Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Lagt til að símsvar- inn verði aflagður FORMAÐUR Verslunarmannafélags Reykjavíkur og lögmaður þess áttu í fyrrakvöld fund með forsljóra Hagkaupa, þar sem þeir fóru fram á að símsvari sem ætlaður er til að starfsfólk fyrir- tækisins geti komið upplýsingum um stuld samstarfsmanna á fram- færi, verði aflagður. I hans stað verði tekið upp opið samstarf við starfsólkið um innri vörurýrnun hjá fyrirtækinu. „Það er augljóst að óeðlileg vör- úr þessu vandamáli," segir Magn- urýrnun er vandamál sem snýr ekki aðeins að starfsfólkinu, heldur einnig viðskiptavinum fyrirtækis- ins,“ segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR, en hann átti fund með trúnaðarmönnum félagsins á fimmtudagsmorgun vegna sím- svarans. A fundinum var því heitið að yfirmenn Hagkaupa myndu halda fund með starfsfólki þar sem allar hliðar málsins yrðu ræddar og reynt að fínna aðrar leiðir til þess að taka á vandanum. Magnús segir að á fundi með trúnaðarmönnum hafí komið fram að starfmenn Hagkaupa séu afar óánægðir með símsvarann og telji miður að yfírmenn fyrirtækisins slái því föstu að aðalrýmunin á vörum stafi af þjófnaði starfs- fólks, en ekki öðrum orsökum. „Fólkið hefur fullan skilning á því að taka þurfí þessi mál föstum tökum, og er fúst til að ræða við vinnuveitendur sína um hvernig koma megi í veg fyrir eða draga us. Hann segir að símsvaranum hafí verið komið á fót til að „auð- velda starfsfólki að koma ábend- ingum á framfæri", sem veki spurningar um hvort starfsfólkið eigi ekki beinan aðgang að yfír- mönnum sínum vilji það skýra frá vitneskju um þjófnað. Einnig opn- ist sá möguleiki með símsvaran- um, að óheiðarlegir starfsmenn beri heiðarlega samstarfsmenn sína röngum sökum, sem viðkom- andi þyrftu þá að bera af sér. „Mín skoðun er sú að þetta kerfi geti virkað öfugt á fólk, og sé til þess fallið að spilla andrúmslofti á vinnustað,“ segir Magnús og kveðst telja það óheppilegt af þeim sökum. Morgunoiaoio/JAnstinn Dansað til styrktar Alnæmissamtökunum DANSMARAÞON fór fram í félagsmiðstöðinni Þróttheimum aðfaranótt laugardagsins 26. mars sl. Um 45 unglingar á aldrinum 13-15 ára söfnuðu áheitum og dönsuðu í hálfan sólarhring. Áheit söfnuðust með því að ganga í hús og fyrirtæki styrktu maraþonið með því að gefa t.d. mat og drykk. Rokkbandalagið, klúbbur fyrir þroskahefta unglinga í Þróttheimum, styrkti söfnunina með því að safna áheitum og halda kökubasar á laugardeginum. Maraþonið gekk vel fyrir sig og söfnuðust á annað hundrað þúsund króna sem renna til Alnæ- missamtakanna á íslandi. Félagsmálaráðherra mælir fyrir EES-frumvarpi um hópuppsagnir á Alþingi Vinnuveitandi hafi samráð við VR fundar með forstjóra Hagkaupa vegna símsvara Bókamark- aði að ijúka BÓKAMARKAÐI Félags ís- lenskra bókaútgefenda í Mjóddinni lýkur nú um helg- ina. Hann verður opinn laug- ardag og sunnudag kl. 10-19 báða dagana. Af því tilefni verður margt um að vera á markaðnum. Nýjum bókartitlum verður bætt við og fleiri sértilboð verða á bókum. Efnt verður til uppá- koma fyrir bömin um helgina m.a. kemur Georg sparibaukur íslandsbanka í heimsókn á laugardag kl. 11, 13 og 15 og gefur börnunum gjafír. Kom- ið hefur verið fyrir króki fyrir börnin þar sem þau geta lesið, föndrað og leikið sér meðan foreldrarnir kynna sér bóka- úrvalið en alls eru um tíu þús- und titlar á markaðnum. starfsmenn við hópuppsagnir Þingmenn gagnrýna lögfestingu frumvarpa frá Brussel SAMKVÆMT lagafrumvarpi um hópuppsagnir sem félagsmálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í fyrradag verður atvinnurekandi, sem