Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 39
SIGURÐUR ÓLAFSSON
-I- Sigurður Ólafsson vélstjóri,
* Hjarðarhaga 13, Reykjavík,
fæddist 16. mars 1923 í Reykja-
vík og ólst þar upp. Hann lést
20. apríl síðastliðinn. Sigurður
var sonur hjónanna Unu Þor-
steinsdóttur frá Kvöldroðanum í
Reykjavík og Ólafs Sigurðssonar
frá Núpi í Dýrafirði. Sigurður
lauk járnsmíðanámi frá Stál-
smiðjunni í Reykjavík 1942 og
fékk síðar meistararéttindi í
þeirri iðn. Vélstjóranámi lauk
hann 1946 frá Vélstjóraskóla ís-
lands. Að námi loknu hóf Sigurð-
ur störf hjá Skipaútgerð ríkisins
og sigldi á strandferðaskipum
rikisins til ársins 1954 þegar
hann gerðist yfirvélstjóri á drátt-
arbátnum Magna við Reykjavík-
urhöfn. Á Magna starfaði Sig-
urður meðan það skip var í notk-
un, en fór síðan til Hitaveitu
Reykjavíkur og vann þar til síð-
ustu áramóta er hann lét af störf-
um. Sigurður kvæntist árið 1945
Guðrúnu Ástríði Ingvarsdóttur.
Guðrún er dóttir Þórðar Ingvars
Ásgeirssonar bónda frá Geitagili
í Örlygshöfn og konu hans Bjar-
neyjar Valgerðar Ólafsdóttur,
þau hjón eru bæði látin. Guðrún
og Sigurður eignuðust þijú böm,
Ólaf múrarameistara, Bjarneyju
Sigrúnu húsmóður og Ásgeir
rafvirkjameistara, öll búsett í
Reykjavík. Útför Sigurðar var
gerð frá Neskirkju mánudaginn
2. maí.
ÞAÐ VAR miðvikudaginn 20. apríl
að faðir minn varð bráðkvaddur. Það
varð mér mikið áfall því daginn eft-
ir átti að ferma dóttur mína. Um
morguninn höfðu pabbi og mamma
komið heim til mín til að hjálpa okk-
ur við að undirbúa fermingardaginn.
Þau fóru síðan heim fljótlega eftir
hádegið. Þennan morgun fórum við
feðgar í snúninga vegna undirbún-
ings dagsins og ekki minnist ég þess
+ Helga Guðmundsdóttir
fæddist á Patreksfirði 13.
september 1908. Hún lést í
Reykjavík 16. apríl 1994. For-
eldrar hennar voru Anna Helga-
dóttir og Guðmundur Ólafur
Þórðarson. Útför Helgu var
gjörð frá Fossvogkirkju föstu-
daginn 22. apríl sl. að viðstöddu
fjölmenni.
VIÐ ANDLÁT okkar kæru félags-
systur, frú Helgu Guðmundsdóttur,
hefur enn einn hlekkurinn brostið í
keðju okkar Hvítabandskvenna.
Þeim „fullorðnu" Hvítabandskon-
um fækkar óðum, sem settu sér-
stakan svip á fundi félagsins með
nærveru sinni og þátttöku í félags-
störfum.
Það er alltaf sárt að sjá á bak
þeim, sem maður hefur virt og átt
góða samleið með. En það er lögmál
lífsins, að heilsast og kveðjast. Þeg-
ar merku mannlífi lýkur verður eyða
í hugum þeirra, er til þekktu. Hún
Helga skilur svo sannarlega eftir
skarð, sem vandfyllt verður.
Það var mikið vinfengi með Helgu
og þeim systrum Arndísi og Þuríði
Þorvaldsdætrum, svo og Jónu Er-
lendsdóttur mágkonu þeirra. Sem
gestur þessara ágætu félaga kom
hún á fundi félagsins, og trúlega
hefur það orðið kveikjan að því, að
hún gjörðist félagi í Hvítabandinu.
Með glæsimennsku sinni og ljúfri
framkomu vakti hún strax athygli
okkar.
Heima á Patreksfirði lét Helga
félagsmál til sín taka. Hún starfaði
mikið í kvenfélaginu Sif og var
m.a. formaður félagsins um árabil.
