Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL-199 I 9 Franskir, bláir blazerjakkar Stærð 34-48 Verð kr. 20.200 TESS Nt NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opið virka daga kl.9-18, laugardag kl. 10-14. Kaffihlaðborð Híð vinsæla kaffihlaðborð okkar verður haldið laugardaginn 9. apríl kl. 14.00-17.00 í Félagsheimili Fáks Víðivöllum. Verð 500 kr. fyrir fullorðna og 250 kr. fyrir börn. V_______________Kvennadeild Fáks._______ ________J Laugardagstilboð Sumarkjólar 3.490 kr. Laugavegi54 S: 25201 Nýr brjóstahaldari frá ABECITA Hrein bómull. Hentar vel konum með barn á brjósti og á meðgöngutíma. Stærðir: 75-lOOBCDE skálar. Verð kr. 2.750 (spangalaus) kr. 2.850 (með spöng) Mini-bangsi í kaupbæti. Postsenaum. Szeuep-cutey/ Z-L/un/ Z/Z7-J1 æ mamina 1954 var veitingarekstur hafinn í Naustinu. í tilef’ni 40 ára afmælisins bjóðum við þríréttaða máltíð fyrir aðeins 1954 kr. í/H)/HH’fft/t Rækjukokkteill með ristuðu brauði og smjöri Di'jár tegundir af síld með brauði og smjöri Gratineruð frönsk lauksúpa t {(iuí/H’fiá' Steikt skarkolaflök „Bangkok" með rækjum, ananas, hrísgrjónum og karrfsósu Djúpsteiktur körfúkjúklingur Naustsins með hrásalati og frönskum kartöflum Lambageiri með grilluðum tómati og sveppasósu <iy/(/HH’f///' Djúpsteiktur camembert með kexi Perur „Bella Helena" cPer<£ (ufein& ZJ)S4 /v*. öitJir ‘ » tlUl,íS 'itiík 07, tónUst hehj«,í iun Veitingahúsiá Naust -19 9 4_ B o rð ap an t an ir i síma 17759 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Fjölskyldan og heimilin „Aðgerðir til að treysta fjölskyldulífið og styrkja heimilin koma öllum við, opinber- um aðilum, félagasamtökum, atvinnufyr- irtækjum og einstaklingum", segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, í ritstjórnargrein Sveitarstjórnarmála, sem Staksteinar staldra við í dag. Gjörbreyttar aðstæður Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgai-full- trúi, segir í forystugrein Sveitarstjórnarmála: „Breyttir atvinnuhætt- ir, iir efnahagsþróun og miklir fólksflutningar úr stijálbýli í þéttbýli hafa á skömmum tíma umbylt þjóðfélagsgerðinni. Stór- fjölskyldan, sem á árum áður var undirstaða fé- lagslegs öryggis. fjöl- skyldumeðlimannna, hef- ur nú vikið fyrir kjarna- Ijölskyldunni, sem nýtur sífellt meiri félagslegrar þjónustu frá hinu opin- bera velferðarkerfi. Lífs- stíllinn er annar en áður, frelsi einstaklinganna meira og ýmsum reynist erfitt að fóta sig og halda áttum í gjörningaveðri flókinna þjóðfélagshátta. Traust heimilislíf er mik- ilvæg kjölfesta í slíku umróti. Á Alþjóðaári fjölskyld- unnar gefst kjörið tæki- færi til að velta fyinr sér stöðu hennar í þjóðfélag- inu og það hljóta sveitar- stjórnai’menn að gjöra öðrum fremur. Sú opin- bera félagslega velferð- arþjónusta sem næst er fjölskyldunni er fyrst og fremst í verkahring sveitarfélaganna. “ Lögskyld verkefni sveitarfélaga „Velferðarþjónusta sveitarfélaga snertir alla fjölskyldumeðlimi, nán- ast frá vöggu til grafar, með beinum eða óbeinum hætti. Lögskyld verkefni sveitarfélaga eru: * Félagsþjónusta: bai-na- verndai-mál, aðstoð við fatlaða og aldraða, fram- færslumál, rekstur heim- ilishjálpar og varnirgegn notkun vímuefna. * Mennta- og menningar- mál: rekstur grunnskóla, leikskóla, tóidistarskóla og fullorðinsfræðslu, bókasafna og annarra safna. * Iþrótta- og æskulýðs- mál: rekstur íþróttavalla, íþróttahúsa, útivistar- svæða og fólkvanga. * Húsnæðismál: bygging félagslegra íbúða og leiguhúsnæðis. * Skipulagsmál: gerð vega, stiga og torga. I störfum sínum frá degi til dags eru sveitar- stjórnarmemi að fást við verkefni er varða fjöl- skylduna miklu og að undanfömu hefur mikið áunnizt í velferðarmálum Ijölskyldunnar fyrir til- stuðlan sveitarfélagamia. Það á einkum við varð- andi uppbyggingu þjón- ustu við einstaka hópa eins og böm, fatlaða og aldi’aða ...