Morgunblaðið - 14.05.1994, Síða 27

Morgunblaðið - 14.05.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 27 AÐSENDAR GREINAR Nýr bamaspítali Yfirlýsing frá stjórn læknaráðs Landspítalans NOKKUR umræða hefur orðið um byggingamál Landspítalans að und- anfömu og er það vel. Nýlega benti Ólafur Ólafsson landlæknir á að þörf fyrir sjúkrarúm færi síminnk- andi vegna framfara í læknisfræði. Ef til vill mátti skilja orð hans þann- ig að þörf fyrir byggingafram- kvæmdir við stóra sérgreinasjúkra- húsin væri ekki brýn eða jafnvel óþörf. Ábending landlæknis um sí- minnkandi legutíma á sjúkrahúsum er rétt og réttmæt. í því sambandi má benda á að rúmum hefur ekki fjölgað á lyflækningadeild Land- spítalans í yfir 20 ár en á sama tíma hefur umsetning meira en þrefaldast. Meðal legutími var rúm- ir 20 dagar eri er nú um 6,6 dag- ar. Hliðstæð þróun hefur átt sér stað á öðram deildum svo sem handlækningadeild. Öllum má vera ljóst að þörf fyrir sjúkrarúm minnk- aði m.a. vegna bættra nýtingar með fjölgun lækna og annars starfsfólks og eflingar rannsóknarstofa og ýmissa stoðdeilda en slík þróun krefst aukins húsnæðis. Því miður virðast heilbrigðis- og fjármálayfirvöld undangenginna ára hafa litið á sjúkrahús sem stað fyrir sjúkrarúm og talið að þar sem ekki vantaði rúm vantaði ekki byggingu. Húsnæðisvandinn á lóð Landspítalans hefur því stöðugt vaxið á undanförnum 20 árum. Eina nýbyggingin, sem fram- kvæmdir hafa verið hafnar við, er K-bygging Landspítalans, sem að- eins hefur verið reist að hluta og hýsir nú m.a. geislameðferðarein- ingu krabbameinslækningadeildar. Brýnt er að byggingaframkvæmd- um verði hraðað þannig að leyst verði úr brýnustu húsnæðisvand- ræðum spítalans. Stærstu deildir hans, svo sem lyflækningadeild, handlækningadeild, barnalækn- ingadeild og kvenlækningadeild hafa ekki fengið nauðsynlegar úr- bætur og rannsóknarstofur spítal- ans hafa aldrei fengið viðunandi framtíðarhúsnæði. Nú er svo kom- ið að filuti starfseminnar hefur flust burt af lóðinni og neyðar- ástand ríkir í húsnæðismálum lækna. Sérfræðingar þrí- og fjór- menna í skrifstofukytrum sem eru á engan hátt boðlegar til trúnaðar- viðtala við sjúklinga eða aðstand- endur þeirra eða annarra starfa. En nýlega dró til tíðinda. Tveir stjórnarmenn, hvor úr sínum stjórnarflokknum, sem báðir eru forystumenn um heilbrigðismál, tóku höndum saman um úrbætur. Hér er átt við heilbrigðisráðherra, Guðmund Árna Stefánsson, sem nýlega lagði fram áætlun um alút- boð á byggingu fyrir barnaspítala, og Árna Sigfússon, borgarstjóra í Reykjavík, sem ekki aðeins veitti mikilsverðan pólitískan stuðning heldur hét einnig fjárstuðningi. Aðdragandinn ætti að vera þeim, sem fjær standa og ekki eru öllum hnútum kunnugir, vísbending um hver brýnt mál er um að ræða. Ábending landlæknis var rétt. Ekki er brýn þörf á fjölgun sjúkrarúma fyrir börn. Hins vear hafa viðhorf til barnalækninga breyst mikið á síðustu árum og nú er talið að börn geti beðið skaða af langri vistun á sjúkrastofnunum. Þessi breyttu viðhorf kalla á úrbætur í húsnæðismálum. Brýnt er að koma upp deildum þar sem börn geta verið daglangt til lækninga með foreldrum sínum, en farið síðan heim að kvöldi. Ef þau eru, ein- hverra hluta vegna, ófær um að fara til síns heima þarf að vera aðstaða til dvalar foreldra með barni sínu á sjúkrahúsinu. Börn eru ekki smækkuð mynd af full- orðnum sjúklingum. Báðar barna- deildir borgarinnar hafa verið í húsnæði sem hannað var fyrir full- orðna sjúklinga og því óhentugt til barnalækninga. Sjórn læknaráðs Landspítalans lýsir yfir fullum stuðningi við áætl- un heilbrigðisráðherra með tilvísun til orða hans um að verkið muni ekki hægja á framkvæmdum við K-byggingu. Landspítalinn á marga aðstandendur og vini