Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Minning * Olafur Sveinsson Fæddur 7. júlí 1935 Dáinn 18. mars 1994 Minning Áki Elísson Það geislar af minningu þinni, dettur mér fyrst í hug þegar ég sest niður til að festa smá minn- ingabrot á blað um vin minn, Óla Sveins, eins og við kölluðum hann vinir hans og venslafólk. Það var að morgni 18. mars að mér var til- kynnt lát hans. Ég hafði hitt hann nokkrum dögum áður við vinnu sína á Tæknivinnustofu Örtækni í Há- túni 10. Óli var þá kátur og hress eins og endranær og ekki datt mér þá í hug að þar hitti ég hann í síð- asta sinn, eins og raunin varð á. Það kom mér því mjög á óvart að frétta lát hans. Óli var fæddur 7. júlí 1935 að Hvammi í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Kristín Þor- bergsdóttir og Sveinn V. Pálsson sem þar hófu búskap það ár. Árið 1939 fluttu þau að Sléttu í sömu sveit og þar ólst Óli upp. Óli fór að vinna við bú foreldra sinna strax og geta og kraftar leyfðu, en hann var elstur sinna systkina. Það mun hafa verið um sextán ára aldurinn sem hann fór að stunda vinnu utan heimilis og þá lá leiðin inn í Eyja- fjörð þar sem hann réð sig í kaupa- vinnu. Síðan lá leiðin suður á Kefla- víkurflugvöll þar sem hann hóf störf hjá Sameinuðum verktökum og vann þar í nokkur ár. Næst fer Óli til Reykjavíkur og hefur þá störf hjá byggingameist- ara sem mig minnir héti Þorsteinn Jónsson. Þar fór hann að aka vöru- bíl, Ford árgerð 1947, sem hann ók í mörg ár, eða allt til þess að hann fékk þann sjúkdóm sem batt hann við hjólastói til æviloka. Það lýsir vel snyrtimennsku og trúmennsku Óla, hve vel hann hugsaði um og fór vel með þann bíl sem honum var trúað fyrir, enda hugsaði Óli vel um alla bíla sem hann hafði undir höndum, hvort sem hann átti þá sjálfur eða ók fyrir aðra. Eitthvað ók hann fyrir bílstjóra á BSR og þar var sama snyrti- mennskan sem endranær. Fljótlega eftir að hann flutti suður, keypti hann sér forláta Willisjeppa lengd- an, mikinn kostagrip. Margar ferð- irnar fór ég með Óla vini mínum á þeim bíl. Þá var yfirleitt farið heim í Fljótin um jól og páska þegar nokkrir frídagar féllu saman og yfirleitt hafði vinurinn samband við mig og bauð mér far. Óla þótti afar vænt um sveitina sína yndisfögru, Fljótin í Skagafirði, og þar dvaldi hugurinn oft. Ekki vissi ég hann glaðari en þegar hann gat skotist norður með foreldra sína eftir að þau fluttust suður og var þá farið í Fljótin og til Siglufjarðar að heim- sækja frændfólk og yini. Ég dáðist oft að Óla hvað hann var duglegur að ferðast um landið Það var afa Hermanni líkt að láta ömmu ekki bíða lengi eftir sér en hún lést 16. mars síðastliðinn. Þau höfðu átt saman giftusamlega ævi í tæp 64 ár. Okkur dótturbörn- unum af neðri hæðinni í Miðtúni 6 langar til að senda afa stutta kveðju en hann var sem okkar annar fað- ir, sérstaklega þegar pabbi stundaði sjómennsku. Afi v_ar úr Dölunum eins og amma. Árin 1908 til 1913 bjuggu langafí og -amma í Ljárskógaseli sem var þríbýli. Þar ólst upp með afa drengur er Jóhannes hét (kenndi sig síðar við Katla). Þegar afí varð átta ára fékk hann eftirfar- andi afmælisvísur