Virkan þátt tók hún í störfum slysa-
varnafélagsins fyrir vestan. Eftir
að þau hjónin, Helga og Adolf Hall-
grímsson, ioftskeytamaður, fluttu
til Reykjavíkur, störfuðu þau bæði
með félögum í Barðstrendingafé-
að hægt væri að sjá að neitt amaði
að pabba, en hann var sú manngerð
sem kvartar aldrei.
Um morguninn ræddum við um
sumarbústaðinn sem var þeim
mömmu báðum kær. Það stóð til hjá
pabba og mömmu að fara austur á
Þingvelli á föstudaginn því þar voru
mörg verkefni sem pabbi hafði
áformað að vinna og undirbúið.
Það var segin saga að þegar ein-
hver í fjölskyldunni þurfti á aðstoð
að halda þá var pabbi alltaf reiðubú-
inn að hlaupa undir bagga og veita
alla þá aðstoð og hjálp sem hann gat
í hvaða formi sem var. Jafn bóngóð-
an og hjálplegan pabba held ég að
sé ekki hægt að hugsa sér. Hann
studdi alltaf dyggilega við bakið á
bömum sínum og fjölskyldum þeirra.
Hann var alltaf reiðubúin til að leggja
lið ef hann mögulega gat.
Það var myndaður bridsklúbbur í
fjölskyldunni sem kom saman hálfs-
mánaðarlega yfir veturinn og spil-
aði. Mér fínnst eins og það sé allt
búið núna því pabbi var driffjöðrin
og tengiliður okkar hi'nna. Ég held
að við verðum að halda þessu áfram
í hans anda með það fyrir augum
að hafa gaman af þessu og koma á
góðra manna fundi.
Nú þegar mamma er orðin ein
þurfum við að sjá svo um að hún fái
notið lífsins eins vel og unnt er og
hún eigi marga ánægjudaga. Elsku,
besti pabbi minn, ég á þér mikið að
þakka. Ég á um þig margar góðar
minningar sem ég mun varðveita um
ókomna framtíð. Ég bið algóðan Guð
að styrkja mörrimu og okkur öll á
þessum erfíðu tímamótum.
Ásgeir Sigurðsson.
Ó, guðir,
þér, sem okkur örlög vefíð svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið,
og einnig ég.
(Steinn Steinarr)
laginu. Þegar hún svo gjörðist fé-
lagi í Hvitabandinu var það ómetan-
legur fengur fyrir félagið að fá slíka
konu sem Helgu til starfa. Helga
sat í stjórn Hvítabandsins, var vara-
formaður og gegndi einnig störfum
formanns. Á 95 ára afmæli félags-
ins, árið 1990 var hún gjörð heiðurs-
félagi.
Það var mjög gott að starfa með
Helgu. Hún var raunsæ og réttsýn
í skoðunum sínum, samvinnuþýð og
jákvæð, ekki síst þegar rætt var um
málefni til styrktar þeim sem stuðn-
ings þurftu með. Helga var blíð og
hjartahlý, sú manngerð, sem ekki
mátti neitt aumt sjá eða vita af, án
þess að reyna að bæta úr því böli.
Helga og Adolf voru mjög sam-
rýnd og samhent hjón. Hann lést
21. ágúst 1992. Við fráfall hans
missti Helga einstaklega natinn og
umhyggjusaman lífsförunaut. Adolf
sýndi á ýmsan hátt að hann var
velunnari félagsins okkar, og því
voru kynni okkar af þeim öðlings-
manni með ágætum. Við, sem vorum
svo lánsamar að kynnast Helgu og
starfa með henni að félagsmálum,
svo og með öðrum mikilhæfum
Hvítabandskonum, sem nú eru
horfnar sjónum okkar, höfum for-
sjóninni margt að þakka. Þetta voru
dýrmætar og lærdómsríkar sam-
verustundir sem við áttum.
Á næsta ári minnumst við Hvíta-
bandsins 100 ára. Við, sem nú erum
starfandi, getum ekki sýnt okkar
kæra félagi meiri sóma en að reyna
að feta í fótspor þeirra baráttu-
kvenna, sem gengnar eru, en unnu
svo lengi sem stætt var að félags-
málum af hugsjón og fórnfýsi.
