er látinn snúast út í bæ til að taka af sér litmyndir. Þetta kostnar þjóðina ca. 200 milljónir. Búnaður sem prentaði litmyndir beint úr videó- vél á kortin mundi kosta smápen- inga í þeim samanburði og senni- lega spara bönkunum einnig pen- ing, en það virðist ekki skipta þá neinu máli. Almenningur borgar brúsann í hærri þjónustu- gjöldum og vöxtum sem þeir koma sér saman um, enda engin samkeppni erlendis frá. Eg held að íslenska bankakerf- ið (sem var ríkisrekið að mestu leyti) hafi verið ekki minni afæta á launafólk í landinu en landbún- aðurinn. Nú stefnir hið ríkismiðstýrða orkukerfi með væntanlegum sæ- strengjum frá Kröfluvirkjunum í að taka við þessu forystuhlut- verki. Ég er kominn út fyrir efnið en vona að bankarnir sjái hið fyrsta að sér og bjóði almenningi sjálfsagða þjónustu. 160750-4729 TAPAÐ/FUNDIÐ Ullarhúfa tapaðist SVÖRT og hvít köflótt ullarhúfa tapaðist á Laugavegi eða þar í grennd sl. sunnudag. Finnandi visamlega hringi í síma 655500. Eyrnalokkur tapaðist GULLEYRNALOKKUR, hring- laga, tapaðist á göngugötunni frá Skerjafírði út að Ægisíðu, á föstudaginn langa. Finnandi vin- samlega hringi í síma 610207. Úr tapaðist GYLLT karlmannsúr af gerðinni Lusina, smíðað í Genf 1952, tap- aðist í Austurbæ Reykjavíkur í febrúarlok. Finnandi vinsamlega hringi í síma 46077. Fundarlaun. Úlpa tapaðst DÖKKRÓSÓTT spariúlpa með rauðum líningum af fjögurra ára stúlku tapaðist fýrir u.þ.b. fjórum vikum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 672999. GÆLUDÝR Hvolpa- og hundavinir VIÐ ERUM hér 6 systkini (3 hundar og 3 tíkur) kátínufull og dálítið baldin. Við erum blanda af labrador, border collie, beagle og skosk/íslenskum. Þrátt fyrir að vera ekki af aðalsættum eru forfeður og -mæður okkar ljúfir og gæfir og við ætlum, með góðu uppeldi, að verða það líka. Frek- ari upplýsingar í heimasíma 79133 og vinnusíma hjá hús- bónda okkar 674065. Týndur köttur GRÁR högni týndist frá Háhæð í Garðabæ fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Hafi einhver orðið hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 657247. Týndur köttur GRÁBRÖNDÓTTUR ómerktur 5 mánaða högni með hvíta týru í rófu, hvíta fætur og háls, týndist frá Langholtsvegi 120 á skírdag. Upplýsingar um hann eru þegnar í síma 688169. Pelsjakkar og kápur Pelsfóðurskápur og jakkar í öllum stærðum. Loðskinnshúfur og treflar. Mikið úrval. Opið í dag laugard. til kl. 16. Greiðskjör við allra hæfi. j DrTCIIVHVIWI Þar sem rElUSllVll Jm I vandlátir Kirkjuhvoli • sími 20160 LJJHJ Versla. IAUF Ráðstef na um f logaveiki haldin á Hótel Sögu, sal A, þann 16. april 1994 í tilefni 10 ára afmælis Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki (LAUF) munu samtökin halda „Ráðstefnu um flogaveiki" á Hótel Sögu, sal A, þann 16. apríl 1994. Ráðstefnan um flogaveiki verður öllum opin meðan hús- rúm leyfir og vill LAUF hvetja alla þá sem áhuga hafa að mæta. DAGSKRÁ: Kl. 09.00 Þórey V. Ólafsdóttir, formaður LAUF. Kl. 09.15 Sverrir Bergmann, læknir: Greining og með- ferð við flogaveiki. Fyrirspurnum svarað. Kl. 10.15 Kaffihlé. Kl. 10.45 Sr. Bragi Skúlason: Sorg og sorgarviðbrögð v/langvarandi veikinda. Kl. 11.25 Guðlaug María Bjarnadóttir: Foreldri barns með flogaveiki. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Pétur Lúðvíksson, barnalæknir: Flog og floga- veiki hjá börnum. Fyrirspurnum svarað. Kl. 14.00 Elfas Olafsson, læknir: Notkun „heilasíritans" við greiningu og meðferð á flogaveiki. Fyrirspurnum svarað. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.15 Rannveig Traustadóttir, félagsfræðingur: Umönnun sjúkra og fatlaðra barna innan fjölskyldunnar. Kl. 16.15 Peter Rogan, yfirkennari í Liverpool: Stuðning- ur við börn með flogaveiki í almennum skólum. Kl. 17.15 Afmæliskaffi í boði LAUFs. Þátttöku þarf að tilkynna á skrifstofu LAUFs, sími 812833, fax 813552, fyrir 13. apríl 1994. Þátttökugjald er kr. 500. Spennandi kompudagar um helgina! Bæöi laugardag og sunnudag veröa SÉRSTAKIR KOMPUDAGAR í Kolaportinu og þá óvenju mikið af alls konar notuðum munum. Opið kl. 10-16. P.S. (afgefnu tilefni) Við flytjum ekki í Tollhúsið fyrr en um miðjan maimánuð! KOLAPORTIÐ -5 ára og alltaf ferskt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.