Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 12

Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Einleiktir á orgel DAGNÝ Pétursdóttir heldur út- skriftartónleika í Akureyrar- kirkju á föstudagskvöld en tón- leikarnir eru liður í 8. stigs prófi sem hún er að ljúka frá Tónlist- arskólanum á Akureyri. Dagný leikur einleik á orgel verk eftir Buxtehude, Bach, Franck og Gigout, auk Adagio í g-moll eftir T. Albinoni með stengjasveit skólans. Dagný fæddist í Langadal í A-Húnavatnssýslu og stundaði píanónám á Akureyri. Að loknu stúdentsprófi hóf hún orgelnám, en hefur einnig verið í söngnámi við Tónlistarskólann og er að ljúka 8. stigi. Tónleikarnir í Akureyrar- kirkju hefjast kl. 20.30 annað kvöld og er aðgangur ókeypis. Málverka- uppboðá Hótel KEA GALLERÍ Borg og Listhúsið Þing á Akureyri halda málver- kauppboð í samvinnu við List- munauppboð Sigurðar Bene- diktssonar hf. Uppboðið fer fram á Hótel KEA kl. 20.30 á sunnudags- kvöid. Verkin verða sýnd þar á uppboðsdaginn frá kl. 14-18. Boðin verða um 70 verk, flest eftir þekkta listamenn, s.s. Jó- hannes Kjarval, Ásgrím Jóns- son, Gunnlaug Scheving og Gunnlaug Blöndal. Framsókn- armenn styðja Dag „FRAMSÓKNARMENN styðja útgáfu Dags, eina dagblaðsins sem gefið er út á landsbyggð- inni,“ segir orðrétt í stefnuskrá B-listans, lista Framsóknar- flokksins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri síðar í þessum mánuði, „og benda á að blaðið hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í bæjarlíf- inu.“ Stuðningsyfírlýsingin kemur fram í menningarmálakafla stefnuskrárinnar. Guðmundur Stefánsson, einn frambjóðenda Framsóknarflokksins, sagði þegar stefnuskráin var kynnt að vissulega væri það ekki stefna flokksins að útdeila fé til blaðsins kæmist hann til valda á Akureyri. Fremur hefði verið um stuðningsyfirlýsingu að ræða og auðvitað hefði eins ver- ið hægt að setja inn í stefnu- skrána sams konar stuðningsyf- irlýsingar við til dæmis Svæðis- útvarp Norðurlands og þá fjöl- miðla aðra sem reglubundið flyttu fréttir af svæðinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vorsýning myndlistamema ÁRLEG vorsýning Myndlist- arskólans á Ákureyri verður opnuð í dag, fimmtudaginn 12. maí, kl. 14 í húsakynnum skólans við Kaupvangsstræti 16 og Deiglunni, Kaupvangs- stræti 23. Á sýningunni eru verk eftir nemendur dag- deilda skólans og jafnframt sýnishorn af því starfi sem unnið er á barna- og fullorð- insnámskeiðum. Dagdeildirnar eru þrjár, fornámsdeild, sem er eins árs undirbúningsnám, málunar- deild, þriggja ára sérnám þar sem lögð er áhersla á list- ræna og tæknilega ögun, og deild í grafískri hönnun, sem er þriggja ára sérhæft. nám. Þar er lögð áhersla á nýja tækni, tölvuteiknun, án þess þó að missa sjónar á þeim grunni sem góð hönnun byggist á. Lokaverkefni þeirra sem útskrifast úr málunardeild að þessu sinni verða sýnd í Deiglunni, en úrskriftarnem- endur eru Guðrún Þórisdótt- ir og Sigurdís Harpa Arnars- dóttir. Vorsýning Myndlistarskól- ans á Akureyri verður opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 til 20. í gær vöktu myndlistarskólanemar at- hygli bæjarbúa á sýningunni þegar þeir stormuðu á Ráð- hústorg með trönur sínar og máluðu af kappi. Alþýðuflokkurinn um fráveitumál Verkið unnið á þreföld- um hraða ÁHERSLA á að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við holræsakerfi bæjarins og vinna það verk á 5 árum í stað 15 eins og áætlað hef- ur verið er eitt stærsta verkefnið sem Alþýðuflokkurinn á Akureyri vill beita sér fyrir á næsta kjörtíma- bili og stefnir að verði flokkurinn í meirihluta íbæjarstjórn. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína á blaða- mannafundi í gær og kom þar m.a. fram að úrbóta væri þörf 1 atvinnu- málum strax. Gísli Bragi Hjartarson sem skipar fyrsta sæti á lista flokksins sagði að kostnaður við fráveituverkefnið væri um 800 milljónir og er hlutur vinnu- iauna þar af um 320 milljónir. „Þetta eru afar viðamiklar framkvæmdir, m.a. vegna þess að við höfum sofið á verðinum. Það er alveg Ijóst að ef Akureyri ætlar að skipa sér sess sem matvælaframleiðslubær þá verður ekki liðið að þessi mál séu í ólestri," sagði Gísli Bragi og benti á að rétt- lætanlegt væri að taka lán til að geta hraðað þessum framkvæmdum. Heildarstefna í umhverfismálum Umhverfismál, skipulags- og byggingamál eru fyrirferðarmikil í stefnuskrá Alþýðuflokksins og vill Morgunblaðið/Rúnar Þór HREINNI Pollur er eitt af stefnumálum frambjóðenda Alþýðuflokksins. listinn að þegar eftir kosningar verði mörkuð heildarstefna í umhverfis- málum. Þá kemur einnig fram að virkja þurfi almenning í umfjöllun um skipulagsmál m.a. með stofnun hverfasamtaka. Stærsta verkefni á sviði skipulagsmála verði að efna til samkeppni vegna nýs bæjarhluta syðst á brekkunni. Þá er lögð áhersla á að vinna að skipulagi er til lítils ef ekki er unnið eftir því en slíkt hafi of oft viljað brenna við. Þá má nefna að A-listinn vill koma á ferðum strætisvagna inn á flug- völl yfir sumartímann. Flokkurinn vill að þegar verði stofnað útibú frá Amtsbókasafninu í Glerárhverfi og endurbætur verði gerðar á Sam- komuhúsinu. Forgangsverkefni í dagvistarmáium verði að bjóða upp á dagvistun fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Morgunblaðið/Golli Skírður fyrirjóm- frúrferð SVALBAKUR EA-2, nýr frystitog- ari í eigu Utgerðarfélags Akur- eyringa, fór í sína fyrstu veiðiferð á sunnudag. Af því tilefni blessaði séra Pálmi Matthíasson skip og áhöfn . Þórbergur Torfason annar stýrimaður á Svalbak og eigin- kona hans Anke María Steinke og skírðu son sinn við þessa athöfn og fékk hann nafnið Sæbjörn Þór. Það var systir hans, Kristína Ösp, sem hélt litla bróður undir skírn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.