Morgunblaðið - 14.05.1994, Side 1

Morgunblaðið - 14.05.1994, Side 1
72 SÍÐUR LESBÓK/C 107. TBL. 82.ÁRG. LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Johns Smiths minnst SKYNDILEGT fráfall Johns Smiths, leiðtoga Verkamanna- flokksins í Bretlandi, er flestum mikið harmsefni, ekki síst flokks- systkinum hans, en pólitiskir and- stæðingar hans, meðal annars John Major, forsætisráðherra og leiðtogi Ihaldsflokksins, hafa minnst hans sem mjög mikiihæfs manns. Fyrir Verkamannaflokk- inn, sem hefur vegnað mjög vel i kosningum að undanförnu, er dauði Smiths mikið áfall og for- ystumenn hans leggja áherslu á, að nýr ieiðtogi verði kjörinn hið fyrsta, ekki síðar en um miðjan júlí. Þykir Tony Blair, aðeins 41 árs gamall lögfræðingur og Skoti eins og Smith, einna líklegastur og sagt er, að ihaldsmenn geti ekki hugsað sér erfiðari andstæð- ing. Myndin er úr aðalstöðvum Verkamannaflokksins í London en þangað hefur fólk streymt til að votta hinum látna virðingu sína. ■ Hæfileikamenn/18 ■ Rökfastur og hnyttinn/29 „Við vöknuð- um sem frjálst fólk í morgun“ Jcríkó, Túnis. Reuter. PALESTÍNSKUM lögreglumönnum var vel fagnað í Jeríkó í gær en þangað komu þeir um leið og síðasti ísraelski hermaðurinn hvarf á braut. Þar með lauk 27 ára hersetu ísraela í borginni og ná- grenni. Hátíðahöldunum var þó aflýst að sumu leyti vegna þess að einn lögreglumannanna leyfði ungum bróður sínum að leika sér með byssuna með þeim afleiðingum, að hann varð sjálfum sér að bana. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, von- ast til að geta flutt höfuðstöðvar sínar til Jeríkó í næsta mánuði. Shalikashvili, forseti bandaríska herráðsins Síðustu forvöð að hjálpa Rússum Chicago. Reuter. MÖGULEIKAR Ba«da- ríkjanna og annarra lýð- ræðisríkja til að halda lífi í umbótastefnunni í Rúss- landi eru að verða að engu og hætta er á, að það muni hafa skelfilegar af- leiðingar síðar meir. For- seti bandaríska herráðsins lýstu þessu yfir í gær. John Shalikashvili, shalikashvili hershöfðingi og forseti bandaríska herráðsins, sagði í Chicago í gær, að Bandaríkjamenn myndu gjalda þess síðar kæmu þeir ekki umbótaöflunum í Rúss- landi til hjálpar nú strax og sýndu svart á hvítu, að þeir gætu gert meira en lofa öllu fögru. Kvaðst hann óttast, að einhvers konar nýtt kalt stríð væri í uppsiglingu og benti á, að þjóðemisöfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj og hans nótar væru komnir vel á veg með að vekja upp nýtt hatur á Vestur- löndum í Rússlandi. Shalikashvili sagði einnig, að önnur langtíma- ógnun, sem að Bandaríkjunum steðjaði, væri Kína. „Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Við bara vöknuðum sem frjálst fólk í morgun," sagði Palest- ínumaður í Jeríkó þegar hann fylgd- ist með 62 lögreglumönnum koma yfir Allenby-brúna frá Jórdaníu í rauðabýtið í gærmorgun. Síðan kom meginstyrkurinn, alls 750 manns, og tóku nokkrir þeirra sér táknræna stöðu uppi á þaki lögreglustöðvar borgarinnar. Rauður, svartur, hvítur og grænn fáni Palestínu var dreginn að húni í herstöð, sem ísraelar höfðu yfirgefið, en síðasta verk þeirra var að afhenda Palestínumönnum lykl- ana að skotfærageymslunni. Arafat til Jeríkó í júní Mikill mannfjöldi fagnaði