áformar hópuppsagnir, að hafa samráð við trúnaðarmann eða fulltrúa starfs- manna með það fyrir augum að ná samkomulagi. Að minnsta kosti á að leita leiða til að forðast þessar hópuppsagnir eða fækka starfsmönn- um sem fyrir þeim verða og draga úr afleiðingunum með hjálp félags- legra aðgerða. Samkvæmt lagafrumvarpinu telst það hópuppsögn þeg- ar fimm starfsmönnum eða fleiri er sagt upp á 30 daga tímabili. Frum- varpið er flutt í samræmi við ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar um Evrópska efnahagssvæðið og varð það tilefni harðrar gagnrýni þing- manna á að lögfesta frumvörp sem samin væru í Brussel en ekki af íslenskum stjórnmála- eða embættismönnum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- sagði að þessi veruleiki væri að birt- málaráðherra sagði að frumvarpið væri flutt til að tryggja betur réttar- stöðu fólks vegna hópuppsagna og væri breyting á lögum sem sett voru í fyrra um hópuppsagnir og hefðu þá þótt veruleg réttarbót. Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubanda- lagsins sagði að frumvarpið væri enn ein staðfestingin á að breytingar á íslenskri löggjöf ættu ekki uppruna sinn hjá íslenskum stjórnmálamönn- um heldur Evrópukerfinu. Svavar ast þingmönnum sem aldrei fyrr í þeim 10 kílóum af pappír sem þorin hefðu verið á borð þingmanna í fyrra- dag og enginn þingmaður myndi lesa, ekki einu sinni Hjörleifur Gutt- ormsson flokksbróðir hans. En í fyrradag var dreift á borð þingmanna fimm stórum bókum sem innihalda viðbætur við EES-samninginn, allt 2.500 blaðsíður og var sjötta bókin jafnframt boðuð. „Þetta er auðvitað dapurlegt fyrir Alþingi íslendinga að láta bjóða sér afgreiðslur af þessu tagi,“ sagði Svavar. Aðrir þingmenn sem tóku til máls viðhöfðu svipaða gagnrýni, þar á meðal Eyjólfur Konráð Jónsson þing- maður Sjálfstæðisflokks sem. Hann sagði það sorglega staðreynd að mjög fáir þingmenn væru yfirleitt í þingsalnum þegar málefni Evrópu- samstarfsins væru rædd og sú skerð- ing á fullveidi Islands sem menn yrði að horfa upp á nærri dag hvern þegar komið væri með pappíra frá Evrópusambandinu inn á þingið til að lögfesta. En slíkt væri brot á stjórnarskránni og þar af leiðandi afbrot að halda þessum leik áfram. Réttindi skert í umræðunni kom fram sú skoðun þingmanna að í kjölfar versnandi atvinnuástands væri hætta á að rétt- indi launafólks yrðu skert. Jón Kristj- ánsson þingmaður Framsóknar- flokks sagðist telja að mörg teikn Stefna stjómvalda í Kína mun væru á lofti um að hér á landi væri í undirbúningi áróðursherferð at- vinnurekenda fyrir minnkandi rétt- indum launafólks. Guðrún Halldórs- dóttir varaþingmaður Kvennalistans sagði að þessi áróðursherferð væri löngu hafin og hefði verið að magn- ast út um alla Evrópu. Og um leið og slíkum málflutningi yrði hleypt yfir þjóðina hindrunarlaust, þá væri verið að veikja verkalýðsfélögin, sem væru ein af sterkustu stoðum þjóðar- innar. Hún sagði að það frumvarp sem verið var að ræða væri aðeins eitt dæmi um öll þau áhrif sem væru að streyma yfir þjóðina og þeim yrði að beijast gegn ef ekki ætti að fara illa. Jóhanna Sigurðardóttir mótmælti því að ríkisstjórnin hefði ekkert gert til að tryggja réttindi launafólks. Ríkisstjórnin hefði þvert á móti gert ýmislegt til að bæta atvinnuástandið og ýmislegt væri í undirbúningi til að bæta réttindi launafólks. Hún sagðist vera sannfærð um að nýleg löggjöf um starfsmenntun hefði gert mikið gagn og tryggt að a.m.k. 10 þúsund manns hefðu notið góðs af slíkri menntun. Jóhanna nefndi einn- ig meðal annars frumvarp um vinnu- miðlun, sem lagt hefur verið fram á Alþingi og