Á kveðjustund þökkum við sóma-
konunni Helgu Guðmundsdóttur fyr-
ir samfylgdina og biðjum Guð að
blessa hana og ástvini hennar alla.
F.h. Hvítabandskvenna,
Arndís E, Þórðardóttír.
Þær voru ófáar stundirnar sem
við afi og amma eyddum saman á
Þingvöllum. Þar kenndi afi mér allt
sem ég kann um veiðar enda afi
minn hin mesta aflakió og var eins-
konar alfræðiorðabók í veiðifræðum.
Á Þingvöllum leið afa vel. Þar gat
hann bardúsað allan daginn, en
þannig mun ég muna best eftir hon-
um.
Ef ég ætti í nokkrum orðum að
lýsa afa myndi ég lýsa honum sem
rólegum manni, sem var sinn eigin
herra, og spekingi. Hann var vinur
allra og hafði áhuga á því sem var
að gerast í kringum mig og alla
aðra sem voru honum nánir. Hann
hafði mikinn áhuga á íþróttum,
stundaði sundlaugarnar og fótboita-
leiki. Hann var öðlingsmaður mikill
og hans verður sárt saknað.
í hjarta mínu er mikil reiði, mikil
sorg, en þó mest af öllu mjög mikill
söknuður. Hví þurfti afi að deyja
núna? Það er mjög erfitt að frétta
það einn sólríkan veðurdag að afí
sé dáinn. Hann sem ekki einu sinni
var veikur. Ég hafði verið að tala
við hann þarna um morguninn og
það lá svo vel á honum. Hann var
að spauga við mig um það hvort ég
væri ein af þeim fjórða hverjum
nemanda sem félli á samræmdupróf-
unum í ár.
Það var fyrir tilstuðlan hans afa
að ég fór að læra tónlist og get ég
aldrei þakkað honum nægilega vel
fyrir það. Ef tónleikar stóðu fyrir
dyrum mátti alltaf treysta á að afí
kæmi og hefði gaman af, sama hvað
var á dagskránni. Þó hafði ég mest
gaman af því að spila fyrir hann á
píanóið mitt heima í stofu. Þó að
afi væri ekki sprenglærður tónlist-
arsérfræðingur hafði hann alltaf
góðar ráðleggingar á reiðum hönd-
um;
Ég þakka afa allar þær sælu
stundir sem við áttum saman og ég
er fegin að ég kynntist honum eins
vel og ég gerði. Eg á mínar minning-
ar um hann og þær fær enginn tek-
ið frá mér.
Elsku amma, góður guð styrki þig
á þessum erfiðu tímum.
Guðný Inga Ásgeirsdóttir.
Engin orð geta tjáð þá hryggð
og samúð, sem við viljum votta Guð-
rúnu, börnum þeirra hjóna og barna-
börnum, vegna þessa óbætanlega
missis. Tapið er sárt, því hver maður
sem Sigurð þekkti fann að þar fór
sannur og traustur maður.
Sigurður ólst upp á Grettisgöt-
unni, næst eistur í hópi fimm systk-
ina. Elst var Ásta og á eftir Sigurði
komu Gyða, Gunnar og Ólafur. Þá
voru erfiðir tímar og strax í barn-
æsku okkar skall heimskreppan á.
Auraráð voru því takmörkuð og þeg-
ar langar fjarverur heimilisföður á
togara bættust við, komu mannkost-
ir „stóra bróður“ best í ljós, þeir
kostir sem fylgdu honum ævilangt.
Eins og ætíð var og ætíð verður
komu upp ótal vandræði og óhöpp
í græskulausum æskuleikjum okkar.
Þá var gott í fjarveru föður að geta
rakið raunir sínar fyrir Sigga. Hæg-
ur og rólegur gaf hann sér tíma til
að hlusta á mann, og þótt hann
væri eins og jafnan fátalaður var
líkt og áhyggjurnar og vandræðin
leystust upp í nálægð hans og einlæg
samúð hans létti öllum áhyggjum.
