Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 25 ■ KIRKJULISTAHA TIÐ barn- anna verður haldin í Glerárkirkju 10.-17. apríl. Tilvalið þótti að efna til slíkrar hátíðar á ári fjölskyldunn- ar að sögn séra Gunnlaugs Garð- arssonar sóknarprests. Tilgangur- inn með hátíðinni er m.a. sá að höfða ti! fjölskyldunnar sem heild- ar. Hátíðin verður sett við athöfn í kirkjunni næsta sunnudag, 10. apríl kl. 14 en meðal þess sem þá verður á dagskrá er söngur, helgi- leikur, tónlistarflutningur og ýmislegt efni frá skólum og leik- skólum í Glerárhverfi. Barnakór með 75 börnum syngur og sýnt verður myndefni í anddyri og göngum kirkjunnar. í vikunni verð- ur börnum úr skólum og leikskólum og öðrum gestum boðið að koma í heimsókn í kirkjuna frá kl. 10 til 16 og sjá sýningu sem þar er en meðan á kirkjulistahátíð barnanna stendur verður sýning á fræðsluefni og öðru kirkjulegu efni frá Fræðsludeild þjóðkirkjunnar og Kirkjuhúsinu í Reykjavík. Elín Jóhannsdóttir kemur á opið hús fyrir mæður og börn frá kl. 14-16 á þriðjudag og fjallar um börn og trúarþroska. Hún fjallar einnig um sama efni á fundi með starfsfólki dagvistarstofnana í safnaðarsal Glerárkirkju síðar sama dag. Hátíð- inni lýkur sunnudaginn 17. apríl með fjölskylduguðsþjónustu í Glerárkirkju. ■ PÍANÓLEIKARARNIR Rich- ard Simni og Thomas Higgerson halda tónleika í safnaðarsal Glerár- kirkju í dag, laugardaginn 9. apríl kl. 16. Þeir leika þar vinsæl sígild hljómsveitarverk m.a. eftir Bach, Grieg, Handel og Tsjajkovskíj en verkin hefur Rich- ard útsett fyrir tvö píanó. Auk þess leika þeir nokkur íslensk lög í út- setningu hans. Morgunblaðið/Rúnar Þór GUNNLAUGUR Sighvatsson sjávarútvegsfræðingur kynnir niðurstöður úttektar á breytingum á aflahlut- deildum þar sem fram kemur m.a. að norðlensk fiskiskip hafa tapað rúmum 16% af þorskkvóta frá árinu 1991. Jón Þórðarson, Sverrir Leósson, Valdimar Kjartansson og Þorsteinn Már Baldvinsson fylgjast með. - * Uttekt Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri fyrir útvegsmenn Pjórðungi minna af þorski innan kvóta en fyrir áratug NORÐLENSK fiskiskip hafa tapað rúmlega 16% af þorskkvóta sínum frá árinu 1991 m.a. vegna aukinnar hlutdeildar smábáta í veiðunum og segir Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands, að við það verði ekki unað að ákveðinn hluti flotans sigli á auðum sjó hvað kvótakerfið varðar. Allir verði að sitja við sama borð og það sé skoðun félagsmanna að stjórnvöld verði að kaupa upp hluta af bátaflot- anum og leggja honum. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur unnið að úttekt fyrir Útvegsmannafélag Norðurlands á breytingum á aflahlutdeildum frá því að kvótakerfi var tekið upp árið 1984 og var hún kynnt í gær. Gunn- laugur Sighvatsson sjávarútvegs- fræðingur gerði úttektina en verk- efnisstjóri var Jón Þórðarson for- stöðumaður sjávarútvegsdeildar Há- skólans á Akureyri. Megintilgangur úttektarinnar var að meta áhrif þeirra þátta sem utan kvótakerfis hafa staðið á aflaheim- ildir innan kerfisins og var í því skyni reiknuð hlutdeild í „möguleg- um hámarksafla" þorsks fyrir hvert ár, en hann samanstendur af úthlut- uðum aflaheimildum innan kvóta- kerfisins, raunafla utan kvóta á línu, raunafla smábáta utan kvóta og úthlutuðum aflaheimildum til hag- ræðingasjóðs. Í úttektinni er gerð grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á mögulegum hámarks- afla þeirra skipa sem hafa verið inn- an kvótakerfisins frá árinu 1984 í samanburði við þróun annars afla. Hlutur smábáta eykst í niðurstöðum úttektarinnar kem- ur fram að hlutdeild smábáta undir 10 brúttólestum og línuafia utan kvóta hafi verið að aukast í tíð kvóta- kerfisins á kostnað þeirra sem verið