Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Einleiktir á orgel DAGNÝ Pétursdóttir heldur út- skriftartónleika í Akureyrar- kirkju á föstudagskvöld en tón- leikarnir eru liður í 8. stigs prófi sem hún er að ljúka frá Tónlist- arskólanum á Akureyri. Dagný leikur einleik á orgel verk eftir Buxtehude, Bach, Franck og Gigout, auk Adagio í g-moll eftir T. Albinoni með stengjasveit skólans. Dagný fæddist í Langadal í A-Húnavatnssýslu og stundaði píanónám á Akureyri. Að loknu stúdentsprófi hóf hún orgelnám, en hefur einnig verið í söngnámi við Tónlistarskólann og er að ljúka 8. stigi. Tónleikarnir í Akureyrar- kirkju hefjast kl. 20.30 annað kvöld og er aðgangur ókeypis. Málverka- uppboðá Hótel KEA GALLERÍ Borg og Listhúsið Þing á Akureyri halda málver- kauppboð í samvinnu við List- munauppboð Sigurðar Bene- diktssonar hf. Uppboðið fer fram á Hótel KEA kl. 20.30 á sunnudags- kvöid. Verkin verða sýnd þar á uppboðsdaginn frá kl. 14-18. Boðin verða um 70 verk, flest eftir þekkta listamenn, s.s. Jó- hannes Kjarval, Ásgrím Jóns- son, Gunnlaug Scheving og Gunnlaug Blöndal. Framsókn- armenn styðja Dag „FRAMSÓKNARMENN styðja útgáfu Dags, eina dagblaðsins sem gefið er út á landsbyggð- inni,“ segir orðrétt í stefnuskrá B-listans, lista Framsóknar- flokksins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri síðar í þessum mánuði, „og benda á að blaðið hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í bæjarlíf- inu.“ Stuðningsyfírlýsingin kemur fram í menningarmálakafla stefnuskrárinnar. Guðmundur Stefánsson, einn frambjóðenda Framsóknarflokksins, sagði þegar stefnuskráin var kynnt að vissulega væri það ekki stefna flokksins að útdeila fé til blaðsins kæmist hann til valda á Akureyri. Fremur hefði verið um stuðningsyfirlýsingu að ræða og auðvitað hefði eins ver- ið hægt að setja inn í stefnu- skrána sams konar stuðningsyf- irlýsingar við til dæmis Svæðis- útvarp Norðurlands og þá fjöl- miðla aðra sem reglubundið flyttu fréttir af svæðinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vorsýning myndlistamema ÁRLEG vorsýning Myndlist- arskólans á Ákureyri verður opnuð í dag, fimmtudaginn 12. maí, kl. 14 í húsakynnum skólans við Kaupvangsstræti 16 og Deiglunni, Kaupvangs- stræti 23. Á sýningunni eru verk eftir nemendur dag- deilda skólans og jafnframt sýnishorn af því starfi sem unnið er á barna- og fullorð- insnámskeiðum. Dagdeildirnar eru þrjár, fornámsdeild, sem er eins árs undirbúningsnám, málunar- deild, þriggja ára sérnám þar sem lögð er áhersla á list- ræna og tæknilega ögun, og deild í grafískri hönnun, sem er þriggja ára sérhæft. nám. Þar er lögð áhersla á nýja tækni, tölvuteiknun, án þess þó að missa sjónar á þeim grunni sem góð hönnun byggist á. Lokaverkefni þeirra sem útskrifast úr málunardeild að þessu sinni verða sýnd í Deiglunni, en úrskriftarnem- endur eru Guðrún Þórisdótt- ir og Sigurdís Harpa Arnars- dóttir. Vorsýning Myndlistarskól- ans á Akureyri verður opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 til 20. í gær vöktu myndlistarskólanemar at- hygli bæjarbúa á sýningunni þegar þeir stormuðu á Ráð- hústorg með trönur sínar og máluðu af kappi. Alþýðuflokkurinn um fráveitumál Verkið unnið á þreföld- um hraða ÁHERSLA á að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við holræsakerfi bæjarins og vinna það verk á 5 árum í stað 15 eins og áætlað hef- ur verið er eitt stærsta verkefnið sem Alþýðuflokkurinn á Akureyri vill beita sér fyrir á næsta kjörtíma- bili og stefnir að verði flokkurinn í meirihluta íbæjarstjórn. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína á blaða- mannafundi í gær og kom þar m.a. fram að úrbóta væri þörf 1 atvinnu- málum strax. Gísli Bragi Hjartarson sem skipar fyrsta sæti á lista flokksins sagði að kostnaður við fráveituverkefnið væri um 800 milljónir og er hlutur vinnu- iauna þar af um 320 milljónir. „Þetta eru afar viðamiklar framkvæmdir, m.a. vegna þess að við höfum sofið á verðinum. Það er alveg Ijóst að ef Akureyri ætlar að skipa sér sess sem matvælaframleiðslubær þá verður ekki liðið að þessi mál séu í ólestri," sagði Gísli Bragi og benti á að rétt- lætanlegt væri að taka lán til að geta hraðað þessum framkvæmdum. Heildarstefna í umhverfismálum Umhverfismál, skipulags- og byggingamál eru fyrirferðarmikil í stefnuskrá Alþýðuflokksins og vill Morgunblaðið/Rúnar Þór HREINNI Pollur er eitt af stefnumálum frambjóðenda Alþýðuflokksins. listinn að þegar eftir kosningar verði mörkuð heildarstefna í umhverfis- málum. Þá kemur einnig fram að virkja þurfi almenning í umfjöllun um skipulagsmál m.a. með stofnun hverfasamtaka. Stærsta verkefni á sviði skipulagsmála verði að efna til samkeppni vegna nýs bæjarhluta syðst á brekkunni. Þá er lögð áhersla á að vinna að skipulagi er til lítils ef ekki er unnið eftir því en slíkt hafi of oft viljað brenna við. Þá má nefna að A-listinn vill koma á ferðum strætisvagna inn á flug- völl yfir sumartímann. Flokkurinn vill að þegar verði stofnað útibú frá Amtsbókasafninu í Glerárhverfi og endurbætur verði gerðar á Sam- komuhúsinu. Forgangsverkefni í dagvistarmáium verði að bjóða upp á dagvistun fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Morgunblaðið/Golli Skírður fyrirjóm- frúrferð SVALBAKUR EA-2, nýr frystitog- ari í eigu Utgerðarfélags Akur- eyringa, fór í sína fyrstu veiðiferð á sunnudag. Af því tilefni blessaði séra Pálmi Matthíasson skip og áhöfn . Þórbergur Torfason annar stýrimaður á Svalbak og eigin- kona hans Anke María Steinke og skírðu son sinn við þessa athöfn og fékk hann nafnið Sæbjörn Þór. Það var systir hans, Kristína Ösp, sem hélt litla bróður undir skírn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.