Morgunblaðið - 14.05.1994, Side 16
16 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Heilsa
Rauði liturinn
í vatnsmelónum
skiptir sköpum
Náttúrulegt litarefni í
vatnsmelónum og
tómötum berst á móti
krabbameinsfrumum.
Brynja Tomer ijallar
um bandarískar rann-
sóknir og skiptar
skoðanir á hollustu
spíraðra bauna
LITAREFNIÐ lycopene sem gefur
tómötum og vatnsmelónum rauða
litinn, er talið vera mannslíkaman-
um hollt. Bandarískir vísindamenn
komust nýlega að þeirri niðurstöðu
að lycopene væri sterkur mótheiji
krabbameinsfruma. Efnið er vita-
skuld náttúrulegt og er skylt ka-
rótíni, sem gulrætur eru ríkar af.
Greint var frá þessu í skýrslu land-
búnaðarráðuneytis Bandaríkj-
anna.
Vatnsmelónur kunna því að
vera merkilegri ávöxtur en flestir
hafa hingað til gert ráð fyrir. Þær
vaxa villtar í Afríku, og eru eru
ræktaðar í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Evrópskar vatnsmelónur
eru nú í sumum verslunum hér,
en aðal uppskerutíminn er í júní
til ágúst. Innan tíðar má vænta
bandarískra vatnsmelóna í versl-
anir hér, en sætleiki þeirra og
dumbrauði liturinn koma ekki ai-
mennilega í Ijós fyrr en ávöxturinn
hefur náð fullum þroska. Verð á
vatnsmelónum er breytilegt, en
nú er kílóverð um 140-150 kr.
Evrópskar vatnsmelónur eru
hnöttóttar og oft um \xh-2 kíló,
en þær bandarísku eru ílangar og
gjaman stærri, um 2-3 kíló.
Þær vatnsmelónur sem koma
hingað frá Bandaríkjunum eru
aðallega frá Kaliforníu og eru
nánast steinalausar. í villtum
vatnsmelónum og þeim evrópsku
er hins vegar mikið magn af litlum
brúnum steinum, sem reyndar eru
fræ. Þurrkuðum fræjum má sá,
en melónujurtin þarf mikla birtu
til að vaxa.
Vörn gegn krabbameini
í ómanska dagblaðinu Times
of Oman var fjallað um næringar-
giidi vatnsmelóna fyrir skömmu.
Þar segir m.a. að fólk með lágt
/ycopene-gildi í blóði eigi frekar á
hættu að fá krabbamein, en hinir
sem hafa meira lycopene í blóðinu.
Þá er því haldið fram að frumu-
breytingar, eða byijunarstig
krabbameins, séu fimm sinnum
algengari hjá konum með lágt
/ycopene-gildi í blóðinu.
Tómatar eru ríkir af þessu litar-
efni og samkvæmt frásögn blaðs-
ins er það meira að segja í tals-
verðum mæli í unnum tómatvör-
um, eins og niðursoðnum tómötum
og chili-sósu. Licopene er þó ekki
í jafn ríkum mæli í tómötum og í
vatnsmelónum, því samkvæmt
Times of Oman eru 3,1 mg af
efninu í 100 g af tómötum, en 4,1
mg í 100 g af vatnsmelónum.
Nokkurt magn lycopene er í aprí-
kósum, en engar afurðir eru þó
sagðar jafn ríkar af efninu og
vatnsmelónur.
Ofmetnar baunaspírur?
Dr. Andrew Weil, bandarískur
prófessor við læknadeild Arizona-
Vatnsmelónur innihalda
meira af náttúrulega litarefn-
inu lycopene en aðrir ávextir.
Nú hafa bandarískir vísinda-
menn komist að því að efnið
sé eins og baráttuglaður her-
maður gegn krabbameins-
frumum.
háskóla, heldur því fram að sumar
fæðutegundir hafi hingað til verið
ofmetnar. Þar á meðal séu baunir
sem látnar eru spíra og borðaðar
hráar. Hér hafa hugmyndir um
hollustu hrárra spíra fengið ágæt-
an hljómgrunn og margir íslend-
ingar borða þær að staðaldri.
Andrew Weil mælir á móti því að
ákveðnar spírur séu borðaðar í
miklum mæli.
Spírur af linsubaunum, alfalfa,
mung-baunum og kjúklingabaun-
um hljóta ekki náð fyrir augum
Weils. Hann segir að eiturefnið
canavanine myndist t.d. í alfalfa-
spírum. Það skaði ónæmiskerfið
og geti því aukið líkur á alvarleg-
um sjúkdómum. Máli sínu til
stuðnings vitnar hann til rann-
sókna sem sýndu fram á að ónæm-
iskerfi manna og dýra, sem átu
mikið af alfalfa-spírum hafi skadd-
ast og ýmsif stoðvefjasjúkdómar
heijað á spíruæturnar.