frá vini sínum sem var þá þremur árum eldri og birtist hér stafrétt eftir frumhand- nti: sitt og skoða staði sem hann fýsti að sjá. Þrátt fyrir fötlun sína ók hann sjálfur því hann lét búa bíla sína stjórntækjum við stýrið til að auðvelda sér aksturinn. Þar sem hann fór um varð hann helst að vita nöfn á öllum kennileitum og helst nöfn á öllum sveitabæjum sem hann ók framhjá. Vestfirðina var hann búinn að ferðast um oft og mörgum sinnum og oft var það þegar hann kom til baka að hann sló á þráðinn til mín til að segja mér frá ferðinni og þá gat nú símtalið staðið eitthvað á annan klukkutímann. Þá sagði hann oft: „Þú ættir að sjá þennan stað, það er svo ofboðslega fallegt þar.“ Eins og'áður sagði var Óli elstur systkina sinna, en þau eru þessi í aldursröð: Ásta Arndís, fædd 25. júlí 1942, Ingvar Páll, fæddur 2. apríl 1944, Ástvaldur Bragi, fæddur 14. júní 1945, Karl, fæddur 3. júní 1947 og Þorbergur Rúnar, fæddur 11. júlí 1950. Öll eru þau myndar- og mannkostafólk, og vil ég votta þeim samúð mína svo og móður þeirra, Kristínu, sem býr í þjónustu- íbúð aldraðra við Dalbraut. Faðir þeirra, Sveinn, lést í júlí 1992. Óli fékk íbúð í húsi Öryrkja- bandalagsins, Hátúni lOa, um 1972 og bjó þar æ síðan. Ég vil svo að lokum kveðja sómapiltinn og öðl- ingsdrenginn Óla, vin minn, um leið og ég þakka honum allan vinskap- inn og samfylgdina öll þessi ár. Guð blessi minningu Óla. Kristinn Jónsson. Það er gott að eiga vini sem hægt er að tala við sér til heilsubót- ar einkum þegar þeir eru hressir í anda og jákvæðir. Einn þessara vina minna er hún Stína frá Sléttu. Við tölumst oft við og rökræðum um lífið og tilveruna. Þegar ég að morgni 18. þessa mánaðar hringdi, þá svarar karl- mannsrödd í símann og eftir nokk- urt hik segir hann að Óli bróðir hans hafi dáið í nótt. Slík fregn kemur ætíð óvænt og samtalið varð ekki lengra að þessu sinni. Ég hef þekkt hann Óla frá því að hann var smástrákur norður á Sléttu í Fljótum og um tíma áttum við heima á sama bænum. Hann Óli var sérlega aðlaðandi barn, ætíð glaður og hress og með ljóst hrokkið hár, smáfríður og svip- hreinn. Hann var elstur af sex systkinum sem öll ólust upp með foreldrum sínum norður í Fljótum, lengst af á Sléttu og við þann bæ eru foreldrar hans kenndir, en þau eru Sveinn Pálsson sem lést fyrir tveimur árum og Kristín Þorbergs- dóttir sem lifir mann sinn og dvelur í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Dal- braut 27. Óli flutti til Reykjavíkur þegar hann var orðinn það gamall að hann gat séð fyrir sér sjálfur. Nú skín svo fagurt þín 8 ára sói og indisleg biija nú gleðinnar jól þú ert svo diggur með þelið mjög þítt nú þitt byijar árið hér lífstíðar nítt. Sífelt þér filgi vor sælunnar hnoss sé með þjér alvaldur er deiði á kross vertu síblessaður vinur minn kær vorgeisla hvílir á enní þér blær. Lísi þér alvaldur lukku á stig Ijósgeisla ilurinn vermi nú þig einlagt sé hjálp drottir.s almáttug vís einglar þér séu hjá í Paradís. Það er greinilegt að skáldið unga skynjaði þá skapgerð sem einkenndi einkum afa alla tíð en það var ein- stakt jafnlyndi og þýtt þel. Hans 92 ára sól skein ávallt