benti á að nefnd væri að endurskoða bótakerfið allt. stuðla að frjálsara samfélagi kom fram í máli utanríkisráðherra í viðræðum um mannréttindamál við Kínverja MANNRÉTTINDAMÁL bar á góma í viðræðum Jóns Baldvins Hannibalsssonar utanríkisráðherra við kínversk stjórnvöld sem um þessar mundir sæta harðri gagnrýni, einkum frá Bandaríkjamönn- um, vegna meðferðar á andófsmönnum. Jón Baldvin sagðist í sam- tali við Morgunblaðið hafa látið þá skoðun í Ijós að sú stefna kínver- skra stjórnvalda að opna samfélagið og sækjast eftir erlendri fjár- festingu mundi stuðla að opnara „Sú stefna kínverskra stjórn- valda að opna kínverskt samfélag, að hverfa frá miðstýrðum áætlunar- buskap, að hvetja til samstarfs við erlenda aðila án tillits til hugmynda- fræði; dreifíng hins efnahagslega valds, það að breyta stöðnuðum miðstýrðum ríkisfyrirtækjum í hlutafélög, að leita eftir þátttöku erlendra aðila við að byggja þau upp í hlutafélagsformi, að opna þjóðfélagið út á við með því að heimila ekki aðeins erlendum fyrir- 'tækjúm starfsemi heldur með náh- og frjálsara samfélagi. ari samskiptum í fjarskiptum og upplýsingamiðlun; allt væru þetta spor í rétta átt og myndi stuðla að því í framtíðinni að Kína þróist frá miðstýrðu valdstjórnarríki yfir í opnara og fijálsara samfélag. Þetta kom meðal annars fram í mínu máli að væri mitt mat,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. „í þeirra máli kom fram að ágreiningur þeirra við Bandaríkin væri út af fyrir sig ekki um eitt- hvert vestrænt hugtak sem héti ein- staklingsbundin mannréttindi héld- ur teldu þeir að það að setja ríki eins og Kína skilyrði að því er varð- ar jafnrétti í alþjóðlegum kjörum í viðskiptum væri ekki í samræmi við alþjóðlegar reglur og ekki líklegt til að skila neinum jákvæðum árangri. Mannréttindi yrðu best tryggð í Kína með framhaldi þeirrar stefnu sem nú væri haldið fram og það var athyglisvert að þeir bentu sér- staklega á reynsluna frá Rússlandi þar sem menn hefðu byijað með glasnost og perestrojku, umtali um fijálsræði og auknu fijálsræði fjöl- miðla, en algjörri vanrækslu á því að undirbyggja umbætur á hinu efnahagslega kerfi, sem hefði leitt til þess sem þeir kalla neyðarástand og spurðu: Hefur það stuðlað að áuknúm mannréttihdúm I Rúss- landi, sú þróun sem þar hefur átt sér stað á undanfömum árum í hruni lífskjara, hruni hins efnahags- lega kerfis, stóraukinni glæpastarf- semi, óðaverðbólgu og stjórnleysi," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, sem nú er stadd- ur í Kóreu, þar sem hann hélt í gær fyrirlestur við Utanríkis- og örygis- málstofnun Kóreu um utanríkis- stefnu íslands eftri hrun Sovétríkj- anna og á fundi með forseta lands- ins og utanríkisráðherra, þar sem m.a. verður rætt um GATT-sam- komulagið og viðskiptahindranir og háa tolla sem Kóreumenn leggja á vörur íslenskra útflytjenda, auk þess sem Jón Baldvin kvaðst telja víst að hættuástand í samskiptum ríkjanna á Kóreu-skaga bæri á góhiá. '■... ' -----♦ -------- Stokkseyri Vinnsla kom- in í gang hjá Fiskeyri Stokkscyri. VINNSLA er nú komin aftur í gagn hjá Fiskeyri á Stokkseyri eftir stutt hlé. Hjá fyrirtækinu vinna 16 manns og hráefnið er keypt á fiskmörkuð- um. Þessa stundina er verið að vinna ýsu og steinbít en einnig hafa þeir verið að vinna utankvótafisk, svo sem háf. Veltur áframhaldandi vinnsla á framboði hráefnis og hvort takist að koma fyrirtækinu í afurðalánavið- skipti en eins og staðan er er lokað á þau öll. Það væri því hagnaðurinn af loðnuvinnslunni sem hefði komið þeim af stað nú. - Gísli Gísla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.