Morgunblaðið - 14.05.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.05.1994, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter JOHN Smith fagnar eftir að hafa verið kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins í júlímánuði 1992. Við hlið hans stendur næstráðandi hans, Margaret Beckett, sem nú hefur tekið við leiðtogaembættinu. Reynslulitlir hæfi- leikamenn takast á um leiðtogastöðuna JOHN Smith, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, lést að morgni fimmtudags, 55 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall. Með hon- um er genginn sá leiðtogi flokksins sem var næst því að koma honum til valda í Bretlandi undanfarin 15 ár. Andstæðingar jafnt sem samheij- ar Smiths minntust hans sem merks stjórnmálamanns en ekki er búist við að nýr leiðtogi verði kjörinn fyrr en í fyrsta lagi í júnímánuði. John Smith, sem hafði fengið hjartaáfall árið 1988, hneig niður um klukkan átta á fimmtudagsmorgun í íbúð sinni nærri Barbican-miðstöð- inni í miðborg Lundúna. Hann var fluttur á St Bartholomew’s-sjúkra- húsið sem er þar nærri en 70 mínút- um síðar var frá því skýrt að hann væri allur. Lofsöngur Majors í Westrninister létu menn allan pólitískan ágreining lönd og leið er þessi frétt barst. John Major forsæt- isráðherra sagði Smith hafa verið framúrskarandi þingmann, hann hefði verið ákveðinn en jafnframt alltaf sanngjam. Elísabet Breta- drottning sendi fjölskyldu hans sam- úðarkveðju. Breskir jafnt sem erlend- ir stjómmálamenn lýstu yfír harmi sínum vegna andláts John Smith og blóm og samúðarkveðjur streymdu til Verkamannaflokksins og föl- skyldu hins látna. Smith tók við leiðtogastarfínu árið 1992 eftir að Verkamannaflokkurinn hafði í fjórða skiptið í röð tapað þing- kosningum fyrir íhaldsflokknum. Hann leysti Neil Kinnock af hólmi og var honum ætlað að endurnýja flokkinn í ljósi hrakafara hans und- anfarin tólf ár. Smith dró úr áhrifamætti verkalýðs- hreyfingarinnar innan flokksins, sem var um- deild ákvörðun en frétta- skýrendur og áhugamenn um bresk stjómmál voru flestir sann- færðir um að væri nauðsynleg. Reynsluna skortir Menn bíða því spenntir eftir því hvort umbótastarfi Smiths verði fram haldið. Andlát hans þykir áfall fyrir flokkinn ekki síst þar sem hann hafði í raun nýlokið við að festa sig í sessi sem óumdeilanlegur leiðtogi. Þykir því sýnt að erfítt verði að fínna annan leiðtoga með viðlíka reynslu og Smith auk þess sem flokksvélin öll var ekki undir þetta búin. Gert er ráð fyrir að nýr leiðtogi verði ekki kjörinn fyrr en í sumar en þangað til mun varaleiðtogi flokksins, Marg- aret Beckett, stjórna honum. Það mun því koma í hennar hlut að leiða flokkinn í baráttunni fyrir kosning- amar til Evrópuþingsins sem fram fara þann 9. næsta mánaðar. Leiðtogaskipti þóttu ekki koma til Umræðu innan Verkámannaflokksins Óvissa ríkir í Mörgum líkar ekki sérlega vel við hana breskum stjómmál- um eftir andlát Johns Smiths, leið- toga Verkamanna- flokksins fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu kosn- ingar og er það til marks um það traust sem Smith naut enda var hann kjörinn leiðtogi með 91% greiddra atkvæða. Skoðanakannanir hafa gef- ið til kynna að staða Verkamanna- flokksins sé óvenju sterk og þess var því vænst að hann yrði næsti forsæt- isráðherra Bretlands. Enginn einn er kominn fram á sjónarsv'ðið sem víst þykir að verði arftaki Johns Smiths. Reglum um leiðtogakjör var breytt á síðasta flokksþingi