Mikið var þá gott að sitja hjá stóra
bróður. Þessum eiginleika hélt Siggi
alla ævi og oft sá ég fullorðna menn,
sem höfðu jafnvel ekki þekkt hann
mjög lengi, leita ráða hjá honum
nákvæmlega á sama hátt.
En árin liðu. Táningsárin tóku við
og Sigurður fór að æfa fijálsíþróttir
og hlaup og sýndi þar bæði keppnis-
skap og dugnað. Alla ævi fylgdist
hann af áhuga með flestum íþrótta-
atburðum og aldrei sá ég þennan
jafnlynda mann æsa sig upp nema
uppáhaldsliðið hans Valur ætti í ein-
hverjum erfiðleikum, sérstaklega
þegar Albert kunningi hans og
átrúnaðargoð lék með.
Ein mesta gæfustund var þegar
hann giftist eftirlifandi konu sinni
Guðrúnu Ástríði Ingvarsdóttur. Þeg-
ar þau Guðrún og Sigurður giftust
þurftu þau (eins og ungt fólk hefur
alltaf þurft) að eignast eigið hús-
næði. Og fljótlega hófu þau bygg-
ingaframkvæmdir á Hjarðarhaga 13
hér í bæ og eftir mikið erfiði og
ótrúlega mikla vinnu komu þau sér
upp stórri og góðri íbúð. Auðvitað
var allt í skuldum, en böm þeirra
hjóna, hvort öðru myndarlegra,
gerðu stritið létt og þá taldi Sigurð-
ur sig ríkan mann.
Sigurður átti smá sumarbústað við
Þingvallavatn og árum saman unnu
hjónin við að stækka hann og laga,
þau breyttu líflitlum gróðri úthaga í
blómagarð og þar gerði Guðrún næst-
um því kraftaverk. Þangað komu
barnabörnin í heimsókn til þeirra
hjóna og þegar hann kenndi þeim
og lék sér við þau var erfitt að sjá
hver skemmti sér best. Hitt leyndist
engum hve börn hændust að honum
og hvað bömunum hans „afa“ þótti
innilega vænt um hann.
Góði bróðir, kallið kom ailt of fljótt
og allt of snöggt. Á þriðjudagskvöldi
sátum við í gufubaði og röbbuðum
saman. Meðal annars um hvað gott
þú ættir núna að geta dvalið lang-
dvölum í bústaðnum, sem kominn
væri í gott lag og þú hættur vinnu.
Um miðnættið á heimleið af spila-
kvöldi ræddum við um það lán, hve
vel þú hefðir náð þér eftir hættuleg
veikindi og uppskurð, sem þú gekkst
undir fyrir allmörgum ámm. Nú
væri ekkert því til fyrirstöðu að dvelj-
ast sumarlangt við Þingvallavatn.
Ekki grunaði mig að þetta væri
okkar síðasta samverustund. Síð-
degis daginn eftir kom elsti sonur
þinn og sagði mér að þú værir látinn
og það var reiðarslag, sem skilur
eftir opið sár hjá okkur hjónunum.
Kæri bróðir, við þökkum þér fyrir
samfylgdina í þessi mörgu ár og
biðjum guð að gefa Guðrúnu og allri
ykkar fjölskyldu styrk til að bera
þennan óbærilega kross. Ég veit að
sá guð, sem lætur enga efnisögn
hverfa að eilífu, en aðeins umbreyt-
ast, mun þaðan af síður láta manns-
sálina hverfa. Þess vegna veit ég,
kæri bróðir, að einhvern tíma og
einhvers staðar eigum við öll eftir
að hittast á ný.
Hvíl í friði, kæri bróðir.
Gunnar.
HELGA
G UÐMUNDSDÓTTIR
Frá Guöspeki-
fólaginu
Ingólfwtrastl 22.
Áskrtftarsfml
Ganglera er
39673.
Aðalfundur Islandsdeildar Guð-
spekifélagsins verður haldinn í
húsi félagsins í dag, laugardag-
inn 14. maí, kl. 15.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar-
störf. Lagabreytingar.
Spíritistafélag íslands
Anna Carla Ingva-
dóttir, miðill,
verður með fyrir-
huguð námskeið í
andlegum fræð-
um. Byrjað frá
grunni.