Hann bendir einnig á að eitur-
efni í kjúklingabaunum hafi valdið
svipuðum einkennum og canavan-
ine „Eiturefnin drepast við suðu,
en spíraðar kjúklingabaunir eru
oft á boðstólnum á salatbörum,"
segir dr. Weil, sem mælir frekar
með rótarávöxtum eins og radís-
um, sólblómafræjum og bókhveiti.
Frænka agúrkunnar
Vatnsmelónur eru oftast
borðaðar eins og þær koma fyrir
og eru vinsælar í hvers kyns ábæt-
isrétti. Latneska heiti vatnsmelóna
er Citrullus vulgarís og í bókinni
Ræktun af ávaxtakjörnum kemur
fram að vatnsmelónur og aðrar
melónur eru af gúrkuætt. Þar seg-
ir líka að auðvelt sé
að rækta allflestar
melónutegundir, en
þær þurfi þó hita,
vatn, næringu og
mikið sólarljós til að
þroskast. Þær þola
kulda illa og því
hentar jurtin fyrst
og fremst í gróð-
urhús eða garð-
stofu. „Fræin eru
þvegin og þurrkuð,
gjaman í loftþéttri
dós eða í plastpoka.
Ef fræjum er sáð í
mars eða apríl er
komin falleg planta
snemma sumars. Hana má jafnvel
setja út á svalir ef hlýtt er í veðri,“
segir í bókinni.
Fræjum er sáð í pott og nokk-
urra sentímetra moldarlag haft
ofan á þeim. Nota á blómamold,
sem þarf að vera rök, en ekki
blaut. Potturinn á_að vera á heitum
og björtum stað. í bókinni er bent
á þann möguleika að rækta melón-
ur á skítahaug, „því þá fá plönt-
urnar hita og auk þess næringu."
Smájurtirnar þarf að vökva reglu-
lega, en moldin á að þorna þess á
milli. Jurtirnar eru einærar.
Lycopene finnst
einnig i tómötum.
Vatnsmelóna vex
ennþá villt í Afr-
íku, en er víða
ræktuð.
Fékk viður- •
kenningu
fyrir hækju-
standara
SÆNSK ríkisstofnun The Swedish
Handicap Institute hefur veitt
Axel Eiríkssyni, uppfinninga-
manni, viðurkenningu fyrir nýtt
hjálpartæki sem hann fann upp.
Tækið er lítill standari sem tengist
hækjum og stöfum þannig að
hjálpartækin geti staðið sjálf, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Standarann er hægt að festa á
alla stafi og hækjur. Hann er með
fjóra fætur og gerir það að verkum
að hækjur og stafir geta staðið
sjálf. Stuðningsfæturnir eru svo
dregnir upp þegar verið er að nota
hjálpartækin og eiga þá ekki að
vera til trafala.
Axel fékk hugmyndina að
búnaðinum þegar hann þurfti að
nota hækjur sjálfur um nokkurt
skeið. Hann hafði sambandi við
Tryggingastofnun ríkisins sem
benti honum á að hafa samband
við The Swedish Handicap Instit-
ute, en stofnunin metur hjálpar-
tæki. Axel sendi þeim eina hækju
með áföstum standara. I umsögn
stofnunarinnar segir meðal ann-
ars: „Við höfum skoðað þennan
hækjustandara og finnst hann
virka vel. Hann er auðveldur í
notkun, jafnvel fyrir einhent fólk.“
r
i
I:
l
i
t
(
<
s
Hækju-
standarinn
sem Axel Ei-
ríksson
hannaði og |
hefur nú m
hlotið viður- ™
kenningu
fyrir.
Unnar Friðlaugsson 13 ára nemi í 8. bekk Seljaskóla
UNNAR segir að fleiri strákar en stelpur safni myndum
Tæplega 6.000 myndir
eftir eins árs söfnun
UNNAR Friðlaugsson nemi í 8.
bekk í Seljaskóla, er ákafur safn-
ari NBA-körfuboItamynda. Hann
byrjaði að safna fyrir rúmu ári
og telur safnið hans nú nærri
6.000 myndir. Hann hefur notið
dyggs stuðnings föður síns, Frið-
laugs Friðjónssonar, og kunn-
ingja hans, Birgis Arnar Birgis-
sonar, við að eignast myndirnar.