fyrir tilstilli Smiths og af þeim sökum verður erfíðara en ella að geta sér til um úrslitin. Bill Clinton Bretlands? Veðmálafræðingar í Lundúnum töldu í gær að mestar líkur væru á því að Tony Blair yrði _____ næsti leiðtogi flokksins. Hann er talsmaður flokksins á vettvangi innanríkismála og þykir hafa sýnt sannfærandi framgöngu í umræðum um löggæslumál. íhaldsmenn telja hann yfírburðamann innan Verka- mannaflokksins og óttast því mjög að hann verði fyrir valinu. Blair er 41 árs, fæddur 5 Edinborg, og þykir kraftmikill stjómmálamaður. Er talið að hann gæti auðveldlega náð til yngri kynslóðarinnar og hefur honum því verið líkt við Bill Clinton Banda- ríkjaforseta. Varfærna gáfumennið Verði Gordon Brown ekki fyrir valinu verður það vegna þeirra erfíð- leika sem hann hefur átt við að stríða í skuggaráðuneyti Verkamanna- flokksins á sviði fjármála. Deilur hafa verið uppi innan flokksins en framganga Browns þykir hafa mót- ast af varfærni. Einkum hefur hann verið tregur til að samþykkja kostn- Hann var í eina tíð þjónn á skipi aðarsamar áætlanir og mun vinum hans innan flokksins hafa fækkað eitthvað sökum þess. Hann þykir framúrskarandi í rökræðum og prýðilega skjávænn. Hann þykir ágætlega fyndinn og sérlega skarp- ur. Brown er 43 ára, fæddur í Glasgow og hefur setið í rúman ára- tug á þingi. Metnaðarfulli umbótasinninn Margaret Beckett varaleiðtogi þykir koma til álita sem eftirmaður Smiths. Hún er með afbrigðum metn- aðargjörn og tilheyrir umbótaarmi flokksins, þ.e. þeirri fylkingu sem áfram vill að dregið verði úr völdum verkalýðshreyfíngarinnar innan flokksins og hefur almennt litlar efa- semdir um ágæti markaðshagkerfís- ins. I þessum efnum hafa skoðanir hennar breyst en hún var á ánim áður talin til harðlínumanna. Ólíkt hinum hefur frú Beckett, sem er 51 árs, reynslu en hún var um þriggja ára skeið aðstoðarmenntamálaráð- herra. Ýmsir telja að það gæti reynst snjall leikur að velja konu í embætti þetta en karlremba hefur oft þótt einkenna Verkamannaflokkinn. Margaret Beckett nýtur umtalsverðr- ar virðingar en mörgum líkar ekkert sérlega vel við hana og hún nýtur ekki almenns trausts samstarfs- manna sinna. Ósvífni skipsþjónninn John Prescott er 45 ára gamall sem nýtur vinsælda fyrir það hversu ósvífínn hann getur verið og mis- kunnarlaus í gagnrýni sinni. Andstæðingarnir telja hann frekar til vand- ræðamanna og þeir eru margir sem eru sama sinn- is innan Verkamanna- flokksins. Prescott liggur aldrei á skoðunum sínum og stærir sig af því að vera kominn úr verkamannastétt. Hann var í eina tíð þjónn á skipi og gefur sig út fyrir að þola ekki inni- haldslaust hjal. Umbótasinnarmr hafa á honum litlar mætur en hann þótti standa sig með afbrigðum vel á flokksþinginu síðasta haust er stuðningur hans við tillögur Johns Smiths réði úrslitum. Skarpgreindi garðálfurinn Robin Cook þykir einn greindasti og hæfasti þingmaður Verkamanna- flokksins. Andstæðingar hans bera fyrir honum mikla virðingu en þykir ekki hafa útlitið með sér. Raunar hafa fjendur hans haldið því fram að hann líkist einna helst garðálfi. Cook er skuggaráðherra viðskipta- og iðnaðarmála og þykir -oft hafa leikið ráðherrann sjálfan, Michael Heseltine, grátt. Umhverfisráðherra Danmerkur „Bretar syndaselir í unihverfismálum“ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SVEND Auken, umhverfís- ráðherra Dana, sagði á blaðamannafundi að breska stjórnin væri áberandi áhugaminnst um