Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 VIÐSKIFTIAIVINNUIÍF Lífeyrismál Raunávöxtun Lífeyríssjóðs tæknifræðinga 11,2% Viðræður um að VÍB taki alfarið við rekstri sjóðsins RAUNÁVÖXTUN Lífeyrissjóðs tæknifræðinga á sl. ári var 11,2% og hækkaði úr 7,9% frá árinu áður. AIls greiddu 575 aðilar iðgjöld til sjóðsins á árinu. Námu iðgjöldin 127 milljónum og hækkuðu um 6% frá árinu áður. Á aðalfundi sjóðsins á fimmtudag voru kynntar niðurstöður allsheijaratkvæðagreiðslu um framtíðarrekstrarform sjóðsins. Urðu niðurstöður þær að meirihluti sjóðsfélaga samþykkti að gengið yrði til viðræðna við Verðbréfamarkað íslandsbanka um að annast rekstur sjóðsins. Lífeyrissjóður tæknifræðinga er séreignasjóður með örorkutrygging- ar og námu heildareignir hans um 1.570 milljónum um síðustu áramót. Umræða um framtíðarrekstrarform sjóðsins hefur staðið yfir um langt skeið. Fram kom í máli Frosta Bergssonar á aðalfundi sjóðsins að þijár leiðir hefðu helst verið taldar koma til greina í því efni. í fyrsta lagi var um að ræða að halda áfram á þeirri braut að bæta reksturinn, ná niður rekstrarkostnaði, auka ör- yggi rekstrar og bæta ávöxtun. í öðru lagi var skoðaður möguleiki á samrekstri með Lífeyrissjóði verk- fræðinga. Ekki voru hins vegar tald- ar líkur á að slíkur samrekstur hefði fjárhagslegan ávinning í för með sér fyrir sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði tæknifræðinga og var þeim mögu- leika hafnað. í þriðja lagi hefur ver- ið til athugunar að fela verðbréfa- fyrirtæki rekstur h'feyrissjóðsins. í framhaldi af samþykkt aðal- fundar á síðastliðnu ári var leitað til fjögurra verðbréfafyrirtækja og Flugfélög Iberia semur við United Airlines Madrid. Reuter. RÍKISREKNA Hugfélagið Iberia á Spáni mun ganga frá samningi við bandaríska flug- félagið United Airlines fyrir næstu mánaðamót samkvæmt áreiðanlegum heimildum og búizt er við að hann taki gildi 1. júlí. Samkvæmt samkomulaginu mun Iberia geta tengt áætlunar- ferðir sínar til Bandaríkjanna innanlandsflugáætlun United Airlines og selja flugið saman- lagt í einum „pakka“. Sama getur United gert með tengingu við Evrópuflug Iberia. Enn frem- ur verður hægt að samræma sætanýtingu félaganna og auka hana hjá þeim báðum. Eini núverandi samstarfsaðili Iberia í Bandaríkjunum er litla flugfélagið Carnival Air Lines, sem hefur tekið við farþegum og flutt þá til Miami. Vísað er á bug fréttum um að United muni kaupa hlut í félaginu Aerolineas Argentinas, en Iberia á 85% hlutabréfa þess. Iberia vill að argentínskir fjár- festar taki við hluta eignaraðild- arinnar. Argentínustjórn hefur heitið 60 milljónum dollara í ódýrum lánum til þess að stuðla að þessu og haldið er áfram viðræðum við tvo hugsanlega fjárfesta — flug- menn Aerolineas og ferðaskrif- stofusamband Argentínu. óskað eftir tilboðum í rekstur sjóðs- ins. Var ákveðið að ef þessi leið yrði fyrir valinu þá væri VÍB heppileg- asti rekstraraðilinn. Eftir vandlega skoðun samþykkti meirihluti stjórn- ar síðan að fela VÍB reksturinn mið- að við að viðunandi samningar tæk- just og að allsherjaratkvæðagreiðsla meðal sjóðsfélaga samþykkti þessa leið. Varð niðurstaða hennar að af 130 aðilum sem greiddu atkvæði voru 64 samþykkir þessari leið, 52 andvígir en ógildir seðlar voru 14. Stefnt er að því að bjóða sjóðsfé- lögum að kaupa lífeyristryggingu sem felur í sér að þeir fái fastan lífeyri til dánardægurs. Þá er stefnt að því að gera átak í kynningarmál- um sjóðsins og endurskoða fjárfest- ingarstefnu hans til langs tíma í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. Á aðalfundinum voru þeir Frosti Bergsson og Páll Á Pálsson endur- kjörnir í stjórn. NISSAN I ANNAÐ SÆTI mest seldu fólks- bílategundirnar í jan.