En út á hvað gengur svona
söfnun? Unnar féllst á að leiða
blaðamann í allan sannleika um
það.
„Maður kaupir góðar gerðir.
Það sér maður á því hvemig þær
líta út og hvort á þeim eru góðir
kallar. Maður þekkir þá sem eru
mest í fréttum, þeir eru bestir,“
segir Unnar og bætir við að inni
í sumum pökkunum séu sérstak-
ar myndir sem séu sjaldgæfar.
Þær eru glansandi, í þrívídd, með
gylltu letri eða bara eitthvað
öðruvísi en venjulegu myndirnar.
§öfnunin gengur að stórum
hluta út á að safna svokölluðum
seríum. Til að eiga þær fullkomn-
ar þarf t.d. að eiga myndir af
öllum leikmönnum ákveðins liðs,
liðsmerkjum og ýmsar auka-
myndir. Unnar segir að í pökkun-
um séu tékklistar sem hægt sé
að merkja við á, eftir því sem
safnast í seriuna. Svo eru til svo-
kölluð „factory“-sett. Til að þau
verði fullkomin þarf að eiga ser-
íu I og seríu II af sömu gerð og
allar aukamyndir sem þó eru
ekki allar á tékklistum.
Unnar segir að strákar séu
meira í að safna þessum myndum
en stelpur, hann veit a.m.k. um
miklu færri stelpur en stráka.
Þá segir hann að skipti hafi
minnkað undanfarið en býst við
að þau aukist aftur í sumar.
Unnar segist halda að fyrir
myndirnar hans hafi verið
greiddar um 100.000 krónur. En
gerir hann sér grein fyrir því
hversu verðmætt safnið er? „Það
er hægt að kaupa verðlista að
utan. A þeim getur maður séð
hvað myndirnar eru verðmætar.
Verðið er að vísu mismunandi
eftir því hvort maður vill kaupa
eða selja. Ég veit t.d. um mann
sem var á uppboði úti og keypti
mynd á 400 dollara. Hún er i
gulli og er í flottum ramma. Svo
eru líka til myndir frá t.d. 1956
sem eru metnar á 2.000 dollara.
En það eru bara safnarar sem
eiga svoleiðis," sagði Unnar.
Skiptimarkaður fyrir
körfuboltamyndir
SKIPTI- og upp-
boðsmarkaður
fyrir NBA-
körfubolta-
myndir, Körfu-
boltinn, hefur
verið opnaður í
Skeifunni 7.
Eigendur eru
Gunnar Har-
aldsson og Guð-
mundur Einars-
son. Guðmundur
segir hann hafa
verið settan á
laggirnar til að koma til móts við
íslenska safnara sem margir hafa
lýst áhuga á að markaður á borð
við þá sem þeir hafa kynnst í
Bandaríkjunum, yrði opnaður hér.
Pastaréttir
sendir heim
HJÁ Pizzahúsinu hefur nú verið
bryddað upp á því að bjóða heim-
sendingarþjónustu á tíu mismun-
andi pastaréttum með hvítlauks-
brauði og nýrifnum parmesanosti.
Réttirnir eru tilbúnir og heimsend-
ingarþjónusta Pizzahússins er opin
allan sólarhringinn.
Einnig eru til
sölu ýmsar
körfuboltavörur.
Þarna er opið
virka daga frá
kl. 11-18 og á
laugardögum kl.
10-16.
Söfnunarár-
átta á körfu-
boltamyndum
hefur gengið yfir
ísland í u.þ.b.
tvö ár. Að sögn
Guðmundar eru
ekki eingöngu börn og unglingar
sem safna myndunum, heldur
einnig fullorðið fólk. Hann segir,
að stór hópur safnara hér, sérstak-
lega þeir yngri, geri sér ekki grein
fyrir því hversu verðmæt söfn
þeirra geti verið og nú séu til millj-
ónir NBA-körfuboltamynda hér-
lendis. Af því viti bandarískir safn-
arar og hafi sumir mikinn áhuga
á að koma hingað til að kaupa eða
skipta á myndum við íslenska
safnara.
Körfuboltinn var að sögn Guð-
mundar opnaður til að anna eftir-
spurn safnara með því að eiga til
sölu allar körfuboltamyndir, sem
seldar hafi verið hér í pakkningum
og í lausasölu, að vera með upp-
boð á verðmiklum myndum og
bjóða upp á skipti.
Söfuunarárátta á körfubolta-
myndum hefur gengið yfir
Island í u.þ.b. tvö ár.
s
i
J
I
i
I
*
1
i
I
i