Morgunblaðið - 14.05.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLA'ÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 25
AÐSEIMDAR GREINAR
Um svefnró
Hæstaréttar
STUNDUM er sagt að íslend-
ingar séu eins og ein fjölskylda -
og vel má það til sanns vegar
færa. Meðal þess, sem hafa má til
sannindamerkis um fjölskyldueðli
samfélagsins, er meðferð okkar á
málefnum hinna mikilsverðustu
stofnana. Víða annars staðar þykir
nauðsynlegt að halda opnum skoð-
anaskiptum um stofnanir samfé-
lagsins, einkanlega þær sem heyra
til grundvellinum undir lýðræðis-
lega stjórnarhætti. Með öðru móti
hefur gagnrýnin hugsun engan
aðgang að þessum mikilvægu
stofnunum. En á hinn bóginn er
Þögnin um málefni
Hæstaréttar er komin á
það stig, að mati Þor-
geirs Þorgeirsonar, að
jaðrar við hreinustu rit-
skoðun.
hætt við því, að valdastofnanir
hrörni og visni í fjærveru allrar
gagnrýni.
Þannig virðist einmitt hafa farið
fyrir Hæstarétti íslands.
Öll umræða um málefni Hæsta-
réttar - og dómskerfisins alls -
hefur löngum þurft að læðast hvís-
landi um herbergi samfélagsins á
flókaskóm. Sem óneitanlega bendir
til þess að þar sé einhver lasinn,
eða fjarskalega svefnþurfi af öðr-
um ástæðum. Þegar frá er talin
umræða um byggingar utan um
r£@fi ■■II
kcmwn mn
■ ■■■■■■■« ■■■■■■■■
■ ■ ■■■■■■«■■■■■■■■
■ ■ MIIBIlVaiMM
Suðurveri, Stigahlíð 45, sími 34852
Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimarssonar
TAKID MED i i 1 i i TAKID MEÐ
-tilboð! -tilboð!
Jarlinn
Sjábu hlutina
í víbara samhengi!
réttinn og launakjör dómaranna
hefur þessi mikilsverða stofnun
fengið að sofa í næði. Opinská
umræða um réttarfarsmálefni hef-
ur þótt óviðeigandi hávaði á heim-
ili þjóðarinnar, og ég sé ekki betur
en þar sitji virðulegur fjölmiðill;
blað, útvarp eða sjónvarp í hveiju
herbergi og sussi á þá hávaðaseggi
sem til sín láta heyra. Eiginlega
mætti segja, að misskilin um-
hyggja fyrir þeim
sjúka væri komin á
það stig að enginn
þori lengur að hleypa
lækninum inn í húsið
af ótta við bölvaðan
hávaðann í honum.
Þögnin um málefni
Hæstaréttar íslands
er nú í seinni tíð kom-
in á það stig, að jaðrar
við hreinustu ritskoð-
un. Og það verstu teg-
und ritskoðunar.
Sjálfsritskoðun.
Það ætti vitaskuld
að sæta tíðindum þeg-
ar einn af virtustu
hæstaréttarlögmönnum
Þorgeir Þorgeirson
þess að umhverfi
dómsmála hérlendis sé
ekki frambærilegur
vinnustaður. Þá finnst
manni að einhver ætti
að sperra eyrun, ein-
hver ætti jafnvel að
svara og stofna til
málefnalegrar um-
ræðu. Fjölmiðlar ættu
að telja það skyldu
sína að gera sem ná-
kvæmasta grein fyrir
forsendum lögmanns-
ins og fyrirliggjandi
skjölum málsins. En
þeirrar athygli hefur
deila Tómasar Gunn-
landsins arssonar við Hæstarétt íslands
rís upp og tilkynnir að hann sé ekki notið, heldur er hann með-
hættur málflutningsstörfum vegna höndlaður eins cg hávaðasamt
brekabarn á heimili sjúklings, sem
umfram allt verður að fá að sofa.
Umhyggja fjölmiðlanna fyrir
þögninni er hreint með ólíkindum.
En það versta er að hún vekur
enga furðu - nema síður sé - og
hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins; þar
sem gerð var nokkuð heiðarleg til-
raun til að greina hlutlaust frá
málinu mun nú liggja ádrepa frá
förseta Hæstaréttar vegna þess
fréttaflutnings, merkt trúnaðar-
mál.
Um þetta má enginn vita nema
innvígðir meðlimir þagnargildisins.
- Heimilisböl, þyngra en tárum
taki, sagði biskupinn forðum. Og
Lögmannafélagið er þögult eins
og borðtuska.
Höfundur er rithöfundur.
- kjarni málvinv!
SUÐURLANDSBRAUT 16 • SÍMI 880 500