og stjórn læknaráðs heitir á þá alla að veita málum þessum brautar- gengi eftir megni. Stjórn læknaráðs Landspítalans skipa: Ásmundur Brekkan prófessor, formaður, Atli Dagbjartsson barnalækir, varaformaður, Þórður Harðarson prófessor, Ólafur Steirtgrímsson yfirlæknir, Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir, Þórarinn Sveinsson yfirlæknir, Jónas Magnússon, prófessor. Hjólreiðar sem keppnisíþrótt AÐ KANNA líkam- legt og andlegt at- gervi er eitthvað sem margur hefur haft gaman af. Víðsvegar taka einstaklingar sig til og hlaupa 42 km og þá oft einungis til að kanna eigin tak- mörk í þoli og styrk. Almennur mýsskiln- ingur margra íslend- inga á keppni er sá að takmarkið með þátttökunni sé að vinna. Sú hugsun að keppa við sjálfan sig og gera hluti sem áður þóttu óhugsanlegir þekkist varla. Hjólreiðar eru vinsæl íþrótt er- lendis og má nefna að fleiri horfa á „Tour de France“ en heimsmeist- arakeppnina í fótbolta. Það sem háir uppgangi hjólreiðaíþróttar- innar hér á landi er veðurfar og aðstæður, en hve margar aðrar íþróttagreinar glíma ekki við sama vanda og eiga samt afreksmenn. Erfiðasta skrefið í hjólreiðum er að eignast hjól og byija að snúa pedölunum en síðan bytja hjólin að snúast. Tvenns konar gerðir af reiðhjólum eru ríkjandi á mark- aðnum í dag, götu- og fjallahjól, og gefa nöfnin til kynna að hvaða aðstæðum hvort hent- ar fyrir sig. Mikilvægt er að valin sé rétt stærð á hjólinu því að „one size doesn’t fit all“. Of stórt hjól veld- ur yfirleitt bakeyirisl- um og er þetta ástæð- an fyrir því að margir hrófla ekki við hjólun- um sínum. Skilyrðið fyrir því að taka þátt í hjól- reiðakeppni er ekki að eiga rándýrt hjól sem vegur varla meira en 10 kg og hefur að geyma ógrynni auka- hluta sem eiga að vera „hraðaauk- andi“. Það sem skiptir meira máli er sjálfur hjólreiðamaðurinn. Þeg- ar maður hefur svo síðan kynnt sér málið betur er upplagt að bæta hlutum á hjólið, t.d. tá- klemmum og stýrisendum. Þá er það klæðnaðurinn. Hann þarf að vera hlýr og vindheldinn, því það orsakar mikla vindkælingu að þeysa á 30-40 km hraða. Svo- kallaðar hjólabuxur hafa lengi verið til í verslunum en fáir tekið eftir. Þær eru aðsniðnar, teygjan- legar og með rasspúða, sem er nánast nauðsynlegt í löngum og erfiðum keppnum og æfingum. Æfingar Hjólreiðafé- lags Reykjavíkur eru þrisvar í viku, segir Sig- ríður Ólafsdóttir, og þá undir handleiðslu þjálfara. Ekki má gleyma hjálminum en allir ættu að eignast hann um leið og hjólið er keypt. Jæja, núna ertu tilbúinn en hvert áttu að snúa þér til að fá upplýsingar um æfingar og keppn- ir? Fyrir tæplega ári síðan var Hjólreiðafélag Reykjavíkur endur- vakið af litlum hópi áhugamanna. Markmið þeirra var, og er, að stuðla að hjólreiðum sem íþrótt og hefur vinna þeirra skilað sér í skipulagðri dagskrá sumarsins. Æfingar verða þrisvar sinnum í viku og þá undir handleiðslu þjálf- ara. Keppnir eru nánast um hveija helgi og þá víðsvegar um land, þannig að allir ættu að geta tekið þátt. Höfundur er varaformaður Hjúkrunarfélags Reykjavíkur. Sigríður Ólafsdóttir STANGAVEIÐIMESSA í PERLUNNI12.-15. MAÍ OPNUNARTlMI 14. og 15. maí frá kl. 13.00-18.00: Kynning í máli og myndum á laxveiðiám og vötnum í fundarsal Perlunnar. í dag, laugardag, kl. 15.00: Steinar Friðgeirsson segir frá Hítará. Kl. 17.00: Ásgeir Heiðar segir frá Laxá í Kjós. Á morgun, sunnudag, kl. 15.00: Sveinn Snæland segir frá Langá Fjallið. Myndbandið „Ástarlíf í Þingvallavatni" sýnd alla daga. Aðgangur ókeypis. TTTSBrrx Við styðjum D-listann Guðrun Möller flugfreyja Sölvi Snær Magnusson verslunarmaður Benedikt Gíslason nemi Helena Jónsdóttir dansari Jón FjörnirThoroddsen tónlistarmaður í Tennessee Trans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.