Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994____________________________
FRÉTTIR
Ríkisskattstjóri segir að bankar eigi
að gefa kvittun fyrir þjónustugjöldum
Skuldfær slulína
á yfirliti ekki nóg
BRYNJÓLFUR Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, segir
að bankamir verði að fá nánari útskýringu ríkisskattstjóra á þeirri
afstöðu hans að skuldafærslulína á yfirlit reikningseigenda sé ekki
nægileg kvittun fyrir greiðslu útskriftar- og þjónustugjalda. Ríkis-
skattsjóri hefur útskurðað, að beiðni Neytendafélags Akureyrar og
nágrennis, að bönkunum beri að gefa út fullgilda reikninga fyrir
gjöldunum. Brynjólfur bendir einnig á að greiðslukortafyrirtæki hafí
innheimt útskriftargjald í mörg ár með þessum hætti.
„Greiðslukortafyrirtækin hafa
verið með gjaldtöku vegna út-
skriftargjalds mánaðarlega í nokk-
ur ár,“ segir Brynjólfur.-„Það hef-
ur ekki verið gefin út nein önnur
kvittun fyrir því en kemur fram á
yfírlitinu. Ég veit ekki til að það
hafí verið gerð athugasemd við
það.“
Hann segir að fyrst Og fremst
sé um að ræða 45 krónu út-
skriftargjald sem sé innheimt með
svipuðu fyrirkomulagi hjá öllum
bönkum og sparisjóðum. Því búist
hann við því að þessir aðilar skoði
málið í' sameiningu.
Hvað telst nægjanlegt?
Brynjólfur segir að spurningin
sé hvað sé nægjanleg kvittun fyr-
ir gjöldin, hvort það sé nóg að
bæta við viðbótarupplýsingum á
yfirlitið eða hvort gefa þurfi sér-
staka kvittun.
Hann segir að sú lausn sé hvorki
þægileg né hagkvæm í notkun
fyrir nokkum mann. Bankaþjón-
ustan sé smám saman að verða
sjálfvirkari og tæknitengdari og
því geti verið að menn þurfi að
huga að því hvað teljist fullnægj-
andi skjöl fyrir bókhald og annað.
„Það þarf að skoða þetta strax
og reyna að fá einhveija skynsam-
lega lausn,“ segir hann. „Það er
ekki mjög sniðugt ef bankarnir
þurfa að gefa kvittun fyrir hverri
einustu skuldfærslu."
■ Bankarnir stunda/14
Sjálfstæðisflokkur
kvartar undan Rás 2
Vill svara
„rógburði“
Sj álfstæðisflokkurinn fór þess á
leit í gær við útvarpsstjóra og for-
mann útvarpsráðs að fá til umráða
20 mínútur til að útvarpa málflutn-
ingi sínum á Rás 2 eigi síðar en í
fyrramálið.
Ástæða þess er sú að sögn Kjart-
ans Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra flokksins, að Illugi Jökulsson
flutti óslitinn róg um forystu Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík og
óslitnar árásir á borgarstjórann í
20 mínútna föstum pistli sinum á
Rás 2 í gærmorgun. Auk þess hefði
Illugi flutt sérstaka hvatningu til
borgarbúa um að kjósa ekki Sjálf-
stæðisflokkinn heldur R-listann.
„Við höfum óskað eftir því við
þessa forráðamenn Ríkisútvarpsins
að okkur verði tryggður jafn og
sambærilegur aðgangur að dag-
skrá útvarps ríkisins á Rás 2 ekki
seinna en á laugardagsmorguninn
til þess að flytja erindi af þessu
tagi. Okkur hefur ekki ennþá bor-
ist svar við þessu sagði Kjartan í
samtali við Morgunblaðið síðdegis
í gær.
Ekki tókst að ná í Heimi Steins-
son, útvarpsstjóra, í gærkvöldi.
