Morgunblaðið - 14.05.1994, Page 48
48 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Veisluhöld
Aðgöngumiði að Backbeat gildir sem 300 kr. afsláttur
af geislaplötunni með rokktónlistinni dúndrandi
úr myndinni í verslunum Skífunnar.
V íkingatj aldbúðir
í Hafnarfirði
Universal heldur einka-
samkvæmi fyrir tvíbur-
ana Marinó og Hlyn
Sigurðssyni og Elaine
og Melanie Silver
John Goodman með
mjög svo frumstæðan
gítar. „Þetta er nú
bara fyrir kynning-
una,“ sagði hann.
„Það er hljóm-
sveitin B-52 sem
flytur aðal
Flinstone-lag-
ið.“
GERT klár fyrir tökur. Starfsfólk
Hlyn (eða Marinó), Rick Moranis og Rosie
O’Donnell sem leika Barney-fjölskylduna.
Þjóðlegt
strætisvagnaskýli
► KVIKMYNDIN „The Flintstones" verður frum-
sýnd í New York annan í hvítasunnu og síðan hefj-
ast sýningar fyrir almenning í Bandaríkjunum 27.
maí. Elízabet Taylor, sem leikur tengdamömmu Freds
Flintstones, gerði samning við Universal-fyrirtækið
um að á frumsýningu yrði „gala uppákoma" og allur
ágóði rynni til styrktar eyðnisjúkum í nafni hennar.
íslensku tvíburarnir, Hlynur og Marinó, sem leika
Bamm-Bamm, son Barneys, í myndinni, verða ekki
við frumsýninguna í New York.
„Þetta er ekki við-
burður fyrir lítil
börn og þess vegna
hefur kvikmyndafyr-
irtækið ákveðið að
halda einkasam-
kvæmi fyrir Marinó
og Hlyn ásamt Elaine
og Melanie þar sem
boðið verður nokkr-
um gestum 20. maí.
Verður það haldið í
sýningarsal Stevens
Spielbergs á Amblin
Universal,“ sagði
Ágústa Hreinsdóttir,
móðir tvíburanna, í
spjalli við Morgun-
blaðið. „Okkur er
einnig boðið á óform-
lega frumsýningu 16.
-jpaí ásamt leikurum
og öðru starfsfólki
sem koniu nálægt
kvikmyndinni. Verð-
ur hún í bíóhúsi Uni-
versal-fyrirtækis-
ins.“
ELAINE og Melanie eru orðnar góðar
vinkonur Hlyns og Marinós.
f........
HASKOLABÍO
SÍMI22140
Háskölabíó
► SILVIA Svíadrottning og Mar-
ia-Teresa hertogaynja af Lúxem-
borg velta fyrir sér hvaða stærð
af PSA-bolum þær eigi að velja
sér á skrifstofu Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar
(WHO) í Genf eftir að þær höfðu
komið á laggirnar einkarekinni
stofnun til að hamla gegn fíkni-
efnaneyslu. (Prevention of Subst-
ance Abuses, PSA).
MEÐ HÆKKANDI sól og vor-
komunni er árviss viðburður að
efna til víkingahátíðar í Fjöru-
kránni í Hafnarfirði. Raunar
stendur víkingastemmningin yfir
allt sumarið og mun erlendum
ferðamönnum því þykja forvitni-
legt að líta þar inn til að kynna
sér þá hlið á hinni forn-norrænu
menningu. Ekki var brugðið út
af venjunni nú og í tilefni fjög-
urra ára afmælis Fjörukrárinnar
nýverið var gestum boðið að
skoða nýjar víkingatjaldbúðir
sem búið er að reisa utandyra.
Um leið var gefinn forsmekkur-
inn af mikilli alþjóðlegri víkinga-
hátíð, sem væntanlega verður
haldin í Hafnarfirði að ári.
Margir fulltrúar úr ferðaiðn-
aðinum litu inn í víkingahófið
og hér stinga þeir bræður,
Steinn og Kjartan Lárussynir,
saman nefjum.
Hið fagra fley, Fjörunesið, var
að sjálfsögðu á sínum stað í af-
mælinu og var gestum boðið í
stutta kvöldsiglingu. Að auki
voru ýmsar uppákomur og boðið
upp á fjölbreytta tónlíst með þjóð-
legu ívafi. Og að sjálfsögðu var
enginn sendur svangur eða þurr-
bijósta heim, frekar en úr vík-
ingaveislum til forna.
í TILEFNI hátiðarinnar voru reistar víkingatjaldbúðir fyr-
ir utan Fjörukrána.
Silvia í verslunarleiðangri
Morgunblaðið/Kristinn
FJÖRUGOÐINN ávarpar Jóhannes Viðar Bjarnason, veit-
ingamann í Fjörukránni, í tilefni afmælisins.
Morgunblaðið/Sverrir
FRÍÐA, Þóra og Gyða, sem eru í 10. bekk
Hagaskóla leggja síðustu hönd á listaverkið.
FÉLAG íslenskra
myndlistarkennara
í samvinnu við sam-
gönguráðuneytið
ákvað að efna til
almennrar þátttöku
nemenda í grunn-
og framhaldsskól-
um landsins í gerð
myndverka á vo-
rönn 1994 í tengsl-
um við „Ár fjöl-
skyldunnar" og
átakið „íslandsferð
íjölskyldunnar
1994“. Nemendur
10. bekkja Haga-
skóla tóku sig því
til í vikunni og máluðu strætis-
vagnaskýli nálægt skólanum í björt-
um og glöðum litum. „Skólunum
var í sjálfs vald sett hvernig þeir
ynnu myndverkin. Okkur datt m.a.
í hug að myndskreyta strætisvagna-
skýlið sem ér hér rétt hjá skólanum,
því það er alltaf útkrotað og sóða-
legt. Við vonumst til að það fái frið
þegar það hefur verið málað,“ sagði
Gunnhildur Ólafsdóttir mynd-
menntakennari í Hagaskóla.
FOLK