“ Hagsmunir fjölskyldunnar að leiðarljósi „Á Alþjóðaári fjöl- skyldunnar ættu sveitar- stjórnarmenn að leggja metnað sinn í að hafa hagsnuuii fjölskyldunnar að leiðarljósi í störfum sinum. Það er hægt að gera með margs konar hætti og þarf ekki að ein- skorðast við uppbygg- ingu dýrra þjónustu- mannvirkja. Miklu frem- ur er ástæða til þess, í tilefni Alþjóðaárs fjöl- skyldunnar, að hvetja forsvarsmenn sveitarfé- laganna' og starfsmenn þeirra til að hrinda af stað aðgerðum sem fjöl- skyldan getur tekið þátt í sameiginlega í tóm- stundum sínum. Mikilvægi fjölskyld- unnar í þjóðfélaginu er ef til vill meira nú en í annan tíma. Atvinnuleys- ið og böl þess hefur að imdanförnu knúið dyra á mörgum íslenzkum heimilum. Við slíkar að- stæður reynir meira á fjölskyldurnar en í annan tíma. Aðgerðir til að treysta fjölskyldulífið og styrkja heimilin koma öllum við, opinberum að- ilum, félagasamtökum, atvinnufyrirtækjum og einstaklingum. Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð og gegna mikilvægu hlutverki í því efni. Á Alþjóðaári fjöl- skyldunnar er ástæða til þess að minna sveitar- stjórnarmenn á þá stað- reynd og hvetja þá til að sýna frumkvæði og gæta hagsmuna fjölskyldunn- ai’ í störfum sínum að sveitai’stjórnarmálum." Klúbbdagttr í Yitanum í FÉL AGSMIÐSTÖÐINNI Vitanum, Strandgötu 1, laugar- daginn 9. apríl verður opið hús fyrir bæjarbúa. Þar munu hafnfirskir nemendur sem eru í klúbbnum ÆGTH sýna af- rakstur úr starfi klúbbanna. Dagskráin er fjölbreytt og margt verður spennandi að sjá. Vitinn mun opna kl. 12 og áætluð lok dagskrár eru um kl. 18. Kl. 10 hefst dagskrá í Útvarpi Hafnarfjarðar FM 91.7 sem ungl- ingar í Útvarpsklúbbnum stjórna til kl. 20. Útvarpsleikrit ÆTH Vilt þú byrja með mér? verður flutt kl. 15. Vitinn opnar kl. 12 og hefst þá Hafnarfjarðarmót í hlutverka- leik (Roie play). I Vitanum verður sýning á af- urðum listaklúbba skólans og sýnt verður m.a. leirmunir, skartgripir og ljósmyndir. Listaklúbbur Vitans mun föndra á staðnum og mun leiðbeina gestum sem áhuga hafa á að búa eitthvað til. Förðunarkeppni hefst kl. 13 og munu nemendur förðunarklúbba keppa um bestu kvöldförðun og listförðunina. Keppendur fá allt ------» ♦ ♦------ ■ AÐALFUNDUR Vináttufé- lags Islands og Kúbu verður haldinn mánudaginn 11. apríl kl. 20 á efri hæð veitingahússins Lækjarbrekku. Sagðar verða fréttir frá Kúbu og veittar upplýs- ingar um vinnuferðir þangað á árinu auk venjulegra aðalfundar- starfa. Fundurinn er öllum opinn. efni á staðnum. Úrslit verða kynnt kl. 16. Myndir úr ljósmyndamaraþoni verða sýndar og verðlaun verða veitt kl. 17. Ljósmyndir úr ljós- myndaklúbbnum verða til sýnis. Myndbönd sem nemendur grunnskólans hafa gert og unnið að verða sýnd á tjaldi allan tímann sem opið er. Klakabönd og aðrar unglinga- hljómsveitir munu troða upp öðru hvoru. Danshópurinn Byltingin sýnir verðlaunadans kl. 13.30 og kl. 16.30. Kl. 18 lýkur dagskrá. Alljr bæj- arbúar eru boðnir velkomnir. SVEFNSOFAR IMÝ SENDING 3 gerðir - Hagstætt verð OPIÐ í DAG KL. 10-14 vtSA □□□□□□ E HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.