■ Útskriftir/12
Morgunblaðið/Kristinn
204 MR-stúdentar
NÝSTÚDENTAR, 204 að tölu, voru útskrifaðir frá
Menntaskólanum í Reykjavík í Háskólabíói í gærdag og
lauk þar með 148. starfsári skólans. Dúx í árganginum
varð Styrmir Sigurjónsson í 6. X, eðlisfræðideild I, með
9,08 í meðaleinkunn. Semidúx varð Brynhildur Thors í
6. S, náttúrufræðideild I, með 9,01 í meðaleinkunn. Við
athöfnina flutti rektor, Guðni Guðmundsson, ávarp og
afhenti prófskírteini. Einnig mæltu fulltrúar 25 og 40
ára afmælisárganga fyrir hönd skólasystkina sinna og
gerðu grein fyrir gjöfum. Gaf sá fyrrnefndi skólanum
faxtæki og varð rektor þá að orði að verið væri að hrekja
sig með valdi af bréfdúfustiginu. Einnig má geta þess
að tveir nemendur til viðbótar fengu ágætiseinkunn og
eru þrír af fjórum nemendum skólans sem hæstar ein-
kunnir hlutu búsettir á Seltjarnamesi.
MORGUNBLAÐIÐ
Hæstiréttur >
Sjómenn
sýknir af
ísbjarn- I
ardrápi 1
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
sýknudóm Héraðsdóms Vestfjarða
yfir skipveijum á Guðnýju ÍS, sem
ákærðir höfðu verið fyrir að bijóta
dýravemdunarlög með því að beita v
ólögmætum aðferðum við að aflífa *
ísbjörn sem skipveijamir fönguðu f
og drápu með því að bregða nælon- |
tógi um háls hans og hengja hann.
Skipveijarnir voru við veiðar um
67 sjómílur norður af Horni í júní
sl. sumar þegar þeir urðu varir við
ísbjörn á sundi. Þeir kváðust hafa
ætlað að fanga dýrið og færa lif-
andi til hafnar.
í ákæru var mönnunum ekki
gefið að sök að hafa brotið lög
með því að fanga ísbjöminn og
deyða hann heldur fýrir fyrr- J
greinda aðferð sem þeir beittu og
ákæruvaldið taldi bijóta gegn
ákvæðum dýraverndunarlaga.
Eins og Héraðsdómur lögðu
tveir þriggja hæstaréttardómara
til grundvallar þann framburð
skipveijanna að þeir hafi ætlað að
færa ísbjörninn lifandi til hafnar
og hafi ætlað að ná dýrinu um
borð í skipið en ekki hengja það.
„í málinu nýtur hvorki gagna um
áverka á dýrinu né skýrslu um
krafningu þess. Ekki hefur verið
sýnt fram á að ákærðu hafi með
aðferðum sínum valdið ísbiminum
meiri þjáningum en efni voru til.
Þá verður eigi talið að þeir hafi
hlotið að sjá það fyrir að tilætlun
þeirra myndi ekki takast,“ segir í
dómi Péturs Kr. Hafstein og Ingi-
bjargar Benediktsdóttur hæsta-
réttardómara, sem sýknuðu skip-
veijana. Þriðji dómarinn, Hjörtur
Torfason, skilaði sératkvæði og
vildi sakfella en fresta skilorðs-
bundið ákvörðun refsingar.
Niðurstaðan skoðuð
ÞÓRÐUR S. Gunnarsson hrl. og séra Geir G. Waage kynna sér
niðurstöður Héraðsdóms
Ingibjörg Sólrún í sjónvarpskappræðum
R-listinn er
vinstri flokkur
LEIÐTOGAR beggja framboðslistanna í borgarstjórnarkosningunum skipt-
ust á skoðunum í sjónvarpskappræðum sem Stöð 2 stóð fyrir í gærkvöldi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði þar að hægt væri að skilgreina R-listann
sem vinstri flokk ef félagshyggja og kvennapólitík væru vinstra megin.
Héraðsdómur
Reykjavíkur
Ríkið sýkn-
að af kröf-
um Geirs
Waage
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs af kröfum Geirs G.
Waage, sóknarprests í Reykholti og
formanns Prestafélags íslands, sem
krafðist þess að sér yrðu greiddar
þær kjarabætur sem kjaradómur
ákvað prestum með úrskurði í júní
1992 en sá úrskurður var afnuminn
með bráðabirgðalögum, sem Geir
taldi að ekki hefðu verið sett með
réttum stjómskipulegum hætti þar
sem enga brýna nauðsyn hefði borið
til lagasetningarinnar. Geir G.
Waage sagði eftir dómsuppkvaðn-
ingu í gær að hann væri ósáttur við
forsendur dómsins en mundi taka
ákvörðun um áfrýjun að höfðu sam-
ráði við félaga sína í Prestafélaginu.
