Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 21 Umhverfisráðuneyti Áhugi á að flytja Land- mælingar á Akranes STEFNT er að því að ákvörðun um staðsetningu tveggja ríkis- stofnana, Landmælinga íslands og Skipulags ríkisins, Iiggi fyrir í umhverfisráðuneytinu á næst- unni. Innan ráðuneytisins er áhugi á að flytja Landmælingar til Akraness. En ekki hefur ver- ið gert upp á milli Akureyrar, Hveragerðis og Sauðarkróks hvað Skipulagið varðar. * Islenskt grænmeti í verslunum íslenskir tómatar og paprikur komu í verslanir á fimmtudag. Vel lítur út með uppskeru og von er á miklu magni á markað- inn á næstunni. Verðið verður í hærra lagi til að byija með en það á væntanlega eftir að lækka eftir því sem framboð eykst. Þessi mynd var tekin í Hagkaup þar sem viðskiptavinir létu sér vel líka að geta keypt nýtt ís- lenskt grænmeti. Þó umræða um flutning Land- mælinga sé komin nokkuð langt á veg hefur ekki verið haft samband við starfsmennina eftir því sem Þórir Már Einarsson, verkefnis- stjóri, segir. Starfsmennirnir hafi aðeins heyrt af fyrirhuguðum flutningum á skotspónum og ekki hvaða rök liggi að baki þeim. Því hafi verið reynt að hafa samband við ráðherra í þeim tilgangi að efna til viðræðna um málið. Ekki hafi tekist að koma á fundi enn sem komið er enda hafi ráðherra átt annríkt en vonandi yrði hægt að koma honum á bráðlega. Ekki áhugi á flutningi Þórir sagði að enginn 29 al- mennra starfsmanna fyrirtækisins hefði hingað til lýst yfir vilja til að flytja út á land. Hann benti líka á að flutningurinn snerti fleiri en sjálfa starfsmenniija. Mætti þar t.d. nefna að 23 starfsmanna væru í sambúð og 16 makar væru í vinnu. Starfsmennirnir ættu 53 börn og ef makar, börn, tengda- börn og barnabörn væru talin með snertu flutningarnir a.m.k. 125 manns væru forstjórinn og fjöl- skylda hans undanskilin. Eins og fram hefur komið hefur þegar verið ákveðið að flytja emb- ætti veiðistjóra til Akureyrar og er stefnt að því að embættið verði sameinað náttúrufræðistofnun á staðnum. Aðrar ríkisstofnanir sem nefnd um flutning ríkisstofnana fjallaði um heyra undir önnur ráðuneyti en umhverfisráðuneyti. -----------♦ ♦ ♦------ Ríkisstjórn- insamþykkir stuðning við Isfirðinga RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu forsætisráðherra um að veita Isfirðingum stuðn- ing við það endurreisnar- og uppbyggingarstarf sem fram- undan er í samráði við bæjaryf- irvöld á ísafirði og aðra þá, sem að því máli munu koma. í frétt frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin hafi rætt á fundi sínum í gær þá atburði sem urðu að morgni þriðjudags, þegar snjóflóð féll á útivistarsvæði Isfirð- inga á Seljalandsdal og í Tungu- skógi þar sem mannskaði varð og mikið eignatjón. Tillaga forsætis- ráðherra um stuðning við Isfirð- inga var samþykkt og í frétt for- sætisráðuneytisins segir að ríkis- stjórnin votti aðstandendum hins látna hluttekningu sína og Isfirð- ingum samúð sína. Islaiulskosim Árshátíðir Veró frá 1400 kr. á mann ■ BtettLÍtRtE (> I 48 49 ■ IMI55AIM Alhliða gæðingur segir Sigurbjörn Bárðarson íþróttamaður ársins um nýja stóilgœðinginn sinn MMC Lancer skutbíll 1.840.000,- Toyota Corolla skutbíll 1.799.000,- Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 síml 91-674000 • ' ■ , . , r ' SUNNY 4X4 skutbíll 1600 cc vél 16 ventla fjölinnsprautun vökva-og veltistýri samlæsing rafmagnsrúðuvindur útihitamælir hiti í sætum Verð kr. 1.578.000.- Innifalið: ryðvörn skráning 1. árs þjónustueftirlit eða 20.000 km Verðsamanburður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.