Morgunblaðið - 14.05.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 19
ERLENT
Winston
Church-
01, ungur
liðsfor-
ingií
Búastríð-
inu,
skömmu
áður en
hann
varð ást-
fanginn
af Mary
Wilson.
*
Astarbréf
Churchills
fyrir met-
upphæð
Lundúnum. Reuter.
BANDARÍSKUR safnari greiddi
í gær metverð fyrir ástarbréf,
sem Winston Churchill ritaði er
hann var ungur maður. Draga
bréfin upp mynd af leiðtoganum
sem fáir hafa kynnst, ungum og
ástföngnum manni sem játar ást
sína konunni sem hafnaði honum.
Bréfin eru alls sjö talsins og
voru boðin upp hjá Christie’s í
Lundúnum. Greiddi safnarinn
tæp 78.000 pund, eða sem svarar
7,9 milljónum króna, fyrir bréfin
en það er sjöfalt hærra verð en
búist var við og metupphæð fyrir
bréf Churchills. Að sögn milli-
göngumanns kaupandans, á hann
nú þegar mörg bréfa Churchills
og var reiðubúinn að greiða enn
hærra verð fyrir ástarbréfin en
hann fékk þau á.
I bréfunum reynir Churchill
að vinna hjarta hinnar ungu
Muriel Wilson, dóttur skipa-
kóngs, en þau hittust er Churc-
hill var að nálgast þrítugt. Wilson
hafnaði bónorði hans árið 1904,
kaus heldur að njóta lífsins á
sumarleyfisstöðum ríka fólksins
en helga líf sitt baráttu ungs og
upprennandi stjórnmálamanns.
I bréfi sem Churchill skrifaði
Friðarumleitanir í Jemen
EMBÆTTISMENN Araba-
bandalagsins ræddu í gær við
ráðainenn í Sanaa, höfuðborg
Jemens, til að freista þess að
koma á friði. Hersveitir norður-
hlutans börðust enn við hermenn
suðurhlutans, tíunda daginn í
röð, og misvísandi yfirlýsingar
voru gefnar út um gang stríðs-
ins. Ráðamenn í Suður-Jemen
ráðlögðu íbúum borganna
Sanaa, Huddaidah og Taiz að
hafa sig á brott frá hverfum þar
sem forseti landsins og vanda-
menn hans eiga heimili. Olíu-
málaráðherra landsins sagði að
olíuvinnslan héldi áfram þrátt
fyrir bardagana.
Tóbaksfyrirtæki í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum
Skaðminni sígarettum hafnað
New York. Reuter.
BANDARÍSK tóbaksfyrirtæki þró-
uðu skaðminni sígarettur og fengu
einkaleyfi á framleiðslu þeirra
snemma á sjöunda áratugnum en
settu þær ekki á markaðinn, að sögn
New York Times í gær.
Eitt fyrirtækjanna, Brown & Will-
iamson, hóf jafnvel framleiðslu slíkra
vindlinga en hætti við að selja þá
þar sem stjómendurnir óttuðust með-
al annars að litið yrði á nýju fram-
leiðsluna sem sönnun þess að venju-
legar sígarettur væru hættulegar.
Nýju sígeretturnar, sem nefndar
voru Ariel, voru ólíkar venjulegum
sígarettum að því leyti að tóbakið
brann ekki, heldur hitnaði, þannig
að tóbaksfíklarnir losnuðu við flest
þeirra hættulegu efna sem myndast
við brunann.
New York Times byggir fréttina
á gögnum frá fyrirtækinu sjálfu sem
blaðið komst yfir. Talsmaður Brown
& Williamson sagði greinina byggða
á stolnum gögnum og neitaði að
ræða málið frekar.
Dagblaðið hefur eftir sérfræðing-
um að fyrirtækin hafi að öllum líkind-
um hætt við sölu á skaðminni sígar-
ettunum af ótta við að þær yrðu
túlkaðar sem staðfesting þess að
venjulegar sígarettur séu skaðlegar
heilsunni. Fyrirtækin hefðu einnig
haft áhyggjur af því að nýju sígarett-
urnar hefðu ekki sömu lykt og bragð
og reykingamenn ættu að venjast.