fagurt þrátt fyrir erfiða tíð löngum og blik henn- ar mun fylgja okkur meðan við.lif- um. Afí var siálfur ágætlega þag- rnæltur og hafði mikið yndi af kveð- Um tíma dvaldi hann á heimili okk- ar hjóna á Sogavegi 198 á meðan hann var að finna sér samastað í Reykjavík. Fljótlega eftir að hann fluttist suður fór hann að finna fyrir þeim veikindum sem urðu þess valdandi að hann hafnaði í hjólastól. Hann Óli var gæddur eiginleikum sem hjálpuðu til við að bregðast við af raunsæi og lífsgleðin varð áfram hans dyggi förunautur. Tengslin við hann Óla rofnuðu að mestu við breyttar aðstæður og nú spyr ég sjálfan mig hvað olli? Ég finn enga nærtækari skýringu en þá að flest erum við svo upptek- in við að lifa lífinu að við gefum okkur ekki tíma til að víkja út af hraðbrautinni og staldra við hjá þeim sem lifa lífínu við aðrar að- stæður en una þó glaðir við sitt. Svo gerist það að ég dvel um tíma í Hátúni 10 mér til hressingar eftir spítalalegu, þá birtist hann Óli í stólnum sínum á leið í vinnu. Hann verður fyrri til að heilsa og spyr um leið, ertu ekki hress? Auð- séð var að veikindin höfðu sett sitt mark á þennan geðþekka mann, en fasið var það sama og þetta glað- beitta ávarp bar með sér að lífsgleð- in hafði ekki yfirgefið hann. Eftir þetta hittumst við oft en samræður voru stuttar því hann Óli var alltaf að flýta sér í vinnuna. Einn daginn segir hann mér að hann ætli að skoða hálendi Iandsins í sumar, segist eiga sérhannaðan bíl til þeirrar ferðar. Ég tók þessu sém spaugi en seinna frétti ég að þessi ferð hafi verið farin og þar með hafi hann Óli fengið uppfylltan langþráðan draum um að horfa yfir landið sitt frá nýjum sjónarhóli. Ég hef ekki hitt hann Óla eftir að þessi ferð var farin, en ég sé í huganum hrifninguna í svip hans þegar hann segir frá ferðinni og þá ekki síður því að hafa yfirstigið það sem aðrir töldu ómögulegt. Að lokum endurtek ég samúðar- kveðjur til hennar Stínu og hennar nánustu. Það hefur alltaf verið bjart yfir Sléttufjölskyldunni þótt oft hafl blásið á móti og svo mun verða áfram. Ég bið Guð og góða vætti að fylgja ykkur fram á veginn. Hjálmar Jónsson. skap. Þess nutum við ríkulega, dótt- urbörnin. Hann sat löngum með okkur og Pétri, yngsta syni sínum, og kvaðst á við okkur. Munum við ætíð búa að þeim stundum. Ólíkt ömmu var afi alltaf með hugann í sveitinni og alltaf þurftum við að gefa honum ítarlega skýrslu á haustin um sumardvöl okkar í Skagafírði. Þrátt fyrir þennan mikla áhuga á búskap skynjaði maður aldrei neina biturð hjá afa yfir því að hafa þurft að bregða búi í blóma lífsins vegna veikinda sinna. Þegar við lítum til baka eru ofarlega í huga allar gönguferðirnar sem við fórum með afa þar sem við nutum nærveru hans og visku. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við afa Hermann er hann heldur til fundar við ömmu Laugu og biðjum þau vel að lifa hjá englum í Paradís. Við hugsum til ykkar með söknuði en einnig þakklæti og virðingu fyrir það sem þið voruð okkur. Blessuð sé minning ykkar. Dótturbörnin, Fæddur 15. febrúar 1958 Dáinn 12. mars 1994 Hann Áki bróðir er farinn. Það er stór biti. Mér verður orðfátt þegar maður á að lýsa hversu stórt skarð varð eftir í þessari stóru og samheldnu fjölskyldu og hvílík sorg er að horfa á eftir þessum góða dreng. Mér varð mikið um þegar ég frétti að Áki bróðir lægi þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Ekki hvarflaði annað að mér en hann myndi bera sigur úr být- um, en raunin varð önnur. Ég er því mikið fegin að hafa farið strax norður til að standa við hlið eigin- konu hans, foreldra minna, systk- ina og hans hin hinstu skref og getað kvatt hann. Þegar Áki fluttist til Akureyrar lengdist bilið, en sambandið var gott á milli og hugurinn oft hjá Áka og Bryndísi. Þau áttu vel sam- an, Aki og Bryndís, viljasterk, ákveðin og harðdugleg, annars hefðu þau ekki komið sér svona vel fyrir og hlotnast svona mikið á þessum stutta tíma sem þau fengu að njóta samvista. Fullt hús af kærleik, ást og börnum, þrjár blómarósir, Fjóla, Sóley, og Lilja og litli molinn hann Brynjar Elís. Mig langar að minnast æskuár- anna á Breiðdalsvík. Áki var mik- ill ærslabelgur og alltaf eitthvað að gera, oft gekk mikið á í Hraun- prýði. Stundum voru leikfimiæf- ingar þeirra bræðra svo miklar á stofugólfinu að leirtauið hélst vart í skápunum. Þá þurfti mamma að skakka leikinn. Okkur systrum fannst gaman að horfa á hnakka- stökk, heljarstökk, standa á ann- arri og báðum höndum. Áka fannst voða gaman áð ganga upp stigann á höndum, okkur þótt þetta voða flott og hvöttum hann óspart. Fastur liður hjá honum var að fara fáklæddur út í frost og snjó, þá var hann að herða sig. Minning- arnar eru margar og allar góðar, það gerir þær svo sárar. Eg vil kveðja Áka bróður með þessum orðum: Þakka þér fyrir allt og allt. Ég votta Bryndísi og börnunum fjórum mína dýpstu samúð. Einnig mömmu, pabba og systkinum mín- um. Vinum og tengdafjölskyldu votta ég einnig samúð. Erla Vala Elísdóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vep fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. - (23. Davíðssálmur.) 31. afmælisdagurinn minn er runninn upp. Ég er að koma heim úr yndislegri ferð. Skyndilega skyggir á gleði mína, því það fyrsta sem ég fæ að heyra eru sorgar- fréttir. Einn af mínum bestu vin- um, sem alltaf var mér svo kær, hann Áki, er dáinn. Ungur yndis- legur maður í blóma lífsins, burtu tekinn frá yndislegri konu og íjór- um ungum börnum. Spumingar koma upp í huga minn, en engin svör. Sumt er okkur ætlað að skilja en annað ekki. Hugurinn reikar til baka. Ég minnist þess þegar ég, 15 ára gömul, haustið ’79 var að hefja annað skólaárið mitt í Lauga- skóla. Strax fyrsta kvöldið var mikill galsi í fólki og þar sá ég Áka í fyrsta skipti. Með okkur tók- ust strax kynni mikillar vináttu og tryggðar sem varað hafa alla tíð síðan. Áki var mjög sérstakur og góður drengur. Framkoma hans og lífsgleði hreif mig strax. Hann var 5 árum eldri en ég og ég leit mikið upp til hans því fímm ár voru mikill aldursmunur á þessum árum. Ég man líka að ég furðaði mig stundum á því eft- ir á að hann skyldi nenna að tala við stelpukrakka eins og mig. En aldur skipti ekki máli hjá Áka. Hann var sannur vinum sínum. Eitt er víst að ég á