hafa innan kerfisins frá upphafi. Hlutdeild smábáta í aflahámarki þorsks var 6% árið 1984 og línuafli utan kvóta var 2% það ár en 92% voru innan kvótakerfisins. I áætlun fyrir yfirstandandi fiskveiðiár er hlutfall af hámarksafla þorsks innan kvótakerfisins komið niður í 67%, hlutur smábáta hefur aukist í 22% , línuafli utan kvóta er 7% af aflahá- markinu og hlutfall hagræðingasjóðs er 4%. Fram kemur í úttektinni að ef útgerðir á Norðurlandi hefðu ekkert gert til að hafa áhrif á aflahlutdeild sína frá árinu 1991 næmi hlutdeild þeirra í þorski tæpum 84% fyrir yfir- standandi fiskveiðiár af því sem hún var í upphafi þess árs. í úttektinni er reynt að meta þá þróun sem orðið hefur á hlutdeild skipa á Norðurlandi í heild og sú þróun skoðuð nánar fyrir 23 skip á svæðinu frá Skagaströnd að Þórs- höfn. Sem dæmi má nefna að af upphaflegri hlutdeild Harðbaks EA í aflahámarki þorsks standa rúm 62% eftir fyrir yfirstandandi fisk- veiðiár. Ef Harðbakur hefði ekki orðið fyrir þessari skerðingu hefði það þýtt tæplega 384 tonna meiri þorskkvóta fyrir það skip í ár. Af þessari 384 tonna skerðingu hafa 114 tonn verið vegna hlutdeildar- aukningar smábáta, rúm 48 tonn vegna hlutdeildaraukningar línuafla utan kvóta og 222 tonn vegna ann- arra ástæðna, m.a. úthlutanir í hag- ræðingarsjóð og áhrif annarra skipa innan kvótakerfisins, sérstaklega í tíð sóknarmarks. Réttlæti „Þessar niðurstöður koma í sjálfu sér ekki á óvart, við höfum verið að tapa veiðiheimildum til smábát- anna út af þessu norðursvæði því hlutur þeirra hér vigtar minna en á öðrum landsvæðum,“ sagði Sverrir Leósson. „Það verður að ríkja eitt- hvert réttlæti í þeim erfiðleikum sem yfir sjávarútveginn ganga, það gengur ekki að stór hluti flotans spili frítt." Þorsteinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Samheija sagði að eyfirski flotinn hefði upp á lítið ann- að að hlaupa en þorsk og frá því svæði væri lengst að sækja í aðrar tegundir t.d. karfa og grálúðu. Sí- fellt væri sagt að útgerð hér stæði vel, en ljóst væri að ekki væri enda- laust hægt að flytja burtu veiðiheim- ildir án þess að eitthvað gæfi sig. Útvegsmenn munu kynna þing- mönnum norðurlandskjördæmanna niðurstöður úttektarinnar í næstu viku og sagði Sverrir að þeir ætluð- ust til þess að þingmenn gættu hags- muna kjördæmanna í þessu máli. Messur ■AKUREYRARPRESTA- KALL: Sunnudagaskólinn kl. 11 á morgun. Kirkjubílarnir aka eins og venjulega til og frá kirkjunni. Fjölskylduguðsþjón- usta verður á morgun kl. 11 f.h. Barnakór Akureyrarkirkju syngur ásamt Kór Lundarskóla og Barnakór Borgarhólsskóla á Húsavík. Guðsþjónusta verð- ur í Miðgarðakirkju í Grímsey kl. 14 á morgun, 10. apríl. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 17. ■ GLERÁRKIRKJA: Biblíulest- ur og bænastund í dag, laugar- dag, kl. 13. Guðsþjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri kl. 10.00 á morgun. Barnasamkoma kl. 11, léttir söngvar, fræðsla og bænir. Kirkjulistahátíð barnanna hefst kl 14 með helgistund og fjölbreyttri dagskrá. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17.30. ■ HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks i kvöld kl. 20.30. Barnakirkjan á morgun kl. 11. Vakningar- samkoma sem Rúnar Guðna- son stjórnar kl. 15.30. á morg- un, sunnudag. FÉLAGSMÁLASTOFNUN AKUREYRAR Stuðningsfjölskylda óskast Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að kom- ast í kynni við góða fjölskyldu á sveitaheimili, sem getur tekið að sér að vera stuðningsfjölskylda fyrir 10 ára gamlan dreng eina helgi í mánuði. Heimilið þarf helst að vera í nágrenni Akureyrar. Upplýsingar gefa Þuríður eða Helga Jóna í síma 25880.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.