Námskeiðin standa í 12 stundir
og' taka 3 daga.
Hámarksfjöldi 10 til 12 manns.
Reynt verður að fara út í per-
sónulegar leiöbeiningar fyrir
hvern og einn. Verð 4.500 kr.
Nánari upplýsingar veittar í sima
40734.
Opið kl. 10-22 alla daga.
Euro og Visa.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Aðalfundur safnaðarins verður í
kvöld kl. 19.00.
Dagskrð vikunnar fromundan:
Sunnudagur:
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Miðvikudagur:
Skrefið kl. 18.00.
Sjónvarpsupptaka kl. 20.00.
auglýsingor
Dagskrá hvítasunnumóts í
Reykjavík dagana 20.-23 maí:
Föstudagur 20. maí:
Samkoma í umsjón ungs fólks
kl. 20.30.
Laugardagur 21. maí:
Fræðsla kl. 13.00-16.00. „Hlut-
verk mitt“. Almenn samkoma kl.
20.30. Mikil tónlist.
Sunnudagur 22. mai:
Samkoma frá miðvikudagskvöldi
send út á RÚV kl. 11.00.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Samvera kl. 21.00 þar sem saga
hvitasunnufjölskyldunnar er
sögð í máli og myndum.
Mánudagur 23. maí:
Útvarpsguðsþjónusta kl. 11.00.
Það eru allir hjartanlega vel-
komnir að taka þátt f þessum
samkomum.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 68253’*
Dagsferðir sunnud. 15. maí:
1) Kl. 10.30 Botnssúlur. Gengið
frá Hvalfirði á vestursúluna. Frá-
bært útsýni, skemmtileg göngu-
leið.
2) Kl. 13.00 Fjölskylduganga að
Tröllafossi (í Leirvogsá). Gengið
frá Hrafnhólum að Tröllafossi.
Létt gönguleið. Verð kr. 1.100.
Frítt fyrir börn að 15 ára aldri.
Brottför frá Umferðarmiðstöö-
inni, austanmegin og Mörkinni 6.
Miðvikud. 18. maí - lýðveld-
isgangan, 5. áfangi.
Sandskeið - Draugatjörn.
Brottför kl. 20.00 (um 1’/> klst.
ganga).
Lengri ferðir um hvítasunnu:
1) Snæfellsnes - Snæfellsjökull
2) öræfajökuil - Skaftafell
3) Skaftafell - Öræfasveit
4) Þórsmörk
5) Tindfjöll - Emstrur - Þórsmörk.
Fimmvörðuháls. Brottför laugar-
dag (21. maO kl. 8.00. Farmiðar
og upplýsingar á skrifstofu F,l.
Opiðhús
Þriðjudaginn 17. maí verður
kynningarfundur í risinu, Mörk-
inni 6, kl. 20.30. Kynntar verða
ferðir um hvítasunnuna. Farar-
stjórar svara fyrirspurnum.
Kaffi á könnunni.
Ferðafélag (slands.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • sinn 614330
Dagsferð sunnua. 15. maf
Kl. 10.30 Lýðveldisgangan
Rifjaðir verða upp atburðir árs-
ins 1934 í Rangárþingi.
M.a. verður farið í Fljótshlfð,
komið við á Breiöabólsstað og
gengið með Markarfljóti að nýju
brúnni. Lagt af stað frá Ingólfs-
torgi, komið við á BSÍ og Árbæj-
arsafni. Verð kr. 2000/2200, fritt
fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd
fullorðinna.
Útivistarferðir um hvfta-
sunnu 20.-23. maí: Snæ-
feHsnes - Snæfellsjökull
Gengið verður á Snæfellsjökul
og farið um áhugaverða staði á
Snæfellsnesi. Gist I svefnpoka-
plássi á Arnarstapa.
Fimmvörðuháls
Gist verður I Fimmvörðuskála
og gengið á skíðum út á Eyja-
fjalla- og Mýrdalsjökul.
Básar við Þórsmörk
Fjölbreyttar gönguferðir og góð
gistiaðstaöa.
Útivist.
—-
—■