Þær áhyggjur reyndust á rökum
reistar þegar tóbaksfyrirtækið R.J.
Reynolds hóf sölu á sinni útgáfu af
skaðminni sígarettum, Premier, sem
var aðeins skamman tíma á mark-
aðnum.
Clementine, eiginkona Churc-
hills.
Wilson eftir að hún hafði hafnað
honum segir hann m.a.: „Ef þér
þykir ekkert vænt um mig, er
ákvörðun þín rétt... En það er
sorglejjt og leitt og sóun á kosta-
grip. Eg elska þig vegna þess að
þú ert góð og falleg.“ I öðru bréfi,
átta síðna, hvetur hann Wilson
til að lesa þijú ljóða skoska
skáldsins Roberts Burns, sem
hann taldi lýsa örvæntingu sinni
vel.
Churcliill kvæntist síðar annari
ungri fegurðardís úr samkvæmis-
lífinu, Clementíne Hozier. Wilson
giftist liðsforingja í hernum, en
þau kynntust er hún hjúkraði
honum í heimsstyrjöldinni fyrri.
Hún lést árið 1964, ári á undan
Churchill.
Hjálpaðu okkur að
koma orðum yfir KIMS
snakkið!
Búðu til smellið slagorð
fyrir KIMS snakkið og
sendu okkur.
Næstu föstudaga, kl. 14 verður
dregið úr öllum innsendingum á
Bylgjunni og veitt þrenn verðlaun:
Þrjár kúffullar körfur af KIMS
gæðasnakki í hvert skipti.
Fimmtudagurinn 16. júní er svo stóri
dagurinn, þá veljum við besta KIMS
slagorðið og kynnum sigurvegarann
á Bylgjunni milli kl. 14.00 og 14.30.
Klipptu út seðilinn hér fyrir neðan
og sendu okkur Kims slagorðið þitt
ásamt nafni og heimilisfangi.
Einnig fást þátttökuseðlar í verslunum
og söluturnum um land allt.
Fylgstu með KIMS slagorða- / „989
leitinni á Bylgjunni.
Slagorð fyrir KIMS snakk:
Heimilisfang:
óstnúmer:
ndist í pósthólf 4132, 124 Reykjavík
erkt: Leitin að besta Kims slagorðinu.
EUROCARD
CDATFAS
- nýtur sérkjara!
Samvinnuferðir — Landsýn og Atlasklúbburinn bjóða til sumarveislu
Hiidur Karen Jónsdóttir
fólki til að slappa enn frekar af. Nógur er tíminn!
Það verður eldhress
stemmning á sólarströndum
okkar í sumar á ári
fjölskyldunnar. Allt fullt af
bráðskemmtilegum gestum
og hugmyndaríkum
fararstjórum sem gefa
ferðinni allt í senn
spennandi, menningarlegan
og sprenghlægilegan blæ!
SaiuviiniulBPúi
Veldu sólarlandaferð
þar sem.grín, lístræn
tilþrif, söngur, spenna,
slökun og spilakúnstir
tryggja þér sumar-
ævintýri í sérflokki.
I 1
' -tuuu Ki. ai biatiui i jwKhaieroir
1 fyrií aila a< i sem eru meö
Aflas- söa Gúilkoii fra
EuiOcafd.
) 5000 kr. a fsláttui j mann Íií
Bemdorm 30. júnr ')Q lírGa'u
d 'Jr 28. ji
) VícHæk fry Vii'iö greii minytir forðar
J V.r; i| ;iki • t'm í11i af 3<f
yomi|terc lum x 30 kr!
> Ótai viidai 'Kjórað aukí
> Nu er rétti i timmn tii að fá
SúrEuroC; ard!
I Atlasklúbbnum eru allir handhafar
ATLAS- eða Gullkorta frá Eurocard.
Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 1010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 •
Hótel Söflu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbróf 91 - 62 24 60 Hafnarljörðun Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 6511 55 • Slmbréf 91 - 655355
Kefiavfk: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Simbréf 92 -13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Símbréf 93 -111 95
Akureyrl: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjan Vostmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 - ,1 27 92
eBATLAS*
HVITA HUSIÐ / SIA