í niðurstöðum dómsins segir að
dómurinn telji sig hafa úrskurðar-
vald um hvort bráðabirgalögin hafi
samrýmst ákvæðum 28. greinar
stjómarskrárinnar og hvort brýna
nauðsyn hafi borið til setningar
þeirra. Síðan er rakið það uppnám
sem úrskurður Kjaradóms hafi vald-
ið í þjóðfélaginu og sagt að veruleg-
ur hluti almennrar löggjafar byggi
á því að hvaða stjómmálalegu mark-
miðum stefnt sé að hveiju sinni og
mat á nauðsyn útgáfu bráðabirgða-
laga sé á sama hátt háð stjómmála-
legum tilgangi bráðabirgðalöggjaf-
ans.
Álit dómsins er að ekki hafi ver-
ið sýnt fram á að mat bráðabirgða-
löggjafans hafí verið rangt þannig
að valdi ógildingu laganna og að
ekki hafi verið sannað að lögin hafi
að geyma ólögmæti gagnvart Geir.
Kröfur Geirs vora um 552 þúsund
krónur, sem er upphæð þeirra kjara-
bóta sem hann varð af frá seinni
úrskurði Kjaradóms og fram að út-
gáfu stefnu í október sl.
Dóminn kvað upp Sigurmar K.
Albertsson, setudómari, sem skip-
aður var í kjölfar þess að allir héraðs-
dómarar í Reykjavík lýstu sig van-
hæfa til að fjalla um málið þar sem
úrslit þess gætu varðað hagsmuni
þeirra. Meðdómendur Sigurmars
vora hæstaréttarlögmennimir Andri
Ámason og Jóhann H. Níelsson.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóraefni R-listans sagði að á kjör-
tímabilinu hefði glundroði og smá-
kóngaveldi einkennt stjórnarfar
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þrír
borgarstjórar hefðu stýrt borginni
og í mikilvægum málefnum hefði
flokkurinn skipt um skoðun. Hins
vegar hefði fólk úr mörgum áttum
sameinast um borgarstjóraefni R-
listans og það gengi þvert á allt tal
um glundroða.
Árni Sigfússon borgarstjóri sagði
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið
við þau loforð sem gefin voru fyrir
kjörtímabilið og markið hefði verið
sett hátt fyrir Reykjavík næsta kjör-
tímabil, meðal annars í atvinnumál-
um. Hann sagði aðra stjórnmála-
flokka hafa bundist samtökum um
að bjóða fram gegn Sjálfstæðis-
flokknum og þeir vildu hefja sam-
starfstilraun. Vandinn er sá að Reyk-
víkingar væru tilraunadýrið og siíkar
tilraunir væru alltaf að mistakast.
Ingibjörg Sólrún svaraði spum-
ingu um hvar Reykjavíkurlistinn
væri í hinu pólitíska litrófí þannig,
að ef félagshyggja og kvennapólitík
teldist til vinstri þá væri listinn
vinstri flokkur.
Arni Sigfússon sagðist alltaf hafa
haft þá skoðun á einkavæðingu að
þar sem ekki væri samkeppni ætti
ekki að einkavæða. Hann sagðist
hafa efasemdir um einkavæðingu
Strætisvagna Reykjavíkur og vera
kynni að þar hefði verið farið of
geyst í sakimar af núverandi borgar-
stjómarmeirihluta.
Viðhorfskönnun
Á meðan kappræðunum stóð var
efnt til viðhorfskönnunar meðal
áhorfenda sem ÍM Gallup hafði valið
sérstaklega. 86 þátttakendur voru
spurðir hvor frambjóðandinn hefði
staðið sig betur og síðan beðnir að
gefa frambjóðendunum einkunn-
Vegin niðurstaða úr fyrri spuming-
unni var sú að 48% töldu Ingibjörgu
Sólrúnu hafa staðið sig betur en
38,1% töldu Árna hafa staðið sig
betur. 13,9% töldu frammistöðu
þeirra svipaða. Þá gáfu áhorfendurn-
ir Ingibjörgu Sólrúnu einkunnina 7,6
af 10 mögulegum fyrir sína frammi-
stöðu en Áma einkunnina 7,4. Því
var lýst yfir af forsvarsmönnum ÍM
Gallup að munurinn væri ekki mark-
tækur tölfræðilega.