palest- ínsku lögreglumönnunum en margir sögðu þó, að nú yrði PLO að sýna fram á, að það gæti stjórnað í Jer- íkó þar sem 20.000 manns búa og Gaza þar sem íbúarnir eru rúm milljón. Arafat, leiðtogi PLO, fagn- aði í gær brottför ísraela frá Jeríkó og kvaðst vonast til að geta sest að í borginni í næsta mánuði. Reuter Fögnuður á hernumdu svæðunum ÍBÚAR á hernumdu svæðunum tóku vel á móti palestínsku lög- reglumönnunum þegar þeir komu til Jeríkó á Vesturbakkanum og Gaza-svæðisins í gær. Myndin er frá Gaza en þaðan verða ísraelar að vera farnir næsta miðvikudag. Öryggferáðið ræðir viðbrögð við hryllingnum í Rúanda Ágreiningur um friðargæsluliðið Sameinuðu þjóðunum. Reuter. FULLTRÚAR í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna reyndu í gær að ganga formlega frá samþykkt um að senda 5.500 manna gæslulið til Rúanda en líklegt þótti, að það drægist í einhverja daga enn. Er meðal annars deilt um hvort gæsluliðið megi beita valdi og hvort setja skuli vopnasölubann á stríðandi fylkingar í landinu. Lík 88 námsmanna fundust illa leikin í Rúanda í gær en starfsmenn hjálparsamtaka sögðu í gær, að hugsanlega hefði hálf milljón manna verið drepin í borgarastyijöldinni í landinu. Boutros-Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, vill að SÞ-liðið nái strax á sitt vald flugvellinum í Kigali, höfuðborg Rúanda, og færi sig síðan út um landið en Bandaríkjastjórn vill senda tiltölu- lega lítið lið, sem gætti ákveðinna griðasvæða á landamærunum. Er hún andvíg því að senda flugvélar til Kigali sé hætta á að þær verði skotnar niður. Þá er einnig deilt um hvort orðið „þjóðarmorð“ eigi heima í texta samþykktarinnar en fulltrúar Nýja Sjálands og Tékk- lands hafa lagt það til. Ekki er ljóst hvaðan hermenn- irnir 5.500 munu koma en þijú ríki í Afríku, Nígería, Tanzanía og Ghana, hafa boðist til að senda ótiltekinn fjölda. Stjórnarhermenn grunaðir Ekki er vitað hvort námsmenn- irnir voru hútúar eða tútsar en lík þeirra fundust í suðurhluta Rú- anda, þar sem stjórnarherinn ræð- ur ríkjum. Flestir þeirra, sem látið hafa lífið í ógnaröldinni í landinu, eru tútsar, sem dauðasveitir hútúa í stjórnarhemum hafa myrt. Morðin á námsmönnunum benda ótvírætt til þess að blóðbað- inu í landinu hafi ekki linnt. Segj- ast talsmenn SÞ óttast að enn meiri hryllingur eigi eftir að koma í ljós er starfsmenn SÞ fari um landið. „Stóll- innmeð stýrinu“ Kíev. Reuter. EITT versta dæmið um sov- éska iðnframleiðslu heyrir brátt sögunni til eða í júlí nk. þegar síðasta eintakið af Zap- orozhets-bifreiðinni rennur af færiböndunum í verksmiðjunni í Úkraínu. Þessi minnsti og ódýrasti bíll í Sovétríkjunum sálugu hefur verið framleiddur í 3,5 milljónum eintaka en manna á meðal var hann yfir- leitt kallaður „stóllinn með stýrinu". Zaporozhets var framleiddur í þremur gerðum, sem upp- nefndar voru „kroppinbakur- inn“, „eyrnastór" og „sápu- diskurinn“, og hann þótti alla tíð mikið skemmtiefni, jafnvel í Sovétríkjunum þar sem menn voru þó ýmsu vanir. „Hvaða bíll er hljóðlátastur? Zaporoz- hets, vegna þess, að þegar sest er undir stýri loka hnén fyrir eyrun." ísraelskir hermenn farnir og Palestínumenn teknir við í Jeríkó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.