Morgunblaðið - 14.05.1994, Page 44

Morgunblaðið - 14.05.1994, Page 44
44 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ( Þé TTA HL1ÓTA AÐ H&M J v/e efö ) HViuie TÍMA~ Yhon 1 SÓOHJ J——( U3ÚF, ■—v----' yiHHÆG Ferdinand V£5, MAAM.. UJE U)ANT TO BUV A NEW 006 DI5H FOR MY 006.. METAL OR PLA5TIC? RED? YELLOU)? BLOE? 6EE, I DON'T KNOLO... U)HAT KINP OF DI5H DO YOU THINK YOU U)ANT? -------zc Já, frú ... okkur langar að kaupa nýjan hundsdall handa hundinum mín- Málm eða plast? Rauðan? Gul- an? Bláan? Vá, ég veit ekki... Hvers konar dall heldurðu að þú viljir? um . BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Lögreglan, hjólreiða- fólk og alþjóðlegur fjölskyldudagur Sam- einuðu þjóðanna 15. maí Frá Ómarí Smára Ármannssyni: í SAMEIGINLEGU umferðarátaki lögreglunnar á Suðvesturlandi dag- ana 12.-17. maí nk. verður athygl- inni sérstaklega beint að umferð hjólreiðafólks og búnaði þess. Lög- reglan á svæðinu mun fylgjast með hjólreiðafólki á þessum tíma með tilliti til gildandi ufmerðarreglna, auk þess sem hún mun taka virkan þátt í hjóladegi ijölskyldunnar á alþjóðlegum íjölskyldudegi Samein- uðu þjóðanna sunnudaginn 15. maí. í umferðarlögunum er kveðið á um, auk almennra ákvæða um umferð, sérstakar umferðarreglur fyrir hjólreiðafólk. Fólk er hvatt til þess að kynna sér þessar reglur og tileinka sér þær svo skapa megi hér betri umgengni á þessu sviði um- ferðarmálanna. Líklegt má telja að því fleiri sem það gera því minni líkur á slysum. Athygli er vakin á því að skv. umferðarlögum má barn yngra en 7 ára ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri. Þrátt fyrir 7 ára aldursmörkin mælir lög- reglan þó gegn því að börn yngri en 9-10 ára hjóli einsömul á vegum þar sem vænta má umferðar vél- knúinna ökutækja. Þá er rétt að benda á að óheimilt er að flytja farþega á reiðhjóli. Þó má hjólreiða- maður sem orðinn er 15 ára flytja barn yngra en 7 ára á reiðhjóli, enda sé barninu ætlað sérstakt sæti og þannig um búið að því stafi ekki hætta af hjólteinunum. Val slíkra „stóla“ þarf ætíð að vanda og þeir þurfa að vera af viður- kenndri gerð. Hjólreiðafólk, sérstaklega það yngra, ætti alltaf að nota viður- kennda hjálma. Notkun þeirra getur komið í veg fyrir meiðsli ef óhapp verður. Ávallt þarf að gæta þess að bún- aður reiðhjólsins sé eins og best verður á kosið. Þá þarf stærð reið- hjólsins að henta hveiju sinni svo viðkomandi geti haft fullt vald á hjólinu. Reiðhjólafólki er heimilt að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiða- fólk á gangstétt eða á gangstíg á alltaf að víkja fyrir gangandi veg- farendum. Fremur en að hjóla á akbrautum þar sem umferð vélknú- inna ökutækja er veruleg vill lög- reglan hvetja reiðhjólafólk til þess að nota ávallt sérstaka reiðhjóla- stíga, þar sem þeir eru, eða gang- stéttar og göngustíga þar sem því verður við komið. Einnig vill hún hvetja hjólreiðafólk, sem og aðra vegfarendur, til þess að fara var- lega og sýna öðrum tillitssemi. Þannig, og án þess að þurfi að koma til til verulegs kostnaðar, geta allir stuðlað að betri og örugg- ari umferð. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Brostnar vonir Frá Þórði E. Halldórssyni: SAMKVÆMT auglýsingum frá Háskóla íslands hefur „Gullnám- an“, fjárhættuspil Háskólans greitt út í vinningum 24. - 29. mars og 30. mars til 6. apríl rúmar níutíu milljónir. Þessa ugphæð á aðeins tveimur vikum. Á ársgrundvelli gerir þetta 2.349.568.832 kr. Þetta er aðeins einn þriðji af því sem fólk hefur borgað inní kassana, því sé greitt til vinningshafa að því að sagt er um 30% af brúttó innkomu hlýtur hreinn ágóði að vera sem næst 5.000.000.000 (fimm milljarð- ar króna). Áður en þessir kassar, um 300 að tölu, voru settir upp brugðust margir hart við og mótmæltu þess- ari framkvæmd á þeim forsendum að þarna Væri án efa um fjárhættu- spil að ræða, enda hefur það áþreif- anlega sannað sig. Með lögum er fjárhættuspil bannað á íslandi. Á Ijölda manna virkar þátttaka í slíku fjárhættuspili sem argasta eiturlyf. Margir gerast áhættuþrælar þess- ara athafna, enda dregur Háskóli Islands ekki úr ginningarauglýsing- um um þátttöku í þessari tegund eiturlyfjaneyslu. Fall „Gullpottsins“ í gær uppá hálfa níundu milljón króna dregur síst af öllu úr þessu bjrálæði, enda fylgt vel eftir með skrautauglýsingu og áróðri af hálfu Háskólans. Það er hins vegar hvergi tíunduð talan yfir þá einstaklinga Margir hafa gerst þrælar spilafíknarinnar. sem hafa tapað aleigunni og e.t.v. lífinu í vímu vonanna um vinninginn sem aldrei kom. Virðingin fyrir heiðri Háskóla íslands hefur orðið úti í fárviðri brostinna vona. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 25, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.