-mars 1994 Fjöldi % 1. TOYOTA 309 25,8 2. NISSAN 178 14,9 3. HYUNDAI 137 11,4 4. VOLKSWAGEN 100 8,4 5. MITSUBISHI 86 7,2 6. VOLVO 45 3,8 7.-8. MAZDA 40 3,3 7.-8. RENAULT 40 3,3 9. FORD 36 3,0 10.-11. LADA 35 2,9 10,11. SUZUKI 35 2,9 Bifreiða- innflutningur 1.197 íjan.-mars 1993 og 1994 - FÓLKSBÍLAR nýir VORU-, SENDI- og HÓPFERÐABÍLAR TÆPLEGA 15% samdráttur varð á innflutningi nýrra fólksbíla á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þá varð sömuleiðis lítilsháttar samdráttur í innflutningi vöru-, sendi- og hópferðabifreiða. Þá hefur enn orðið breyting á röð söluhæstu fólksbílategunda miðað við söluna á tveimur fyrstu mánuðunum. Nissan hefur nú skotist upp í annað sætið meðan Hyundai hefur færst í það þriðja. Húsnædisstofnun Tæpir fjórir milljarðar teknir að láni hjá ríkissjóði Sala húsnæðisbréfa hefur verið margfalt minni en á sama tíma á síðasta ári HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur á undanförnum mánuðum fengið tæpa fjóra milljarða króna að láni hjá ríkissjóði til að standa við skuldbindingar sínar, en sala á skuldabréfum stofnunarinnar hefur gengið mjög illa eftir að vextir lækkuðu vegna aðgerða stjórnvalda um mánaðamótin okt- óber/nóvember. Vegna þessa hefur verið ákveðið að hætta beinni sölu skuldabréfa til lífeyrissjóða og er unnið að því að móta nýtt fyrirkomulag á sölu skuldabréfanna með milligöngu verðbréfafyrirtækja hér á landi. Stofnunin fékk 2,3 milljarða króna að fáni hjá ríkissjóði um áramótin til 20 ára með 5% vöxtum og var sú upphæð notuð til að ganga frá uppgjöri vegna síðasta árs. í febrúar fékk stofnunin síðan 1.600 milljóna króna bráða- birgðalán til viðbótar, sem ætlunin er að endur- greiða af skuldabréfasölu þessa árs. Samkvæmt lánsfjárlögum er gert ráð fyrir að lántaka Húsnæðisstofnunar á innlendum lánamarkaði nemi 9,1 milljarði króna í ár alls, en það sem af er þessu ári hefur aðeins tekist að selja húsnæðisbréf fyrir 694 milljónir króna í fimm útboðum. Til samanburðar má gera ráð fyrir að mánaðarleg sala á skuldabréfum stofn- unarinnar á sama tíma á síðasta ári hafi num- ið á bilinu 6-800 milljónum króna. í síðustu þremur útboðum sem eru venjulega á hálfs- mánaðarfresti hafa selst á bilinu 11-20 milljón- ir króna í hvert skipti, en næsta útboð er áætlað 19. apríl. Meðalávöxtun í síðasta út- boði var 5%, en um mánaðamótin maí/júní í fyrra var meðalávöxtunin rúmlega 7,3% og þá seldust um 570 milljónir króna í tveimur útboð- um. Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Hús- næðisstofnunar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að stofnunin hefði ákveðið að hætta beinni skuldabréfasölu til lífeyrissjóðanna eftir að hafa þann hátt á viðskiptunum í 25 ár og hér eftir myndi útgáfa og sala skuldabréfa fara fram í gegnum þau verðbréfafyrirtæki sem væru fullgildir aðilar að Verðbréfaþingi ís- lands. Mikil vinna hefði verið lögð í að endur- skoða fyrirkomulag á skuldabréfasölu stofnun- arinnar. Nefnd á vegum fjármála- og félags- málaráðuneytis, auk fulltrúa Lánasýslu ríkisins og Húsnæðisstofnunar hefði skilað tillögum í þeim efnum og þær tillögur hefðu verið sendar verðbréfafyrirtækjunum til skoðunar. Þau hefðu sýnt þessu mikinn áhuga, en það væri ljóst að það kostaði mikla