umhverf- ismál meðal aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) og legði nánast metnað sinn í að freista þess að fá tilslak- ánir í umhverfístilskipunum Evrópusambandsins. Ef leysa þyrfti aðkallandi um- hverfisvanda í Evrópu dygði ekki að hvert land sinnti sínum vanda, því mengunin þekkti engin landamæri. Auken sagði að öll áhersluatriði í ESB væru miðað við hinn opna mark- að og mál eins og umhverfismál ættu þar erfitt uppdráttar. Hann benti á að þótt ESB-nefndin sveipaði umsagnir sínar og ákvarðanir oft tæknilegum röksemdum, þá mætti ekki gleyma því að nefndin væri fyrst og fremst pólitísks eðlis, en ekki nein sérfræðinganefnd og flestir yfír- menn þar ættu pólitískan feril að baki. Að baki ákvarðanna hennar lægju oft mjög þröngir sérhagsmun- ir. Auken sagði að því væri að sínu mati mikilvægt að draga úr völdum nefndarinnar. Þar sem umhyggja færi oft ekki saman við skammtíma efnahagsleg sjónarmið ættu þau oft erfítt uppdráttar innan ESB og það yrði umhverfissjónarmiðum vafa- laust til framdráttar að Norðurlöndin þijú gerðust aðilar að ESB. Ráðherrann sagði aðild landanna þriggja geta gert Bretum erfíðara fyrir að vera alltaf á móti öllum til- skipunum, sem snertu umhverfið, eins og nú væri. Margir héldu að Miðjarðarhafslöndin væri svarti sauðurinn í hópnum, en það væri rangt, því þar gætti vaxandi umhverfíssjónarm- iða, meðal annars vegna áhrifa frá Norðurlöndum. Ekki væri hægt að tala um skiptingu í norður og suður, heldur réði hér pólitísk af- staða ferðinni. Bresku stjórninni virtist nánast vera metnaðarmál að leggjast gegn öllum hindrunum í umhverfísmálum. Til stendur að taka upp rekstrar- leyfí bresku stjórnarinnar til THORP-endurvinnsluversins innan ESB, en ekki eru taldar miklar líkur á að það beri árangur. Stjórnin situr í Færeyjum Þórshöfn. Morjfunblaðið. MARITA Pet- ersen, lögmað- ur Færeyja, sagði í gær að ekki yrði geng- ið til kosninga á næstunni þrátt fyrir upp- lausnarástand í stjóminni eft- ir að Lasse Klein forseti Lögþingsins, sagði sig úr Sjálvstýrisflokknum og lét þar með af stuðningi við stjórnina. Nú styðja 16 þing- menn stjórnina og 16 eru í stjómarandstöðu. Auken FRIÐARGÆSLULIÐAR bera líkkistu Malasíumanns, sem beið bana fyrir þremur dögum í sprengjuvörpuárás. • • Oldungadeild þings Bandaríkjanna Táknrænn stuðn- ingur við Bosníu Samcinuðu þjóöunum, Sarjyevo. Reuter. SENDIHERRA Bosníu hjá Sam- einuðu þjóðunum fagnaði í gær samþykkt öldungadeildar Banda- ríkjaþings þess efnis að Banda- ríkjamönnum bæri að aflétta vopnasölubanni Sameinuðu þjóð- anna á Bosníu einhliða. Hann sagði þó að samþykktin hefði ,pólitískt frekar en hagnýtt gildi“. Oldungadeildin samþykkti með 50 akvæðum gegn 49 tvö misvísandi fmmvörp á fimmtudag; annað þeirra kveður á um að Bandaríkja- menn aflétti banninu upp á eigin spýtur en í hinu er forsetanum gert að leita fyrst eftir samkomu- lagi um málið við, Atlantshafs- bandalagið og Sameinuðu þjóðirn- ar. Litið er á samþykktina sem táknrænan stuðning við Bosníu- stjórn og óhugsandi er talið að fyrra fmmvarpið verði að lögum þar sem mikil andstaða er við það í fulltrúadeildinni. Til skotbardaga kom milli músl- ima og Serba á nokkrum stöðum í Sarajevo í gær og fregnir bárust einnig um sprengjuárásir beggja aðila. Eftirlitsmaður á vegum Sameinuðu þjóðanna, Malasíu- maður, beið bana og annar særð- ist þegar þeir urðu fyrir skotárás í grennd við Sarajevo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.