honum mikið og gott veganesti út í lífið að þakka. Þær voru ófáar stundirnar sem við sátum saman og ræddum mörg hjartans málin. Alltaf gaf ég treyst honum og alltaf gat hann gefið mér góð ráð og uppörvað mig af hjartans einlægni. Ég minn- ist þess einnig að nokkrum dögum eftir byrjun skólans komu Bryndís og Obba. Þá um kvöldið var haldið diskótek. Þar leit Áki augum í fyrsta sinn yndislega og gullfallega stúlku, sem hann bauð upp í dans og dansaði við allt kvöldið. Þetta var Bryndís, eftirlifandi eiginkona hans. Segja má að þau hafi dansað saman allar götur síðan þá, því þau tengdust strax órjúfanlegum bönd- um. í mínum huga var samband þeirra Áka og Bryndísar alltaf mjög sérstakt. Þessi tími sem ég átti með þeim á Laugum og hin síðari ár yljar mér alltaf um hjarta- rætumar. Að fylgjast með þeim byggja upp svo fallegt fyrirmynd- arheimili og eignast þessi fjögur yndislegu börn. Samband þeirra einkenndist af mikilli samheldni og viljastyrk. Eitt er víst að skarð- ið er stórt sem komið er í vinahóp- inn og verður aldrei fyllt. Ég þakka Guði fyrir þau forréttindi að fá að kynnast Áka og þekkja hann síð- ustu 15 árin. Minningin um góðan dreng með fallega brosið geislandi af hlýju og gleði varir og mun aldr- ei gleymast. Elsku Bryndís, Fjóla, Sóley, Lilja, Brynjar Elís, foreldrar, systk- ini og aðrir ástvinir. Ég vil votta ykkur mína dýpstu samúð. Ég bið Drottin Guð að blessa ykkur og gefa ykkur styrk við ykkar erfiðu kringumstæður. Að lokum langar mig að uppörva ykkur með þessum orðum sem standa í Matteus, 11:28: Komið til mín, allir þér sem erfiði hafíð og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld._ Olga Ásrún. Félagslíf í stórum skóla byggist á samvinnu margra handa. í Menntaskólanum á Akureyri hefur skólafélagið Huginn átt því láni að fagna að eiga ánægjuleg sam- skipti við starfsmenn skólans. Án þess væri skólalífið annað og ekki eins litríkt og það er. Skyndilega hefur verið höggvið skarð í hóp starfsmanna skólans. Eins og hendi væri veifað hefur Áki Elísson smiður verið hrifinn brott úr hópi þessara tryggu sam- starfsmanna okkar. Mánudaginn 14. mars voru nemendur MA kall- aðir á Sal. Þar tilkynnti Tryggvi Gíslason skólameistari að Áki væri fallinn frá eftir skammvinn en al- varleg veikindi, og þar var hans minnst í stuttri athöfn. Viku fyrr hefði engan grunað þessi hörmu- legu tíðindi. Áki reyndist okkur góður félagi, lipur og úrræðagóður og tók okk- ur, sem til hans leituðum, af skiln- ingi og glöðum vilja. Kynni okkar og samstarf við hinn samhenta hóp, Jón, Áka og Skúla hafa verið lærdómsrík, en nú er skarð fyrir skildi. Á þessaristundu viljum við votta fjölskyldu Áka Elíssonar dýpstu samúð okkar, svo og öllum vinum hans og aðstandendum, og jafn- framt viljum við þakka fyrir að hafa átt hann að þótt í stuttan tíma væri. Fyrir hönd nemenda í Mennta- skólanum á Akureyri, Stjórn skólafélagsins Hugins. Skarphéðinn, Elsa, og fas allt bar vott um myndpg- Hérmann óg Þórir. Íéika 'Ög virðingú. Glaðværð Háns Hermann Guðmunds son — Minning Fæddur 27. apríl 1902 . Dáinn 31. mars 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.