vinnu að hasla sér völl á þessum vettvangi. Tillögurnar fælu í sér ýmsar nýjungar og aðlögun að kröfum markað- arins. Þær væru hins vegar ekki komnar í endanlegan búning, en viðbragða frá verð- bréfafyrirtækiunum væri að vænta á næstu dögum. Strax og þau lægju fyrir yrði hafist handa um að hrinda nýju fyrirkomulagi í fram- kvæmd. Sjávarútvegur Tap Hraðfrystihúss Grundarfjarðar 7 7 millj. TAP Hraðfrystihúss Grundarfjarðar nam alls um 77,5 milljónum króna á sl. ári samanborið við tæplega 38 milljóna tap árið 1992. Rekstraraf- koma félagsins var ekki fjarri áætlunum en fjármagnskostnaður varð hins vegar mun meiri en gert var ráð fyrir vegna óhagstæðrar gengis- þróunar. Skuldir eru að mestu í bandaríkjadollurum, japönskum jenum og reikningseiningu Fiskveiðasjóðs sem hækkuðu langt umfram inn- lent verðlag. Hraðfrystihúsið gerir út tvö togskip auk reksturs frysti- húss, skelfiskvinnslu og rælquvinnslu í Grundarfirði. Heildarvelta félagsins árið 1993 var alls 573 milljónir á sl. ári ogjókst um tæpar 212 milljónir frá árinu áður. Tekið var á móti 4.862 tonnum af hráefni samanborið við 3.922 tonn árið 1992. Framleidd voru 1.670 tonn af freðfiski, 102 tonn af hörpudiski og 90 tonn af rækju. Afli skipa nam 5.055 tonnum samanborið við 1.835 tonn árið áður. í ársskýrslu félagsins er greint frá því að félagið keypti 404 tonna tog- skip bv. Drang í byijun árs 1993. Með þeim kaupum var aukið á ör- yggi í hráefnisöflun fyrir vinnsluna og segir í skýrslunni að afkoma henn- ar hafi batnað verulega. Ákveðið hefur verið að auka vinnslu á rækju á þessu ári til að bæta nýtingu fjár- festinga fyrirtækisins og er ætlunin að halda rækju- og skelvinnslu gang- andi allt árið. Liður í þessari viðleitni var leiga á togaranum Sæfara frá Akranesi sem gerður er út til rækju- veiða. Hins vegar þykir Ijóst að kvótaskerðing á yfirstandandi fisk- veiðitímabili muni hafa verulega áhrif til hins verra í útgerð togara fyrirtækisins. Þó er vonast til að endurbætur á skipunum sem ráðist var í á sl. ári muni skila sér í auk- inni sókn á þessu ári og meira afla- magni af vannýttum físktegundum. Veltufé frá rekstri nam alls 61 milljón króna samanborið við 30,4 milljónir árið áður. Heildareignir HraðfrystihúsS Grundarfjarðar námu alls um 943 milljónum og höfðu auk- ist úr 580 milljónir frá árinu áður. Eigið fé var 193 milljónir en var 180,3 milljónir árið áður. Var hlutafé aukið um 81 milljón á árinu en óseld hlutabréf í árslok nema 31,6 milljón- um. Keypti Olíufélagið m.a. hlutabréf fyrir 31 milljón. Stærstu hluthafar Hraðfrystihúss Grundarfjarðar eru nú Fiskiðjan hf. á Sauðárkróki með 33,15% hlutafjár, Olíufélagið með 32,65%, Hlutafjár- sjóður með 22,92%, Reginn hf. 3,77%, Eyrarsveit 3,65%, Snasi hf. 1,63%, og Verkalýðsfélagið Stjarnan 0,86%. BS Herald Tri- bune með sérblað um ísland DAGBLAÐIÐ International Herald Tribune sem gefið er út víða um heim hyggst gefa út sérstakt aukablað um ís- land í tilefni af 50 ára afmæli Iýðveldisins. Ætlunin er að sérblaðið komi út 17. júní og verður auglýsingastjóri blaðs- ins Finn G. Ishdal hér á landi 12. og 13. apríl af þessu tilefni. International Herald Tribune er gefið út af The Washington Post og The New York Times pg kemur út í París. Það er jafn- framt gefið út um allan heim meðal annars í Róm, Tókýó og Singapóre. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér málið geta haft samband við auglýsingastjórann á Hótel Holt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.